Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 13 Rogér Carlsson er mjög góður slagverksmaður og var leikur hans víða vel útfærður. Jón Ásgeirsson hlýtur að vera miklu betri en ég“. Ekki getur ástæðan verið að Antonio er ekki fæddur á Is- landi, því hann er meðlimur í Félagi íslenskra organleikara og ég veit ekki betur en að sam- kvæmt samningi eigi það félag að hafa hönd í bagga um veit- ingu organistastarfa. En hvað um það. Antonío er fjölhæfur listamaður og mikill kunnáttu- maður á orgelið, hefur hann og ferðast víða um lönd og haldið orgeltónleika. Antonío svaraði eitt sinn til um veru sína á Is- landi, að hann ætlaði að dvelja hér þangað til hann kynni málið. Ennþá vantar töluvert á það markmið og ekki er alltaf auð- velt að skilja hann, ekki heldur þegar hann játar því að leika áfram í kirkjunni, þar sem búið er að segja honum upp, þangað til sá ráðni er tilbúinn að taka við. Nei það er ekki alltaf auðvelt að skilja Antonío og vonandi dvelur hann hér enn um hríð því tiltektir hans og litauðgi ættu að gera auðgað margt veðurbarið íslenskt hugarfar. Ragnar Björnsson Verkið skiptist í tvo þætti, Tokkötu með fjögur tilbrigði og tveggja radda fúgu. Form verksins var mjög greinilegt og skemmtilegt áheyrn- arii Hvað eiga Lech Walesa og Stein- grímur Hermannsson sameiginlegt? aldraðra á fjárlögum fær „undir- maður,, hans hann til að skrifa með þeirri hægri undir lög sem stuðla að aukinni skattbyrði þessa fólks og hefta að auki tjáningar- frelsi þess. Annars ætla ég ekki að skamma þig, Steingrímur, fyrir að sam- þykkja skrefatalninguna. Kjós- endur þíns flokks munu minnast ákvörðunarinnar þegar inn- heimtuseðlarnir berast. Ég ætla ekki heldur að hnýta í þann sem situr í hásæti símamála. Margra ára „kerfisreynsla“ hefir kennt honum hvaða leiðir skal fara að pyngju hins almenna skattborg- ara. Hirðmenn þínir símamála- stjóri munu dást að dugnaði þín- um og við lénsmenn eigum ekki annars kost en að blæða. Ég birti með grein minni mynd af hetjunni Lech Walesa, vegna þess að sá maður hefir djörfung til að rísa gegn hinu gerspillta pólska lénsveldi. Ef þú, Steingrímur Her- mannsson, hefðir djörfung til að ganga á móti lénsherranum hjá Pósti og síma liti ég upp til þín líkt og hins pólska mikilmennis. Ef þú hreyfir hins vegar hvorki hönd né fót lít ég svo á að þú hafir orðið mannlegum harmleik að bráð. Vilmundur Gylfason skilur hvað við er átt svo og Lech Walesa. Olafur M. Jóhannesson Vésteinn Lúðvíksson J 5Lýsing á telpunni Sesselíu, háttum henn- ar og umhverfi er öfga- fyllri en það að hægt sé að finna hliðstæður í mannlífinu. ii lá önnur langatöngin hans Dána og blæddi úr henni. Sólarblíðan fær líka að sjá beran rass yfirstjórans gegnum skráar- gat. (Mynd á bls. 48). Lýsing á telpunni Sesselíu, hátt- um hennar og umhverfi og öfga- fyllri en það að hægt sé að finna hliðstæður í mannlífinu. Ekki fara prestar varhluta af því hvaða álit höfundur virðist hafa á þeim og störfum þeirra. Að endingu vildi ég gjarnan minna á merka bók sem heitir Der Untergang des Abendlandet og er eftir þýska höfundinn Osvald Spengler (1880—1936). Bók þessi kom út á árunum 1918—1922 og vakti þá heimsathygli. Og er mikið vitnað í hana enn í dag. Hún hefur verið þýdd á ótal tungumál. — (Á dönsku 1962.) I kafla sínum um menningu bendir Spengler á hvernig hvörfin milli grósku og hnignunar finnast í fornmenningu og út frá því sér hann og spáir í framtiðina. Hann leggur áherslu á þá hamingju er felst í gróskuríku menningarlífi þjóða, þar sem trúin sé meginás til- verunnar og út frá henni strevmi hinn skapandi máttur til fagurra lista og lifandi skáldskapar. Orku andans sé beitt inn á við og skapi andleg verðmæti, sem stuðli að hamingju og velferð þjóða. Á hnignunarskeiði menningar beinist orkan aftur út á við á hlut- lægan hátt þar sem efnislægir hlut- ir og líffæri líkamans svo sem kyn- færin, séu dýrkuð umfram andann og verði ásamt trúleysi kjarninn í sköpun skáldskapar og lista. Ef til vill sýna höfundar texta og mynda Sólarblíðunnar í hvernig menningarsamfélagi börn okkar Iifa í dag. íðunn hefur vandað til útgáfu bókarinnar. -EOMm-CHARGER-024 ..... baö er rétt aö DODGE tSSTpiSSSSSSitewtiwv 6u en JSBri. afl- 3eir eru aa 'fiW^entimetra vél, Wrn- lum. 4 22®.Jmbúnaði. sem setur idrifl 09(°^a?ftestum oörum á timum GEbílafra^rflest^ni gtevrnaþvi - twa£‘ ** Athugið! Tölvustýrður kveikjutími meö 6 minni, sem heldur benzíneyðslu í lág- marki. ^ltökull hf. Ármúla 36. Sími: 84366. Sólarblíðan Bókmenntir Jenna Jensdóttir Myndirnar gerði Malín Örlygsdóttir. Iðunn — Reykjavík — 1981. Vésteinn Lúðvíksson er þekktur rithöfundur skáldsagna og leikrit hans, Stalín er ekki hér, vakti einn- ig veðskuldaða athygli. Sólarblíðan er barnabók og á baksíðu segir að hún fjalli um sam- skipti lítillar stúlku og yfirstjóra sem settur er til að gæta hennar. Já, Sólarblíðan er lítil telpa, Margrét Þorgerður sem hlýtur þetta fallega gælunafn frá vini sín- um Hálfdáni, eða Dána sem er gamall sjómaður en sér nú um garðinn hjá foreldrum Sólarblíð- unnar, sem vilja að garðurinn þeirra sé sá fegursti í nágrenninu. Og “.. voru líka svo rík að þau vissu ekki hvað þau áttu“. I upphafi sögunnar eru foreldrar Sólarblíðunnar á leið í ferðalag til útlanda. Telpan á að vera heima. Og hún, sem áður gat farið allra sinna ferða fyrir foreldrum sínum sem hugsuðu um allt fremur en barnið sitt, er nú fengin í hendur manni sem sagður er hæfasti uppalandinn í Borginni. Yfirstjórinn er hann kallaður og kemur til uppeldisstarf- ans þegar foreldrar telpunnar fara. Eftir það gengur á ýmsu milli Sólarblíðunnar og yfirstjórans. Sagan breytir líka nokkuð um svip þegar Dáni fer að galdra til hjálpar Sólarblíðunni í þeim vanda er að henni steðjar samfara uppeldisað- ferðum yfirstjórans. Og sagan virðist þá helst berast uppi af þrástagli um kynfæri karlmanna. Dáni galdrar (fyrir mistök þó) tippi af mönnum og á. Bls. 49: „... Kannski Guð hafi verið orðinn leið- ur á sínu eigin tippi og viljað fá nýtt.“ Seinna á sömu bls.: „... Þetta er nú einum of mikið af því góða, sagði læknirinn. Þú vilt kannski fá mitt tippi líka fyrst þú getur ekki fundið þitt eigið". Bls. 69: „... Borgarstjórinn var með tippið sitt, en hann var líka með tvö tippi í viðbót, sem sé þrjú tippi í allt.“ (mynd fylgir) Þegar Dáni vill svo bæta fyrir þessi galdramistök sín, þarf hann að offra annarri löngutöng sinni. . Mynd á bls. 74 sýnir hvar Dáni hefur lagt aðra löngutöng á brauðbretti og hefur öxi reidda í hinni hendi. Bls. 73: „... Og Sólarblíðan lokaði augunum. Stuttu seinna heyrði hún högg, eins og þegar kjöt er barið með kjöthamri...“. Bls. 75: „... Og hvað haldiði? Þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.