Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 „Tvær sögur um tunglið“ IÐUNN hefur Refiö út Tvær sögur um tungliö eftir Vil- borgu Dagbjartsdóttur með teikninRum eftir Gylfa Gíslason. Þetta eru • sögur fyrir lítil börn sem eru að byrja að lesa. Fyrri sagan heitir Alli Nalli og tunglið og hin síðari Góða gamla tungl- ið mitt. og fjallar sú saga um Rósu Stínu. — Báðir höfundar eru löngu kunnir fyrir sögur og myndir handa börnum og Vilborg Dagbjartsdóttir hefur áður samið sögur um Alla Nalla. Gylfi Gíslason hefur myndskreytt barnabækur og gert sviðsmyndir við barnaleikritið Ovita sem Iðunn hefur gefið út tvíveg- is. — Tvær sögur um tunglið er liðlega fimmtíu blað- síðna bók. Prenttækni prentaði. þernhard laKdal KJÖRGARDI Vatt- kápur í glæsilegu úrvali. Litir: Hvítt, grátt, grænt, blátt, rautt. Verð frá kr. 580.- Vegna Hauks og Harðar Myndlíst Bragi Ásgeirsson Sumir listamenn virðast hafa flestum öðrum dyggari stuðn- ingsmenn og aðdáendur, er gjarnan láta ljós sitf skína um ágæti þeirra í lesendabréfum dagblaðanna og fyrtast mjög ef þeim finnst á hlut viðkomandi gengið. Tvíburabræðurnir Haukur og Hörður fara sann- arlega ekki varhluta af slíkum einlægum aðdáendum, sem svara jafnvel fyrir þá þegar eðlilegra væri að þeir sjálfir ættu hlut að máli. Af tilviljun rakst ég á orðsendingu til mín í Mbl. á dögunum og mun hún vera frá sama pennaglaða manni er mjög hneykslaðist á framkomu sýningarnefndar við þá bræður vegna fjarlægingar verka þeirra á Haustsýningu FÍM, svo sem einnig gat að lesa hér í blaðinu. Þótt ég sé ekki vanur að svara lesendabréfum og leiði þau yfir- leitt hjá mér vegna oft á tíðum ógrundvallaðra fullyrðinga þá vil ég gera hér undantekningu þar sem um alvarlegt mál er að ræða er marga varðar og þá einnig viðgang Haustsýninga framtíðarinnar. Ég vil taka það fram hér, að ég er ekkert hand- bendi sýningarnefndar og tel að hún eigi að þola gagnrýni og einnig að skylda hennar sé að svara fyrir sig ef hún telur á sig hallað. Ég staðhæfði ekkert í grein minni en upplýsingar mínar um tildrögin að fjarlægingu verkanna fékk ég frá einum sýningarnefndarmeðlima og taldi ég ekki ástæðu til að draga sannleiksgildi þeirra í efa. Það væri líka í hæsta máta alvar- legt ef ábyrgir aðilar strá um sig röngum fullyrðingum um jafn viðkvæmt mál. Því, að myndirnar væru í hættu þar sem þær voru staðsettar, áttu allir að geta gert sér grein fyrir, sýningarnefndin jafnt sem þol- endurnir og hefur hvorugur að- ilinn minnsta vott afsökunar. Hafði ég orð á því er ég leit myndirnar að 99,9% möguleik- ar væru á því að hér færi eitthvað úrskeiðis og að ég gæti með engu móti skilið sýningar- nefnd. Ég þekki hér nægilega inn á vettvanginn til að hafa efni á slíkum framslætti og ég hélt að allir vissu, að fyrsta regla sýn- ingarnefnda stórsýninga er, að taka ekki á móti verkum sem hætta er á að verði fyrir hnjaski. Er hér um að ræða mál, sem viðkomandi ættu helst að gera grein fyrir opinberlega en síður þeir, er verða að treysta á fullyrðingar málsað- ila. Því tel ég þetta alfarið mál Hauks og Harðar, svo og sýn- ingarnefndar þannig að hér sé um rétta aðila að ræða um áframhaldandi umræður hafi þeir áhuga á því. Visa því mál- inu frá mér ... í Dagblaðinu er Guðmundur nokkur Bogason að býsnast yfir því, að ekki skyldu listrýnendur fjölmenna til að fylgjast með hreyfilistarsýningu bræðranna. Því er til að svara hvað mig áhrærir, að ég hef ekki til þessa talið mér skylt að fjalla einnig sérstaklega um hvers konar hjáhliða upptroðslur á meðan á myndlistarsýningum stendur. Skiptir hér' ekki máli hvað um er að ræða; barið á trommur, lúðrablástur, kórsöngur, ball- ettdans eða þessi svonefnda hreyfilist. Þykir mér einhvern- veginn, sem verkin á sýningun- um eigi alfarið að geta staðið undir nafni án allra slíkra til- færinga. Það kæmi sennilega mörgum spánskt fyrir sjónir ef allir þátttakendur Haustsýn- inga færu skyndilega að hoppa og skoppa fyrir framan og í kring um verk sín eða dansa trylltan stríðsdans. Hins vegar er hverjum og einum frjálst að marka sýningum sínum þann ramma er þeir vilja. Sunnan vindur Ný tólf laga hliómplata meðOrvari Kristjánssyni, og nu eru honum til aðstoðar Tómas Tómasson, Asgeir Óskarsson og Þor°u^ Árnason sem utsetti og stiórnaði upptöku. Létt og Ijút tonlist sem gleður mannsins hjarta. Orvar Kristjánsson FALKINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.