Morgunblaðið - 10.10.1981, Síða 5

Morgunblaðið - 10.10.1981, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981 5 Karpov vann fjórðu skákina Það blés ekki byrlega íyrir áskorandanum. Viktor Koreh- noi. þegar í jórða skákiní heims- meistaraeinviginu i Merano fór i bið á fimmtudaginn. Með djarfri taflmennsku hafði Korchnoi veikt stöðu sina um of fyrir bið og Karpov gekk jafnt ok þétt á lagið. Flestir séríræð- ingar töldu biðstöðuna unna fyrir heimsmeistarann og fljót- lega eftir að biðskákin hófst kom á daninn að staða svarts, Korchnois, væri vonlaus. Þrátt fyrir að hann gæfist ekki upp fyrr en mát blasti við varð Skák Margeir Pétursson biðskákin aðeins 13 ieikir og eftir 53. leik Karpovs var ekki um annað að ræða en gefast upp. Það tók aðeins 20 minútur að tefla biðskákina. Eftir aðeins fjórar skákir hef- ur Karpov því náð þriggja vinn- inga forystu og það er allt útlit fyrir að einn mánuður dugi til að ljúka einvíginu. Svart: Korchnoi Eins og spáð var í Mbl. i gær reyndist biðleikur Korchnois vera 41. — d3. í stað 42. Rd4 eins og búist hafði verið við valdi Karpov mjög öruggt og sterkt framhald sem hann hefur vafa- laust kannað til botns ásamt að- stoðarmönnum sínum nóttina áður. Biðskákin tefldist á þessa leið: 41. - d3, 42. Dd7+ Eftir 42. Rd4 — d2, 43. Re6+ — Kh6, 44. Dxd2 — He8 er sigur hvíts ekki eins auðveldur. - Df7,43. Re7! - Kh7, 44. Kg2 - He8, 45. Ilhl+ - Rh4+, 46. gxh4 — Dxe7 Eða 46. — Hxe7, 47. hxg5+ — Kg8, 48. Dxd3 47. Dxf5+ — Kg7, 48. hxg5 — Db7+, 49. f3 - He2+, 50. Kfl! Hvíti kóngurinn er sloppinn úr skákunum og þar með er kom- ið að skuldadögunum hjá Korchnoi. - Kg8, 51. Dxd3 - He6, 52. Dd8+ - Kg7, 53 Dd4+ * V Tré voru allaufguð er snjónum tók að kyngja niður, en unga kynslóðin tók vetrarkomunni vel og hyggur eflaust gott til glóðarinnar í hús- byggingum, skíðaiðkunum og snjókasti i hófi. ÓvenjumikiU snjór miðað við árstíma - Stóráföll eyfirskra kartöflubænda Akureyri, 8. október. ÓVENJUMIKLUM snjó, miðað við árstíma, hefur kyngt niður á Akureyri og nágrenni undan- farna daga. Snjódýptin mun vera orðin um hálfur metri miðað við jafnfallinn snjó enda er færð viða þung á götum bæjarins og hálka flWtöfóJRK-----r—I "fllðFOR fóMR W£(mft WffTWmðfl ZIH'ötM'1 i mikil. Helztu umferðargötur voru þó ruddar i dag. Flugsam- göngur á vegum Flugleiða hf. lágu alveg niðri á mánudag og þriðjudag. Vegna úrhellisrigninga síðari hluta speptembermánaðar reynd- ist kartöÚuupptaka mjög seinleg enda garðarnir rennblautir og illir yfirferðar með upptökuvélar. Reyndin varð líka sú, að fæstir bændur höfðu lokið uppskeru- störfum, þegar frostin komu og jörðin huldist snæbreiðu og sumir voru lítið eða ekki byrjaðir. Talið er, að um 500 lestir af kartöflum séu enn í jörðu, eða um þriðjungur uppskerunnar eins og hún hefði getað orðið. Vonlaust er að ná þessu magni upp héðan af nema því aðeins að skjótt bregði til asa- hláku og þá stórskemmdu. Ekki bætir úr skák, að spretta var yfir- leitt mjög léleg í sumar við Eyja- fjörð. Ljóst er að eyfirskir kart- öflubændur hafa orðið fyrir stór- áföllum að þessu sinni. Til marks um það hve snemma og óvænt veturinn gekk í garð nú, þrem vikum fyrir veturnætur, má nefna að trjágróður stóð yfirleitt með fullu og ósölnuðu laufskrúði, þegar snjónum tók að kyngja niður. Sv.P. Markús með björg- unaræfingu við Ingólfsgarð MARKÚS B. Þorgeirsson verður með björgunaræfingu i króknum við Ingólfsgarð i dag og hefst æf- ingin klukkan 15.30. Honum til aðstoðar verða sjó- deild björgunarsveitar Ingólfs í Reykjavík, Landhelgisgæslan, ásamt nemendum úr Stýrimanna- skólanum og Vélskólanum og krani ásamt kranamanni frá Eim- . skipafélagi Islands hf. ......... Pelsar, loðskinnshúfur og treflar í miklu úrvali Útborgun lA, eftirstöðvar á 6. mán. — Póstsendum. fttSWN MFMUtWLÍ S>"ZP/60 0TÍÞ>/~6AUAM6A /AV6AKÞA6A WAKL/0-fe i imi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.