Morgunblaðið - 24.10.1981, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981
Afrískt her-
lið til Chad?
FRANCOIS Mitterrand Frakk-
landsforseti hefur skorad á Ein-
ingarsamtök Afríku (OAU) ad
koma á laggirnar afrísku herlidi
til að skerast í leikinn í Mið-
Afríkuríkinu Chad í kjölfar
nýrra væringa í landinu.
Jean-Pierre Cot samstarfs- og
þróunarráðherra segir að forset-
inn hafi sent Daniel Arap Moi
Kenýaforseta, núverandi for-
manni OAU, skeyti með þessari
tillögu frá leiðtogafundinum í
Cancun, Mexíkó.
Mitterrand bað Moi forseta að
koma herliðinu á fót „án tafar" og
hét franskri aðstoð. Hann hét
efnahagslegri aðstoð og fjárhags-
aðstoð og einnig vistum, en ekki
herliði.
Cot ráðherra sagði að loforðið
væri í samræmi við ályktun sem
OAU samþykkti á fundi í Nairobi.
Hann benti á að Mitterrand-
stjórnin stæði við skuldbindingar
fráfarandi ríkisstjórnar Valery
Giscard d’Estaing forseta gagn-
vart Nígeríu og OAU um aðstoð í
Chad, þar sem bylting var gerð að
undirlagi Líbýumanna í fyrra.
— AP.
Fréttaskýring:
l.undúnum, 23. oklóbcr. Al'.
TV'EGCJA flokka kerfið, sem
rfkjandi hefur verid á Bret-
landi í sextíu ár, hefur runnið
skeið sitt á enda, ef marka má
stórsigur kosningabandalags
frjálslyndra og hins nýja jafn-
aðarmannaflokks í aukakosn-
ingum í Croydon í gær. Willi-
am Pitt úr flokki frjálslyndra
vann sæti sem íhaldsmenn
hafa „átt“ í 26 ár. Næstur að
atkvæðum varð frambjóðandi
íhaidsflokksins, en Verka-
mannaflokkurinn varð í þriðja
sæti.
Sérstaka athygli vekur að frá
því i síðustu kosningum hafa um
það bil jafnmargir íhalds- og
verkamannaflokkssinnar í þessu
kjördæmi misst trúna á gamla
flokkinn, og það þótt William
Pitt geti hvorki talizt sérlega til-
þrifamikill frambjóðandi né nýj-
ung. Pitt er gamall fallkandídat
í kjördæminu, hefur þrívegis
tapað kosningu. Croydon er ró-
legheitahverfi í norðvesturhluta
Lundúna, byggt þokkalega stæðu
millistéttarfólki sem hingað til
hefur ekki verið talið sérlega
nýjungagjarnt. íhaldsflokkurinn
og Verkamannaflokkurinn töp-
uðu báðir 20% af fylgi sínu frá
því í síðustu kosningum og bent
er á það að kosningabandalagið
kæmist til valda ef haldnar væru
þingkosningar nú og sagan
endurtæki sig um gjörvallt land-
ið. Margir telja þó vafasamt að
leggja of mikið upp úr úrslitun-
um í þessum einu kosningum.
Leon Britton, aðstoðarfjármála-
ráðherra og ötull stuðningsmað-
ur Thatchers og efnahagsmála-
stefnu stjórnarinnar lét svo um
mælt er úrslitin komu í Ijós, að
ASSOCIATED PRESS
William Pitt
öndinni léttar því að þeir óttuð-
ust mjög að óvinsældir ríkis-
stjórnarinnar gerðu það að
verkum að frambjóðandi þeirra
fengi fæst atkvæði.
í Verkamannaflokknum er lit-
ið á Croydon-kosninguna sem
ægilega niðurlægingu. Ekki eru
menn þar í flokki á einu máli um
ástæðuna fyrir þessum úrslitum,
en Michael Foot, formaður
flokksins, agði er hann heyrði
tíðindin: „Það eru fyrst og
fremst mistök okkar og áföll sem
eiga sök á því að við erum að
tapa.“ Aðrir kenna um þungum
fasteignasköttum Verkamanna-
flokksins sem hefur meirihluta í
aðalborgarstjórninni og enn eru
þeir sem telja að kjósendum sé
hjó jafnt á báóa bóga
„það hefði getað verið verra", um
leið og hann bætti því við að við
þetta væru hvorki Ihaldsflokk-
urinn netefnahagsvandræðin í
landinu úr sögunni. Víst er að
margir íhaldsmenn hafa varpað
farinn að ofbjóða hinn eindregni
vinstrisvipur á Verkamanna-
flokknum.
Vinnudeilur færast í
aukana í Frakklandi
ELLKFII af 12 alvinnuleysis-skrifstofum var lokað vegna verkfalla í París í
gær, truflun varð á járnbrautasamgöngum til norðurútborganna vegna að-
gerða viðgerðarmanna, ekkert lát varð á deilum í Renault-bílaverksmiðjun-
um og horfur eru á enn nýjum og harðnandi vinnudeilum í Frakklandi.
Stjórn Renault-verksmiðjanna
samþykkti eftir 2'k tíma vinnu-
stöðvun þúsunda starfsmanna að
ræða við verkamenn um kröfur
þeirra.
Verkfallið var til stuðnings
starfsmönnum Billancourt-verk-
smiðjunnar skammt frá París.
Verkbann var sett á starfsmenn-
ina þegar nokkrar vinnustöðvanir
höfðu stöðvað framleiðslu á R-4-
gerð fyrirtækisins.
Reanault-starfsmenn krefjast
styttri vinnuviku, lækkunar eftir-
launaaldurs og starfa handa 2.000
verkamönnum í Billancourt.
Kommúnistaleiðtoginn Georges
Marchais heimsótti Billancourt í
dag og sagði: „Hvernig er hægt að
skilja að á sama tíma og þjóðnýt-
ing er rædd á þingi sjáum við í
þessari deiiu hér, hjá Reanault,
óbilgjarna synjun um viðræður.
Það verður engin breyting nema
þið reynið að hjálpa ykkur sjálfir."
Ymis skæruverkföll að undan-
förnu hafa rofið fimm mánaða
vinnufrið eftir valdatöku Mit-
terrand-stjórnarinnar og afstaða
verkamanna virðist hafa harðnað.
Aðgerðirnar hafa ekki verið lang-
vinnar og útbreiddar nema hjá
Renault og ekki haft alvarleg
áhrif á efnahagslífið.
Þótt aðeins um 22% franskra
verkamanna séu í verkalýðsfélög-
um eru félögin sérstaklega áhrifa-
mikil hjá hinu opinbera og þau
geta valdið geysimiklum truflun-
um ef afstaða þeirra harðnar.
Alvarlegri tíðindi geta verið í
vændum á vinnumarkaðnum. Air
France hefur hafnað kröfum
hlaðmanna um 500 franka launa-
hækkun vegna 400-milljóna-
franka halla í fyrra. Bankamenn
gera sólarhringsverkfall í næstu
viku til að krefjast styttri vinnu-
viku og raunverulegrar kaupmátt-
araukningar og starfsmenn al-
mannatrygginga fyrirhuga eins
dags vinnustöðvun. — AP.
> * y bL i v
Þetta eru aðeins fjögur börn úr hópi hundraða sem hafa verið tekin af lífi og sett í fjöldagrafír í íran á nokkrum
vikum. Talið frá vinstri: Mohamad, Majid, Nadim, Razieh.
— Börn tekin af lífi á
kostnað foreldranna
ÞESSI BÖRN voru í „styrjöld gegn guði“ og höfðu því glatað réttin-
um til að lifa. Þau voru á aldrinum 10—14 ára og voru meðal þeirra
milli 2 og 3 hundruð barna sem var stillt upp við múrinn í hinu
alræmda Evin-fangelsi, en lík þeirra fundust á dögunum í fjöidagröf
skammt suður af Teheran. Myndirnar og upplýsingarnar eru komnar
frá Mudjaheddin andstöðuhreyfingunni, sem börnin voru sökuð um
aðild að. Sakargiftir á hendur þeim og öðrum börnum og unglingum,
sem hlotið hafa sömu örlög eru óljósar. Sum eiga að hafa tekið þátt í
mótmælaaðgerðum gegn stjórn Khomeinis ayatollah, önnur eiga að
hafa rægt Khomeini, enn önnur eru sökuð um guðlast, þátttöku í
ólöglegum leynifundum og óviðurkvæmilega framkomu við bylt-
ingarverði sem svo eru nefndir.
Korchnoi hélt jöfnu
Þegar tekið var til við að tefla 8.
einvígisskákina kom í Ijós að
Korchnoi átti í öllu meiri erfiðleik-
um en sumir skákskýrendur gáfu
til kynna. Keppendur léku fyrstu
leikina mjög hratt sem vænta
málti því að báðir hafa þeir harð-
snúið lið aðstoðarmanna. Karpov
tefldi grcinilega til vinnings en
Korchnoi varðist vel og hélt jöfnu.
I 80. leik sömdu keppendur jafn-
tefli enda gat Korchnoi þá þvingað
fram jafntefli á einfaldan hátt.
Staðan í einvíginu er því óbreytt,
.‘I—1 fyrir Karpov. Hvað sem bolla-
leggingum um stöðuna í einvíginu
líður er Ijóst að báðir aðilar verða
að sína meiri tilþrif, þó ekki væri
nema af tilliLssemi við skákáhuga-
menn víðs vegar um heiminn.
41. - Ha8, 42. f4 - exf4, 43. gxf4
— Rb6, 44. Bf3 — Hd8, 45. Be2 —
Re4, 46. Ha7 — Hd7. Að sjálf-
sögðu ekki 46. — Re6, 47. f5 og
vinnur lið. 47. Kd2 — Re6. Svart-
ur notar tækifærið og þvingar
fram hrókakaup. 48. Hxd7 —
Bxd7, 49. Bg4 — g6, 50. f5 — gxf5,
51. Bxf5 — Kg7.
Skák
52. — e5! Þessi leikur skapar
svörtum erfið vandamál því að
nú nær hvítur að mynda sér
hættulegt frípeð á e-línunni. —
Rf8. Eftir 52. - h6? 53. Rg4!
hrynur svarta staðan. 53. Bxd7
— Rxd7, 54. e6 — Rbd6, 55. Rf4.
Eftir 55. Rf5+ - Kf8, 56. Rd4 -
Rd5 bægir svartur hættunni frá.
Jóhannes Gísli Jónsson
— Kf8, 56. Kd3 — Rc8, 57. Rg4 —
Ke7, 58. Rh6 — Kd6. Nauðsyn-
legt vegna hótunarinnar 59.
Rg8+, 59. Kd4. Annar möguleiki
var 59. Rf5+ - Ke5, 60. e7 -
Rxe7, 61. Rxe7 - Kxf4, 62. Rxc6
en hæpið er að hvítur hagnist á
þessu. — Re7, 60. RI7+ — Kc7,
61. Rh5 — c5+. Einfaldasta
lausnin á vandamálum svarts.
62. bxc5 — Rc6+, 63. Ke3, 63.
Kd5?? — Rxc3 mát gæti kallast
óvænt endalok! — Rxc5, 64. Rxf6
— Rxe6, 65. h5. Ekkert liggur á
að taka h-peðið sem er alltaf
dauðans matur. — Rf8. Verkefni
svarts er nú að fórna riddurum
sínum fyrir frípeð hvíts og fá
upp fræðilega jafnteflisstöðu
með kóngi á móti 2 riddurum. 66.
Ke4 — Kb6, 67. Rg5 — h6, 68. Rf7
— Re6, 69. Re8. Leikið til að
koma í veg fyrir 69. — Rg7. —
Rc5+, 70. Kc3 — Ra4, 71. Kd2 —
b4, 72. cxb4 — Rxb4. Eftir þessi
uppskipti er jafnteflið í höfn sbr.
skýringar við 65. leik svarts. 73.
Rxh6 - Rc5, 74. Rf5 — Rd5, 75.
h6 — Re4+, 76. Kd3 — Rg5, 77.
Kd4 — Kc6, 78. Rfg7 — Re7, 79.
Rf6 — Rg6, 80. Rf5.
Hér urðu keppendur ásáttir
um jafntefli enda getur svartur
þvingað þau úrslit fram með 80.
- Rf7, 81. h7 - Rg5, 82. Re7+ -
Kb7. Lokastaðan verðskuldar
stöðumynd.
Greinilega falla þessi börn
undir skilgreiningu yfirböðuls
Khomeinis, Gilani nokkurs,
sem hvað eftir annað hefur
bent á það opinberlega að kyn-
þroski sé rétt viðmiðun varð-
andi sakhæfi þegnanna. Gilani
túlkar lögmál Islams svo að
stúlkur verði kynþroska níu
ára að aldri en drengir þegar
þeir eru fjórtán ára. Börn á
þessum aldri eru sem sagt tal-
in eiga að svara til ábyrgðar
fyrir gjörðir sínar, jafnvel
með því að láta lífið.
Foreldrar barnanna fá ekk-
ert að vita um það hvað komið
hefur fyrir þau fyrr en þeim
berst reikningur frá Evin-
fangelsinu fyrir flutning á
fanganum í fangelsið, kostnað
við réttarhöld og kostnað við
aftökuna. Fjöldi foreldra læt-
ur sér ekki nægja að bíða eftir
reikningunum heldur flykkist
að Evin-fangelsinu til að lesa
lista dagsins yfir þá sem hafa
verið líflátnir. Flesta dagá eru
milli 50 og 100 nöfn á listan-
um. Metið er 103 nöfn á einum
degi. Aður en dómur klerka-
veldisins fellur gefst sakborn-
ingum enginn kostur á að
verja sig eða bera fram máls-
bætur. Þegar bezt lætur fara
fram færibandaréttarhöld
sem taka örfáar mínútur. Og
þeir sem hafa verið svo
óheppnir að vera staddir í
námunda við einhverja mót-
mælendur skulu gjalda fyrir
það með lífi sínu — jafnvel
þótt þeir séu aðeins börn að
aldri.