Morgunblaðið - 22.10.1981, Síða 20

Morgunblaðið - 22.10.1981, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 Kröfugerð ASÍ 72 MANNA nefnd Alþýðusambands íslands kom saman til fundar á þriðjudag og samþykkti kröfur í komandi kjarasamningum. Nefndin samþykkti eftirfarandi ályktun: „Með skírskotun til þeirrar almennu kröfu félaga og sam- banda innan Alþýðusambands íslands, að nýir kjarasamn- ingar gildi frá 1. nóvember næstkomandi, beinir samn- inganefndin þeim eindregnu tilmælum til aðildarfélaga að þau afli sér heimilda til verkfallsboðunar fyrir 1. nóvem- ber næstkomandi.“ Á fundi sínum samþykkti samninganefnd ASÍ að hvetja félög og landssambönd til eftirfarandi kröfugerðar: 1. (.runnkaupshækkun 1.1. Almenn hækkun jjrunn- launa verði.13%, sem komi í áfönjíum á samninKstímanum. 2. Verðbætur 2.1. Verðbætur jjreiðist ársfjórð- unnslega m.v. óskerta fram- færsluvísitölu. 2.2. Hinn 1. júní 1982, 1. desem- ber 1982 og 1. júní 1983 reiknast sérstök launauppbót sem miðist við það, að á næstu 6 mánuðum vinnist upp það sem á kann að vanta að viðmiðunarkaupmáttur hafi náðst síðustu 6 mánuði á undan. 3. Sérkröfur 3.1. Frá 1. nóvember 1981 taki næturvinna við þegar að lokinni dagvinnu á fimmtudögum. Eftir- vinna á mánudögum — miðviku- dögum falli niður á næstu 3 ár- um, þannig að næturvinna taki við í dagvinnulok. 3.2. Landssambönd og félög semji hvert fyrir sig um sérkröf- ur eftir því sem við á, en athugað verði á síðara stigi, hvort rétt sé að taka á borð sameiginlegrar samninganefndar þær kröfur, sem almennt eru teknar upp af hálfu landssambanda og félaga. 4. (>ildistími 4.1. Gildistími samningsins verði frá 1. nóv. 1981 til 1. nóv. 1983 og skal hann uppsegjanleg- Krá fundi 72ja manna samninganefndar ASÍ á þriðjudag. Frá fundi 72ja manna samninganefndar ASÍ. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, t.v., og Björn Þórhallsson, varaforseti samtakanna. ur með 1 mánaðar fyrirvara. Al- mennir fyrirvarar síðustu samn- inga. 4.2. Ef önnur launþegasamtök semja um meiri kauphækkun en almennt semst um á vettvangi ASI, skal samningurinn vera uppsegjanlegur með mánaðar fyrirvara. 5. SkaUamál Beinir skattar verði lækkaðir á árinu 1982 með uppfærslu skattþrepa og sérstakri hækkun barnabóta og persónuafsláttar. Staðgreiðslukerfi skatta verði tekið upp um áramótin 1982—1983. Haft verði fullt sam- ráð við verkalýðshreyfinguna um nýtt skattkerfi og við það miðað að skattbyrði láglauna- fólks verði lækkuð, en heild- arskattbyrði aukist ekki. Sér staklega verði kannaðir möguleik- ar á tryggingu lágmarkslauna sam- hliða hinu nýja skattkerfi. 6. Uppsagnarfrestur Lögum um uppsagnarfrest verði breytt þannig að takmark- aðar verði heimildir til uppsagna vegna hráefnisskorts og starfs- öryggi aukið. 7. Atvinnumál Teknar verði upp viðræður við ríkisstjórn um öfluga uppbygg- ingu atvinnulífsins, þar sem m.a. verði knúið á um ákvarðanir og framtíðarstefnumótun varðandi orkufrekan iðnað. 8. Málefni fatlaðra Teknar verði upp þríhliða við- ræður samtaka fatlaðra, Al- þýðusambandsins og ríkisstjórn- ar um það hvernig fötluðum verði tryggt jafnrétti í þjóðfé- laginu. Tíunda þing Verkamannasambands Islands Kveðja til Sam- stöðu í Póllandi GUOMUNDUR Sæmundsson, Ein- ingu á Akureyri, flutti eftirfarandi tillögu sem var samþykkt um árn- aðar- og baráttukveðjur til Sam- stöðu í l’óllandi: „10. þing Verkamannasam- bands Islands, haldið í Reykjavík dagana 16.—18. október 1981, sendir öllum félögum frjálsra verkalýðsfélaga í Póllandi sínar bestu árnaðaróskir. Heimurinn fylgist með ykkur og dáist að baráttuþreki ykkar og dug. Kröf- ur ykkar um aukna aðild verka- fólks að allri ákvarðanatöku og stjórnun eru kröfur sem íslensk- ur verkalýður berst einnig fyrir. Megi barátta ykkar verða sem árangursríkust. Lifi Solidarn- osc.“ Hluti þingfulltrúa, fyrir miðri mynd er Sigfinnur Karlsson, Neskaupstað. X * Alyktun VMSI um atvinnumál: Enginn skattur á helgarvinnu EKTIRFARANDI tillaga um að vinna, sem unnin er í þágu út- flutningsframleiðslu um helgar, verði undanþegin skatti var samþykkt á þinginu. Áður hafði tillagan þó verið felld í kjara- málanefnd. Fkki er kveðið á um hvernig standa á að framkvæmd þessarar tillögu. Öll vinna, sem unnin er í þágu útflutningsframleiðsl- unnar við hverskonar fisk- verkun, hverskonar síldar- vinnu, móttöku og bræðslu á loðnu frá kl. 24 á föstudags- kvöldi til kl. 24 á sunndags- kvöldi, skal vera undanþegin skatti (skattfrjáls). Áhyggjur vegna óvissu í atvinnumálum „I. Örugg atvinna. 10. þing VMSI, haldið í Reykjavík dagana 16.—18. október 1981, lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar miklu 0vis.su sem ríkir í alvinnumálum víða um land. Þingið minnir á að á síðastliðnum fjórum árum fluttust á fjórða þús- und manns af landi brott umfram þá sem fluttust til landsins. Því er Ijóst að íslenskt atvinnulíf hefur ekki boð- ið upp á þau skilyrði sem fólk gerir tilkall til. Nauðsynlegt er að samræma at- vinnuuppbyggingu í landinu, svo vaxandi mannfjöldi fái allur störf við sitt hæfi. Stöðug atvinna fyrir alla verður ávallt að vera megin- markmið í stefnu ríkisvaldsins í at- vinnumálum. Til þess að þetta markmið náist þarf að vinna eftir samræmdri atvinnustefnu, sem hvíl- ir á heilbrigðu efnahagslífi. At- vinnuöryggi er sjálfsögð mannrétt- indi, sem verður að tryggja öllum þjóðfélagsþegnum, hvort sem um er að ra>ða einstaklinga með fulla eða skerta starfsorku, meó tilliti til bú- setu. Gera verður þær kröfur til Alþing- is, ríkisstjórnar og sveitarstjórna, að stuðla verði að eflingu útflutnings- atvinnuveganna með markvissum stjórnunaraðgerðum, svo sem með betri nýtingu þess fjármagns, sem fyrir hendi er, þannig að fjármagn verði ávallt tryggt til framkvæmda, þegar uppbygging hefst. Á sama hátt verður að treysta enn frekar grundvöll samkeppnisiðnaðarins. II. (Jrvinnsla iðnaðar Þingið fordæmir hömlulausan innflutning fullunninnar iðnaðar- vöru. Skorað er á ríkisstjórn og Al- þingi að gera enn frekara átak til styrktar innlendri iðnaðarstarfsemi, svo sem úrvinnslu sjávar- og land- búnaðarafurða og annarri fram- leiðslu. Skorað er á alla þá aðila, er málið varðar, að tryggja rekstur þeirra fyrirtækja, er enn eru starfrækt, með aukinni framleiðni og leit nýrra markaða, þannig að takast megi að fullnýta þau hráefni, sem fyrir hendi eru hér á landi. Jafnframt bendir þingið á nauð- syn þess að landsmenn velji íslensk- ar iönaðarvörur umfram innfluttar. Þá bendir þingið á nauðsyn þess, að byggingariðnaðurinn verði efldur með hagkvæmari og betri lánum til húsbyggjenda og auknum bygg- ingarframkvæmdum opinberra aðila við íbúðarbyggingar. Þingið varar við stöðugum innflutningi fiskiskipa og bendir á að íslénskir skipaiðnaður á að geta tryggt eðlilegt viðhald skipaflotans, bæði hvað varðar alla nýsmíði og viðhald eldri skipa. III. Nýting fiskistofna Tryggja verður stöðugan rekstur fiskvinnslustöðva með jafnri jiýt- ingu fiskistofna og dreifingu fiski- skipaflotans. Þetta skapar mögu- leika til að afnema það misrétti, sem starfsfólk fiskiðnaðarins býr við með tilliti til atvinnuöryggis og upp- sagna. IV. Tölvumál Launafólk verður að fá með- ákvörðunarrétt, þegar meta skal, hvort taka eigi upp hina nýju ör- tölvutækni. Breytta vinnuhætti verður að meta í Ijósi þess, hvort erfiðum og hættulegum störfum er fækkað og hvaða áhrif breytingarn- ar hafa á atvinnuöryggi. V. Orkufrekur iðnaður 10. þing VMSI skorar á ríkisstjórn og Alþingi að marka heildarstefnu í uppbyggingu orkufreks iðnaðar, sem taki til allra þátta iðnaðarstarfsemi í landinu. Við stefnumörkun þessa verði tek- ið tillit til fjölgunar atvinnutæki- færa á hinum ýmsu stöðum og sér- staklega þeirra, sem búa við einhæft atvinnulíf. VI. Félagslegur rekstur Þingið bendir á nauðsyn þess, að atvinnufyrirtæki verði í ríkara mæli rekin á félagslegum grundvelli, enda sýnir reynslan, að slíkur rekstur skapar mest atvinnuöryggi og trygg- ir besta afkomu." Orkukostnaður verði jafnaður FFTIRFARANDI tillaga Vest- firðinga um jöfnun hita- og raf- orkukostnaðar var samþykkt á þingi VMSÍ: „10. þing VMSÍ vekur at- hygli á þeim lífskjaramun sem mismunandi hitunar- og raf- orkukostnaður veldur. Þingið krefst þess, að gerðar verði rástafanir til jöfnunar á orku- verði, þannig að ekki sé mis- munur á kaupmætti launa- fólks eftir búsetu þess. 10. þing VMSÍ leggur áherslu á að slíkar aðgerðir stuðla að jöfnun lífskjara í landinu og felur væntanlegri samninganefnd sambandsins að vinna að framgangi þeirra.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.