Morgunblaðið - 08.10.1981, Síða 48
Síminná QQflQQ
afgreiðslunni er OOUOO
5 krónur
eintakid
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981
Síld hækkar um 19% frá í fyrra:
„Get ekki séð að hægt
verði að gera bátana út“
- segir Jón Sveinsson á Höfn í Hornafirði
„ÉG GET ekki séð að ha‘«t verði að
Kera hátana út áfram á síld. Maður
átti von á 40% hækkun. en ekki
19%. Allur okkar kostnaður hefur
hækkað um 50% frá því á vertíðinni
í fyrra. é>{ skil ekki hvernÍK hæKt er
að ætiast til þess að við Ketum sætt
okkur við þetta verð,“ saKði Jón
Sveinsson, útKerðarmaður á Höfn i
Hornafirði, um nýja sildarverðið i
samtali við MorKunblaðið i Kser.
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút-
Kröfugerð Alþýðusambands Vestfjarða:
15% almenn
kauphækkun
Kref ja einnig ríkisvaldið um
jöfnun á kostnaði við búsetu
15% ALMENN kauphækkun,
ha>kkun launa þeirra er starfa við
fiskvinnslu í 13. launaflokki og að
Víðtækar
hækkanir
Á verðlaKsráðsfundi í Kær
voru samhljóða samþvkktar
hækkanir á ýmsum vöruteKund-
um. Eru þær eftirfarandi:
Unnar kjötvörur 13—15%,
brauð, svonefnd vísitölubrauð,
8%, benzín 1,9%, gasolía rúmlega
3%, niðursoðnar fiskbollur og
búðingar 3%.
Þær hækkanir sem nema 8%
eða meiru verða að staðfestast af
ríkisstjórn. Undirskrift við-
skiptaráðherra nægir til hækk-
ana er nema lægri prósentutölu.
Ríkisstjórnarfundur er í dag.
Forsetinn
til Noregs
og Svíþjóðar
FORSETI íslands fer i opinbera
heimsókn til Noregs og Svfþjóðar
síðari hluta mánaðarins.
Vegna veikinda Kekkonens Finn-
landsforseta hefur fyrirhugaðri
heimsókn forsetans til Finnlands
verið frestað. I tengslum við forseta-
heimsóknirnar verða haldnir fundir
utanríkisráðherra landanna.
Heimsóknin í Noregi hefst 21.
október og lýkur 23. október. Til Sví-
þjóðar fer forsetinn 25. október og
lýkur heimsókninni þar 29. október.
nýir samningar taki gildi írá og
mcð 1. nóvember nk., eru aðal-
kröfur Alþýðusamhands Vest-
f jarða. sem gengið var frá sl. laug-
ardag. Kröfugerð ASV hefur verið
send Vinnuveitendafélagi Vest-
fjarða. Vinnumálasambandi sam-
vinnufélaga og forsætisráðherra,
en sérstiik kröfugerð er gerð á
hendur ríkisvaldinu. Að sögn Pét-
urs Sigurðssonar, forseta ASV,
munu vinnuveitendur og alþýðu-
samhandsmenn væntanlega i sam-
einingu reka þá kröfugerð á hend-
ur ríkisvaldinu.
Kröfugerð ASV á hendur ríkis-
valdinu byggjast í fyrsta lagi, að
sögn Péturs á, að kostnaður við bú-
setu í landinu verði jafnaður og
nefna þeir sem dæmi að afnema
eigi söluskatt af flutningsgjöldum,
sem þeir telja dulbúinn byggða-
skatt, einnig að orkuverð verði
jafnað. Þá telja þeir að jöfnun megi
ná með hækkun frítekjumarka
skatta, hækkun barnabóta og líf-
eyrisgreiðslna. — Ef ekki náist úr-
lausn í þessum málum, þá verði
samið um sérstaka landsbyggðar-
vísitölu, sem mæli raunverulegan
kostnað landsbyggðarbúa við að
lifa.
Pétur sagði aðrar kröfur á hend-
ur vinnuveitendum vera þessar
helstar: Að eftirvinna falli niður,
þ.e. að eftir dagvinnu taki við yfir-
vinna, reiknuð með 100% álagi á
dagvinnu. Krafa um að eftir 10 ára
starf hjá sama vinnuveitanda auk-
ist orlofið í 27 daga. Útkall verði
aldrei minna en fjórar klukkstund-
ir. Auk þess nokkrar aðrar veiga-
minni kröfur.
vegsins ákvað lágmarksverð á síld í
gær, en það á að gilda frá upphafi
vertíðar til 31. des. nk. Fyrir stærsta
flokkinn verða greiddar kr. 2,40 pr.
kíló, en fyrir smæstu síldina kr. 0,99
pr. kíló.
Nýja síldarverðið var ákveðið af
oddamanni nefndarinnar, Ólafi Dav-
íðssyni, og fulltrúum kaupenda, Her-
manni Hanssyni og Margeiri Jóns-
syni. Fulltrúar seljenda, þeir Ágúst
Einarsson og Ingólfur Ingólfsson,
greiddu atkvæði gegn nýja verðinu
og létu gera eftirfarandi bókun:
„Við undirritaðir fulltrúar sjó-
manna og útgerðarmanna í yfir-
nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins
við verðlagningu á síld til söltunar,
mótmælum harðlega þeirri verð-
lagningu, sem nú hefur átt sér stað,
og felur í sér aðeins tæpa 19% hækk-
un frá því á sl. hausti, þrátt fyrir að
söluverð á saltsíld hafi á sama tíma
hækkað um 30% í krónum talið.
Við þessa verðlagningu kemur
bersýnilega í ljós það hlutskipti
Verðlagsráðs sjávarútvegsins að
skipta þeim molum, sem eftir eru,
þegar allir aðrir aðilar, sem hlut
eiga að máli, hafa fengið sinn hlut að
fullu upp borinn."
Strokkur í Haukadal í síðdegisleik
Ljósm. Krislinn
Fargjöld í innanlandsflugi:
Tel koma til greina
að gefa þau frjáls
- segir Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra
„MÉR FINNST það vel koma til
greina að gefa fargjöld í innan-
landsflugi frjáls, enda er nokkur
samkeppni i því.“ sagði Stein-
grimur Hermannsson, sam-
gönguráðherra, i samtali við
Mbl.
„Það er alltaf verið að kenna
stjórnvöldum um hið mikla tap,
sem er á innanlandsfluginu. Segja
ástæðuna vera hömlur á eðlilegum
hækkunum fargjalda. Með frjálsu
verði væri ekki hægt að segja
slíkt," sagði Steingrímur Her-
mannsson ennfremur.
„Það hafa verið nokkrar um-
ræður í gangi um innanlandsflug-
ið og m.a. óskað eftir upplýsingum
frá Fiugleiðum um hvernig mætti
minnka hið mikla tap sem þeir
segja að sé um 2 milljónir dollara
á innanlandsfluginu.
Ég hef t.d. nefnt hvort ekki
mætta hafa lægra flugfargjald á
veturna en á sumrin, þegar bif-
reiðaumferð er auðveldari og fleiri
útlendingar, sem fljúga innan-
lands. Þetta telja Flugleiðamenn
ekki koma til greina.
Sömuleiðis hefur komið fram sú
hugmynd, sem tíðkast erlendis
sums staðar, að selja eitt fargjald,
hvaðan af landinu sem er, til út-
landa, og jafna þannig aðstöðu-
mun manna. Þetta telja Flugleiða-
menn heldur ekki rétt,“ sagði
Steingrímur Hermannsson, sam-
gönguráðherra að síðustu.
Ólafur Gunnarsson framkvæmdastjóri, Neskaupstað:
„Óskhyggja og óraunsæi duga skammt til
að takast á við vandamál fískvinnslunnar44
„ÞAÐ SEM fram hefur komið I
blöðunum undanfarna daga um
rekstrarafkomu fiskvinnslunn-
ar, er ekki í neinu samræmi við
raunverulegar aðstæður þessa
atvinnuvegar,“ sagði Ólafur
Gunnarsson, franikvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar í Neskaup-
stað. í samtali við Morgunblað-
ið í gær. en hann var þá spurð-
ur hvort hann teldi afkomu
fiskvinnslunnar vera i sam-
ræmi við tölur Þjóðhagsstofn-
unar.
„í fyrsta lagi er tap frystihús-
anna meira en fram kemur, sam-
kvæmt útreikningum Þjóð-
hagsstofnunar, og í öðru lagi er
hagnaður af skreiðar- og salt-
fiskverkun minni en Þjóðhags-
stofnun telur. Það, sem mestu
máli skiptir, er, að hagnaður
þessara verkunaraðferða, sér-
staklega saltfisks er að lang-
mestu leyti kominn af síðustu
vetrarvertíð og ef einhverjir
halda að hægt sé nú að bæta af-
komu frystihúsanna með því að
salta eða hengja upp fisk, er það
mesti misskilningur. Að salta
smáan togarafisk skilar engum
arði og hjálpar ekki frysting-
unni.
Að verka fisk í skreið nú
undir veturinn er varasamt og
víða um land mjög óráðlegt, svo
ekki meira sé meira sagt.“
„Það er því rangt að leggja
saman tap á frystihúsunum og
hagnað af saltfiski og skreið og
segja síðan, að fiskvinnslan sé
ekki rekin með tapi nú á haust-
mánuðum. — Oskhyggja og
óraunsæi dugar skammt til þess
að takast á við þau vandamál,
sem fiskvinnsian á nú við að
stríða," sagði Ólafur að lokum.
Gaskútssprenging:
Tveir menn
brenndust illa
Sá þriðji fótbrotinn
ÞAÐ SLYS varð I verkfæraskúr
brúarsmiða að Kollabúðum í
Reykhólasveit i gærmorgun, að
kósangaskútur sprakk i loft upp
og slösuðust þrir menn, sem voru
að störfum í skúrnum. Tveir
þeirra brenndust mikið, mest á
andliti og handicKgjum. sá þriðji
fótbrotnaði og brcnndist einnig
lítilsháttar. Mennirnir voru flutt-
ir flugleiðis til Reykjavikur og eft-
ir aðgerð á slysadeild Borgarspít-
alans voru þeir fluttir á Landspit-
alann. Liðan þeirra var sögð eftir
atvikum i gærkvöldi.
Slysið varð á níunda tímanum í
gærmorgun og virðist leki hafa
komist að tengiröri á kútnum með
fyrrgreindum afleiðingum. Eldur
kviknaði en fljótlega tókst að
slökkva hann. Skemmdir urðu
nokkrar. Læknar úr Búðardal fóru
á staðinn en síðan var flogið með
mennina þrjá til Reykjavíkur með
vél frá Flugfélaginu Örnum á Isa-
firði.
Að sögn Gunnars Gunnarssonar
lögfræðings Vegagerðar ríkisins er
orsök slyssins í athugun.