Morgunblaðið - 10.10.1981, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981
Peninga-
markadurinn
— N
GENGISSKRÁNING
NR. 192 — 9. OKTÓBER 1981
Ný kr. Ný kr.
Eining Kl. 12.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 7,572 7,594
1 Sterlingspund 14,447 14,489
Kanadadollar 6,323 6,341
1 Dönsk króna 1,0737 1,0768
1 Norsk króna 1,3100 1,3138
1 Sænsk króna 1,3895 1,3935
1 Finnskt mark 1,7483 1,7534
1 Franskur franki 1,3755 1,3795
1 Belg. franki 0,2056 0,2062
1 Svissn. franki 4,0819 4,0938
1 Hollensk florina 3,1148 3,1238
1 V.-þýzkt mark 3,4497 3,4597
1 ítölsk líra 0,00649 0,00651
1 Austurr. Sch. 0,4926 0,4941
1 Portug. Escudo 0,1200 0,1203
1 Spánskur peseti 0,0807 0,0810
1 Japansktyen 0,03319 0,03329
1 írskt pund 12,229 12,264
SDR. (sérstök
dráttarréttindi 8/10 8,8807 8,9063
r
GENGISSKRÁNING
FERDAMANNAGJALDEYRIS
9. OKTÓBER 1981
Ný kr. Ný kr.
Eining Kl. 12.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 8,329 8,353
1 Sterlingspund 15,892 15,938
1 Kanadadollar 6,955 6,975
1 Dönsk króna 1,1811 1,1845
1 Norsk króna 1,4410 1,4452
1 Sænsk króna 1,5286 1,5329
1 Finnskt mark 1,9231 1,9287
1 Franskur franki 1,5131 1,5175
1 Belg. franki 0,2262 0,2268
1 Svissn. franki 4,4901 4,5032
1 Hollensk florina 3,4263 3,4362
1 V.-þýzkt mark 3,7947 3,8057
1 ítölsk lira 0,00714 0,00716
1 Austurr. Sch. 0,5419 0,5435
1 Portug. Escudo 0,1320 0,1323
1 Spánskur peseti 0,0888 0,0891
1 Japansktyen 0,03651 0,03662
1 írskt pund 13,452 13,490
v y
Vextir: (ársvextir)
INNLÁNSVEXTIR:
1. Sparisjóðsbækur................34,0%
2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.11. 37,0%
3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán 11 39,0%
4 Verðtryggðir 6 mán. reikningar. 1,0%
5. Avisana- og hlaupareikningar.. 19,0%
6. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæður í dollurum........ 10,0%
b. innstæður i sterlingspundum. 8,0%
c innstæöur í v-þýzkum mörkum....7,0%
d. innstæður í dönskum krónum.. 10,0%
1) Vextir færðir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXHR:
(Verðbótaþáttur í sviga)
1. Víxlar, forvextir..... (26,5%) 32,0%
2. Hlaupareikningar...... (28,0%) 33,0%
3. Lán vegna útflutningsafuröa.... 4,0%
4. ónnur afurðalán ...... (25,5%) 29,0%
5. Skuldabref ........... (33,5%) 40,0%
6. Vísitölubundin skuldabréf...... 2,5%
7. Vanskilavextir á mán........... 4,5%
Þess ber að geta, að lán vegna út-
flutningsafuröa eru verðtryggö miöað
við gengi Bandaríkjadollars.
Lífeyrissjóðslán:
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkísins:
Lánsupphaeö er nú 120 þúsund ný-
krónur og er lániö visitölubundiö meö
lanskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%.
Lánstími er allt að 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstímann.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna:
Lánsupphaeö er nú eftir 3ja ára aöild aö
lífeyrissjóönum 72.000 nýkrónur, en
fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár
bætast viö lániö 6.000 nýkrónur, unz
sjóðsfélagi hefur náö 5 ára aðild aö
sjóönum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára
sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfi-
legrar lánsupphæöar 3.000 nýkrónur á
hverjum ársfjórðungi, en eftir 10 ára
sjóösaöild er lánsupphæðin oröin
180.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild
bætast við 1.500 nýkrónur fyrir hvern
ársfjóröung sem liöur. Því er í raun ekk-
ert hámarkslán i sjóðnum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur með
byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber
2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár
aö vali lántakanda.
Lánskjaravísitala fyrir ágústmánuö
1981 er 259 stig og er þá miðað viö 100
1 júní '79.
Byggingavisitala var hinn t. júlí síö-
astliðinn 739 stig og er þá miöaö viö
100 í október 1975.
Haodhafaskuldabréf i fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18—20%.
Hljóðvarp kl. 11.20:
„Október“
- þáttur um krakka
í sveit og borg
Á dagskrá hljóðvarps kl. 11.20
cr þátturinn „Októbcr“ í umsjá
Silju Aðalstcinsdóttur og Kjart-
ans Vaigarðssonar. Fjallað er
um málefni sem börnum eru hug-
leikin.
— Þessi þáttur fjallar aðallega
um skólastarfið, sagði Silja. Um
námið, kennarana, skólann,
hvernig krökkunum líður sjálfum
o.s.frv. „Frétt vikunnar" sem
krakkarnir völdu til umfjöllunar
er um dauða John Lennons. Af því
tilefni les ég kvæði Matthíasar Jo-
hannessens, „Lennon", úr nýút-
kominni ljóðabók hans, og meðan
ég les syngur John Lennon lag sitt
„Imagine".
Silja Aðalsteinsdóttir og Kjartan Valgarðsson, umsjónarmenn
þáttarins „Október“, sem er á dagskrá kl. 11.20. Á milli þcirra er
Friðrik Stefánsson, tæknimaður.
Laugardagsmyndin kl. 21.50:
Spítalalíf
- bandarísk
gamanmynd
Á dagskrá sjónvarps kl. 21.50
er bandarísk gamanmynd,
Spítalasaga (Hospital), frá árinu
1971. Leikstjóri er Arthur Hiller,
en í aðalhlutverkum George C.
Scott, Diana Rigg og Barnard
Hughes. Þýðandi er Guðrún Jör-
undsdóttir.
Á spítalanum þar sem myndin
gerist aðallega hefur allt verið í
fremur föstum skorðum, en dag
nokkurn virðist þar allt fara á
annan endann og dularfull dauðs-
föll verða, jafnvel innan læknaliðs
spítalans.
Kvikmyndahandbókin okkar
gefur myndinni tvær stjörnur.
Úr bandarisku gamanmyndinni
Spitalasögu, sem er á dagskrá
sjónvarps kl. 21.50.
„Baryshnikov á Broadway“
nefnist bandarískur skemmtiþátt-
ur sem er á dagskrá sjónvarps kl.
21.00. Þar leikur hinn landflótta
rússneski dansari listir sinar með
öðrum góðum gestum, svo sem
Lizu Minellli og Nell Carter, sem
er með honum á myndinni hér
fyrir ofan. Baryshnikov er talinn
i fremstu röð klassiskra ballett-
dansara i heiminum i dag, en i
þessum þætti sýnir hann á sér nýj-
ar hliðar.
Sjónvarp kl. 20.35:
„Ættar-
setriðu
- nýr breskur
gamanmyndaflokkur
í sjö þáttum
Á dagskrá sjónvarps kl. 20.35
er fyrsti þáttur af sjö í nýjum
hreskum gamanmyndaflokki
„Ættarsetrið“. í aðalhlutverkum
eru Penelope Keith og Peter
Bowles. Þýðandi er Guðni Kol-
beinsson.
Lafði fforbes-Hamilton er yfir-
stéttarfrú, eða svo telur hún að
minnsta kosti, og missir mann
sinn. Ekki harmar hún hann neitt
sérstaklega mikið, en ýmislegt fer
úrskeiðis hjá henni þegar frelsið
blasir við. Þar kemur nefnilega til
sögunnar maður sem átti alls ekk-
ert að koma við sögu, útlendingur,
og víst ekki með dropa af bláu
blóði í æðum.
Penelope Keith í hlutverki lafð-
innar i „Ættarsetrinu“, sem er á
dagskrá kl. 20.35.
lítvarp Reykjavík
L4UG4RD4GUR
10. októbcr
MORGUNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Bæn.
7.15 Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
Morgunorð. Jónas Þórisson
talar.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónlcikar.
9.30 Óskalög sjúklinga. Krist-
ín Sveinhjörnsdóttir kynnir.
(10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir).
11.20 Október — vettvangur
harna i sveit og borg til að
ræða ýmis málefni. sem þeim
eru hugleikin. Umsjón: Silja
Aðalsteinsdóttir og Kjartan
Valgarðsson.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.30 Frásetningu Alþingis.
a. Guðsþjónusta í Dómkirkj-
unni.
b. Þingsetning.
14.30 Laugardagssyrpa —
Þorgeir Ástvaldsson og Páll
Þorsteinsson.
SÍDDEGID
lfi.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
lfi.20 „Þú vorgyðja svífur úr
suðrænum geim". 150 ára
minning Steingríms Thor-
steinssonar. skálds. Gunnar
Stefánsson tók saman
dagskrána og talar um
skáldið; Klfa Björk Gunn-
arsdóttir les úr Ijóðum
Steingríms og Axel Thor-
steinsson rekur minningar
um föður sinn. Enn fremur
sungin lög við Ijóð skáldsins.
(Áður útvarpað 26. maí sl.).
17.15 Síðdegistónleikar. Fíl-
harmóniusveitin í Vínarborg
lcikur Sinfóniu i D-dúr
(K504) eftir Mozart og
„Dauða og ummyndun" op.
24 eítir Richard Strauss;
Lorin Maazel stj. (Hljóðritun
frá austurríska útvarpinu).
KVÖLDID
18.15 Söngvar i léttum dúr. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 „Skip hans hátignar,
Baldur". Finnbogi Her-
mannsson ræðir í fyrra sinn
við Jón Magnússon frá Sæ-
borg í Aðalvík um viðskipti
hans við brcska hernámslið-
ið vestra. (Síðari hluti við-
talsins verður fluttur daginn
eftir kl. 17.35).
20.05 Illöðuball. Jónatan Garð-
arsson kynnir ameríska kú-
reka- og sveitasöngva.
20.45 Staldrað við á Klaustri
— 6. og siðasti þáttur. Jónas
Jónasson ræðir við Jón
Björnsson vélstjóra, Siggeir
Lárusson bónda, Vigfús
Ilclgason íþróttakennara,
Ilrafnhildi Kristjánsdóttur
hjúkrunarfræðing o.fl.
(Þátturinn verður endurtek-
inn daginn eftir kl. 16.20).
21.35 „Meyjaskcmman" eftir
Franz Schubcrt og Heinrich
Berté. Sonja Schöner, Luise
Cramer, Margarete Giese,
Donald Grobe, Iiarry Fried-
auer og IIcinz-Maria Linz
flytja atriði úr óperettunni
með hljómsvcit Þýsku óper-
unnar í Berlín; Hermann
Hagestedt stj.
22.05 Hljómsveit Victors Sil-
vcsters leikur lög cftir Rich-
ard Rodgcrs.
22.15 Veðurfrcgnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 „Örlagabrot" cftir Ara
Arnalds. Einar Laxncss les
(8).
23.00 Danslög. (23.45 Fréttir).
01.00 Dagskrárlok.
MiPimi.M
LAUGARDAGUR
10. október
17.00 íþróttir.
Umsjón: Bjarni Felixson.
18.30 Kreppuárin.
Sjötti þáttur. Þetta er síð-
asti þátturinn frá sænska
sjónvarpinu um Kreppuna
og hörnin. Næstu þættir
verða frá danska sjónvarp-
inu. Þýðandi: Jóhanna J«»-
hanns«ióttir. Þulur: Anna
Ilinriksdóttir.
(Nordvision — Sænska'
sjónvarpið.)
19.00 Enska knattspyrnan.
IJmsjón: Bjarni Felixson.
19.45 Fréttaágripátáknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.35 Ættarsetrið.
Nýr flokkur. Breskur gam-
anmyndaflokkur i sjö þátt-
um um lafi Forbes-IIamií-
ton, yfirstéttarfrú af guðs
náð. I fyrsta þætti verður
lafðin lukkuleg ekkja, en
missir ættarsetrið í hend-
urnar á nýríkum ættleys-
ingja, sem er af útlendum
uppruna í þokkabot. Með
aðalhlutverk fara Penelope
Keith sem Audrey Forbes-
Hamilton «»g Peter Bowles
sem Richard DcVcre.
Þýðandi: Guðni Kolbeins-
son.
21.00 Baryshnik<»v á Broad-
way.
Skcmmtiþáttur með ball-
ettdansaranum Ilaryshni-
kov «>g söngkonunum og
leikurunum Ncll Carter og
Liza Mineili. I þættinum
dansar Baryshnikov við
tónlist úr fragum Broad-
way-söngleikjum, ásamt
Liza Minelli.Baryshnikov
er Sovétmaður sem flúði til
Vesturlanda árið 1974.
Honum hefur vcrið lýst
sem hesta ballettdansara
klassiskra verka i hrimin-
um. en i þcssum þa*tti
bregður hann af alfaraleið
klassískra ballettdansara.
Þátturinn hlaut Emmy-
verðlaunin í Bandarikjun-
um í fyrra og Gulirósina í
Montreux í ár.
Þýðandi: Þrándur Thor-
oddsen.
21.50 Spitalasaga.
(Hospital.)
Kandarisk gamanmynd frá
1971. Leikstjóri: Arthur
Ililler. Áðalhlutverk:
George C. Scott, Diana
Rigg «>g Barnard Ilughes.
Myndin fjallar um spítala-
líf á gamansaman hátt.
Georgc C. Scott leikur yíir-
lækninn á spítalanum og
hann er jafnruglaður og
aðrir daginn sem allt fer úr
hiindunum.
Þýðandi: Guðrún Jörunds-
d«'»ttir.
23.25 Dagskrarlok.