Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 27 Sighvatur Björgvinsson: „Samningavegyísir fjármálaráðherra“ Framhald af um- rædu um stéttarfé- lög og vinnudeilur Umrædu um frumvarp Vilmundar (iylfasonar um stéttarfélög og vinnu- deilur var fram haldið í neðri deild Alþingis í gær — og snerist umræðan nð hluta til um innanflokksmál Al- þýðuflokksins og að hluta til um stöðu verkalýðshreyfingarinnar í dag, er nýir kjarasamningar eru framund- an. Lýdrædið í Alþýðuflokknum • Baldur Óskarsson (Abl) las langa kafla úr greinum Vilmundar Gylfasonar, flutningsmanns frum- varpsins, sem fjölluðu um innan- flokksmál Alþýðuflokksins. Sagði ræðumaður að þessar greinar lýstu ekki miklu lýðræði í pólitískum heimkynnum flutningsmanns. Sýni- lega væru starfshættir verkalýðs- hreyfingarinnar mun lýðræðislegri en þau vinnubrögð, sem VG ætti að venjast í Alþýðuflokknum. Hvernig væri nú, spurði Baldur, að í stað þess að flytja frumvarp til laga um innri mál og innra skipulag verka- lýðshreyfingarinnar, í óþökk henn- ar og andstöðu, að VG flytti frum- varp til laga um styrkingu lýðræð- isins í Alþýðuflokknum, sem er í slappara lagi, að sögn hans? Baldur veittist síðan að hálauna- hópum, einkum læknum, sem hefðu „vanhelgað verkfallsrétt láglauna- fólks". Hann sagði ASÍ hafa styrkt stöðu sína, m.a. með tilkomu hag- Ný þingmál: Úttekt • Alexander Stcfánsson og fimm aðrir þingmenn Framsóknarflokks hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályklunar um framkvæmd og skipulag sjúkraflutninga. Tillagan felur í sér nefndarskipun til aðgera tillögur um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu hér að lútandi. • Benedikt Gröndal og þrír aðrir þingmenn Alþýðuflokks flytja frumvarp til laga um samstarfs- nefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar. Tilgangur nefndarinnar er að vinna að auknum skilningi í lög- gjafarstarfi á vandamálum og verkefnum kirkjunnar, svo og efl- ingu kristni og auknum trúar- og menningarmálum. Hákon Hákonarson deildar og MFSA, og væri nú betur í stakk búið en áður til að hefja baráttu fyrir atvinnu- og efnahags- lýðræði, en fullkomið lýðræði vinnst ekki „fyrr en fólkið sjálft á og stýrir atvinnutækjunum“. Vissulega má styrkja lýðræðið í ASÍ, sagði BÓ, en það á ekki að gerast með íhlutun löggjafans um innri skipulagsmál þess. Vísum frumvarpinu frá eða fellum • Hákon Hákonarson (F) ræddi fyrst um skipulag verkalýðshreyf- ingarinnar, hin almennu félög, svæðasambönd, sérgreinasambönd og ASÍ. Hann sagði að gera þyrfti samtökin meir aðlaðandi fyrir hinn almenna launþega, en vísaði á bug ómaklegri gagnrýni á forystumenn samtakanna og starfsmenn þeirra. • Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp til staðfestingar bráða- birgðalögum frá 28. ágúst um ráðstafanir vegna gengisfellingar þá. Þá hafa einstakir þingmenn lagt fram allnokkrar fyrirspurnir til viðkomandi ráðherra, m.a. um tölvustýrt sneiðmyndatæki er rík- isstjórnin gaf Landspítala á 50 ára Baldur Óskarsson Ég óttast, sagði hann, ef frum- varp þetta verður samþykkt í óbreyttri mynd, þá fylgi glundroði í kjölfarið. Það myndi allavega ekki auðvelda starfið í þágu æskilegrar kjaraþróunar. Það er hinsvegar af því góða að ræða þessi mál fyrir opnum tjöldum. Ég legg til að frumvarpinu verði vísað frá, eða það fellt, sagði ræðumaður að lok- um. Samningavegvísir fjármálaráðherra • Sighvatur Björgvinsson (A) sagði tvo aðila þurfa til að gera kjarasamning. Og hver samdi við læknana, sem BÓ talaði um? Það var hæstvirtur fjármálaráðherra, fyrrverandi formaður Alþýðu- bandalagsins. Og hvað taldi þessi stefnuviti Alþýðubandalagsins rétt afmæli stofnunarinnar, um eftir- litsskyldu Tryggingarstofnunar með gjaldtöku tannlækna, um framkvæmd laga um heilbrigðis- þjónustu, um útboð verka á vegum Vegagerðar, Pósts og síma, Vita- og hafnarmálastofnunarinnar og Flugmálastjórnar og um „gróða bankakerfisins og ráðstöfun þess í þágu atvinnuvega landsmanna". Sighvatur Björgv insson að kaup lækna hækkaði mikið? Ætli það hafi ekki verið hátt í 30% meðaltalshækkun. Það hefur hins- vegar aldrei fengist upplýst. Það er hinsvegar ekki verið að semja bak .við byrgða glugga og lokaðar dyr þegar láglaunahóparnir eiga í hlut. Þeir tala mikið um samflot sum- ir verkalýðsforingjarnir. Elzta og virtasta stéttarfélag landsins, Hið íslenzka prentarafélag (bókagerð- armenn) verður ekki í þessu sam- floti. Segir það ekki sitt. Rafiðnað- arsambandið ekki heldur. Full- trúar Sambands byggingarmanna sögðu í 72ja manna-nefndinni, að þeir hygðust sjálfir hafa alla aðra samningsþætti en kaupgjaldsvísi- tölu í eigin höndum. Ekki er það samflot. Svipuðu máli gegnir um Samband málm- og skipasmiða. Þessi fagsambönd verða ekki í samfloti nema mjög takmarkað. Það er hinsvegar ófaglærða fólkið, láglaunafólkið, sem enn á að beita fyrir vagninn. Hálaunahóparnir hafa að vísu „sendiherra" til að fylgjast með, svo þeir missi ekki af neinum mola. Er máski ætlunin að semja síðan fyrir þá á læknavísu og fjármálaráðherrans? Það er heldur ekki samstaða í VMSÍ. Fjöldi meðlima þess sér, veit og skilur, hvering ráðherrahollir forystumenn í þess röðum ætla að halda á málum — og í þágu hverra. Og það eru engir læknasamningar, sem þar á að gera. SBj. sagði for- ystu ASÍ nú þánn veg komna, að forsetinn hefði til skamms tíma verið meðlimur í BHM og varafor- setinn hefði drýgstan hluta tekna sinna af eigin atvinnurekstri! Þetta væri einsdæmi um verkalýðssam- band á Norðurlöndum. (Er hér var komið spurði forseti þingdeildar, hvort langt væri í lyktir á máli ræðumanns. Þegar svo upplýstist var henni frestað, enda fundartími úti. Fleiri þingmenn munu á mæl- endaskrá, en umræðu verður vænt- anlega ekki haldið áfram fyr.r en nk. þriðjudag.) Héraðsútvörp: „Einokun ríkisútvarps fangelsismála Benedikt Gröndal (A) mælti í gær í neðri deild fyrir frumvarpi sínu og Árna Gunnarssonar (A) um héraðsútvörp, sem verði séreignarstofnanir og útvarpi cingöngu á örbylgjum (F\l). Héraðsútvarpi stýrir héraðsútvarpsráð, skipað 7 mönnum. Það fer með stjórn stofnunarinnar, þar á meðal dagskrárstjórn. Stjórnir sveitarfélaga, sem samþykkja aðild og sendistöð nær til, kjósi 6 stjúrnarmcnn og hafa atkvæðamagn í hlutfalli við íbúafjölda. Útvarpsráð kýs einn stjórnarmann. Sveitarstjórnir geta falið samtökum einstaklinga rekstur héraðsútvarpsstöðvar. Menntamálaráðherra setur reglugerð um kosningu og störf héraðsútvarpsráða. Tekjur héraðsútvarps verða auglýsingatekjur og „\0% á söluskattsstofn myndbandstækja, myndbanda, segulbandstækja og segul- banda". Utvarpsráð og útvarpsstjóri skipta þessum tekjum milli héraðsút- varpsstiiðva. Menntamálaráðherra ákveður auglýsingataxta fyrir hvert héraðs- útvarp og setur reglugerð um starfsemi héraðsútvarps. • Helgi Seljan og tveir aðrir þingmenn Alþýðubandalags flytja tillögu til þingsályktunar um fangelsismál. Tillagan gerir ráð fyrir 7 manna stjórnskipaðri nefnd til að gera heildarúttekt á fangelsismálum, tillögur til úr- bóta og framtíðarskipan þessara mála. • Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp um brunavarnir og brunamál. Helztu breytingar sem frumvarpið felur í sér: 1) Nánar er kveðið á um hlutverk Brunamála- stofnunar varðandi kynningu og fræðslu, svo og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna, 2) Öll sveitarfé- lög verða skylduð til að halda uppi brunavörnum, 3) Brunamála- nefndir sveitarfélaga verða af- numdar sem ákvörðunaraðili um meðferð brota á lögum og reglu- gerð um brunavarnir, en vald slökkviliðsstjóra aukið og 4) Tekjustofnar Brunamálastofnun- ar verði styrktir með hækkun brunavarnargjalds og breyttum reglum um álagningu þess. • Benedikt Gröndal (A) sagði frumvarp þetta stefna að því að rjúfa einokun ríkisútvarpsins, sem gilt hafi frá 1930. Það sé tilraun til að koma til móts við óskir þeirra fjölmörgu sem óskað hafi eftir fjöl- breyttara útvarpi á íslandi. Síðan gerði B.Gr. grein fyrir efnisþáttum frumvarpsins. • Friðrik Sophusson (S) minnti á frumvarp Guðmundar H. Garðars- sonar fyrir nokkrum árum, hvar lagt var til að opna útvarpslögin og gefa félagasamtökum, sem upp- fylltu þar til sett-skilyrði, leyfi til rekstrar útvarpsstöðva, m.a. með staðbundið efni. Þetta frumvarp væri og spor í rétta átt, þó nokkur atriði þess, eins og álag á sölu- skattsstofn, orkuðu tvímælis. Fr.S. minnti á það stefnumið norska hægri flokksins, sem nú væri til valda kominn í Noregi, um frjáls- ara útvarp, en víðast um hinn vest- ræna heim ríkti mun meira frjáls- ræði í þessum efnum en hér. Hann fagnaði því að þingmenn Alþýðu- flokks hefðu nú bætzt í hóp hinna frjálslyndu með þessum frum- varpsflutningi. Benedikt Gröndal • Vilmundur Gylfason (A) sagði sérhvert spor til að afnema einok- un ríkisútvarpsins spor í rétta átt. RUV yrði eftir sem áður sterkasti Jöfnun kostnaðar af sjúkra- flutningum Kjartan Jóhannsson ( A) ma-lti í ga-r í efri deild fvrir frumvarpi, sem hann flytur ásanil lliöi Guönasyni (A) 0)> Karli Sleinari Guðnasyni (A) um breylint>u á al mannatryi'i'int'arlögum. „(il að jafna kostnaö af sjúkraflutninijuni o|> læknisvitjunum, þanni|> að dreilbýlisfolki í vissum landshlut- um sé’ ekki íþyngt sérstaklega eins o({ nú er". Samkvæmt gildandi reglum um sjúkravitjanir getur kostn- aður óferðafærs sjúklings í strjálbýli af vitjun samlags- la'knis numið 300 kr. miðað við rúmlega 100 km akstur hvora leið, en í þéttbýli er innheimt sérstakt vitjunargjald 16 kr., sem innifelur kostnað læknis. Sjúkraflug milli Norðurlands, Austurlands og Vestfjarða ann- ars vegar og Reykjavíkur hins- vegar mun kosta 4000 til 7000 krónur. í flestum tilfellum greiðir sjúklingur fjórðung, en þess muni dæmi að hann hafi orðið að greiða kostnaðinn að fullu. Séu þessar greiðslur born- ar saman við ellilífevri sést glöggt, hve tilfinnanleg og óréttlát þessi útgjöld eru, enda á enginn að þurfa að kvíða því að geta ekki af efnahagslegum sök- um notið læknis- og sjúkraþjón- ustu. Frumvarp þetta fékk mjög góðar undirtektir í þingdeild- inni en til máls tóku Salome Þorkelsdóttir (SI, Stefán Jóns- son (Abl), Helgi Seljan (Abl), Davíð Aðalsteinsson (F) og Ní- els Lund (F). Salome sagði að brýna nauðsyn bæri til að leið- rétta augljóst misrétti og rang- læti í þessum efnum og bæri að taka á þessu máli með velvilja, bæði í þingnefnd og þingdeild. Kjartan Jóhannsson rofin“ fjölmiðillinn í landinu, bæði vegna tiltækrar reynslu, aðstöðu og bakgrunns. Frumvarp þetta gengi hugsanlega ekki nógu langt, en væri engu að síður fagnaðarefni, sem fylgja þyrfti eftir við af- greiðslu málsins. • Páll Pétursson (F) sagði þetta frumvarp þekkilegra en fyrri frum- vórp um hliðsta'tt efni. Mér leiðist hinsvegar öll gagnrýni á ríkisút- varpið og starfsmenn þess og ég vil ekki heyra neitt ljótt um útvarps- ráð, sagði hann. Þessir aðilar vinna oft ágætlega, þrátt fyrir erfiðar starfsaðstæður. Ég er og á móti öllu því, sem á einhvern hátt dreg- ur úr starfsemi eða tekjum RÚV, eða gerir því á einhvern hátt erfið- ara fyrir. Ég er hinsvegar sammála skattlagningu á ntyndbandafarg- anið. Það hefði ekki breitt svona fljótt úr sér ef það væri ekki óeðli- lega ódýrt. Þetta er ágætur skatt- stofn. Þetta frumvarp má gjarnan skoða nánar, sagði P.P. Frumvarpinu var síöan vísað til menntamálanefndar og 2. umræðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.