Morgunblaðið - 08.10.1981, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981
47
éi
Pétur skoraði
gegn Lokeren
„VIÐ LÉKUM alls ekki vel í kvöld og áttum ekki skilið að vinna. en það
hafðist þó,“ sagði Pétur Pétursson i samtaii við Morgunblaðið i gær-
kvöldi. Anderlecht hafði þá fyrir stundu borið sigurorð af Lokeren i
belgisku 1. deildinni og skoraði Pétur eitt marka liðs sins. Hann lék nær
allan leikinn með liði sinu og Arnór Guðjohnsen lék allan leikinn, nú sem
tengiliður.
Pétur sagði, að Lokeren hefði
leikið mjög vel og haft verðskuld-
aða forystu í leikhléi, 1:0, og skoraði
Daninn Larsen mark Lokeren. Pét-
ur skoraði síðan úr vítaspyrnu í
byrjun seinni hálfleiks og í kjölfar-
ið fylgdu mörk frá Brille og Geutts
áður en Larsen minnkaði muninn í
3:2 skömmu fyrir leikslok. Pétur
var tekinn af velli 15 mínútum fyrir
leikslok og sagðist ekki vera sérlega
ánægður með sinn hlut í leiknum,
en það sama mætti segja um flesta
leikmenn Anderlecht.
Arnór Guðjohnsen lék tengilið að
þessu sinni, en framherjar Larsen
og Lato. Lubanski var hins vegar
ekki í hópnum að þessu sinni. Arnór
lét vel af stöðu sinni á miðjunni, en
sagði þó, að það tæki tíma að venj-
ast henni.
- áij.
Harka í leik
deildarbikarsins
TONY Morley skoraði sigurmark
Aston Villa gegn Úlfunum á síð-
ustu mínútu sögulegs leiks lið-
anna i enska deildarbikarnum i
gærkvöldi. Andy Gray byrjaði á
því að skora fyrir Úlfana, en var
síðar rekinn af velli fyrir gróft
brot á Denis Mortimer. Þrátt
fyrir það jók Joe Gallagher mun-
inn áður en Des Brcmner, Andy
Blair og Tony Morley tryggðu
heimaliðinu sigur með þremur
mörkum.
Mikill hiti var einnig í mönnum
í leik Notts County og Lincoln og
tveimur leikmönnum County var
vikið af velli. Lincoln, sem leikur í
Valur tapaöi
VALSMENN töpuðu 118-80 fyrir
ensku bikarmeisturunum Crystal
Palace í Evrópukeppninni i gær-
kvöldi. Leikið var í London og þar
fer síðari leikur liðanna einnig
fram á föstudag. Fjórir Banda-
rikjamenn leika í liði Palace og
voru þeir á einni ha'ð fyrir ofan
Valsmenn. í leikhléi var staðan
00-26, en síðari hálfleiknum lauk
með 58-54, sigri enska liðsins. úr-
slitin því 118-80.
John Ramsey skoraði 39 stig
fyrir Val, Kristján Ágústsson 18,
Rikharður Ilrafnkelsson 13 og Torfi
Magnússon. sem átti mjög góðan
leik í vörninni, gerði 7 stig.
þriðju deild og lék á heimavelli,
náði jafntefli í leiknum. Deildar-
bikarmeistarar Liverpool höfðu
hins vegar yfirburði gegn öðru liði
úr 3ju deild, Exeter, Ian Ruch (2),
McDermott, Dalglish og Whelan
skoruðu fyrir Liverpool.
Úrslit leikja:
MIÐVIKUDAGDR:
Aston Villa — Wolves
Blackburn Rovers — Sheff. Wed
Bradford City — Mansfield Town
Derby — West Ham
Iieeds — Ipswich
Lincoln — Notts County
Liverpool — Exeter
Man. City — Stoke
Newcastle — Fulham
Norwich — Chariton
Sunderland — Rotherham
Tottenham — Man. Utd.
LRIÐJUDAGUR:
Barnsley — Swansea
Birmingham — Nott. Forest
Bristol Rovers — Northampton
Carlisles — Bristol City
Doncaster — C. Paiace
Colchester — Cambridge
Everton — Coventry
Grimsby — Watford
Huddersfield — Brighton
Luton — Wrexham
Middlesbro — Playmouth
Millwall — Oxford
Oldham — Newport
Preston — Leicester
QPR — Portsmouth
Sheff. Utd. — Arsenal
Shrewsbury — WBA
Southampton — Chelsea
Tranmere — Port Vale
UNDANÚRSLIT SKOZKA
DEILDARBIKARSINS:
Dundee Utd. — Aberdeen
St. Mirren — Rangers
2:0
2:3
1:2
0:0
1:0
3:1
1:1
1:0
1:0
0:2
2:1
3:3
1:0
1:0
5:0
1:0
3:3
1:1
2:0
0:1
2:2
Þorsteinn í 16,
manna hóp KSÍ
„VIÐ höfum valið sama 16 manna
hópinn gegn Wales og var gegn
Tékkum með þeirri breytingu þó,
að Þorsteinn Bjarnason, ÍBK,
kemur inn fyrir Guðmund Ás-
geirsson, Breiðabliki. Þorsteinn
átti við meiðsli að striða fyrir
lcikinn gegn Tékkum,“ sagði
Guðni Kjartansson, þjálfari is-
lenzka landsliðsins, en i gær til-
kynnti Guðni skipan 16 manna
landsliðshóps gegn Wales i
heimsmeistarakeppninni. ís-
lenzka landsliðið mætir Wales i
Swansca á miðvikudag.
Islenzki landsliðshópurinn sem
mætir Wales er þannig skipaður:
Markverðir: Guðmundur Bald-
ursson, Fram, Þorsteinn Bjarna-
son, IBK. Aðrir leikmenn: Viðar
Halldórsson, FH, örn Óskarsson,
Örgryte, Sævar Jónsson, Val,
Marteinn Geirsson, Fram, Ásgeir
Sigurvinsson, Bayern Múnchen,
Janus Guðlaugsson, Fortuna Köln,
Atli Eðvaldsson, Fortuna Dússel-
dorf, Arnór Guðjohnsen, Lokeren,
Pétur Ormslev, Fram, Magnús
Bergs, Borussia Dortmund, Sig-
urður Lárusson, ÍA, Sigurður
Halldórsson, ÍA, Ragnar Mar-
geirsson, ÍBK, Ólafur Björnsson,
IBK.
Fram skíðadeild
Þrekæfingar fyrir 14 ára og eldri, konur og
karla hefjast fimmtuaginn 8. október kl. 18.
Mæting í Framheimilinu viö Safamýri. Þjálfari
er Guðmundur Gunnlaugsson.
Nýir félagar velkomnir.
Pétur fer ekki
til Dusseldorf *, §
SAMNINGAVIÐRÆÐUR Péturs Ormslev og þýzka félagsins Diissel- ^
dorf virðast hafa siglt í strand og Pétur fer ekki utan að svo komnu
máli. llann kom til landsins i gær ásamt Reinke, þýzka umboðsmann-
inum, og i gærkvöldi var fundur með þeim og ráðamönnum í Fram.
Þar kom fram verulegur ágrein-
ingur bæði milli félaganna og
einnig vildi Pétur fá ýmsa hluti á
hreint hjá Þjóðverjunum áður en
hann skrifaði undir samning til
tveggja ára. I gærkvöldi var reikn-
að með, að Reinke héldi til Þýzka-
lands í dag. Pétur ætlaði til Dúss-
eldorf á morgun, en af þeirri ferð
verður ekki. Hvort samningavið-
ræður verða teknar upp að nýju er
ekki vitað á þessu stigi, en þá
þurfa Þjóðverjarnir að koma veru-
lega til móts við Pétur Ormslev og
félag hans, Fram.
Prúttmarkaóur
aö Laugavegi 66, 2. hæö.
Opiö í dag kl. 1—6.
Lítið sýnishorn af úrvali okkar:
Ullarkápur.
Stakir dömujakkar.
Ullarfrakkar, (lítil númer).
Herrabuxur, lítil númer.
Buxur: ull, flannel, slétt-
flauel, kakhi, rifflað
flauei (5 sniö).
Hnébuxur.
Alullarpeysur.
Skyrtur.
Blússur.
Bolir.
Sportblússur.
Jakkaföt, (lítil númer).
Pils.
Sumarkjólar.
Ótrúlegt úrval af alls konar efnum metrinn frá 10 kr.
Ekkert dýrara en 50 kr. metrinn.
H L J0MPL0TUM ARK AÐUR
Viö þurfum ekki aö prútta um plötuveröið, því þaö er svo
þrælskega lágt. Þú getur fengiö nýjar og gamlar plötur, á
klassaprísum og þaö er bezt aö hafa hraöann á, til aö
missa ekki af neinu.
futute
TenP°Ve
it r&ti n f* W 1» tt> W.ti