Morgunblaðið - 08.10.1981, Side 37

Morgunblaðið - 08.10.1981, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981 37 Þóra Marta Stefáns- dóttir - Minning Fædd 1. nóvember 1905. Dáin 27. september 1981. Þóra Marta fæddist í Lundi í Reykjavík, sem nú er númer 130 við Laugaveginn, en hún lést í Landspítalanum 27. september 1981, eftir þung veikindi. Foreldrar hennar voru Jóhanna Sigfúsdóttir og maður hennar, Stefán B. Jónsson kaupmaður í Reykjavík. Stefán B. Jónsson var einn af merkari mönnum sinnar samtíðar og Jóhanna var annáluð gæðakona. Voru þau hjón virt af öllum, sem til þeirra þekktu, og heimili þeirra var til fyrirmyndar. Ættingjar þeirra, sem áttu við erfiðleika að stríða, sóttu til þeirra styrk og hjálp. Þóra Marta var einkabarn þeirra hjóna. Hún var bráðgáfuð og fjölhæf og varð meðal annars dúx úr Verslunarskóla íslands vorið 1923. Kennarapróf tók hún árið 1933. Hún hafði unun af að læra, var listhneigð og söngvin, mjög vel ritfær og ættfróð. Að námi loknu átti Þóra Marta margra kosta völ, er hún valdi sér starf. En það stóð hjarta hennar næst að verða við óskum föður síns og takast á við þau verkefni, er fyrir hendi voru á Undralandi, búskap og verslunarstörf. Stefán B. Jónsson hafði keypt jörðina Undraland, sem var nokk- uð austan við bæinn. Rak hann þar búskap á síðustu árum ævi sinnar. Þóra Marta elskaði sveitalíf, enda hafði hún á bernskuárum sínum átt heima á Suður-Reykjum í Mosfellssveit, þar sem foreldrar hennar bjuggu þá. Henni þótti síð- an alltaf vænt um þennan stað og minntist hans með trega. Um þessar bernskustöðvar gerði hún þessa vísu: llppi á Reykjum á ók hoima. uni ók mór þar við hlóm. um líísins yndi la*t mÍK dreyma Ijúft viA vorsins helKÍdóm. Nokkru eftir að Stefán, faðir hennar, féll frá, réðst sem ráðs- maður að Undralandi Þjóðverjinn Karl Hirst frá Kiel. Hann var mjög duglegur maður og verklag- inn, enda lærður vélsmiður. Hann reyndist Jóhönnu, ekkju Stefáns, framúrskarandi vel við búskapinn og var hvers manns hugljúfi. Hef- ur Karl sagt mér, að Jóhanna hafi verið sér sem besta móðir. Þau Þóra Marta og Karl Hirst gengu í hjónaband 1. nóvember 1933. Þau eignuðust tvo syni, Stefán Hirst og Karl Hirst. Þegar Jóhanna Sigfúsdóttir féll frá árið 1939, var hún þess full- viss, að einkadóttir hennar og litlu drengirnir væru í forsjá hins besta manns. Stefán Hirst varð lögfræðingur og kvæntist Valdísi Viihjálms- dóttur. Þau hafa eignast þrjú börn, drerig, sem þau misstu, og tvær dætur, Elínu og Þóru. Karl Hirst er starfsmaður Rauða kross Islands. Kona hans er Guðrún Jónsdóttir. Þau eiga tvö börn, Karl Jón og Kristínu Jóhönnu. Mesta gæfa foreldra er að hafa barnalán. Það hafa þau Þóra Marta og Karl haft. Synir þeirra, tengdadætur og barnabörn eru myndar- og manndómsfólk. Þóra Marta unni fólki sínu mjög heitt og þráði jafnan nærveru þess til hinstu stundar. Ungu hjónin á Undralandi voru á árunum fyrir stríð hamingjusöm með drengina sína. En við hernám Breta 10. maí 1940 voru allir Þjóð- verjar hér á landi herteknir og fluttir í fangabúðir í Bretlandi. Karl Hirst var í þeirra hópi, sem hertekinn var. Var Karl Hirst í útlegðinni í sjö ár og kom ekki aftur fyrr en árið 1947. Sagði Karl um þessi útlegðarár, að það væri líkt og að vera grafinn lifandi og ekki væri með orðum lýst þjáning- um þess, sem slíkt reyndi. Og jafn- vel þótt endirinn yrði góður, var ekkert eins og áður fyrr. Öll þessi erfiðu ár reyndi mjög á þrek Þóru Mörtu. Hún vann fyrir drengjunum sínum með kennslu í Reykjavík og víðar. Og síðast en ekki síst reyndist hún manni sín- um svo vel sem auðið var, meðal annars sendi hún honum í fanga- búðirnar pakka með mat, fatnaði og fleiru. Einnig sendi hún fólki Karls í Þýskalandi ýmsar gjafir, sem komu að miklum notum. Hún tók jafnvel lán til þess að geta haldið slíkum samböndum við. Eftir að Karl kom aftur til Is- lands, stundaði hann vélsmíði, og vann jafnframt ræktunarstörf. Þóra Marta vann að kennslu, ásamt húsmóðurstörfunum. Þau hjónin fóru oft á síðari árum til Þýskalands til þess að vitja ætt- ingja Karls. Einnig kom vensla- fólk Karls til íslands. Ennfremur komu margir Vestur-Islendingar, frændfolk og vinir í heimsókn að Undralandi. Þar var jafnan opið hús og vinum að fagna. Karl hefur verið heilsulítill síð- ustu árin og oft þurft að vera á spitala, en þá sýndi Þóra Marta trygglyndi og vakti yfir velferð hans. Sjúkdóm þann, sem leiddi Þóru Mörtu til dauða, hafði hún tekið fyrir mörgum árum, en síðastliðið sumar dró að því sem verða myndi. Aldamótabörnin eru nú sem óðast að kveðja. Minningar um samferðamennina sækja á hug- ann. Með þessum orðum kveð ég bernsku og æskuvinkonu mína. Þá vil ég færa henni og hinum góðu foreldrum hennar hjartans þakkir fyrir þann kærleika, sem þau sýndu mér, þegar ég var dag- legur gestur á heimili þeirra, þar sem ég kynntist hinu fagra mannlífi. Ég þakka æskuvinkonu minni tryggð og vináttu frá bernskudögum til hinstu stundar. Blessuð sé minning hennar. Ég sendi eiginmanni hennar og öðrum ástvinum innilegar samúð- arkveðjur. Kristrún Guðmundsdóttir Veröldin stendur ekki á öndinni, þó að einn samtíðarmaður falli frá. En veröldin hefur breyst við þetta fráfall. Og það er eins og að varpa steini í lognslétta heiðar- tjörn, — öldurnar frá steininum berast í allar áttir. Eða þegar staðið er á heiðarbrún og hóað út í loftið blátt, þá halda hljóðöldurn- ar áfram á vegum ljósvakans um alla framtíð. Þóra Marta Stefánsdóttir frá Undralandi, sem kvaddi þetta jarðlíf sunnudagsmorguninn 27. september 1981, var aldamóta- barn. Hún var fædd á fyrsta ára- tug þessarar aldar. Þegar hún fæddist, var ég orð- inn stautlæs og farinn að líta í landsmálablöðin, einkum Lögréttu og Isafold. Þá fékk ég áhuga fyrir Stefáni B. Jónssyni, manni sem ungur að aldri hafði farið til Vest- urheims, en var nú að undirbúa komu sína aftur til gamla lands- ins. I Vesturheimi hafði hann kynnst mörgum nýjungum og tækni. Og þar hafði hann hlotið viðurkenningu og verðlaun fyrir uppfundningar. Stefán B. Jónsson auglýsti vinnutæki og verkfæri, sem ekki höfðu áður tíðkast hér og birti jafnframt myndir af tækjun- um. Þetta var allt nýstárlegt. Frá þeim tíma hefur mér fundist þessi maður vera mikill framfaramaður og að hann eigi verðugt sæti í sögu þjóðarinnar. Innan við tvítugt hóf hann trésmíðanám hér heima. Þá smíðaði hann í frítímum sínum langspil, sem meistari hans mat sem listaverk og stytti námstíma piltsins um eitt ár. Kona Stefáns var Jóhanna Sigfúsdóttir. Þau eignuðust eina dóttur, sem þau skírðu Þóru Mörtu. Það var falleg telpa og vel gefin, frá fyrstu tíð námfús og drakk í sig áhrif frá hinni ungu höfuðborg, sem taldi um átta þúsund íbúa, þegar Þóra Marta fæddist. Eftir fermingu settist Þóra Marta í Verslunar- skóla Islands og fór þaðan sem dúx á lokaprófi. En hún hélt áfram að lesa og læra, tók m.a. kennarapróf í Kennaraskóla ís- lands, og þegar hún var um þrí- tugt talaði hún og las að miklu leyti fimm tungumál, auk móð- urmálsins. Þóra Marta var bráðþroska og glæsileg stúlka, hávaxin og bar höfuðið með reisn. Augu hennar voru djúp og geisiandi. Og í svip- móti hennar var sú hamingja, sem ég hef nefnt: — að nenna að hugsa. Ég kalla hugsunina vega- bréf til framtíðarinnar. Þóra Marta hélt mörgum æskueinkenn- um sínum og hæfileikum til hinstu stundar. Ég kynntist Þóru Mörtu fyrir þrjátíu og sex árum, þegar Bretar höfðu hertekið þýskan mann hennar, Karl Hirst, og hún var með litlu drengina sína tvo, og vann fyrir sér með kennslu. Þóra Marta var víðlesin, bæði í sögu og trúarbrögðum. Hún var einnig listræn og víða á heimilum eru málverk eftir hana. Hún lék á hljóðfæri og skrifaði bækur, með- al annars rit, sem hún skrifaði um ætt sína. Hún var metnaðargjörn fyrir sig og sína. Það var háleitt metnaðarmál hennar að halda uppi minningu foreldra sinna. Faðir hennar var líka forustumað- ur á mörgum merkilegum sviðum. Hann stofnaði bú á Reykjum i Mosfellssveit og lagði heitt vatn í bæ sinn, fyrstur manna á Íslandi. Hann stofnaði mjólkursölu í hin- um vaxandi bæ og hann fékk fyrstur manna hér á landi tæki til þess að gerilsneyða mjólk til sölu. Og tugi annarra verka af fram- kvæmdum þessa manns mætti nefna. Það var ekki að undra, þó að Þóra Marta héldi í heiðri minn- ingu föður síns. Þóra Marta bar hefðarmennsku í svip og fasi, hún var stórlynd og hreinlynd og hverfur nú á brott með virðulegt og gott vegabréf til framtíðarinnar. Gunnar M. Magnúss + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför hjónanna JÓHÖNNU BJARNADÓTTUR frá Stapadal og VALDEMARS P. EINARSSONAR, loftskeytamanns, Mjóuhlíö 12. Ásta Valdemarsdóttir, Magnús Gissurason, Jóhanna V. Magnúsdóttir, Hallur S. Jónsson, Ásta Hallsdóttir, Sigurveig Hallsdóttir. Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö og hjálp viö andlát og jarðarför mannsins míns og fööur okkar, VILHJÁLMS ELÍSAR ÞÓRHALLSSONAR. Ingunn Þ. Jónsdóttir, Rut Vilhjálmsdóttir, Þórhallur Vignir Vilhjálmsson, Jón Reynír Vilhjálmsson. Þökkum innilega samúð og auösýnda vináttu viö andlát og jaröar- för bróöur okkar LÝOS GUOMUNDSSONAR, bónda, Fjalli. Jón Guðmundsson, Sigríöur Guömundsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guöfinna Guömundsdóttir. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu og veittu okkur margvíslega aöstoö viö andlát og jarö- arför SIGURDAR HALLDÓRSSONAR frá Stórutjörnum. Guö blessi ykkur öll. Sigurfljóö Sörensdóttir og aörir vandamenn. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför LÁRUSAR INGÓLFSSONAR, leiktjaldamálara. Árni Ingóllsson, Rósa Ingólfsdóttir, Guöm. I. Guömundsson, Gyöa Ingólfsdóttir, Siguröur Ólafsson og aörir aöstandendur. Lærið vélritun Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 8. okt. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heima- vinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20. Föstudagshádegi: Gkesikg Kl. 12.30 - 13.00 á morgun að Hótel Loftleiðum. íslenskur heimilisiðnaður og Rammagerðin sýna helstu nýjungar í bráðfallegum ullar-og skinnavörum ásamt, nýjustu hönnun íslenskra skartgripa í Blómasal hótelsins. Módelsamtökin sýna. Hótel Loftleiðir bjóða um leið upp á gómsæta rétti af hinu sívinsæla Víkingaskipi með köldu borði og völdum heitum réttum. Verið velkomin, HOTEL LOFTLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.