Morgunblaðið - 24.10.1981, Page 10

Morgunblaðið - 24.10.1981, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 Á kristniboðsári Spurt er: Lúter var rekinn úr kaþólsku kirkjunni af því að hann mótmælti ýmsu því sem er í ósamræmi við Biblíuna. Nú heyrði ég nýverið í lúterskri messu sem útvarpað var frá Hólahátíð að sungin var bæn til Maríu meyjar. Biskup kaþólskra steig nýlega í stólinn í Skálholti þar sem Sigurbjörn biskup þjónaði fyrir altari. Mér er ómögulegt að skilja hvernig þið lúterskir bjóðið kaþólskum þannig inn á gafl, meðan þeir ríghalda í kenningar sem Lúter mótmælti, til dæmis um páfann, Maríudýrkun og að kaþólskir prestar einir geti fyrirgefið syndir. Var Lúter bara skraffinnur? I'egar rómversk-kaþólskur bisk- up stígur í stól í lúterskri kirkju við hátíóatækifa'ri og Maríuvers er suni>ið í lúterskri biskupsmessu, er ekkert óeðlilegt að spurningar vakni hjá ýmsum um hvað sé nú að gerast. Síðan kirkjan á Vesturlönd- um klolnaði hafa bæði kaþólskir og mótmælendur lagt mikla áherzlu á þau alriði sem deilum valda í guðfra-ði þessara kirkna og flest erum við alin upp við þá hugmynd að þarna sé um ósættan- legan mun að ra'ða. Spurningin er gild Sá, sem nú spyr, drepur ein- mitt á þrjú atriði, sem deilt hefur verið um. I fyrsta lagi nefnir hann forystuhlutverk páfans og óskeikulleika hans.I öðru lagi bendir hann á áköll Maríu og helgra manna og loks gildi prestsembættisins. Allt eru þetta atriði, sem rómversk-kaþólskir og lúerskir eiga einna erfiðast með að vera ásáttir um. Spurn- ingin er því fyllilega gild og gríp- ur á þeim þáttum sem einna helzt valda sundrungunni. Við megum ekki gleyma því að þegar Lúter mótmælti ýmsu í fari kirkjunnar, var tilgangur hans upphaflega ekki að kljúfa kirkjuna heldur að siðbæta hana. Alltaf hafa menn því litið á klofninginn sem neyðarúrræði. Þegar til klofningsins kom sóttu menn sér rök í ritninguna á báða hóga en alltaf hefur lestur ritn- ingarinnar jafnframt valdið því að sá grunur hefur læðst að, að eitthvað syndsamiegt kunni að vera við klofninginn. Þannig fer mönnum til dæmis er þeir lesa 17. kapitula Jóhannesarguð- spjalls þar sem Jesús biður föð- urinn þess að lærisveinar hans og þeir sem á hann trúa fyrir þeirra orð, megi vera eitt eins og faðirinn og sonurinn voru eitt, til þess að heimurinn komist að raun um að faðirinn hefur sent soninn. Hann biður þess að þeir séu fullkomlega sameinaðir til þess að heimurinn komist að raun um að faðirinn hafi elskað þá eins og hann hefur elskað son- inn. Þannig virðist jafnvel af þessum orðum að Jesús telji nauðsynlegt að lærisveinar hans séu eitt til að þeir geti vitnað um hann sem er eitt með föðurnum. Fleiri staði í ritningunni mætti telja, sem hníga í sömu átt. Þannig hefur ritningin sjálf ávallt tendrað í hjörtum manna þrá eftir einingu og friði meðal allra kristinna manna. Allt frá því að klofningurinn átti sér stað á 16. öld hafa verið til lúterskir guðfræðingar, sem hafa látið ein- ingarmál kirkjunnar til sín taka. Einingarviðleitni kirkjunnar A tuttugustu öld hafa eining- armálin mjög verið í brennidepli meðal mótmælenda. Um það nægir að benda á hið mikla starf, sem unnið hefur verið í tengslum við Alkirkjuráðið. Rómversk- ka- þólskir hafa alltaf fylgst með því starfi, en virtust lengi vel ekki láta sig það miklu skipta. Breyt- ing varð á þessu er Jóhannes XXIII páfi kallaði saman kirkju- þing í Vatikaninu og tók að leggja áherzlu á einingarviðleitni kirkjunnar. Stofnaði hann sér- Sr. Sigurður Sigurðsson er sókn- arprestur á Selfossi. stakt ráð við páfastólinn til að fjalla um þessi mál, og hafa þeir kaþólsku síðan staðið í stöðugum viðræðum við aðrar kirkjudeildir um bæði það sem sameinar og sundrar. Samtímis því að Al- kirkjuráðið, sem hefur höfuð- stöðvar í Genf, hefur átt í nokkr- um erfiðleikum vegna deilna sem þar hafa sprottið upp, hafa þess- ar samræður við þá kaþólsku þokast áfram og um þær hafa komið út bækur á mörgum tungumálum. Hefur þetta starf borið slíkan árangur, að nýlega heyrði ég gamlan mann, sem helgað hefur Alkirkjuráðinu mikið af starfskröftum sínum, segja að nú gætu menn spurt sig í alvöru hvort miðstöð einingar- viðleitrinnar væri í Genf eða Róm. I þessum umræðum hefur ver- ið lögð áherzla á, að við verðum að muna vel eftir því sem sam- einar okkur um leið og við tök- umst heiðarlega á við það sem sundrar. Auðvitað eru það ótal atriði sem sameina alla kristna menn, en í þessum umræðum hefur einnig verið tekizt á við at- riðin sem drepið var á í spurn- ingunni. Ef ég ætti að freista þess að segja eitthvað í mjög stuttu máli um það hvernig umræður hafa hnigið um þessi atriði vildi ég taka þetta fram. Páll páfi VI sagði eitt sinn að hann óttaðist að páfadæmið í sinni núverandi mynd gæti orðið einn helzti þröskuldurinn fyrir einingu kirkjunnar. Hins vegar hafa ýmsir guðfræðingar bent á að enginn söfnuður kristninnar hafi lagt eins mikið af mörkum fyrir einingu kirkjunnar um aldir eins og söfnuðurinn í Róm með biskup sinn í fararbroddi. Ekki hafði þó biskupinn í Róm alltaf það vald yfir kirkjunni sem hann hefur í dag. Hlutverk hans var fremur hlutverk andlegs leiðtogp en að hann væri nokkur valdamaður. Telja margir að eftir nokkrar breytingar á embætti páfans gæti hann á ný orðið slíkur leið- togi allra kristinna manna. Helzta hindrun þess er þó kenn- ingin frá 1870 um óskeikulleika páfans í trúarefnum. Áköllun Maríu Um áköllun Maríu og helgra manna er það fyrst að segja, að Lúter mun aldrei hafa ætlað neinum að vanrækja svo minn- ingu Maríu og helgra manna eins og gerzt hefur í okkar kirkju. Ymsir guðfræðingar mótmæl- enda hafa bent á að það er bein- Teikning Ólafur Pétursson Lúter K'tlaði engum að vanrækja svo minningu Maríu og helgra manna sem gert hefur verið í okkar kirkju. línis varasamt fyrir skilning okkar á holdtekjunni ef við aldrei íhugum sérstakt hlutverk Maríu í henni. Þær öfgar Maríudýrkun- ar, sem Lúter mótmælti hafa varla nokkurn tímann verið studdar af opinberri guðfræði rómversku kirkjunar og við öfg- um er varað í yfirlýsingu Vati- kanþingsins um Maríu. Enn er þó hindrun fyrir því að við getum mætzt á miðri leið í þessi efni, en það er kenningin um himnaför Maríu. Er raunar enn þá vandséð hvernig sú hindrun verður yfir- stigin. Embætti prestsins Rétt er það hjá þeim sem spyr, að ekki eru lúterskir og kaþólskir á eitt sáttir um embætti prests- ins. Hins vegar er embættishug- takið nú á nokkru mótunarskeiði í báðum kirkjudeildum vegna mjög breyttra aðstæðna embætt- isins í samtíðinni. Geta má þess, að kenning Lúters um hinn al- menna prestsdóm hefur haft mikil áhrif á ýmsa guðfræðinga kaþólsku kirkjunnar. Rétt hlýtur því að vera að halda áfram um- ræðum um þetta efni, ef það gæti stuðlað að því að þróun embætt- ishugtaksins í báðum kirkjum yrði í sömu átt. Að þeir mættu allir vera eitt Til að svara spurningu þinni hef ég talið nauðsynlegt að drepa á þessa framansögðu hluti vegna þess að atburði þá sem þú nefnd- ir verður að skoða í ljósi eining- arviðleitni kirkjunnar. Þegar biskup Islands býður biskupi kaþólskra að taka þátt í messu og predika, þá er hann að vitna um að einingarvilji kristninnar nær inn í íslenzku þjóðkirkjuna. Þeg- ar Maríuvers er sungið í guðs- þjónustu sem hann stýrir, er hann að minna á að minning Maríu er okkur lúterskum mönnum heilög minning, hvað sem líður deilum iiðinna alda um Maríudýrkun. Einingarviðleitni er breyting í allri kristninni, sem varla verður stöðvuð eða þöguð í hel. Allir Kristnir menn þurfa að gefa gaum að því hvað í þessari hreyf- ingu felst svo að þeir geti lagt sitt fram til mótunar hennar. Gott er þá að hafa í huga að Jes- ús bað föðurinn að þeir mættu allir vera eitt. Aldrei bað hann þess að þeir yrðu allir nákvæm- lega eins. Einingarviðleitni krist- inna manna stefnir ekki að því að steypa allt í eitt mót, heldur að hinu að allir kristnir menn séu með einum huga börn hins eina sanna Guðs, sem með kærleika og friði sín á milli vitna um þann sem hann sendi, Jesúm Krist. Sigurður Sigurðsson .lesús bað þess að |s'ir mæltu allir verða eitt. Studningur vid bænalíf Kin aðgcngik'gasta bók sem mcnn fá í hendur er sálmabókin. U'lrið er skýrl og læsilegt, hún er léll í hendi og hefur silthvað að flylja lesandan- um. Það er ómaksins verl að skoða sálmabókina betur og kanna hvort menn geta ekki haft af henni meira gagn en við messusöng. Fremst í henni er efnisyfirlit, sem sýnir að þarna er aö finna form hinnar almennu guðs- þjónustu, þannig að menn geta fylgst vel með því sem gerist í guðsþjónustunni á hinum ólíku tímum kirkjuársins. Þarna er líka form sem f.vlgja má ef menn þurfa að skíra skemmri skírn í neyðartilfelhim. Síðan koma sálmarnir sem er raðað niður eftir innihaldi. Skírnarsálmar bera t.d. númerin 250—255, sálmar sem gjarnan eru sungnir við jarðar- farir bera númer 270—283. Þarna eru líka árstíðasálmar, ferðasálmar, sjómannasálmar skóla- og barnasálmar og að lokum ættjarð- arsálmar. Þarna má finna góða lesningu eftir því hversu á stendur. En aftast i sálmabókinni er bænabók, sem er nýlunda í sálmabókum hérlendis. Þar er t.d. að finna bænir fermingarbarna, ferðabænir, bænir sjúkra, bænir í nálægð dauðans. Þar eru líka þakkarbænir — bæn hjóna á brúðkaupsdegi, eða bænir foreldra fyrir ný- fæddu barni. En ekki síst er að finna í þessari bænabók vers og bænir til nota við daglega bænagjörð. Ýmsir hafa tekið upp þann sið, að hafa sálmabókina uppi við, á náttborði eða skrif- borði eða við eldhúsbekkinn, og fylgja hinni daglegu bænagjörð sem í bókinni er alla daga vikunnar. Þeir telja að það gefi samhengi í líf þeirra og finnst sá stuðningur mikils virði sem bænabókin veitir. Bænalif margra er veilt og óstöðugt og þarf slíka aðhlynningu. Staður sálmabókarinnar er ekki lokuð uppi í hillu. Þá fær hún ekki auðgað lesendur sína né hlynnt að þeim Opin til lestrar, í hendi eða á borði, kemur hún að gagni — miklu gagni. í dag er laugar- dagur. Kvöldbæn laugardagsins í bænabók sálmabókarinnar er þessi og bíður þess að vera lesin og beðin. Kvöldbæn I nafni Guðs, föður og sonar og heilags anda. Guð geymi mig og varðveiti mig á sálu og lífi þessa nótt og alla tíma í Jesú nafni. Amen. Miskunnsami faðir, eilífi Guð. Ég þakka þér liðinn dag og vikuna, sem nú er á enda. Ég þakka þér, að þú hefur styrkt mig í störfum mínum, hjálpað mér í erfiðleikum, varðveitt mig og mína, gjört þyrðar mínar léttari og veitt mér alla þá gleði og yndi, sem ég hef notið. Hamingja mín öll er þitt lán, og þegar ég mæti mótlæti, ert þú með mér og vilt styrkja mig til þess að vaxa við reynsluna, þroskast í trúnni, verða minnugri smæðar minnar og miskunnar þinnar og hugulsamari við hræður og systur, sem eiga við böl að búa. Ég bið þig að fyrirgefa mér öll mín brot gegn boðum þinum, margvíslega vangæzlu mína og yfirsjónir. Eg minnist fyrir augliti þínu þeirra, sem ég hef átt samskipti við, og bið þig að hjálpa mér til þess að kannast við allt það í framkomu minni við þá, sem var ekki eftir þínum vilja, og styðja mig til þess að bæta úr því, sem er á mínu valdi, en hitt fel ég miskunn þinni. Blessa þú alla, sem ég nú hugsa til. Þú þekkir þá og aðstæður þeirra. Ver þú oss öllum líknsamur. Bið fyrir oss öllum, Drottinn Jesús Kristur, þú, sem berð syndir heimsins. Lát oss alla njóta náðar þinnar. Ég þakka þér helgina, sem nú gengur í garð. Blessa þinn dag, Drottinn. Blessa þá, sem boða orð þitt. Veit þeim náð og kraft heilags anda þíns. Miskunna þjóðinni minni, vek hana og lát hana þekkja sinn vitjunartíma. Ljúk upp hjarta mínu og hjörtum allra manna fyrir sannleika þínum. Gjör kirkju þína heilaga og sterka í þinni þjónustu, samhuga, auðmjúka fyrir orði þínu, gagntekna af þínum kærleika. Gef húsi mínu og sál þinn helga frið. Lát mig sofna og vakna aftur með þitt heilaga nafn í huga mér og lát mig þrá ljósið þitt og leita þess og fylgja því í lífi og dauða. í Jesú nafni. Amen. Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, varðveiti hjarta mitt og hugsanir mínar í Kristi Jesú. Amen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.