Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 21 Ræða Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands í konungsveislu í Osló ígærkvöldi „ Vináttan er djúp og einlæg“ Yðar hátign, yðar konunglegu tignirl Góðir gestir! . „ísland byggðist fyrst úr Noregi á dögum Haralds hins hárfagra ...“ Þannig hefst íslendingabók Ara fróða, eitt af fyrstu sagnfræðiritum sem skráð var á móðurmáli en ekki á latínu. Heima á ísjandi vitnum vér álíka oft til Ara og þér hér í Noregi til Snorra varðandi fortíð vora. Ekki býsnast þessi merki sagnfræðingur fremur en Snorri yfir því hvernig menn komust yfir hið mikla og úfna haf sem aðskilur lönd vor. Úthafið lá í þá daga sem endamörk veraldar um lönd og álfur, en norskir sæfarar rufu þessi endamörk með heimsbyltingu í sigl- ingafræði, úthafssiglingum 600 árum fyrir daga Kólumbusar. Þeir létu sér ekki fyrir brjósti brenna að sigla um 1000 km leið — og það sem merkilegra er, þeir rötuðu heim aftur. Með reglubundnum siglingum til Is- lands og síðar Grænlands stofnuðu þeir fyrstu ,;transatlantik“-línuna. Vér Islendingar erum grein af norskum ættarmeiði, sem skaut rótum á eyju í úthaf- inu. Landgæði voru mikil á Islandi og nóg að starfa að nýta þá kosti. En hugurinn flaug jafnframt víða og sætti sig ekki við þrönga sýn, heldur vildi einatt leita út í heiminn þar sem skoðanaskipti um veröld- ina voru víðtækari. Það er athyglisvert að vér íslendingar einir Norðurlandabúa höf- um vjirðveitt forn-norrænt orð yfir þann sem er fávís. Á tungu vorri er það enn þann dag í dag nefnt að vera „heimskur“, sá sem heima situr og sér ekki út fyrir sitt nánasta um- hverfi. I sögum vorum kemur það einatt fram að ekki þótti annað sæma höfðingja- sonum en að þeir fengju skip og sigldu á fund annarra þjóða og þá fyrst og fremst á konungafundi í Noregi. Þangað komu þeir sem bændur og sæfarar, hlóu og ortu við hirðina og var vel tekið. En þrátt fyrir gleðskap, góðan fagnað og hetjudáðir var þeim jafnan efst í huga að snúa aftur heim til heyskapar og kornuppskeru og mikilla kvenkosta sem einatt biðu þeirra þar í fest- um. Þeir lögðu allt í sölurnar til að teljast drengir góðir í ættlandi sínu og bregðast ekki vinum og frændum, hvorki þar né ann- ars staðar. Heim komu þeir ríkari í anda eftir dvöl í þeirri menningarmiðstöð sem konungsgarður í Noregi var íslendingum á há-miðöldum. Þar stóð þá sannkölluð aka- demía þjóða vorra beggja. Utan til Noregs fóru íslendingar en út til íslands fóru einnig Norðmenn að heim- sækja nýja þjóð og frændur. Þeir eru í sög- um vorum nefndir Austmenn og þóttu snjallir að ráða drauma. I Gunnlaugssögu Ormstungu fléttast allur söguþráður út frá draumráðningu Bergfinns Austmanns. Eins og allir muna varð hann vitni að draumi Þorsteins á Borg. Helga hin fagra var þá rétt ófædd. Þorsteinn dreymdi að hann sæi „álpt eina væna ok fagra ok þóttumk ek eiga, ok þótti mér allgóð. Þá sá ek fljúga ofan frá fjöllunum örn mikinn; hann fló hingat ok settisk hjá álptinni ok klakaði við hana blíðliga. Þá sá ek, at örninn var svart- eygr og járnklær váru á honum; vaskligr sýndisk mér hann. Því næst sá ek fljúga annan fugl af suðrætt; sá fló hingat til Borgar ok settisk á húsin hjá álptinni ok vildi þýðask hana; þat var ok örn mikill. Brátt þótti mér sá örninn, er fyrir var, ýf- ask mjök, er hinn kom til, ok þeir börðusk snarpliga ok lengi, ok þat sá ek, at hvár- umtveggja blæddi; ok svá lauk þeirra leik, at sinn veg hné hvárr þeira af húsmænin- um, ok váru þá báðir dauðir, en álptin sat eftir hnípin mjök ok daprlig." Fyrir ernin- um í draumnum, Gunnlaugi Ormstungu, fór eins og spáð hafði verið að eignast aldrei Helgu hina fögru. Átti það síðar fyrir hon- um að liggja að fara á höfðingjafund i Nor- egi og ganga fyrir Eirík jarl með mikið fót- armein og spurði jarl hann hví hann væri ekki haltur. „Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir," svaraði Gunn- laugur. Síðan hafa ekki farið sögur af því að nokkur íslendingur hafi gengið haltur fyrir Noregskonung og það er ósk mín að það eigi ekki fyrir neinum að liggja. Yðar hátign, konunglegu tignir, gestir hér í kvöld, vér eigum margt dýrmætt sameig- inlegt. Vináttan er djúp og einlæg. Vér höf- um betur en aðrir varðveitt tungutak for- feðra vorra og hefðir tengdar því. Má ég þar nefna til varðveislu þjóða vorra beggja á fornum mannanöfnum og að vér gerum oss grein fyrir að þau eiga sér merkingú fyrir utan að vera alla ævi hluti af persónu okkar. Nafn yðar hátignar Olafur merkir þann sem lifir forfeður sína og erfir þá. Báðar hafa þjóðirnar viðhaldið hinu sögu- fræga nafni Ástríður, og að tilviljun eigum vér það sameiginlegt að eiga dætur sem bera það nafn. Það merkir þeir sem guðirnir elska og vernda. Haraldur krónprins og sú sem hér mælir af hálfu íslands í kvöld bera fyrir hönd okkar fornnorrænu menningar nöfn sem eilítið erfiðara er að kyngja, fyrir oss sem berjumst fyrir friði í heiminum: Haraldur — íeiðtogi hers, mitt eigið nafn og margra norskra kvenna — orrustudís. Krónprins- essa Sonja, yður má vera gleði að nafn yðar mun vera gælunafn fyrir Soffía, sem merkir viska. Aldrei fáum vér heldur fullþakkað að bókmenntir vorar hafa átt greiða leið að hugum manna í hvoru landinu fyrir sig. Is- lenskar bókmenntir hafa verið þýddar svo frábærlega vel á norsku að undrun sætir. Norskar bókmenntir hafa lengi blásið skáldum anda í brjóst, ekki síst á tímum rómantísku stefnunnar á síðustu öld, sem vér eigum svo ríkulega sjálfstæði vort að þakka. Leyfið mér yðar hátign að vitna í elsku- legt skáld sem öll mín kynslóð kann utan- bókar á íslandi eins og ótalmörg önnur: „Ættum við ekki að klæða fjallið?“ sagði einirinn einu sinni við útlenda eik, sem stóð nær honum en nokkurt annað tré í skógin- um.\Eikin leit niður fyrir sig til þess að gá að hver þetta væri; svo leit hún upp aftur en svaraði engu. Áin ruddi svo fast fram, að öldurnar hvítféllu; norðanstormurinn var kominn inn í gilið og hvein í hamrakleifun- um; berir fjalldrangarnir slúttu fram yfir gilbarmana og stóð af þeim kuldi. „Ættum við ekki að klæða fjallið?“ sagði einirinn og v leit til furutrésins, sem stóð hinum megin við hann. „Eigi það nokkurn tíma að vera gert, þá verðum við að gera það,“ sagði fur- an. Ef vér eigum einhverja gæfu sameigin- lega í köldum heimi megi hún þá vera sú að klæða hann og græða og vér skulum gefa oss þá forsendu að það sé unnt og í voru valdi. Það er hlustað á oss ef vér tölum nógu hátt á fornnorrænum málum vorum, sem á sögunnar blöð hafa verið skráð afrek kyn- slóðanna. Yðar hátign, Islendingum hefur oft verið boðið til gestfagnaðar í Noregi og ávallt geymt það í minnum. Á sögueynni í norðri veit ég að vér munum lengi minnast stór- brotinnar gestrisni góðra frænda, að þessu sinni sem endranær, og hlökkum til allra góðra stunda þegar Norðmenn heimsækja oss og vér fáum endurgoldið vináttu. Ég lyfti glasi mínu til heilla yðar hátign- ar, yðar konunglegu tignum, fyrir Noregi og norsku þjóðinni allri. Forseíi ls- lands, Mgdís Finnbogadútl- ir, og Olafur Norvgskon- ungur í kon- ungshiillinni / Osló í gær. Simitniymi: \l\ Ræða Ólafs Noregskonungs í veislu til heiðurs forseta íslands „Þessi nánu tengsl endurspegl- uðust í tungutaki íslendinga“ Forseti íslands, Vigdís Finnhogadóttir! Heimsókn norræns þjóðhöfðingja til Noregs er ávallt sérstæður viðburður, og það er mér í dag mikil gleði að geta fyrir mína hönd og fyrir hönd allrar norsku þjóðarinnar boðið forseta Islands hjart- anlega velkominn við þessa opinberu heimsókn yðar hingað til lands. Frá stríðslokum höfum vér notið tveggja mjög velkominna opinberra heimsókna frá íslandi, og ég get fullviss- að yður um, að vér fögnum eigi síður þessari þriðju heimsókn frá Islandi. Náin tengsl meira en þúsund ár mynda órofa bönd milli landa okkar beggja, — bönd sem voru knýtt þegar Ingólfur Arn- arson frá Fjölum gerðist fyrsti norræni landneminn á Islandi. Margir Norðmenn fóru á eftir honum og áttu þátt í að skapa náin tengsl og hlýlegt samband milli ís- lands og Noregs. Sagnfræðingar segja frá því undarlega atriði að þessi nánu tengsl endurspegluðust i tungutaki Islendinga sem töluðu um að „fara utan“ þegar þeir sigldu frá íslandi til Noregs, eins og þeir væru á heimleið, en þeir „fóru út“ þegar þeir héldu frá Noregi til íslands. Vér hér í Noregi höfum ríka ástæðu til að vera íslendingum þakklát. Sögur um konunga Noregs að fornu voru ritaðar af Islendingum með Snorra Sturluson í far- arhroddi. Þessar sögur voru skráðar eftir munnlegum frásögum sem gengu frá kynslóð til kynslóðar á íslandi, og auk þess sem þær eru úrvals bókmenntir hafa þær átt mikinn þátt í að varpa ljósi á tímaskeið í sögu vorri sem ella væri ef til vill ennþá myrkri hulið. Og á síðari tímum höfum vér einnig haft ástæðu til að vera þakklát íslenskum vinum vorum, sem á stríðsárunum skutu skjólshúsi yfir deild 330 úr norska flug- hernum og veittu henni tækifæri til að leggja fram sérstaklega mikilvægt fram- lag sitt í þágu málstaðar Noregs. Þau sambönd sem þér sjálf hafið haft við Noreg eru ekki ný. Eftir margar heimsóknir þekkið þér land vort og hafið á þann hátt, svo og með fyrra starfi yðar við leikhúsin í Reykjavík, skapað tengsl og knýtt vináttubönd á margvíslegum vettvangi við marga staði í landi voru. Þetta kemur einnig af mikilii starfsemi yðar að ferðamálum á Islandi. Islendingar og Norðmenn byggja á sama grunni og hafa einnig syipuð við- horf til margra alþjóðlegra viðfangsefna. 1 Norðurlandaráði og Norrænu ráðherra- nefndinni vinna stjórnmálamennirnir að því að styrkja og efla sambandið milli hinna norrænu grannlanda. Til varnar lýðræði voru hafa bæði ísland og Noreg- ur frá upphafi verið aðilar að samtökum Norður-Atlantshafsríkjanna. Á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna og í alþjóðleg- um störfum eigum vér nána og djúptæka samvinnu til styrktar starfinu að friði og réttlæti í heiminum. Hagsmunir bæði Islands og Noregs eru nátengdir hafsvæðunum undan ströndum landanna. Það á bæði við um fiskveiði- auðlindir og auðlindir á sjávarbotni. Útfærslan í 200 mílna efnahagslögsögu umhverfis lönd vor leiddi til deilu um hafsvæði milli Jan Mayen og Islands, en að hætti góðra granna var samið til lausnar málinu. Ég hef trú á því að með þessu sé lagður grunnur að frjórri sam- vinnu landa vorra á þessum sviðum. Ég vona að þér takið með yður heim til Islands bjartar og varanlegar minningar úr heimsókn yðar hingað. Og ég er viss um, að sú hlýja og sú gestrisni sem mætir yður hvar sem þér farið um þetta land, er vitni þeirri gleði sem það veitir oss öllum að hafa yður hér hjá oss. Með þessum orðum lyfti ég skál fyrir forseta Islands, fyrir íslandi og fyrir ís- lensku þjóðinni, í þeirri von að framtíð- arböndin milli landanna tveggja megi haldast jafn sterk þeim böndum er um aldaraðir hafa tengt oss saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.