Morgunblaðið - 22.10.1981, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 22.10.1981, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1981 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS „Ekki hefði ég .. “ Árný Björnsdóttir skrifar: „Ég er að byrja að verða leið á þessu blessaða veikindatali í sambandi við drykkjumenn. Ég held að það kyndi dálítið undir katlinum hjá þeim blessuðum. Sem sagt, þeir eru svo veikir. Flestir eru þægilegir og nær- gætnir við veikt fólk. Meðan hann var „veikur“ Ég er svo ólánsöm að eiga „veikan" eiginmann, hef átt hann í 20 ár og er farin að þekkja á skinnið. Því miður, kannski, hafði ég ekki kynnst stælunum fyrr en í hjónabandinu blessuðu. Ólst einfaldlega ekki upp við fyrir- brigðið. Hefði ég haft núverandi reynslu í upphafi hjónabands, hefði ég ekki í mörg ár látið manninn minn segja mér að ljúga við dyr og í síma að hann væri ekki heima, þegar hann lá í koju- fyllerí í marga daga. Ekki hefði ég heldur látið viðgangast að börnin mín tvö gerðu slíkt hið sama um leið og þau gátu svarað í síma og opnað hurð. Ekki hefði ég farið Trauðug á „skemmtanir" En viti menn: Blessaður mað- urinn minn tók símann, talaði við einn „góðan vin“ sem reddaði tveimur snarlega á staðinn. Hann var bæði glottandi og storkandi þegar hann hampaði flöskunum framan í mig. Þetta þótti mér langskrítnast og mótsagnakennd- ast við „veikindi" hans. Yrðum við ekki undrandi ef við sæjum t.d. sykursýkisjúkling hampa sykurkassa framan í vin sinn og segja sem svo: Heyrðu góði, þú ræður nú ekki yfir mér, ég hef nógan sykur. Búin, takk Aðeins vil ég nú koma að lækn- ingu á þessari dularfullu veiki. Hún virðist stundum vera skjót- fengin. Dæmi héðan úr þorpinu: Heimilisfaðir nokkur hafði alla tíð kvalið heimilisfólk sitt með drykkjufýsn sinni og látum sem henni fylgja. Einkasonurinn tek- ur síðan upp iðju pabbans þegar honum fannst tími sinn kominn. Og hvað gerist? Hættir ekki sá gamli snarlega eins og hendi væri veifað. Já, eftir öll þessi ár lækn- aðist bara maðurinn í einu vet- fangi. Mikið væri annars gaman að geta læknað sjálfan sig svona með honum í mörg ár, manni sem lamaði andlegt og líkamlegt þrek mitt með neikvæðu og andstyggi- legu fylleríisröfli. Ekki hefði ég þrælað mér gegndarlaust út við að vinna hans verk, þegar hann var „veikur". Meðal annars þrífa skít og drasl í öllum hans vistar- verum, til þess að allir sem vildu gætu séð hvað „sjeffinn“ væri myndarlegur og snyrtilegur í sér. Yrðum við ekki undrandi? En áfram með „veikina". Eitt sinn gerðist ég svo djörf að taka eina bokku í mína vörslu frá eiginmanninum. Var hann þá og fjöldi manns búinn að gera út af við mig og börnin hér á heimilinu með drykkjulátum allan þann dag, og fannst mér allt í lagi að hjálpa „veika“ fólkinu að minnka við sig. allt í einu (ég er nefnilega orðin veik fyrir nokkru — í alvöru). Nokkur dæmi þekki ég sem sýna, að þegar drykkjumaðurinn er orðinn veikur í alvöru (kransæða- stífla, lifrarveiki, magasár o.fl.), getur hann snarlega hætt að drekka. Sem sagt upprunalega veikin búin, takk. Og svo er það bruggið. Hjá mínum „sjúklingi" lengir það svo ansi mikið túrana. Hver törn stendur allt upp í þrjár vik- ur, því fyrst er það brennivínið og síðan tekur bruggið við. Mér er það kunnugt að gamli „landinn" okkar flæðir yfir hér um slóðir, jafnt á sveitabæjum og í þorpum hér í sýslunni. Má brugga? Ekki lengra að sinni. Vildi að- eins vekja athygli á þessu bless- aða veikindatali um nautnasjúka og sjálfselska monthana." Sjómanna- frádrátt- urinn úr sögunni - sem sérstök viðurkenn- ing á starfi sjómanna E.KJ. skrifar: „Kæri Velvakandi. Fyrir allmörgum árum ákváðu skattayfirvöld að sjómenn skyldu fá sérstakan skattafrá- drátt, sjómannafrádrátt, sem nam ákveðinni lækkun á brútt- ótekjum til skatts fyrir hverja skráningarviku. Var þetta um- talsverð kjarabót og hefir efa- laust greitt fyrir samningagerð á sínum tíma. Fyrir tveimur árum kom svo nýtt form á skattaskýrslu, og er þar ennþá dálkur fyrir sjó- mannafrádrátt. En þar var fleira. Þar var einnig tíupró- sentreglan. Og sjómannafrá- drátturinn fellur inn I þá reglu, sé hún notuð, og er þar með úr sögunni sem sérstök viðurkenn- ing á starfi sjómanna. Nú vil ég biðja þig, Velvakandi góður, að leita svara við því, hvort hér er um ákvörðun fjár- málaráðherra að ræða eða hvort þetta stafar af vangæslu þeirra sem hönnuðu skattaskýrsluna. Við teljum okkur sömu sjó- mennina, hvort sem við notum 10% regluna í skattaframtali eða ekki.“ Undrumst gáleysið Kttiaaaa °t Aatar skrifa. „V'elvakandi Við vonum *ð þú sért vakamji núna, Velvakandi. því okjutr langar til að koma á framfwri eftirfarandi athugaaemd: St»- við tvser galvaakar ungar atúlk- ur leið um Síðumúlann. Tók þá akyndilega að snjóa en eina og ailir vita akipaat veður löngum fljótt I lofti i íalandi. Leituöum við þá akjóla undan .atórhrið- Síðumúlanum. þar sem m.a. j Heilbrigöiaeftirlit rikiaina er til \ húaa. Þeaai bygging er við Síðu- múla 13. Tókum viö þá eftir því að útidyrnar lágu aðeina aö atöf- um þó að amekkláainn v*ri á og Þessir hringdu . . . Ekki eingöngu gá- leysi um að kenna Bergur Jónsson rafmagnseftir- litsstjóri hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Ég hringi vegna athugasemdar í dálkum þínum frá tveimur stúlkum sem höfðu komið hingað í Síðumúl- ann að opinni hurð í anddyri. Mig langar fyrst og fremst til að koma á framfæri þökkum til stúlknanna fyrir að láta vita, því að þær skildu eftir orðsendingu inni í húsinu, eins og fram kemur í bréfi þeirra. Astæða þess að þetta hefur hent er nú m.a. sú að hurðin sem þarna um ræðir féll ekki lengur að stöfum nema með sérstakri aðgæslu og hefur verið svo síðustu daga. Við brýndum fyrir fólki í húsinu að gæta þess vandlega að hurðin lokaðist, en hér er mikill umgangur og ekki aðeins á skrifstofutíma. Fjórar stofnanir eru hér til húsa og margir sem hingað koma á ýms- um tímum vegna þess að þeir eru á bakvöktum eða þurfa að vinna að einhverjum verkefnum utan vinnutíma. Og eins og þarna hef- ur skeð, gleyma menn sér stund- um. Iðnaðarmennirnir eru ekki alltaf til taks strax og á þeim þarf að halda, en það er búið að gera við þetta núna. Ég vildi nú bara taka þetta fram um leið og ég færði stúlkunum þakklæti okkar og til að skýra fyrir þeim að hér var ekki eingöngu gáleysi um að kenna. Abyrgdarhluti ad fullyrda nokkud Ragnar llafliðason hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Fólkið sem lenti í bílslysinu í Hafnarfirði talar um að það muni ekki nota bílbelti í framtíð- inni og fullyrt er að illa hefði farið ef þau hefðu verið notuð í þessu tilfelli. Mér finnst það ábyrgðarhluti að fullyrða nokkuð í þessa átt. Það mætti líka spyrja: Hefði stúlkan yfirleitt misst meðvitund ef hún hefði verið í belti, eða slasast að öðru leyti? P1l|II|' átyWJí tí Auðvelt fyrir hvern sem er. Tilboð Skráó okkar verð Svínakólelettur 117,00 149,00 Svínahryggur. nýr 107,00 137,00 Hamborgarhryggur 125,00 147,00 Nýr svinabógur 63,70 76,00 Nýr úrb. svinabógur 77,00 90,60 Nýtt svínslæri 1/1 og V4 66,30 70,40 Urbeinuð ný svinslæri 89,70 124,70 Nýtt gott svinahakk 79,00 106,70 Úrbeinaður nýr svínakambur 93,40 102,50 Odýra baconið í bitum 53,00 99,70 Odýra baconið i sneiöum 58,00 129,70 Svinalundir 144,00 144,00 'h svinaskrokkar, tilbúnir i frystinn. Aðeins pr. kg ca. 25—30 kg þyngdin 53,00 61,50 Athugið: Urbeinum ailt kjöt út i frystinn tyrir aðeins 5,00 kr. pr. kg. Pakkað inn og merkt. KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.S.8MII Glæsilegar viðarþiljur úr eik, aski, furu og oreg- on-pine. BJORNINN Skúlatún 2b 50 Reykja mi Vegg klæð í ótrúlegu úrvali. Verö frá kr. 28.- m2 - og loft- ningar EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.