Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 Nokkur orð um næstu stórvirkjun Eftir Berg Siffurbjörnsson Vegna þess, að ýmsir hafa farið offari að undanförnu bæði í ræðu on riti um næstu stórvirkjun, tel éjí ekki of ý lagt, þó að fáein orð séu lö(jð þar í belg af Austurlandi. Ekki hvað síst tel ég þetta þó við hæfi, ef það er haft í huga, að Austfirðingar hafa ekki einu sinni gripið til pennans, þó að beinlínis væri ráðist gegn lífshagsmunum þeirra í áðurnefndum skrifum, eða eins og einhver frammari orðaði það nýlega, að ritstjóri Dags á Ak- ureyri „væri að ganga af síðasta Framsóknarmanninum á Austur- landi dauðum" með heldur lítið grunduðum skrifum sínum um frumkvæði Austfirðinga í orku- og iðnaðarmálum. Samvinna Norðlendinga og Austfirdinga í orkumálum Skömmu eftir að núverandi rík- isstjórn tók við völdum lagði ég þá hugmynd fyrir þingmenn Austur- landskjördæmis, Pálma Jónsson og nokkra fleiri, að reynt yrði að koma á samstöðu milli Norðlend- inga og Austfirðinga um virkjanir í Blöndu og Fljótsdal. Astæðurnar fyrir því að ég varpaði þessari hugmynd fram voru m.a. þessar: 1. Að það þjónaði engum tilgangi og yrði engum til gagns, að landsbyggðarmenn reyndu að troða skóinn hver niður af öðr- um í þeim málum, sem stærstu drættina munu móta í framtíð- arþróun mannlífs í landi okkar, orku- og iðnaðarmálum, heldur aðeins auka á jafnvægisleysið i byggð landsins, og stuðla að nýrri holskeflu fólksflótta til suðvesturhornsins með tilsvar- andi samdrætti og vonleysi, einkum á Norður- og Austur- landi. 2. Að það væri hófleg reisn yfir því að taka samtímis ákvörðun um allt að 220 mw áfanga Fljótsdalsvirkjunar og Blöndu- virkjun, jafnframt nauðsynleg- um áföngum í orkufrekum iðn- aði, bæði á Austurlandi og Norðurlandi. 3. Að það gæti eytt þeim deilum, sem staðið hafa vegna fyrir- hugaðrar landeyðingarstefnu „sérfræðinga" á Blöndusvæð- inu, ef fyrst yrði komið upp nægilegri miðlun fyrir lands- kerfið við Eyjabakka, ofan Fljótsdals, þar sem Blöndu- virkjun kæmi þá í kjölfarið með lítilli miðlun og nær engri land- eyðingu, en allt að sömu afkastagetu, og væri ennþá virkjunarkostur í fremstu röð. 4. Að ef áköfustu Víga-Barðar á Norðurlandi vildu svo vel gjöra að líta örskotsstund út fyrir hlaðvarpann sinn, þá er það ljóst, að á Norðurlandi eru að- eins tveir virkjunarkostir fall- vatna umtalsverðir, Blanda og Dettifoss (á jarðskjálftasvæði og með tiltölulega lítilli miðl- un). Þessir möguleikar duga Norðlendingum skammt, sé horft til langrar framtíðar, og verða þeir því fyrr en síðar að fá hlutdeild í hinum gífurlegu virkjunarmöguleikum á Aust- urlandi, ef t.d. Akureyri á ekki að dragast aftur úr í almennri framþróun á landsvísu. Þetta ætti þegar í upphafi að geta tryggt góða smvinnu milli þessara landshluta, sé rétt og skynsamlega að máium staðið (gorgeir og asnaspörk Ingólfs Arnasonar og ritstjóra Dags eru ekki vinnubrögð, sem við eiga þegar stórmálum þarf að ráða farsællega til lykta). 5. I sáttmála núverandi ríkis- stjórnar er ákvæði um, að næst skuli virkjað utan sprungu-og jarðskjálftasvæðisins. Er það ekki aðeins skynsamlegt ákvæði með tilliti til almennrar byggðaþróunar í landinu og jöfnunar á aðstöðu manna til „Hvort fyrr verður virkjað innan þessara tímamarka í Fljótsdal eða við Blöndu á svo að ákvarðast af því, hvernig haganlegast verði staðið að heildarverkefninu með hliðsjón af hámarksár angri og lágmarkstilkostn- aði og fórnum.“ betra mannlífs, heldur er þetta sjálfsögð og lífsnauðsynleg ör- yggisráðstöfun fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu, Suður- og Suðvesturlandi, þeg- ar næsta alvarlega umbrota- hryna dynur þar yfir, sem engir alvarlega þenkjandi menn geta lokað augum fyrir. Ágæti Blönduvirkjunar Nú skal ég ekki draga í efa hag- kvæmni né ágæti Blönduvirkjun- ar, þó að löng og bitur reynsla hafi kennt mér þau sannindi, að orðum og yfirlýsingum „sérfræðinga" sé varlega treystandi, sérstaklega þegar Orkustofnun á í hlut, en á þeim bæ hafa menn sem kunnugt er ekki vílað fyrir sér að láta frá sér fara andstæðar yfirlýsingar með hálfsmánaðar millibili eða svo. En allt um það skal ég vera fyrsti maður til að trúa því að Blönduvirkjun sé, með og án miðl- unar, hagstæðasti virkjunarkost- ur, sem um er að ræða. Auk þess er Blönduvirkjun best staðsett allra virkjana landsins með hlið- sjón af eðlilegasta markaði. En því tek ég þetta fram, að Norður- land vestra og Vestfirðir eiga ekki annan umtalsverðan kost stór- virkjunar en Blöndu, og er hún þó ekki stærri virkjun en svo, að mér er nær að halda, að með æskilegri framþróun nýti þessi markaður alla orkuvinnslu hennar á næstu 10 árum. Og að slepptri speki „nú eða aldrei“manna, er í sjálfu sér ekk- ert lögmál til, sem segir að við skulum ævinlega virkja ódýrasta virkjunarkost á orkueiningu fyrst. Þar getur ýmislegt annáð alveg eins eða fremur komið til álita. Má þar t.d. nefna: Er nauðsynlegt af öryggisástæðum að virkja utan jarðskjálftasvæða, fylgir virkjun- inni nægileg miðlun fyrir lands- kerfið eða ekki, er unnt að komast hjá óþarfri eyðingu gróðurlendis með því að breyta virkjanaröð lít- ið eitt? Ódýrasti virkjunarkosturinn á orkueiningu spillist sem sé ekkert við það þó frestað sé í 3—4 ár og næst besti kostur færður fram. Þvert á móti, hann batnar með til- liti til hagkvæmni, þar sem hann yrði þá borinn saman við það sem áður var þriðji besti kostur. Það er eiginlega nauðsynlegt að menn hafi hugarró til að gefa gaum að svona einföldum sannindum, þeg- ar stórir hlutir eru í húfi. Vatnsmiðlun í landskerfinu Með frv. til laga um raforkuver, sem ríkisstjórnin lagði fyrir síð- Hugleiðingar um sérframboð kvenna eftir Margréti S. Einarsdóttur Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið í gangi talsverð um- ræða um sérframboð kvenna til næstu sveitarstjórnakosninga og jafnframt hugsanlega kvennalista innan stjórnmálaflokkanna. Vissulega hafa menn veit fyrir sér ástæðunni fyrir slíku sérframboði kvenna og afleiðingum þess. Þó það sé alfarið skoðun mín að slík sérframboð séu óæskileg og spor aftur á bak í baráttu okkar fyrir jafnrétti tel ég að ekki megi van- meta þá hótun sem í slíkum að- gerðum felst og hugsanlega afleið- ingu slíkra framboða varðandi stöðu stjórnmálaflokkanna al- mennt. Hér eiga stjórnmálaflokk- arnir, og þar er enginn einn und- anskilinn, vissa sök á og ég tel það skyldu forráðamanna flokkanna að staldra við og íhuga gaumgæfi- lega þá stöðu sem hér er komin upp. Sér kvennalisti, „þverpólitísk- ur“, er að mínu mati óhugsandi í framkvæmd. Stjórnmál eru byggð á ákveðinni hugmyndafræði og þó reynsla kvenna sé vissulega með dálítið öðrum hætti en karla fæ ég ekki séð hvernig hugmyndafræði- legar skoðanir okkar ættu að geta fallið saman eingöngu vegna þess að við erum konur. Hugmynda- fræðilegar skoðanir okkar eru byggðar á allt öðrum grunni og annarri reynslu en þeirri sem við eigum sameiginlega sem konur. Við hljótum að gefa okkur að þær konur sem hugsanlega veldust á sér kvennalista, „þverpólitískan", hafi þegar myndað sér sínar stjórnmálaskoðanir og á þeirri staðrevnd einni er slíkur listi óraunsær og út í hött, blekking sem ber að varast. Sér listi kvenna innan stjórn- málaflokkanna er svo annar þátt- ur í þessum umræðum sem vert er að staldra við. Það er skoðun mín að slíkur listi sé örþrifaráð, enn einn þáttur í að brjóta á bak flokkakerfið, en hugmyndin að slíku framboði á sér sínar skýr- ingar. I áratugi hafa konur sett fram kröfur um meiri jöfnuð milli karla og kvenna við myndun fram- boðslista flokkanna til sveit- astjórna og Alþingis. Það er hins vegar staðreynd að slíkur jöfnuð- ur hefur ekki náðst, og í sumum tilvikum hefur okkur borið aftur á bak í stað fram á við. Hér liggur sökin ekki síður hjá okkur konum sjálfum en körlum, einhversstaðar höfum við ekki haldið vöku okkar sem skyldi og því runnið út af sporinu. Þó það sé vissulega skoðun þeirra sem hvað mest hafa fjallað um þessi mál að það sé ekki ein- vörðungu réttur kvenna að taka þátt í því að móta það þjóðfélag sem við lifum í heldur einnig sjálfsögð skylda þeirra, þá verðum við að viðurkenna að við stöndum enn frammi fyrir ákveðnum for- dómum í þessum málum sem erf- itt er að brjóta niður. I umræðum manna á meðal um orsök þess að konur hafa ekki náð iengra en raun ber vitni í sókn sinni til framboðs á vegum stjórnmála- flokkanna hafa komið fram marg- ar og mismunandi skoðanir. Það hefur meðal annars verið talað um hlédrægni af hálfu kvenna, van- mat kvenna á kynsystrum sínum, afl)rýði í garð annarra kvenna og það að konur séu minna pólitískar en karlar og veigri sér við því að taka á sig þá ábyrgð og gagnrýni sem fylgi opinberum störfum. Og síðast en ekki síst nú á seinni ár- um eftir að prófkjörin komu til sögunnar hafa heyrst þær raddir sem telja að konur óttist þann „Hugsunarháttur inn að kjósa eina konu tii þess eins að hafa eina konu á að vera jafn fráleitur og það að kjósa einn karl til þess að hafa karl með. Við verðum að yfirvinna gamla fordóma og líta á okkur sjálfar sem jafningja karla. Það er kominn tími til að við brjótum þann ramma sem við höfum verið settar í, eða sjálfar myndað um okkur.“ darraðardans sem fylgir prófkjör- um. Ekkert af þessu eitt út af fyrir sig er orsök vandans, en á sér þó einhverja stoð í veruleikanum, all- avega í hugum sumra, og er því hluti vandans. Fordómar sem þarf að brjóta niður. Sú skoðun að kon- ur séu almennt hlédrægari en karlar, á sér enga stoð í veruleik- anum. Þær eru ekki í eðli sínu hlé- drægnari og hafa að mínu mati aldri verið. Konur eru heldur ekki minna pólitískar en karlar, enda er pólitík ekkert annað en hið daglega líf samfélagsins, and- rúmsloftið sem við drögum að okkur, og konur sem eru helming- ur þjóðarinnar hljóta ekki síður en karlar að taka beint eða óbeint þátt í að móta samfélagið. Það er reynsla mín að þegar konur ræða um mál er varða uppbyggingu og mótun þess samfélags sem við lif- um í þá hafa þær almennt mjög fastmótaðar og ákveðnar pólitísk- ar skoðanir, engu síður en karlar. Sú fullyrðing að konur vanmeti kynsystur sínar og séu haldnar af- brýði í garð annarra kvenna hefur valdið mér talsverðum heilabrot- um gegnum árin og ég verð að játa að ég á ekkert eitt ákveðið svar við slíkri fullyrðingu. Mér er ekki al- veg grunlaust um að enn þann dag í dag séu nokkur brögð að því að þær konur séu litnar hornauga, sem sjálfar af eigin rammleik og dugnaði kjósa að koma sér upp þjóðfélagsstigann en nota sér ekki stöðu eiginmannsins sem aðgöngumiða þangað upp. Ég tel hins vegar að þessa gæti ekki síð- ur hjá körlum en konum og hef grun um að margir karlmenn vilji ríghalda í „konuna bak við mann- inn“ en ekki stuðla að því að ýta henni fram fyrir sig. En hvað varðar afbrýði í garð annarra þá gætir hennar engu síður meðal karla en kvenna. Afbrýði og öfund hafa verið fylgifiskar mannkyns- ins frá upphafi vega og verða sjálfsagt seint úr sögunni.' Spurningin um það hvort konur séu ragar við að axla þá ábyrgð sem fylgir opinberum störfum og hvort þær séu viðkvæmari en karlar fyrir gagnrýni og umtali, er eitt af því sem oft heyrist í þessum umræðum. Ég er viss um að konur eru í raun ekki hræddar við að taka á sig aukna ábyrgð. Hins veg- ar tel ég að áralangt misrétti kynjanna hafi orsakað það að kon- um finnst þær þurfa að vera gæddar óvenjulega miklum hæfi- leikum og helst að vera óaðfinn- anlegar ef þær eigi að ganga fram fyrir karla í ábyrgðarstöðum. Þetta er auðvitaö hugsunarháttur sem þarf að uppræta og ég hef trú á að hverfi með næstu kynslóðum. Varðandi gagnrýni og umtal má vel vera að konur eigi erfiðara með að hrista slíkt af sér en karl- ar. Mér er ekki alveg grunlaust um að einmitt hugsunin um gagnrýni og umtal eigi sinn þátt í tregðu kvenna til þess að gefa kost á sér til framboðs í pófkjöri. Sérhver einstaklingur sem gefur kost á sér til ábyrgðarstarfa verður að vera við því búinn að taka á sig gagn- rýni og þola umtal. Ég sé enga frambærilega ástæðu til þess að ætla að konur geti ekki gengið í gegnum slíkan skóla alveg eins og karlar. Prófkjörin eru okkar vettvangur. Þar eigum við að berj- ast fyrir okkar framgangi sem frjálsir einstaklingar í frjálsu samfélagi. Meðan við enn lítum á okkur konur sem eitthvert sérfyrirbrigði í stað þess að líta á okkur sem einstaklinga þá er ekki von á því að við náum langt. Við eigum að sitja á sama bekk og karlar og berjast fyrir okkar framgangi á sama hátt. Einstaklingur sem stendur og fellur með sínum eigin skoðunum og framferði. Hugsunarhátturinn að kjósa eina konu til þess eins að hafa eina konu á að vera jafn fráleitur og það að kjósa einn karl til þess að hafa karl með. Við verðum að yfirvinna gamla fordóma og líta á okkur sjálfar sem jafningja karla. Það er kominn tími til að við brjótum þann ramma sem við höf- um verið settar í, eða sjálfar myndað um okkur. Jafnt karlar sem konur verða að temja sér annan hugsunarháttt en hingað til hefur viðgengist. Ef alltaf er staðið í sömu sporum verður aldrei nein framþróun. Það er mikilvægt að konur geri meira en að nýta sér kosningaréftinn, við verðum einnig að nýta okkur til fulls þann rétt sem við höfum til kjörgengis og mæta til leiks á jafnréttisgrundvelli. Margrét S. Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.