Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 Rudolf Weissauer opnar sýningu í dag RUIH)LF Woissauer opnar í dag sýn- inyu að Borj'slaðastræti 15. A sýnint;- unni oru unt 80 invndir — pastcl- myndir fvrst og fromst, en einni)> vatnslita- o)» t'rafíkmyndit'. Flestar eru myndirnar íslen/.kar landslaj'sm- yndir. I samtali vid blm. Mbl. sagði listamadurinn ad hann hefdi oft fariiV í hringfenVir meiV slrandferiVaskipun- um lleklu og Ksju og væru margar |tessara mynda málaiVar á stjórnpalli þessara skipa. Rudolf Weissauer er fæddur í Miinchen árið 1924 og nam mynd- list við Miinchner Akademie der Kiinste 1945—1949. Hann hefur farið í kynnisferðir til fjölmargra landa og kvnnt sér ýmsar greinar mvndlistar. Hingað til lands kom Weissauer upphaflega á vegum þýzka sendiráðsins til að kynna sér þýzka myndlist — en þar sem hann kann afar vel við land og þjóð hefur hann ílenzt hér. Að sögn Guðmundar Árnasonar, eig- anda sýningarsalarins að Berg- staðastræti 15, er Rudolf Weissau- er töluvert þekktur málari erlendis og eru sum verka hans á þekktum myndlistarsöfnum erlendis. Sýning Rudolf Weissauers er opin frá 2—6 daglega, hún opnar í dag sem áður segir en ekki er enn ákveðið hvenær henni lýkur. Alriói í harnaleikrilinu „Sagan um litla krítarhringínn". Fins og sjá má eru þeir áhorfendur sem fremst sitja raunverulega hluti svidsmyndar, en á milli þcirra eru „vegir" sem leikararnir nota medan á sýningu stendur. „Sagan um litla krít- arhringinn“ hjá LR „SAGAN l'M litla krítarhringinn" nefnist bamaleikril sem Leikfélag Keykjavíkur mun hefja farandsýningar á í grunnskólum borgarinnar í dag og vorður fyrsta sýningin í Langholtsskóla kl. lfi.15. LeikritirV er eftir Alfonso Sastre og fjallar um tvær litlar slúlkur sem deila um eignarrétt á brúðu. Magga litla eignasl hálfónýta hrúðu, sem Rósa litla hefur fleygt. Með aðstoð nokkurra handverksinanna og eigin natni tekst Möggu að gera úr henni fína brúðu, en þá vill fyrrverandi eig- andi, Kósa lilla, endilega fá hana aftur. Til þess að skera úr um það hvor eigi rétt á brúðunni er bcilt gamla prófinu með krítarhringinn, ekki ósvipaðri að- ferð og Salómón konungur heitti á sín- um tíma þegar tvær konur deildu um barn. Þýðandi „Sögunnar um litla krít- arhringinn“ er Þórarinn Eldjárn, en leikstjóri Þórunn Sigurðardóttir. Leikendur eru Aðalsteinn Bergdal, Hanna María Karlsdóttir, Jóhann Sigurðarson og Soffía Jakobsdóttir. Leikmynd og búningar eru eftir Magnús Fálsson. Er leikm.vndin þannig gerð að auðvelt er að setja leikritið upp við margskonar aðstæð- ur. Eins og sést á meðfvlgjandi mynd eru áhorfendur hluti leikmyndar, þeim sem sitja fremst er skipað þannig niður að vegir myndast fram í salinn og hlaupa leikararnir þar fram og aftur í sýningunni. Þetta er annað barnaleikritið sem Leikfélag Reykjavíkur hefur far- andsýningar á í grunnskólum borg- arinnar, en í f.vrra voru sýningar á leikritinu um Hlyn ^og svaninn á Heljarfljóti með þessum hætti. Á blaðamannafundi sem Leikfélagið efndi til kom fram að aðsókn barna að-sýningum hefði verið mjög mikil. Borgin st.vrkti þessar leiksýningar þannig að hægt var að selja miða tiltölulega ódýrt. Mun það nú í at- hugun hjá borgaryfirvöldum hvort styrkveiting fæst til sýninga á „Sög- unni um litla krítarhringinn" en verð hvers miða verður 15 kr. © LA sýnir „Jómfrú Ragnheiði“ LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýnir á morgun „Jómfrú Ragnheiði" eftir Guðmund Kamban í leikstjórn liríetar Héðinsdóttur, sem jafnframt er höf- undur leikgeróarinnar. Tónlistin er samin af Jóni Þórarinssyni, leikmynd l>enV af Sigurjóni Jóhannssyni og lýs- ing hönnuð af David Walter. Alls koma fram um 20 leikarar í sýningunni. Ragnheiður er leikin af Guðbjórgu Thoroddsen, Marinó Þorsteinsson fer með hlutverk Brynjólfs biskups og Helgu í Bra-ðratungu leikur Sunna Borg. Sýning leikfélagsins hefst kl. 20..‘!0. INNLENT aBfliWwHMKlliHnjuiiDiMw, Mvnd Mbl. Júlíus Bifrciðin, sem drukkinn maður stal í gær, er talin ónýt, en ökuferðin endaði milli Ijósastaurs og rafmagnskassa. Stal bfl og eyðilagði BIFKKII), sem í gangi var við verk- stæðisdyr fyrirta'kisins Egils Vil- hjálmssonar við Grettisgötu, var stolið um miðjan dag í gær og skildi þjófurinn skömmu síðar við hana svo að hún er talin ónýt. Verið var að gera við ameríska bifreið, þegar drukkinn utanbæj- armann bar þar að. Skipti engum togum en maðurinn vatt sér upp í bifreiðina og ók vestur Grettis- götu, yfir Snorrabraut og áfram vestur Grettisgötu, en þar er ein- stefna til austurs. Þar mætti þjófurinn bifreið og komst ekki lengra. Skipti engum togum en hann bakkaði niður Grettisgötuna og út á Snorrabraut og hélt á mikilli ferð suður á bóg- inn. Virðist sem hann hafi ætlað að aka upp Njálsgötuna en náði ekki beygjunni og hafnaði á hús- vegg verzlunarinnar Örnólfs. Ekki lét þjófurinn þar staðar numið heldur ók áfram suður Snorrabraut og beygði síðan vest- ur Bergþórugötu á mikilli ferð. Skammt frá gatnamótum Berg- þórugötu og Barónsstígs missti þjófurinn stjórn á bifreiðinni, svo hún hafnaði upp á gangstíg og lenti á fyrirstöðu, svo hægra framhjól kengbognaði. Þaðan kastaðist bifreiðin áfram og hafn- aði á milli ljósastaurs og raf- magnskassa og stöðvaðist þar. Báðar hliðar hennar eru gjörónýt- ar, auk þess að hægra framhjólið fór nánast undan, auk annarra skemmda. Er bifreiðin talin ónýt. En ekki er öll sagan sögð. Þjóf- urinn tók á rás eftir Barónstíg og austur Njálsgötu. Skreið hann inn í kjallara húss og hugðist fela sig. Starfsmenn Egils Vilhjálmssonar höfðu veitt bifreiðinni eftirför og eltu þeir manninn og gátu vísað á hann. Þjófurinn var svo handtek- inn þar sem hann faldi sig á bak við þvottavél, augafullur, og sýndi mótþróa þegar hann var handtek- inn. Maðurinn olli stórtjóni en víst er, að mikil mildi var, að enginn skuli hafa stórslasast í þessu upp- átæki hans. Nemendur í MH í verkfalli: Mótmæla vinnubrögðum menntamálaráðuneytisins NKMKNDFR í Mcnnta.skólanum við llamrahlíð hala nú farið í verkfall til að mótnuela rcglum þeim sem menntamálaráðuneytið sendi áfangaskólum að fara eftir og eru um starfshætti áfangaskóla og samræmingu þeirra. Kinnig mótmæla nemendur því, að ekkert samráð var við þá haft eða yfirvöld skólans við gerð þessara reglna. Það var á skólafundi nemenda sem samþykkt var með lófataki að fara í verkfall fram að helgi, en jafnframt verkfallinu er í ráði hjá nemendum að meina kennurum skólans inn- göngu i kennslustofur í dag. Hafa nemendur einnig í bígerð að fara í mótmælagöngu á morgun til menntamálaráðuneytisins og leggja áherslu á kröfur sínar. Helstu kröfur nemendanna eru að haft verði sam- ráð við þá og yfirvöld skólans um samningu reglnanna ásamt ýmsum bre.vtingum á reglunum sjálfum. Þess má geta, að Ingvar Gíslason menntamálaráðherra og ráðuneytis- stjóri, Birgir Thorlacius, eru báðir staddir í Búlgaríu í opinberri heim- sókn. Á blaðamannafundi, sem nemend- ur MH héldu í gærdag, kom fram, að nemendurnir höfðu áætlað verkfall fyrir viku, en þá var hætt við og ákveðið að bíða eftir svari frá l'tifundur nemenda vid Fjölbrautaskólann í Breidholti. menntamálaráðherra við ályktun kennara MH um reglurnár. Svar hafði hins vegar ekki borist og því var ákveðið að fara í verkfall nú, jafnvel þó æðstu menn menntamála- ráðuneytisins væru staddir erlendis, því brátt líður að prófum og sögðust nemendur hafa skyldum að gegna varðandi námið og treystu sér ekki til að fara út í aðgerðir rétt fyrir próf. Auk þess að vera óánægðir með að menntamálaráðuneytið skuli ekki hafa haft samráð við nemendur og kennara við gerð reglnanna, þá eru báðir þessir aðilar óánægðir með að ráðuneytið skuli vera að vasast í „innanhússmálum“ skólans. Telja nemendurnir það ekki vera ráðu- neytisins að ráða almennum skóla- málum og samræma þau í eina heild. Sögðust nemendurnir á blaðamannafundinum hafa lengi verið að berjast fyrir því að rýmka mætingakerfið og að baráttan gengi varla betur þegar þeir þyrftu að leita til ráðuneytisins með sín mál. Auk þessa eru það nokkur atriði í reglunum sem bæði nemendur og kennarar eru ósáttir við og ber fyrst að nefna 80% mætingarskyldu í hverju fagi fyrir sig í stað 80% mæt- ingarskyldu yfir eina önn. Þá er í reglunum kveðið á um, að falli nem- andi í sama fagi þrisvar sinnum í röð, skal hann rekinmúr skóla. Áður var ekkert til í reglum um þetta. Er í reglum þessum einnig breytt ein- kunnakerfinu úr bókstöfum í tölu- stafi. „Ég er nú að vona, að þetta muni jafna sig á stuttum tíma og að þetta verði afstaðið eftir helgina," sagði Örnólfur Thorlacius, rektor Mennta- • skólans við Hamrahlíð, er Mbl. spurði hann um viðbrögð yfirvalda skólans við verkfallinu. Sagði Örn- ólfur, að reglurnar væru í flestum tilvikum líkar þeim sem þeir hafa verið með undanfarin ár, og sagði hann, að þær myndu sennilega hre.vta sáralitlu um skólann. Sagði Örnólfur, að hann væri helst óánægður með breytingarnar á ein- kunnakerfinu og hefði hann mót- mælt þeim. Nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti héldu útifund í gærdag um reglurnar frá menntamálaráðu- neytinu, og var samþykkt eftirfar- andi ályktun og send ráðuneytinu: F'undurinn ályktar, að reglur þær, sem menntamálaráðuneytið hefur sent frá sér um starfshætti fram- haldsskóla sem starfa samkvæmt áfangakerfi, hafi verið unnar á ólýð- ræðisiegan hátt. Fundurinn telur, að eðlilegt hefði verið að nemendur og kennarar hefðu haft umsagnarrétt um reglurnar. Fundurinn krefst þess, að reglurnar verði teknar til gagngerar endurskoðunar á grund- veili þeirra athugasemda sem komið hafa fram um reglurnar. Var álykt- unin samþykkt með lófataki. Nemendur í Flensborgarskóla í Hafnarfirði héldu í fyrradag fund um reglur menntamálaráðuneytisins og var þar samþykkt tillaga, þar sem fundurinn lýsir yfir óánægju sinni með það hvernig staðið hefur verið að gerð reglugerðarinnar. Sameigin- legt prófkjör VEGNA fréttar í Mbl. í fyrradag um sameiginlegt prófkjör allra flokka á Akranesi vegna komandi bæjarstjórnarkosninga og það sagt hið fyrsta hér á landi er rétt að taka fram, að slíkt sameiginlegt prófkjör var haldið í Kópavogi árið 1970.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.