Morgunblaðið - 24.10.1981, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.10.1981, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 17 ... hjá okkur liggja lík og saerðir Nagy ávarpaði ungverska þjóð. Um kvöldið var tilkynnt að Janos Kadar, ritari komm- únistaflokksins, hefði myndað nýja ríkisstjórn en Nagy væri flúinn í júgóslavneska sendi- ráðið. Uppreisnarmenn héldu áfram að berjast. Þúsundir og aftur þúsundir féllu fyrir ofureflinu. Óðum rénaði bar- áttukraftur frelsissinna. Raddirnar hljóðnuðu. Út- varpsstöðvar uppreisnar- manna slokknuðu hver af ann- arri. Hinn 8. nóvember heyrðist síðasta neyðarkallið í útvarpi: „Við spyrjum milljónir manna í heiminum: Er frelsið ykkur ekki heilög hugsjón? Okkur er frelsið heilög hug- sjón. Eigið þið börn og heim- ili? Við eigum börn og heimili. Liggja lík og særðir menn hjá ykkur eins og hráviði um allt? Svo er hjá okkur. Við biðjum Eisenhower að hjálpa okkur. Við biðjum ykkur öll um hjálp, hjálp, hjálp. Skotfæra- og matarbirgðir okkar eru á þrot- um. Það eina sem við eigum eftir er blóð okkar.“ En það kom engin hjálp. Blóðið hélt áfram að fljóta og 12. nóvember var búið að bæla uppreisnina niður. Flótta- mannastraumurinn jókst og þegar sovézka hernum tókst loks að loka öllum landamær- menn eins og hráviði______ Janos Kadar, sem Rússar settu í stað Imre Nagy í nóvember 1956. Kadar féll í ónáð og sat í fangelsi 1951—’53. Þá var hann endurreistur og gegndi lítilshátt- ar stöðu innan flokksins en komst fljótlega til vegs og virð- ingar á ný. Hann var ritari ung- verska kommúnistaflokksins þegar uppreisnin hófst. um voru 200 þúsundir manna flúnar. Um 25 þúsundir höfðu látið lífið. Tilraunin hafði mis- tekizt. — Ar. (lU’imildir: Morcunblaðið — TIh1 Observer — Al*) m Rússneskir herforingjar í Búdapest. Hann var harður Stalínisti og kom síðar í ljós að það var eftir símtal hans við Krúsjeff að ákvörðun var tekin um að kalla á vettvang sovézka her- inn. Bardagar héldu áfram og breiddust út um allt landið. Að kvöldi þess dags voru a.m.k. tíu þúsund manna fallnir í Búdapest einni. 26. október færðist sovézki herinn allur í aukana en þann dag gekk mikill hluti ung- verska hersins í lið með upp- reisnarmönnum. Bardagar héldu áfram að geisa, einkum í byggðarlögum þar sem sovézki herinn hafði tögl og hagldir, en Ungverjar höfðu margar borgir og svæði á valdi sínu. 27. október skipuðust veður í lofti. Uppreisnarmenn skutu Ernö Gerö, Imre Nagy mynd- aði nýja stjórn þar sem fimmtán kommúnistaleiðtog- um var meinuð þátttaka. A.m.k. tveir hinna nýju ráð- herra voru þekktir lýðræðis- sinnar. Bardagar héldu áfram. Að kvöldi næsta dags, sem var 28. október, var helzt útlit fyrir að bylting Ungverja hefði náð tilgangi sínum. Upp- reisnarmenn höfðu útvarps- stöðvar á valdi sínu og bæki- stöðvar kommúnistaflokksins voru víða brunnar til kaldra kola. Nagy skýrði frá því að Sovétmenn hefðu orðið við þeirri ósk að kalla her sinn á brott frá Ungverjalandi. í kjölfarið væru svo væntanleg- ir ánægjulegir atburðir, svo sem frjálsar kosningar og við- urkenning á starfsemi verka- lýðsfélaga. En þetta var aðeins lognið á undan storminum. I fjóra daga stóðu Ungverjar og um- heimurinn í þeirri trú að sjálfstæðisbaráttan hefði náð tilgangi sínum og að Ungverj- ar væru í rauninni að verða sjálfstæð þjóð. Sovézkar hersveitir voru að vísu enn í landinu en þær höfðu flutt sig frá borgunum og þokuðust að landamærunum. Bardögum var alls staðar lokið, þótt enn skærist í odda á stöku stað. Götuvirki og vegatálmanir voru á brott. Útgáfa frjálsra blaða var hafin. Hjól atvinnu- lífsins voru farin að snúast a ný. Endurbætur á stjórnkerf- inu voru að komast í fullan gang. Samt var loftið lævi bland- ið. Samningar stóðu yfir um endanlegan brottflutning Sov- ét-hersins. Fregnir bárust af því að Nagy hefði tilkynnt að Ungverjar væru hættir þátt- töku í Varsjárbandalaginu. Óljósar fregnir bárust af nýj- um herflutningum yfir landa- mærin. 2. nóvember gat eng- um dulizt að nýir ógnarat- burðir væru í nánd. I dagrenningu 4. nóvember Gatnamót í Búdapest í nóvember 1956. fór allt í bál og brand. 200 þús- und manna sovézkur her, bú- inn þúsundum skriðdreka og brynvagna, sprengjuflugvél- um og öllum öflugustu vígvél- um, gerði gífurlega atlögu að ungversku frelsishetjunum sem nú skyldu barðar niður, hvað sem það kostaði. Um leið og árásin mikla hófst, eða klukkan 5.20 um morguninn, flutti Imre Nagy þjóðinni þann boðskap í út- varpi að sovézkar hersveitir hefðu ráðizt á höfuðborgina í þeim tilgangi að steypa lög- mætri stjórn landsins. Það var í síðasta skiptið sem Imre Velmegun miðað við lífskjör öðrum austantjaldsríkjum ALDARFJÓRÐIINGI eftir uppreisn- ina í llngverjalandi glóir rauða stjarnan glaðhlakkalega uppi á þing- húsinu á bökkum Dónár. I stað sov- ézkra hermanna eru nú hjarðir út- lenzkra ferðamanna á götunum og í stað byssuhlaupa út um rifur skriðdreka gægjast nú forvitnisleg andlit út um rúður rútubíla í skoðun- arferðum um horgina. Janos Kadar er enn við völd í Ungverjalandi. Honum hefur tek- izt það sem annars staðar hefur mistekizt — að koma á þolanlegu þjóðfélagi undir stjórn kommún- istaflokks með Moskvu-stjórnina og Varsjárbandalagið að bak- hjarli. Um 40% atvinnulífsins eru í höndum einkaaðila og þriðjungur þjóðarframleiðslunnar kemur úr einkaf.vrirtækjum. I öllum löndum austantjalds er talað um að draga úr miðstýringu í atvinnulífinu en hvergi hefur það tekizt annars staðar en í Ungverjalandi. Lítið ber á andófsmönnum í landinu og þótt stjórnvöld eigi sér gagnrýn- endur hefur ekki verið að þeim veitzt svo heitið geti um árabil. Landsmenn hafa nóg að bíta og brenna og í verzlunum er talsvert um innfluttan lúxusvarning, svo sem japönsk hljómflutningstæki, franskar snyrtivörur og tízkufatn- að. Til eru menn — og þeir eru margir — sem halda því fram að velmegun Ungverja nú eigi rætur að rekja til uppreisnarinnar 1956. Þeir segja að í kjölfar hörmung- anna hafi vaknað með Ungverjum þrá eftir friði og einingu og þar sem tilraunin til að reka Sovét- menn af höndum sér hafi mistek- izt hafi hið rökrétta framhald ver- ið það að fara að öllu með gát og hætta ekki á að ofbjóða herraþjóð- inni öðru sinni, heldur leitast við að bæta lífskjör og lífsskilyrði með hægð og varkárni. Ungverjar fylgjast með þróun- inni í ’óllandi af áhuga sem er blandinn kvíða. Þeir óttast að því takmarkaða frelsi sem áunnizt hefur verði stífar skorður settar ef um þverbak keyri í Póllandi, ekki sízt ef Rauði herinn skerst þar í leikinn. Og þótt lífskjörin nálgist hvergi nærri það sem tíðkast í lýðfrjálsum nágrannaríkjum, eins og t.d. Austurríki, eru Ungverjar svo miklu betur settir en önnur kommúnistaríki að þar er hin við- tekna skoðun sú að Ungx’erjar hafi öllu að tapa en ekkert að vinna, dragi til alvarlegra tíðinda í Pól- landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.