Morgunblaðið - 24.10.1981, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981
23
Hluti rádstelnugesta í fundarsalnum í Yalhöll.
snerta ísland. Það væri t.d. ekki
óeðlilegt, að íslendingar færu
fram á, að herafli sá, sem ætti að
hafa afnot af landinu í ófriði, æfði
hér hlutverk sitt, þ.á m. liðs- og
birgðaflutninga til landsins.
Þannig gætu íslensk stjórnvöld
fengið að kynnast þeim vandamál-
um, sem þessu væru samfara. Við
þurfum einnig að efla öryggi í
landinu inn á við og hugleiða,
hvernig við brygðumst best við
hugsanlegum styrjaldarátökum.
Og við þurfum að kanna rækilega,
hvort íslendingar geti sjáfir á ein-
hvern hátt tekið meiri þátt í vörn-
um landsins en þeir gera nú.
Minnumst þess og, að í 75. gr.
stjórnarskrárinnar er sérhverjum
vopnfærum manni beinlínis lögð á
herðar sú skylda að taka þátt í
vörnum landsins. Við megum ekki
festast í þeirri hugsun, að herleysi
íslands leysi okkur undan þeirri
frumskyldu allra ríkja að gæta ör-
yggis borgaranna. Við höfum kos-
ið vegna fámennis og annarra að-
stæðna að vera í gagnkvæmu
bandalagi við aðrar þjðir til trygg-
ingar á öryggi okkar. Framlag
okkar til þessa bandalags er
margþætt og mikilvægt. Okkur
ber skylda til að standa við
'skuldbindingar okkar bæði gagn-
vart öðrum og ekki síst gagnvart
sjálfum okkur. Við höfum tekið
afstöðu og vaiið leið, hana skuum
við ganga og með opin augun."
Samskipti við
þróunarlöndin
I erindi sínu um samskpti við
þróunarlöndin sagði Geir H.
Haarde, hagfræðingur, meðal
annars:
íslendingar hafa verið virkir í
ýmiss konar alþjóðlegu samstarfi
allt frá stríðslokum og því m.a.
haft góða aðstöðu til að fylgjast
með þróun umræðna um vanda
þróunarlandanna á t.d. vettvangi
Sameinuðu þjóðanna og sérstofn-
ana þeirra frá upphafi. íslend-
ingar hafa einnig átt aðild að þeim
stofnunum helztum, sem um þró-
unaraðstoð hafa fjallað og hana
veitt, m.a. Alþjóðabankanum og
Þróunarhjálp Sameinuðu þjóð-
anna, þótt svo að við höfum í raun
fremur verið þar þiggjendur en
veitendur allt fram á síðasta ára-
tug.
En það er ef til vill réttast að
spyrja fyrst þeirrar spurnipgar,
hvað okkur komi þessi vandi
þróunarlandanna við, áður en
spurt er að því, hvað við getum
gert til að hjálpa til við að leysa
hann.
Svarið við fyrri spurningunni er
í raun afar einfalt ef þess er leitað
á siðfræðilegum grundvelli og á
grundvelli þess kristilega boð-
skapar að sælla sé að gefa en
þiggja. Sé á sama hátt leitað til
sögulegrar hefðar íslendinga fyrir
aðstoð við lítlmagnann er svarið
einnig einfalt og hið sama: Okkur
ber skylda til að gera það sem við
getum til að koma í veg fyrir að
sambýlisfólk okkar hér á þessari
plánetu svelti eða líði skort á ann-
an hátt.
Þetta svar er í raun og veru al-
veg nægilegt. En það er hægt að
komast að sömu niðurstöðu með
því að nálgast vandann frá öðrum
sjónarhóli, þ.e. sjónarhóli lang-
tímaefnahagslegra hagsmuna
okkar sjálfra.
Ástæðulaust er að eyða miklu
rúmi í að útskýra þetta, svo aug-
Ijóst sem Jiað er eftir nokkra um-
hugsun. Islendingar eru í hópi
þeirra þjóða, sem hvað mest eru
háðar viðskiptum við önnur lönd.
Þó ekki væri nema vegna útflutn-
ingshagsmuna okkar sjálfra þegar
fram í sækir er það skynsamlegt
að leggja okkar af mörkum til að
gera þróunarlöndunum kleift að
kaupa útflutningsvörur okkar síð-
ar meir.
En þetta tengist óneitanlega
þeirri skyldu okkar í þessu sam-
bandi að standa vörð um við-
skiptafrelsið á alþjóðavettvangi.
Hagsmunir okkar og þróunarland-
anna fara alveg saman í þessu
efni, eins og ég hef rakið. Allir
sem eiga mikið undir utanríkis-
viðskiptum, eiga mikið undir því
að alþjóðlegt viðskiptafrelsi sé
ekki skert, með innflutningstak-
mörkunum, tollahindrunum eða
öðrum slíkum tálmunum. Og við
megum ekki vera svo skammsýnir,
íslendingar, að halda, að okkur en
ekki öðrum eigi að leyfast að
tálma innflutning, þegar okkur
hentar. Slíkar tálmanir koma öll-
um í koll, þegar til langs tíma er
litið. Með þvi að standa vörð um
þetta atriði gerum við þróunar-
löndunum mikið gagn, þótt óbeint
sé.
Við eigum á sama hátt að beita
þeim litlu áhrifum, sem við höfum
á alþjóðavettvangi, til þess að efla
stuðning við þróunarlöndin en þó
á þann hátt að ekki verði vikið frá
grundvallaratriðum er varða
viðskipta- og athafnafrelsi ...“
Orkumál
Ágúst Valfells, verkfræðingur,
ræddi um orkumál á alþjóðlegum
og innlendum vettvangi og sagði
meðal annars um ísland og
orkukreppuna:
„Þar sem fluttur en inn u.þ.b.
helmingur af þeirri orku, sem
landsmenn nota, i formi olíuvara á
því sem næst OPEC verði, hefur
stígandi verð á olíu komið illa við
þjóðarbúskapinn. Trúlegt er að
rekja megi a.m.k. 20% af verð-
bólgunni hér á landi árið 1980 til
tvöföldunar olíuverðsins. Enn-
fremur er trúlegt að sú staðreynd
að olíuverð á heimsmarkaði hefur
lítið hækkað þetta árið, eigi sinn
þátt í að dregið hefur úr innlendri
verðbólgu.
Allur eldsneytisinnflutningur
Islendinga samsvarar um það bil
6,4 Terawattstundum á ári í
orkumagni. Til samanburðar má
geta þessað óvirkjuð fallvatnsorka
á íslandi er um 25 TWst/ári og
óvirkjuð hitaorka e.t.v. yfir 100
TWst./ári. Nú er raforka úr fall-
vatnsvirkjunum ódýrasta rafork-
an í framleiðslu og jarðgufa ódýr-
asti varmaorkugjafinn. Því er
engin ástæða fyrir því að íslend-
ingar þurfi að vera með nettó inn-
flutning á orku. Það er ekki þar
með sagt að ekki yrði áfram flutt
inn olía, einungis að meira en
samsvarandi magn af orku yrði
flutt út. Að vísu kæmi innlend
eldsneytis-framleiðsla tæknilega
til greina, en trúlega yrði verð á
þannig eldsneyti um það bil tvö-
falt OPEC verð, nema því aðeins
að það yrði rekið í tengslum við
kísil eða kísiljárnframleiðslu og
notaði kolmonoxýð frá þeirri
vinnslu sem ella færi í súginn.
(Mór kæmi til greina sem innlend-
ur kolefnisgjafi í tilbúið eldsneyti
en gæfi ekki ódýrara eldsneyti
heldur en ef innflutt kol væru not-
uð.)
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að orkan verður hagkvæm-
ust flutt út í formi unninnar vöru,
þar sem verðmæti orkunnar sem
fór í vinnsluna er stór bluti af
lokaverðmæti vörunnar. í þannig
framleiðslu höfum við mest for-
skot vegna hinnar ódýru orku og
söndum best að vígi. í stuttu máli
er orkufrekur efnaiðnaður besta
leiðin til að koma orkunni í verð.
Auk þess að koma orkunni í verð
gerir slik stóriðja það mögulegt að
afla gjaldeyris fyrir vinnu þeirra
er við hana starfa og verksmiðj-
una reisa.
Hér ætti að geta risið efnaiðn-
aður sem nýtti stóran hluta af
óvirkjuðum fallvötnum og jarð-
hitalindum landsins og veitti
a.m.k. 5000 ný atvinnutækifæri.
Við höfum þegar hafið göngu á
þessari braut. Mestar voru fram-
kvæmdir í lok síðasta áratugs en
síðan hefur verið slakað á.
I. NNNNNNNNNO)
Eftri myndin sýnir t.d. hvernig
árleg viðbót í raforkuframleiðslu
hefur dalað síðastliðinn áratug.
Fróðlegt er að sjá, að líti menn á
hagvöxtinn á sama tímabili (neðri
myndin) fylgir hann mjög svipuð-
unf ferli. Þetta er ekki svo undra-
vert þegar haft er í huga sam-
bandið milli þjóðartekna og
orkunotkunar.
Margar greinar stóriðju krefj-
ast innflutnings á hráefnum ann-
ars staðar frá, tækniþekkingu sem
okkur vantar, og sölu á mörkuðum
þar sem þegar eru söluaðilar fyrir
í þessum greinum. Því er skyn-
samlegt að hafa samvinnu við er-
lenda aðila þar sem það er hag-
kvæmt.
Sumar verksmiðjur gætu verið
alveg í eigu landsmanna aðrar al-
veg í eigu erlendra aðila og sumar
í sameign. Re.vndar virðist engin
þörf á að setja reglur um þau
hlutföll heldur gefa almenningi
kost á að hafa beinan hag af því að
kaupa hlutabréf í fyrirtækjunum.
Þá myndi almenningur ákveða
eignaraðildina en ekki stjórn-
málamenn. Mikið hefur verið rætt
um möguleikana fyrir fjölþjóða
fyrirtæki sem hefðu hluta af
starfsemi sinni hér á landi að
haga fjármálum svo, að enginn
gróði myndist af rekstrinum inn-
anlands. Draga má úr áhrifum af
þessu með því einfalda ráöi að
leyfa íslenskum almenningi (þ.e.
alþýðu) að kaupa hlutabréf í er-
lendu fyrirtækunum líka, ekki
bara dótturfyrirtækum hérlend-
is.“
Alþjóðleg hug-
myndafræðiátök
Eftir að Einar K. Guðfinnsson,
stjórnmálafræðingur, hafði lagt
áherslu á það, hve gífurlegur mun-
ur væri á hugsunarhættinum fyrir
austan og vestan járntjald, og
hann starfaði einfaldlega af mis-
munandi siðfræði að baki stjórn-
málakerfunum, sagði hann:
„Þeir eru vissulega til sem vilja
sem minnst gera úr þessum hug-
myndafræðilega mismun. Her-
stöðvaandstæðingar hér á landi
leggja til dæmis þjóðfélagskerfi
Vesturlanda og kommúnismann
að jöfnu. Það gera líka skoðana-
bræður þeirra í öðrum löndum.
Einn þeirra Edward P. Thompson,
sem er fyrirmynd og hetja and-
stæðinga vestrænnar samvinnu á
Vesturlöndum, hefur ritað margar
greinar og flutt fjölda fyrirlestra
þar sem hann hefur haldið fram
rökum þeirra er vilja einhliða af-
vopnun Vesturlanda. I grein er
hann ritaði fyrir sjö árum í hið
kunna fræðirit sósíalista, Socialist
Register, gerði hann grein fyrir
málstað sínum. I ritgerð þessari er
að finna ýmis af þeim meginsjón-
armiðum er liggja að baki barátt-
unni fyrir einhliða afvopnun Vest-
urlanda. Það er því ástæða til að
dvelja við þær nokkra stund.
í fyrsta lagi segir Thompson að
fráleitt sé að dæma hið sovéska
þjóðfélagskerfi eins og menn á
Vesturlöndum geri. Fimmtíu ár í
sögu þjóðar er ekki langur tími,
segir hann. Rétt er það. En fimm-
tíu ár eru drjúgur hluti af ævi
manns.eins og Kolakowski benti á
í svari við grein Thompsons. Og
fyrir þær ótöldu milljonir sem
drepnir hafa verið af sovétstjórn-
völdunum, eru svona rök til lítils.
Og spyrja má á móti, hvað þarf
mörg ár til að dæma herforingja-
stjórnina í Chile? Ættum við að
bíða í eina öld áður en við kveðum
upp úr um mannréttindabrotin
sem eru framin dag hvern?
Thompson er þeirrar skoðunar
að Sovét-kommúnisminn sé bara
óheppilegt slys, sem hent hafi eft-
ir að Lénín lést. Hryllinginn megi
rekja til Stalíns. Lénín hafi ekki
átt neinn hlut að máli heldur
haldið mannréttindum í heiðri.
Bergmál þessara fullyrðinga heyr-
um við oft hér uppi á Islandi. En
þvílík fásinna! Enn kalla ég til
vitnis Kolakowski, sem sagt hefur
um þess konar fullyrðingar: „Hvað
er átt við með því að kommúnism-
inn hafi sýnt á sér hina mann-
eskjuiegustu hlið á milli áranna
1917 og 1920? Er átt við það að
re.vnt var að stjórna heilu hag-
kerfi í gegnum lögreglu og her,
sem endaði með almennri hung-
ursneyð, eða er átt við það þegar
hundruðum bændauppreisna var
drekkt í blóði bændanna ... Eða
er kannski átt við kúgun á kirkj-
unni, eða Kronstadt byltinguna?"
En Edward P. Thompson er
ekkert einsdæmi. Minnumst þess
að hann er í senn fyrirmynd og
persónugervingur þeirra „friðar-
gangna“ sen nú eru farnar um
Evrópu þvera og endilanga. Hann
á málsvara í flestum löndum
Vestur-Evrópu sem spara hvorki
tíma, fé né erfiði til að bergmála
svipaðar raddir, í sínum eigin
þjóðlöndum.
Og á sama tíma og reynt er að
draga fjöður yfir misgjörðir
marxistanna í Austur-Evrópu,
hafa andstæðingar vestræns varn-"
arsamstarfs gert sitt besta til að
grafa undan siðgæðisvitundinni á
Vesturlöndum. Vinstri sinnar
setja alla jafna stórt spurningar-
merki fyrir aftan, þegar talað er
um „vestrænt lýðræði“ eða „hinn
frjálsa heim“. „Frelsi," segja þeir.
„Hvers konar frelsi viðgengst eig-
inlega á Vesturlöndum? Það er
tómt pjátur."
Rétt afstaða
Björn Bjarnason, formaður
málefnanefndar Sjálfstæðis-
flokksins um utanríkismál, sleit
ráðstefnunni með ræðu og sagði
meðal annars:
„Við hófum þessa ráðstefnu með
því að hlusta á erindi um lýðveld-
isstofnunina og fyrstu skref ís-
lendinga í utanríkismálum og luk-
um fundi okkar með því að fjalla
um hugmyndafræðileg átök á al-
þjóðavettvangi. Þar á milli hlýdd-
um við síðan á fróðleg erindi um
einstaka þætti utanríkismálanna,
sem við þurfum að taka afstöðu til
í daglegri önn, ef þannig má að
orði komast, en verðum þó að
skoða í víðu og sögulegu samhengi,
ef vel á að fara. Umgjörðin var og
er sjálfstæðisbaráttan annars
vegar og hugmyndafræðilega bar-
áttan hins vegar. Við höfum
kynnst því á fundum okkar, að
sjálfstæðisbaráttunni lauk alls
ekki með lýðveldistökunni 17. júní
1944, fyrir okkur nútímamenn
hófst þessi barátta í raun og veru
þá. Fyrir 36 árum stóðu sjálfstæð-
ismenn frammi frir helsta hug-
myndafræðilega andstæðingi sín-
um grímulausum. Sameiningar-
flokkur alþýðu — sósíalistaflokk-
urinn þorði á þeim tíma að játa
Kremlverjum hollustu sína opin-
berlega, en nú blótar Alþýðu-
bandalagið á laun. Baráttan fyrir
því að tryggja stöðu íslands í vá-
lyndri veröld, þar sem oft er talað
um smáríkin sem peð á taflborði
stórveldanna í austri og vestri
heldur áfram og henni lýkur ekki í
f.vrirsjáanlegri framtíð. F.vrir
frumkvæði sjálfstæðismanna hafa
Islendingar þorað að taka afstöðu
og ég held að niðurstaða okkar hér
að loknum þessum umræðum
hljóti að vera sú, að við höfum
tekið rétta afstöðu.
Við höfum hlýtt á efnahagsrök,
er hníga öll að því, að náin sam-
skipti við aðrar þjóðir eru for-
senda mannsæmandi lífskjara á
Islandi. Við höfum fengið grein-
argóða lýsingu á landhelgisbarátt-
unni, sem minnir okkur á það, að
ekkert vinnst nema hagsmunanna
sé gætt til hins ýtrasta, en þó
haldið þannig á málum, að þá
fyrst komast þau í heila höfn þeg-
ar hyggindi og festa ráða ferðinni
og í sömu andrá var það sagt, að
mesti stjórnmálasigur íslendinga
í utanríkismálum hefði unnist
með útfærslunni í 200 sjómílur.
Við höfuin kynnst því, að hlutur
okkar íslendinga í samskiptum við
þróunarlondin hefur verið rýr og
þar er nauðsynleg að standa betur
að málum en hingað til, í því efni
hljóta að verða gerðar kröfur til
Sjálfstæðisflokksins, sem mótar
stefnu sína á frjálslyndum mann-
úðarviðhorfum. í orkumálum bíða
okkar stórverkefni, átök, þar sem
flokkur okkar verður að sækja
fram af djörfung og festu, og sjón-
armið hans njóta stuðnings um
land allt. En raunsæ byggðastefna
verður í raun beinn þáttur í mótun
si.ynsamlegrar utanríkisstefnu.“