Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.10.1981, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstrætl 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 5 kr. eintakið. Ar aldraðra Pétur SÍKurðsson mælti í fyrradag fyrir tillögu 19 þing- manna Sjálfstæðisflokksins um ár aldraðra. Tillagan gerir ráð fyrir því að árið 1982 verði tileinkað málefnum aldraðra. Þingkjörin nefnd á að meta þörf brýnna átaka í öldrunarmálum og kortleggja framtíðarverkefni. Nefndin á að verða samnefnari og frumkvöðull samátaks allra aðila í þjóðfélaginu, sem vinna að öldrunarþjónustu, en einmitt á þeim vet.tvangi eru brotalamir flestar í íslenzku samfélagi líðandi stundar. „Stefnt skal að því,“ segir í tillögunni, „að ljúka sem flestum verkefnum á ári aldraðra og lagður grundvöllur að þeim sem lengri tíma taka.“ Pétur Sigurðsson gat þess að á næsta ári væru 60 ár frá því að elliheimilið Grur.d í Reykjavík hóf störf og 30 ár síðan Ás í Hveragerði kom til sögunnar. Gísli Sigurbjörnsson hefði með einstöku framtaki haft stefnumarkandi frumkvæði að öldrunarþjónustu. Þá væru og 25 ár frá því Hrafnista í Reykjavík hóf starfsemi sína á vegum Sjómannadagsráðs. Þess væri enn að geta að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stefndi að heimsráðstefnu um ellimál í lok ársins 1982. Vel færi því á, að það ár yrði helgað samátaki almennings, félaga- samtaka og opinberra aðila hér á landi til að sinna þessu mest aðkallandi nauðsynjamáli líðandi stundar: úrbótum í öldrunarmálum. Þrátt fyrir ýmis stór átök á sviði öldrunarþjónustu á liðn- um áratugum eru hin óleystu verkefnin óvíða fleiri né stærri en á þeim vettvangi. Nokkur hundruð sjúk gamalmenni á höfuðborgarsvæðinu, sem þarfnast dvalar á hjúkrunardeild- um, fá þar ekki inni, vegna þess að slíkar deildir eru yfirfull- ar. Eftirspurn eftir vist á dvalarheimilum er og meiri en hægt er að fullnægja. Gera þarf öldruðu fólki kleift að búa sem lengst á eigin heimilum, ef hugur þeirra stendur til slíks, með nauðsynlegri heimilisaðstoð og heimahjúkrun, þegar hennar er þörf. Þá þarf að halda uppi félags- og tómstundastarfi í þágu roskins fólks. Á báðum þessum sviðum reið Reykjavíkurborg mynd- arlega á vaðið fyrir allmörgum árum, en þessi starfsemi hefur því miður ekki eflzt hin síðari ár til samræmis við vaxandi þörf. Þessum starfsþáttum er hvergi nærri sinnt sem vera þyrfti í sveitarfélögum hérlendis. Miklu máli skiptir og að skapa fullorðnu fólki, sem til þess hefur heilsu og vilja, störf við hæfi, en þátttaka í daglegri önn þjóðfélagsins er ein af frumþörfum hvers heilbrigðs manns. Tillaga sjálfstæðismanna um að helga árið 1982 málefnum aldraðra fékk góðar undirtektir á Alþingi. Vonandi fær hún óskabyr gegnum þingið og leiðir til samátaks almennings, félagasamtaka og opinberra aðila í hvers konar öldrunarmál- um. Oft var þörf en nú er nauðsyn á þjóðarátaki á þessum vettvangi. Öldrunarráð Islands Igær var haldinn formlegur stofnfundur Öldrunarráðs Is- lands, sem sameina á innan sinna vébanda alla þá aðila, sem vinna að málefnum aldraðra. Meðal markmiða þessara samtaka er að vinna að samræmdri stefnu í öldrunarmálum og stuðla að framkvæmd hennar. Ennfremur að koma fram fyrir hönd aðildarfélaga í samskiptum við stjórnvöld. Þá er á starfsskrá Öldrunarráðsins að beita sér fyrir námskeiðum fyrir þá, er starfa að öldrunarþjónustu, rannsóknum og al- mennri upplýsingastarfsemi, m.a. með að koma á fót upplýs- ingamiðstöð með heimildargögnum er varða öldrunarmál. Breyttir þjóðlífshættir: aukin menntun þjóðarinnar og þekking, bætt aðbúð í húsnæði, viðurværi og vinnuaðstöðu, að ógleymdum framförum á sviði heilsugæzlu, valda því, að meðalævi Islendinga er lengri en annarra þjóða heims. Þessu ber að fagna. Aldursskipting þjóðarinnar hefur því breytzt mikið — hlutfall hins roskna fólks í íbúatölu landsins vex stöðugt, en verulega hefur á skort, að þjóðfélagið byggi sig nægjanlega undir það, að búa þessum vaxandi þjóðfélagshópi viðunandi lífsskilyrði að loknum starfsdegi. Því ber að fagna stofnun Oldrunarráðs íslands og láta í ljósi þá ósk og von, að því megi takast að leiða málefni aldraðra þann veg, að hver aldraður þegn megi setjast í helgan stein í skjóli öryggis. F’rá Fríðu Froppé, blaðamanni Mbl. í Osló. Fjölmenni var á Fornebu-flugvelli, þegar forseti Islands, Vigdís F'innboga- dottir, og fylgdarlió hennar, stigu á norska grund og hvar sem hún fór í dag, var henni fagnað meó lófataki og gleði- hrópum. Að sögn norsks fréttamanns, sem ég ræddi við í gær, er forseta ís- lands sýnd mikil virðing og aðdáun, jafnt almennings sem og gestgjafa. Til- tók fréttamaðurinn sem dæmi að fjöldi áhorfenda við konungshöllina þegar for setinn kom þangað í dag hefði ekki ver ið minni en þegar Klísabet drottning af Bretlandi kom til Noregs sl. sumar (en í AP-skeyti segir að þeir hafi verið um 400). IJm kl. 11 í gærmorgun stóð lífvarð- arlið Olafs V Noregskonungs tilbúið á F’ornebu-flugvelli til að taka á móti for seta Islands. Veður var fagurt, stillilogn og hlýtt. Olafur Noregskonungur kann- aði lífvarðarlið sitt og á áætluðum kom- utíma forsetans kl. hálftólf þutu tvær norskar herþotur yfir flugstöðina á flugvellinum. Litlu síðar kom Flugleiða- vélin með forsetann að flugstöðinni. Olafur Noregskonungur, Haraldur rík- isarfi og Sonja krónprinsessa, sendi- herra íslands í Noregi, Páll Asgeir Tryggvason, og eiginkona hans, ásamt fylgdariiði, gengu eftir rauðum dregli frá flugstöðvarbyggingunni og biðu komu forseta íslands. „ Vðar hátign, ég hef hlakkað mjög mikió til þessarar Soregsheimsóknar, “ segir í fréttaskeyti AP, að forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, hafi sagt, er Ólafur Noregskonungur bauð hana relkomna til Noregs á Fornebu-flugvelli í gær. Ljósm. mm. Fríða Proppé. Vigdís gaf Ólafi Skarðsbók og fékk forláta skál á móti Vigdís, klædd ljósri kápu úr ís- lenzkri ull, sem var sérstaklega gerð af íslenzkum ullarframleið- endum fyrir förina, gekk skömmu síðar niður landganginn og tók í hönd Olafs Noregskonungs sem bauð hana hjartanlega velkomna. Vigdís þakkaði höfðinglegt heim- boð og gekk síðan með Ólafi og heilsaði öðrum viðstöddum. Þjóð- söngvar landanna voru leiknir af lúðrasveit og síðan var haldið frá Fornebu-flugvelli. Ekið var í langri bílalest til konungshallar þar sem forsetinn og fylgdarlið hans dvelja meðan á heimsókn- inni stendur. Á leiðinni og fyrir framan höllina fagnaði norskur almenningur forseta og konungi með lófataki. Var þeim óspart veifað og það endurgoldið á sömu iund og með hlýjum brosum af þjóðhöfðingjunum. Fyrir framan höllina var meðal annarra mættur stór hópur sjö og átta ára gamalla skólabarna, sem hrópuðu undir stjórn kennara sinna fagnaðaróp og veifuðu þeg- ar þjóðhöfðingjarnir, skömmu eftir komu þeirra til hallarinnar, stigu út á svalirnar og veifuðu tií mannfjöldans. í höllinni fór skömmu síðar fram athöfn þar sem starfsfólk hirðar og hers var kynnt. Þá fór einnig fram sérstök myndataka. Hádegisverður var snæddur í Yigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, með norsku konungsfjölskyldunni í gær. Frá vinstri: Astrid prinsessa, Ólafur konungur, forseti íslands, Haraldur krónprins og Sonja krónprinsessa. Shmmynd ap. höllinni og á borðum var lax sem forréttur, en nautasteik í aðalrétt. Eftir hádegisverð var ekið til Ak- ershus, þar sem forseti íslands kannaði heiðursvörð ásamt kon- ungi og lagði blómsveig að þjóðar- minnisvarða um þá sem féllu í heimsstyrjöldinni. Blómsveigur- inn er samansettur úr blómum í íslenzku fánalitunum. Að því loknu var haldið til hallarinnar á ný og þar skiptust forseti Islands og Ólafur Noregskonungur á gjöf- um. Vigdís færði Noregskonungi hina nýju útgáfu af Skarðsbók að gjöf ásamt mynd af sér, en Nor- egskonungur gaf henni stóra for- láta skál og mynd af sér. Þá veitti Ólafur forseta íslands kveðjur St. Olavs-orðunnar en hún er ein- göngu veitt þjóðhöfðingjum. Síðari hluta dags í gær tók for- setinn á móti forstöðumönnum erlendra sendiráða í Osló í kon- ungshöllinni. í gærkvöldi var síð- an haldin veizla konungs til heið- urs forseta íslands. Var hún hald- in í konungshöllinni og hátíðar- búningar og -bragur á hafður. Þar fluttu þjóðhöfðingjar ræður og samkvæmt upplýsingum úr kon- ungshöll í gær var norskur elgur á borðum, auk kjötseyðis, Vestur- strandarsalad, en í eftirrétt var ís með norskum berjum og ávextir og konfekt. Dagurinn í dag verður vel nýtt- ur. Árdegis verður heimsókn í víkingaskipasafnið í Osló. Þá verður farið í listasafn Sonju Henie Onstad. Hádegisverður verður snæddur í ráðhúsinu í boði Osló^borgar. Síðdegis tekur for- seti Islands á móti Islendingum á Grand-Hotel, en um kvöldið held- ur ríkisstjórn Noregs veizlu til heiðurs forsetanum í Akershus- kastala. Það má í lokin geta þess að þessi fyrsta heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, til Noregs, hefur vakið þjóðarat- hygli. Norskir fréttamenn fóru í sérstaka ferð til íslands fyrir heimsóknina og hafa síðan stöð- ugar fréttir verið í blöðum, sjón- varpi og hljóðvarpi um forseta, land og þjóð. „Forseti íslands er töfrandi. Hún er hrífandi“, ynd- isleg,“ voru svörin sem blm. Morgunblaðins fékk frá Oslóar- búum við Akershus í gær eftir að Vigdís hafði lagt blómsveig að þjóðarminnisvarðanum um þá sem féllu í heimsstyrjöldinni. Þetta er í þriðja skipti sem ís- lenzkur forseti kemur í opinbera heimsókn til Noregs, því Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn komu hingað báðir í slíkum erind- um í sinni forsetatíð. Landsvirkjun undirbýr útboð Sultartangastíflu: Stíflugarðurinn verður 6 km Aætlaður kostnaður 200 millj. LANDSVIRKJUN er nú að undirhúa úthoð á Sultar- tangastíflu og er gert ráð fyrir að úthoð fari fram um n.k. áramót og að fram- kvæmdum verði lokið haust- ið 1983. Stíflugarðurinn verð- ur 6 kílómetra langur og 19 metra hár þar sem hann verður hæstur. Til saman- hurðar rtíá geta þess að lengd stíflugarðsins sem hyggður var vegna Hrauneyjafoss- virkjunar er 3 kílómctrar. Áætlaður stofnkostnaður við gerð stíflugarðsins við Sult- artanga er 200 millj. króna. Halldór Jónatansson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Landsvirkj- unar, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að á næstunni yrði farið með þá sem áhuga hefðu á að bjóða í verkið við Sultartanga í skoðunarferð um verksvæðið. Sagði hann, að hér yrði um mikla framkvæmd að ræða, hin 6 kíló- metra langa stífla yrði 19 metrar á hæð, þar sem hún yrði hæst, en meðalhæð hennar yrði 10 metrar og gert væri ráð fyrir að um 1.840 millj. rúmmetra af efni þyrfti í stíflugerðina. Þá er reiknað með að um 18 ferkílómetrar lands fari undir vatn að stíflugerðinni lok- inni. „Sú valnsmiðlun, sem fæst með stíflugerðinni við Sultartanga á að gefa um 65 gígalítra vatns og framkvæmdin á að auka orku- vinnslugetu Landsvirkjunarkerf- isins um allt að 150 gígawatt- stundir á ári. Jafnframt mun stíflugerðin við Sultartanga hafa það í för með sér að rekstrar- truflanir vegna ísvandamála við Búrfellsvirkjun verða svo til úr sögunni,“ sagði Halldór. Þórunn Sigurbjörnsdóttir: Sjálfstæðiskonur standi saman um varaformann NÚ, ÞEGAR nokkrir dagar eru til landsfundar Sjálfstæðis- flokksins og enn hefur engin kona gefið kost á sér til embætta varaformanns og formanns, þyk- ir mér hlíða að stinga niður penna og setja skoðanir mínar á pappír. Undanfarin ár höfum við sjálfstæðiskonur unnið að því að auka þátttöku kvenna í stjórn- málum. Við gerum okkur Ijósa grein fyrir því, að þau hafa mikil og afdrifarík áhrif á allt okkar líf og starf. Það er því höfuð- nauðsyn að til valda og áhrifa í stjórnmálum komist þeir einir, sem hafa þá hugsjón að láta gott af sér leiða með því að vinna stefnu sinni f.vlgi og framgang. Þetta á jafnt við um konur sem karla. Þrátt fyrir áhuga, vinnu og vilja okkar sjálfstæðis- kvenna, hefur okkur ekki tekist fram að þessu að hasla okkur þann völl á pólitískum vettvangi sem við hefðum viljað. Við vitum það fullvel, að margar sjálfstæðiskonur eru hæfar til að taka að sér nær hvaða starf sem er í þágu flokks- ins. Þessu til staðfestingar er aukin menntun kvenna, þátttaka í atvinnulífi og breyttir atvinnu- hættir. Hvernig stendur þá á því, að konur eiga svo erfitt með að komast áfram í stjórnmálum? Og hvernig í ósköpunum dettur konum í hug að tala um ópólitísk kvennaframboð á því herrans ári Þórunn Sigurbjörnsdóttir 1981? Það, sem mestu máli skiptir nú, er, að konur standi saman innan sinna pólitísku flokka og ryðji sér þar braut inn á pólitískan vettvang. Ef ekki er samstaða þar, þá geta þær ekki búist við að hún sé fyrir hendi við sérstakt kvennaframboð. Og það er út í hött að tala um ópóli- tískt framboð. Það er aðeins til að blekkja sakleysingja. Yrði slíkt framboð að raunveruleika og fengi kjörna fulltrúa, þá myndu þær halla sér að sínum flokkum og vinna síðan í sam- vinnu við þá. Við búum við lagalegt jafn- rétti kynjanna í íslensku þjóðfé- lagi í dag. Suntir segja, að það sé aðeins i orði en ekki á borði. Hverjum stendur næst að breyta því ástandi? Auðvitað okkur sjálfum. Við skulum gleyma þessari aldagöntlu hlédrægni og minnimáttarkennd, sent við okkur hefur loðað. Hún er hvorki eðlileg eða raunsæ í dag. En við skulum muna eitt, og það er að- alatriðið: Við erum helmingur þjóðarinnar og okkar sjónarmið verða að komast fram og tekin gild. Og við skulunt muna annað: Þetta er allt undir okkur sjálfum komið. Við verðunt sjálfar að koma okkur til áhrifa. Ekki hafa karlar fruntkvæði að því. Þá er ég loksins komin að til- efni þessara skrifa. Við sjálf- stæðiskonur eigum í okkar hópi frambærilegan fulltrúa til kjörs varaformanns flokksins á lands- fundi. Hún hefur gegnt ábyrgð- arstöðum, bæði innanlands og á erlendum vettvangi og staðið sig með mestu prýði. Þessi kona er Ragnhildur Helgadóttir, lög- fræðingur og fvrrv. alþingismað- ur. Allir vita, að hæfni hennar og reynsla er rnikil. Ef Ragnhild- ur Heigadóttir er fáanleg til að gefa kost á sér, þá verða konur að standa að kjöri hennar og vinna ötullega að því að afla henni fylgis. Ég er sannfærð um að það tekst, ef jafnrétti er það sem allir vilja. Stofhftmdur Oldr- unarráðs íslands í GÆR var haldinn stofnfundur Öldrunarráðs íslands. Full- trúar um 40 félaga og stofnana sem vinna að málcfnum aldraðra sátu fundinn. Á fundinuni voru lögð fram drög að lögum ráðsins, sem voru samþykkt samhljóða. Formaður var kjörinn séra Sigurður H. Guðmundsson, en hann var fulltrúi Rauða kross Islands á fundinum. Auk hans voru kosnir fjórir stjórnarmenn aðrir og fimm varamenn. Unnar Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarstjórna, var fund- arstjóri og las upp þær stofnanir og félög sem ákveðið höfðu að gerast aðilar að Öldrunarráðinu. Þá voru lesin drög að iögum sem undirbúningsnefnd lagði fram og gerðar við þau nokkrar orðalags- breytingar. Ákveðið var að stofna öldungaráð samkvæmt þeim lögum sem lágu fyrir, og gengið til atkvæðagreiðslu um einstakar greinar. Lögin voru einróma samþykkt og gengið til fundarstarfa samkvæmt þeim. Séra Sigurður H. Guðmundsson kynnti hugmyndir undirbúnings- nefndar um störf væntanlegrar stjórnar. Helstu tekjuliðir ráðs- ins verða væntanlega framlög aðildarfélaga, samtals um 106.500 krónur og Rauði kross ís- lands bætir við 48.000 krónum. llelsti kostnaður er áætlaður kostnaður við skrifstofuhald, rannsóknarverkefni, námskeið, tilkomu heimildarbanka og er- lent samstarf, en tillaga kom frá Pétri Sigurðssyni að ráðið gerð- ist aðili að NORDSAM, en það er norrænt samvinnuráð sem vinn- ur að málefnum aldraðra. Sigurður sagði að undirbún- ingsnefnd gerði sér grein fyrir að verkefni öldrunarþjónustunnar væru mörg og langan tíma tæki aö ná fram þeim markmiðum sem æskileg eru. Þó hefði undir- búningsnefndin lagt áherslu á að æskilegt væri að hefja námskeið um heimilisþjónustu fyrir aldr- aða sem fyrst, og einnig nám- skeið fyrir sjálfboðaliða, bæði þá sem væru að hefja störf og eins hina sem vildu bæta við sig. Þá væri einnig æskilegt að halda námskeið fyrir stjórnend- ur öldrunarþjónustu, og setja upp heimildarbanka sem hefði að geyma þau rit sem til væru um aldraða, niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið, teikn- ingar af sérhönnuðu húsnæði f.vrir aldraða og ýmislegt fleira. Að auki þyrfti að gera könnun á húsnæðismálum aldraðra í þétt- býli og dreifbýli og taka atvinnu- mál aldraðra til athugunar í samvinnu við atvinnuleysis- tryggingarsjóð. Síðan var gengið til kosninga og voru auk Sigurðar H. Guð- mundssonar kosin í stjórn þau Guðjón B. Baldvinsson, fulltrúi Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja, Guðrún Gísladóttir, full- trúi elliheimilisins Áss, Kristján Guðmundsson frá Félagsmála- stofnun Kópavogs og Pétur Sig- urðsson frá Sjómannadagsráði. Varamenn voru kosnir Alfreð Gíslason frá Öldrunarfræðafé- lagi íslands, Böðvar Pálsson. fulltrúi Stéttasambands bænda, Guðríður Elíasdóttir frá ASÍ og Þórir Guðbergsson, fulltrúi Fé- lagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar. Séð yfir fundarsalinn. Sigurður H. fremsta borði til vinstri. Guðniundsson formaður ráðsins ei (l.josni. Ml>|. KrisijÁn'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.