Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 Elísabeth Pálsdóttir Malmberg - Minning Fædd 7. apríl 1939 l)áin 12. október 1981 Elísabeth P. Malmberfj verður kvödd hinztu kveðju frá Hafnar- fjarðarkirkju í dafj. Söknuður ojj trejji fvllir hugi okkar félajja hennar ojj vina á þessari stundu. Leiðir okkar Elísabethar lájju saman strax í barnaskóla oj; (jajjn- fræðaskóla. Þá þejjar var hún driffjöðrin í ýmsu félajjsstarfi. Síðan skildu ieiðir og hópurinn tvístraðist, þejjar að framhalds- námi kom. Um hríð skildu jafnvel höf oi; lönd milii bekkjarfélajj- anna. En Elísabeth var leiðandi í því að ná hópnum saman að nýju. Pyrir hennar forvstu týndu (jömlu bekkjarfélajjarnir ekki hver öðr- uni heldur tóku að umjjanjjast á ný ojj fyljjjast hver með öðrum. Eins öjj áður urðu allir vinafundir með henni mótaðir af jjlaðlejjri fram- komu hennar ojj óvenju ríku skop- skvni. Krinjjum hana ríkti jjlað- værð. Elísabeth valdi sér það lífshlut- verk að líkna. Hún nam hjúkrun- arfræði ojj starfaði við hjúkrun til seinasta dajjs. Þetta starf fór henni sérstaklejja vel, því að henni var eðlislæjjt að líkna oj; (jleðja. Hitt vissu færri, að samtímis háði hún baráttu við eijjin sjúk- dóm. Því flíkaði hún ekki, heldur bar þjáninjju sína ein með sínum nánustu. Hið (jlaðlejja viðmót breyttist ekki oj; duldi flestum þá baráttu sem hún háði. Það er skarð fyrir skildi hjá þeim mörjju sem Elísabeth annað- ist oj; hjúkraði. Við félajjar hennar Oj; vinir, sem hún uppörvaði Oj; veitti ótaldar jjleði- Oj; ánæjyu- stundir, stöndum nú hnípin frammi fyrir ráðjjátum lífsins. Elísabeth var dóttir hjónanna Injjer oj; Páls Heljjasonar tækni- fræðings, ynjjri sonar Jóns Helga- sonar biskups, en Páll starfaði lenfjstum sem verkstjóri í Rafha, eða þar til hann féll frá fyrir aldur fram 1963. Elísabeth var elsta barn þeirra Inger og Páls og fædd- ist 7. apríl 1939. I foreldragarði naut hún umhygjyu og umönnun- ar þeirra ágætu hjóna. Hinn 28. des. 1963 jjiftist Elísa- beth Svend-Aage Malmberg, haf- fræðinjji. Þau settu niður bú sitt í Hafnarfirði og bjuggu sér þar gott oj; fallefjt heimili ásamt börnum sínum þremur. Þótt okkur ótöldum félögum og vinum Fllísabethar þyki þessi tímamót sár og erfið, er þó sökn- uðurinn og treginn þynfjstur hjá eijjinmanni, börnum, móður og bræðrum. Megi sá er öllu ræður og allar góðar vættir vernda þau og styrkja. Það er einlægust bæn og ósk okkar allra. Kjartan Jóhannsson Harmafregnin um lát Elísa- bethar P. Malmberg hljómaði í ríkisútvarpinu að kvöldi þriðju- dagsins 13. oktober sl. „Hún Elísa- beth er látin“ sagði maðurinn minn, þegar ég kom heim þetta kvöld, án þess að hafa heyrt til- kynningarnar. Ég vildi helst ekki trúa þessum orðum, þó vissi ég að þau voru sönn. A dánardegi hennar, 12. októ- ber, hafði ég setið á skrifstofu Hjúkrunarfélags íslands og gert skrá yfir ritsjóra tímaritsins okkar frá 1925—’81 og hún var ein þeirra. Ég var að gæla við þá hugmynd að ná þessum hópi sam- an og fá tekna heimildarmynd. Elísabeth P. Malmberg var rit- stjóri Timarits Hjúkrunarfélags íslands frá 1967— 70 en þá tók ég við blaðinu. Það var því hún sem leiðbeindi mér, hughreysti og hvatti, þegar ég alls ókunnug slík- um störfum tók þetta að mér. Án stuðnings hennar og hvatningar hefði ég trulega verið illa sett. Á henni dundu ótrúlegustu spurn- ingar sem hún leysti skjótt úr og fylgdi jafnframt eftir með góðlát- legri glettni. Þegar Hjúkrunarfélag íslands, þetta sama ár, stóð fyrir 600 manna norrænu hjúkrunarfræð- ingaþingi var hún ennfremur betri en enginn. Hún var ætíð boðin og búin að rétta hjálpandi hönd og ekki nog með það, fjölskylda henn- ar var líka reiðubúin til aðstoðar. Eiginmaður hennar Svend, lagði einnig sitt af mörkum og móðir hennar Inger Helgason aðstoðaði við þýðingar í hátíðarblaðið sem gefið var út í tilefni 50 ára afmæl- is samvinnu norrænna hjúkrunar- fræðinga. Svo undarlega vildi til nokkrum árum síðar er ég gekk úr stjórn Öidrunarfræðafélags íslands, að Elísabeth tók þar við af mér. Tví- vegis höfðum við þá tekið við störfum hvor af annarra. Mér er þvi efst í huga þakklæti og hryggð. Þakklæti til hennar og fjölskyldunnar fyrir ómetanlegan stuðning og samhryggð með eig- inmanni, börnum og öðrum ætt- injyum. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Ég bið guð að styrkja fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímamót- um, og blessa minningu hennar. Ingbjörg Árnadóttir Vinkona okkar og starfsfélagi, Elísabeth P. Malmberg, er í dag kvödd hinstu kveðju. Hún hefur í áratug unnið við heilsugæslustörf í Hafnarfirði sem skólahjúkrunarfræðingur og nú síðast við bæjarhjúkrun. Við horfum á eftir fjölhæfum og traustum starfsfélaga, sem reynd- ist skjólstæðingum sínum ávallt eins vel og kostur var. Elísabeth var að eðlisfari félagslynd og bar með sér birtu og glaðværð þar sem hún kom. Hún var í hvívetna fág- uð í framkomu og snyrtimennskan var henni í blóð borin, var hún öðrum til eftirbreytni á margan hátt. Það skarð sem hún skilur eftir verður vandfyllt. Samstarfsfólk hennar hjá Heilsugæslu Hafnar- fjarðar þakkar henni að leiðarlok- um allar samverustundirnar. Innilegar samúðarkveðjur send- um við eiginmanni, börnum og öðrum aðstandendum. Starfsfólk Heilsugæslu Hafnarfjarðar. í dag kveðjum við okkar kæru skólasystur Elísabethu Pálsdóttur Malmberg. Fyrir 23 árum hittist hópur alvörugefinna stúlkna í Hjúkrunarskóla Islands. Við vor- um að hefja hjúkrunarnám. Við sátum þarna og athuguðum hver aðra í laumi, en fljótlega fór hóp- urinn að kynnast og um leið fór námið að verða skemmtilegt. Stór- an þátt í að gera þessi ár í HSI ógleymanleg átti Elísabeth. Hún var okkur skólasystrum sínum ákaflega mikils virði. Hún bjó yfir óvenju mikilli kímnigáfu og ljúf- mannlegu viðmóti. Alls staðar birti til, þar sem hún var og gat hún laðað fram bros við ólíkleg- ustu aðstæður. Hún var reiðubúin að gera alla að vinum sínum jafnt sjúklinga sem samstarfsfólk, en slíkir hæfileikar koma sér mjög vel í okkar starfi, þar sem hjkrunarkona þarf oft að létta erfiða sjúkdómsbyrði. Kill bros i»fiur dimmu í da^sljós broylt, scm dropi breylir voiy hoillar skálar. I»t*l getur snúisl vió atord eitt. Aójjál skal höfó í nærveru sálar. Þessar ljóðlínur Einars Bene- diktssonar lýsa vel samskiptum Elísabethar við þá sem hún um- gekkst. Elísabeth giftist eftirlifandi manni sínum, Svend Aage Malm- berg, haffræðingi, 28. des. 1963. Þau stofnuðu fyrst heimili á Seltj- arnarnesi, en fluttu síðar í Hafn- arfjörð. Það var sama hvar þau bjuggu, alltaf var jafn skemmti- legt að heimsækja þau. Móttök- urnar elskulegar og heimilið hlý- legt og fallegt, en þar komu list- rænir hæfileikar Elísabethar og snyrtimennska vel fram, enda komin frá miklu menningarheim- ili, þar sem list var í hávegum höfð. Foreldrar hennar eru Inger Helgason, kennari, og Páll Helga- son, tæknifræðingur, sem er lát- inn. Elísabeth og Svend eignuðust 3 efnileg börn, Ingileifu sem er 17 ára, Kristínu List 15 ára og Pál Jakob 12 ára. Elísabeth starfaði alla tið við hjúkrun samhliöa heimilisstörfum og í 2 ár var hún ritstjóri Hjúkr- unarblaðsins. Síðustu ár starfaði hún við heimilishjúkrun í Hafnar- firði, þrátt fyrir að hún ætti við vanheilsu að stríða. Söknuður okkar er mikill, þegar við kveðjum Elísabethu langt um aldur fram. En ómetanlegar eru minningarnar um ótal gleðistund- ir, sem hún gaf okkur. Elsku Svend, þér, börnunum, Inger og öðrum ástvinum sendum við okkar einlægustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur. Bekkjarsystur úr Hjúkrunar- skóla Islands. Ég kynntist Elísabeth síðastlið- ið sumar. Við geymdum okkur saman svo- lítið á bak við heiminn, hópur fólks og vorum að læra að takast á við lífið, betur en okkur hefur tek- izt hingað til. Við manneskjurnar höfum klúðrað heiminum svo, að hann verður okkur um megn. Og oft finnst okkur munstur umhverfis- ins ekki gert fyrir þá viðkvæm- ustu og fíngerðustu. Elísabeth var ákaflega greind og aðlaðandi og neistarnir af kímnigáfu hennar yljuðu mér oftsinnis þennan tíma. Maður kynnist vel við svona að- stæður; og ég er ákaflega þakklát að hafa fundið Elísabethu. Og mér og öðrum, sem dvöldu með henni í sumar.er mikill harmur að dauða hennar. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til Svend Áge, barna og móður. Nú leiða hana góðir englar um bjarta heima. Nína Björk Árnadóttir Maðurinn með ljáinn sést ekki alltaf fyrir„Stundum finnst okkur hann fullseint á ferð með að veita líknina en oft kemur hann líka sem boðflenna og tekur þá, sem enn eru í fullu fjöri, njóta lífsins, veita gleði, þjóna og líkna öðrum. Svo fór nú, þegar Elísabeth P. Malmberg var skyndilega kölluð á braut á besta aldri. Elísabeth var fædd þ. 7. apríl 1939, dóttir hjónanna Páls Helga- sonar, tæknifræðings, sem oftast var kenndur við vinnustað sinn, Rafha, og Inger Helgason, kenn- ara. Elísabeth ólst upp í Hafnar- firði og tók gagnfræðapróf árið 1956. Síðan gekk hún í hjúkrun- arskólann og tók lokapróf árið 1961. Síðan vann hún við hjúkrun- arstörf á ýmsum stöðum hér heima og einnig um skeið í Dan- mörku. Nú síðast vann hún sem bæjarhjúkrunarkona í Hafnar- firði. Þann 28. desember 1963 gift- ist Elísabeth fósturbróður mínum, Svend Aage Malmberg, haffræð- ingi og varð þeim hjónum þriggja indælla barna auðið. Þau eru: Ingileif, fædd 31. júlí 1964, Kristín List, fædd 22. júlí 1966 og Páll Jakob, fæddur 4. janúar 1969. Guöbjörg Signý Guðmundsdóttir Asgarði - Minning Fædd 13. júní 1901 Dáin 22. september 1981 Laugardaginn 3. október síð- astliðinn var jarðsungin að Búr- fellskirkju í Grímsnesi merkis- konan Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Ásgarði. Húrr' var fædd 13. júní árið 1901 að Ásgarði og þar dvaldist hún ævi alla, sem varð áttatíu ár. Hún andaðist í sjúkrahúsinu á Selfossi 22. september, en þar hafði hún legið rúmföst á þriðja ár. Guðbjörg var einbirni foreldra sinna, Guðrúnar Gísiadóttur og Guðmundar bónda Olafssonar, er bjuggu allan sinn búskap í Ás- garði. Guðrún Gísladóttir var fædd í Ámundarkoti í Fljótshlíð og dáin í Ásgarði 1956, 80 ára gömul. Faðir hennar var Gísli bóndi Ólafsson fæddur árið 1831 í Traustholtshólma í Þjórsá og dá- inn í Ásgarði árið 1914. F’oreldrar hans voru hjónin Olafur Jónsson og Guðrún Bjarna- dóttir, er bjuggu þá í Traust- holtshólma. Kona Gísla Ólafsson- ar var Agnes Gísladóttir frá Butru í F’ljótshlíð. Þau hjón bjuggu um mörg ár í Ámundarkoti og þar andaðist kona Gísla árið 1881, tæplega fertug að aldri. Ári síðar flutti Gísli Ólafsson búferl- um með börn sín út að Arnarholti í Biskupstungum. Eigi bjó hann þar nema um eitt ár, því að árið 1883 fluttist hann út í Grímsnes; fékk hann þá til ábúðar Hólakotið, en það var þá hjáleiga frá Klaust- urhólum. Með Gísla fluttust þang- að börn hans, Guðrún átta ára (móðir Guðbjargar), Agnes átján ára og Guðjón sautján ára, en hann varð síðar lengi bóndi í Ás- garði (eystribænum), dáinn 1944 78 ára gamall. Föðurætt Guðbjargar dvaldist og bjó í Ásgarði um tveggja alda skeið. Var hún fjölmenn og allt fram yfir síðustu aldamót löngum þar í sveit nefnd Ásgarðsætt. Rek- ur nú þessi látna kona langa lest sinna ættmenna á þeim bæ. í sem fæstum orðum má rekja föðurætt Guðbjargar, þeirra er í Ásgarði bjuggu, þannig: Faðir hennar Guðmundur bóndi Ólafs- son fæddur í Ásgarði 1870 og dá- inn þar 1947. Faðir hans Ólafur bóndi í Ásgarði fæddur 1856, dá- inn á sama bæ árið 1908. Hann var smiður góður bæði á tré og málm. Ólafur var hálfbróðir Guðlaugs sýslumanns og síðast bæjarfógeta á Akureyri. Faðir þeirra bræðra var Guðmundur bóndi í Ásgarði, fæddur 1799 og dáinn á sama bæ 1872. Var hann hreppstjóri um skeið og lengi sáttamaður (forlík- unarmaður). Hann var ágætur smiður á tré og alla málma, en einkum var hann góður kopar- smiður. Faðir Guðmundar Ólafur bóndi í Ásgarði, en hann var sonur Guðmundar bónda Magnússonar, er flutti búferlum að Ásgarði um 1780. Var hann fæddur að Vatns- holti í Grímsnesi, bjó þar um skeið, svo í Gröf, en síðast í Ásg- arði. Árið 1769 er hann í sóknar- mannatali sagður hreppstjóri og meðhjálpari, „vel lesandi og skikk- anlegur maður“. — Lengra verður þetta langfeðgatal ekki rakið hér, þótt nánar sé kunnugt aftur og margar hliðargreinar til ýmissa átta, er meðal annars dvöldust og bjuggu lengi í Grímsnesinu. Ásgarðsmenn, en svo voru þeir löngum nefndir, voru margir hér- aðskunnir fyrr á tíð. Þeir voru sumir skapmiklir greindarmenn, er létu ójyarnan hlut sinn, þótt við meiri háttar menn væri að etja. Þeir voru fróðleiksmenn og marg- ir bókavinir miklir, enda var í Ásgarði lengi betri og meiri bóka- kostur en á öðrum heimilum í sveitinni. Þeir voru eins og áður getur margir smiðir ágætir. Voru lengi til eftir þá góðir smíðisgrip- ir, t.d. kistur vandaðar mjög og traustar, voru skrár og lamir á þeim sumum hið mesta hagleiks- verk, lyklarnir oftast með steyptu koparhandfangi og skrautlegir. Ein af þessum kistum er varðveitt í Byggðasafni Árnessýslu. Guðbjörg í Ásgarði, en svo var hún löngum nefnd af öllum sem þekktu hana nokkuð að ráði og þeir voru margir, var kona gædd góðum gáfum og miklum hæfileik- um til líkama og sálar. Hún bar með sér mikla persónu, svo að hvar sem hún sást var eftir henni tekið. Hún var strax í bernsku mjög námfús til bókar og var flestum unglingum fljótari að læra þær námsgreinar, er þá voru almennt kenndar í barnaskóla. En beinni skólagöngu hennar var lok- ið um fermingaraldur, eins og al- mennt var þá um allan fjölda al- þýðufólks í landinu. En eftir það og frameftir ævi bætti hún lengi við þekkingu sína með bóklestri og öðrum menntum, er hún tileinkaði sér. Minnið var lengi trútt og at- hyglisgáfan skörp, ^ásamt ágætri dómgreind. Hún varð því kona fróð um marga hluti og víða heima, fylgdist vel með því, sem var að gerast bæði nær og fjær. Fyrr á árum, þegar heilsan og kraftarnir voru ekki farnir að bila, þótti mörgum gott að ræða við Guðbjörgu. Hún var orðhög í bezta lagi, frásagnarhátturinn skýr og oft var hún eftirminnilega orðheppin. En þegar henni fannst svo við eiga, gat hún verið meinleg í tilsvörum, var það gömul ættar- fylgja úr föðurætt hennar. Hún hafði sínar fastmótuðu skoðanir á hlutunum og kvikaði lítt frá þeim. Trygglynd var hún og raungóð og hjálpfús öllum í þörf. Örðtak hennar var: „Fyrsta hjálpin er alltaf bezt“. En henni var ekkert um það gefið, að góðverkum henn- ar væri á lofti haldið. Þegar Guðbjörg var um sextán ára gömul, dvaldist hún part úr vetri á Búrfelli og lærði þar að leika á hljóðfæri. Kennarinn var Kristín Guðmundsdóttir, þá ung stúlka, er hafði sjálf fyrir nokkru lært á hljóðfæri. Mun hún hafa verið fyrsti kirkjuorganistinn í Búrfellskirkju. Síðar meir fór Guðbjörg á organistanámskeið hjá Páli ísólfssyni. Nokkru eftir að hún hafði lært hjá Kristínu Guðmundsdóttur, varð hún svo organisti í Búrfellskirkju. Einnig var hún um fjölda ára organisti í Ulfljótsvatnskirku. Kirkjuorgan- isti mun Guðbjörg hafa verið af og til hátt í hálfa öld. Á yngri árum dvaldist Guðbjörg um nokkurt skeið hjá hinum þekkta vefnaðar- og handavinnu- kennara Karólínu Guðmundsdótt- ur. Þar lærði hún allan algengan vefnað. Þá kom bezt í ljós list- hneigð hennar og hagleikur í allri handavinnu. Hún óf bæði salon- og krossvefnað og vönduð vegg- teppi. Árið 1930 var landssímastöð sett upp í Ásgarði. Stöðvarstjór- inn var Guðmundur Ólafsson, fað- ir Guðbjargar. Hann annaðist símavörzluna fyrsta áratuginn og raunar fram undir að hann andað- t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.