Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 5 Rannsóknin á Tass-fréttinni: Agarkov ókominn úr sumarleyfi er hófst 9. ágúst sl. SOVESKA sendiráðið hefur ekki enn lokið rannsókn þeirri, sem það hóf um miðjan ágúst síðastliðinn, á þeirri full- yrðingu Hauks Más llaraldssonar, formanns „íslensku friðarnefndarinn- ar“, og hlaðafulltrúa Alþyöusamhands Islands, að fyrir tilstuðlan Alexander Agarkovs, yfirmanns Novosti á íslandi, hafi verið farið með rangt mál í l’rövdu og Isvestíu 12. og 13. ágúst síðastlið- inn. Morgunblaðið hefur oftar en einu sinni snúið sér til Viktor Trofimovs, hlaðafulltrúa sovéska sendiráðsins í Reykjavík, og spurt hann frétta af þeirri rannsókn, sem hann á sínum tíma sagði, að sendiráðið myndi framkvæma á fullyrðingum Hauks Más Haraldssonar. Síðast skýrði Morgunblaðið lesendum sínum frá gangi málsins 4. september síðastlið- inn, en þá sagði Trofimov, að liklega fengjust engar frekari fréttir af málinu, fyrr en eftir 20. september, en um þær mundir væri von á Alex- ander Agarkov úr sumarfríi sínu frá Moskvu. Þegar blaðið sneri sér til Trofimovs í gær, sagði hann, að Ag- arkov væri enn í fríi. En áður hefur komið fram, að héðan fór Agarkov í sumarleyfi 9. ágúst. Þess má geta, að Haukur Már Haraldsson er starfsmaður við blað- ið Fréttir frá Sovétríkjunum, sem María Þorsteinsdóttir gefur út hér á landi í samvinnu við Novosti á Is- landi. Segir í Fréttum frá Sovétríkj- unum, að María Þorsteinsdóttir sé ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins í samvinnu við Alexander Agarkov. Haukur Már Haraldsson sér um út- lit blaðsins Fréttir frá Sovétríkjun- um. Aðalfundur RKI á Akureyri DAGANA 23. til 25. þ.m. verður aðal- fundur Kauða kross Islands haldinn á Akureyri og verður hann fertugasti að- alfundur KKÍ. Að undanlornu hafa að- alfundir KKI verið haldnir annaö hvert ár, en formannafundir hafa verið haldnir milli aðalfunda. Helstu viðfangsefni Akureyrar- fundarins, auk venjulegra aðalfund- arstarfa, verða: Staða RKI, fræðsla, útbreiðsla. Um þetta flytja fram- söguerindi þau Friðrik Guðni Þór- leifsson kennari og Hólmfríður Gísladóttir deildarstjóri. Aðalfundurinn, haldinn að Möðruvöllum, húsakynnum M.A., verður settur kl. 18.00 á föstudag af stjórnarformanni RKÍ, Ólafi Mixa lækni. Þá mun forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Sigurjón Jóhannesson, flytja ávarp. Að því loknu hefjast aðalfundarstörf. Fundir verða allan laugardaginn fram til kl. 19.00. Daginn eftir verð- ur fundinum fram haldið til hádeg- is. Einar Markússon á fyrstu Háskólatónleikum vetrarins Á MORGUN, röstudaginn 23. októ- her, verða fyrstu Há-skólatónleikar vetrarins í Norrama húsinu. Tónleik- arnir hefjast kl. 12.30. Þar leikur Ein ar Markússon píanóleikari verk eftir Samuel Ball, Joseph lloffmann, l,eo- pold Godowsky, Fréderie ('hopin og Hallgrím llelgason. Því er það nýmæli tekið upp að halda Háskólatónleika í hádeginu á föstudögum að tónleikarnir hafa yfirleitt verið lítið sóttir af kennur- um og nemendum í háskólanum. Með þessari tíma- og staðsetningu er reynt aö gera nemendum og kennurum skólans sem þægilegast að sækja Háskólatónleikana, en öllum er heimill aðgangur. Ætlun- in er að tónleikarnir standi ekki lengur en í hálfa klukkustund að jafnaði. Einar Markússon, sem fram kemur á fyrstu tónleikunum, er fa-ddur 1922. Hann nam píanóleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík og síðan í Los Angeles 1943—46. Um ríflega tveggja áratuga skeið var Einar starfandi tónlistarmaður erlendis, einkum i Ameríku, þ. á m. lengi í Hollywood. Undanfarin ár hefur hann kennt við Tónlistar- skóla Árnessýslu. fKEINIWOOD Túrbó Hi-Fi Ný háþróuð tækninýjung NEWHISPEED SIGMA DRIVE magnarakerfið er tækninýjung frá KENWOOD þar sem hátalaraleiðslumar em nú í fyrsta sinn hluti af magnaranum. Ný áður óþekkt aðferð til stjómunar á starfsemi hátalaranna og tryggja lágmarksbjögun í hljómtækjunum. Tækmfræðingar og starfsmenn KENWOOD hafa ávallt verið í fararbroddi með tækninýjungar í hljómtækjum, kynnt og þróað fram- farir í þeim efnum eins og: Dynamic Damping Factor, DC Direct- Coupling, High-Speed, Zero switching og Non Magnetic. Það nýjasta í þróun hljómtækja er SIGMA DRIVE, nákvæm samtenging magnara við hvem hátalara með fjómm leiðslum, tækni- nýjung sem gerir kleift að hafa eftirlit með og stjóma nákvæmlega tonblæ hátalaranna og heildarbjögun. BJÖGUNARTÖLUR ERU TÓMT BULL... Þegar aðrir magnaraframleiðendur gefa upp afburða bjögunar- tölur eins og 0.005%, er mikið sagt að þeir ljúgi allir fullum hálsi — og aðeins KENWOOD SIGMA DRIVE magnarinn geti sýnt og sannað bjögunartöluna 0.005%. Staðreyndin er nú sú, að ef mæld er bjögun við hátalaraúttak á magnara, geta fjölmargir þeirra mælst með bjögunartöluna 0.005% — eins og SIGMA DRIVE magnarinn mælist með. En slík bjögunarmæl- ing er alls ekki marktæk því nún er framkvæmd án viðtengdra hátalara við magnarann. Ef magnarinn er hins vegar mældur í gegnum hátalara- leiðslur að hátölurum, mælist bjögunin í KENWOOD SIGMA DRIVE sannarlega 0.005% — þegar magnarar frá öðrum framleið- endum sýna aðeins bjögunartöluna 0.1%. Óneitanlega er það allt önnur tala eða um það bil 20 sinnum lakari, og það heyrist. Kenwood KA — 800 2 x 50 RMS WATTS/0.009% THD: 4.150 kr. Kenwood KA - 900 2 X 80 RMS WATTS/0.005% THD: 5.600 kr. KenwoodKA-1000 2 x 100 RMS WATTS/0.005% THD: 8.300 kr. Eins og TÚRBÓ kostaði SIGMA DRIVE miklar rannsóknir, og eins og TÚRBÓ gefur SIGMA DRIVE mestan kraft og beztan árangur. FALKINN SUDURLANDSBRAUT 8 SÍMI85884 I AUGL TEIKNISTOFA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.