Morgunblaðið - 24.10.1981, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAIJGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981
29
Séra Björn Björnsson
prófastur - Minning
Það var ekki fjölmennur stúd-
entahópur sem útskrifaðist frá
Menntaskólanum á Akureyri vorið
1936, aðeins 19 manns. En það var
eigi að síður fjölbreytilegur hópur,
ólíkir menn á ýmsum aldri, sumir
innan við tvítugt, aðrir hálfþrítug-
ir vel það, margir langt að komnir
úr nær ótrúlega mörgum lands-
hornum. vestan úr Breiðafjarðar-
eyjum, Barðastrandarsýslu og ísa-
fjarðarsýslu og Húnavatnssýslu,
norðan úr dölum og austan af
fjörðum, sunnan úr Reykjavík, að
ógleymdum Eyjafirði og sjálfri
Akureyri. Sundurleitur hópur við
fyrstu sjón og kynni, en samstillt-
ir í vináttu og vongleði þegar leið-
ir skildu og hver fór sína braut.
Nú hverfa þeir af sjónarsviði einn
og einn, góðu gömlu félagarnir, og
minningarnar koma, ljúfar en
tregablandnar. Gömul saga, göm-
ul reynsla, en þó alltaf ný og söm
við sig. Að þessu sinni er úr hópn-
um kvaddur séra Björn Björnsson,
fyrrum prófastur í Skagafjarð-
arprófastsdæmi.
Æviatriði séra Björns eru í
stuttu máli þau sem nú skal
greina. Hann fæddist 7. maí 1912 í
Fremri-Gufudal í Austur-Barða-
strandarsýslu. Foreldrar hans
voru Björn Björnsson bóndi þar,
ættaður frá Gröf í Gufudalssveit
en í móðurætt af Arnardalsætt
vestra, og kona hans Sigríður
Jónsdóttir frá Djúpadal í sömu
sveit, systurdóttir Björns Jónsson-
ar ráðherra, hins þjóðkunna
manns. Séra Björn hóf nám í
Menntaskólanum í Reykjavík, en
gerði hlé á námi sínu til þess að
leggja foreldrum sínum lið í
þungri sjúkralegu móður hans.
Eftir lát hennar brá faðir hans búi
og Björn tók aftur til við nám sitt,
en hélt nú til Akureyrar og þar
tók hann stúdentspróf vorið 1936.
Hann var prýðilegur námsmaður
og hneigðist hugur hans í önd-
verðu mest að stærðfræðilegum
greinum. Eigi að síður hafði hann
þegar fyrir stúdentspróf afráðið
að leggja stund á guðfræði og ger-
ast prestur og var okkur vel kunn-
ugt um það. Embættisprófi í guð-
fræði lauk hann með sóma við Há-
skóla Islands í ársbyrjun 1940, og
má af því ráða að honum sóttist
námið greiðlega enn sem fyrr.
Hann var settur prestur í Viðvík-
urprestakalli 3. júní sama ár og
veitt það árið eftir. Á skólaárun-
um á Akureyri kynntist hann
Emmu Hansen frá Sauðárkróki og
22. júní 1940 gengu þau í hjóna-
band. Heimili sitt stofnuðu þau á
Vatnsleysu í Viðvíkursveit, sem þá
hafði verið gerð að prestssetri. Á
Vatnsleysu áttu þau heima til
1953, þegar Hólar í Hjaltadal voru
Fædd 24. febrúar 1893
I)áin 15. október 1981
Eins og rökkrið færist yfir, eins
kemur aftur bjartur morgunn og
nýr dagur á jarðlífsins braut. Eins
og blær harms og saknaðar kemur
snögglega inn á hugdjúpsins svið,
eins getur blær trúarinnar kveikt
nýtt Ijós og nýja von á þungri
stund sorgarinnar. Guðrún Krist-
jánsdóttir, sem nú hefur kvatt
sinn jarðneska ævidag, hafði þá
trú að á bak við skammvinna
stund jarðlífsins væri öllum búið
nýtt og bjart tilverusvið. Enn-
fremur tók hún vel eftir þeirri
tónlist og þeim ljóðum sem ná til
tilfinninganna. Hún vitnaði oft í
sálm Davíðs „Ég kveiki á kertum
mínum við krossins helga tré“ og
vitnaði einnig í marga sálma eftir
Valdimar Briem. Húsið við Fálka-
götuna var þess vegna sá staður
þar sem yfirborðskennd og lítils-
virðing var ekki til. Minningin frá
því heimili og þeim liðnu árum
verður björt mynd sem ekkert
orðnir að prestssetri í hinu gamla
Viðvíkurprestakalli. Þangað flutt-
ist nú séra Björn með fjölskyldu
sína. Má segja að með komu hans
þangað yrðu nokkur tímamót í
kirkjusögu Hóla, því að þá hafði
ekki prestur verið á hinu forna
helgisetri síðan 1862, þegar séra
Benedikt Vigfússon lét af
prestsskap. Á Hólum sat séra
Björn upp frá þessu og varð pró-
fastur i Skagafjarðarprófasts-
dæmi frá 1959.
Á seinni árum sínum á Hólum
kenndi séra Björn alvarlegs
heilsubrests sem ágerðist jafnt og
þétt og skerti lífsfjör hans og
starfsþrek. Hann lét þó ekki und-
an síga fyrr en í fulla hnefana,
heldur þjónaði söfnuðum sínum
með sinni miklu skyldurækni með-
an þess var nokkur kostur. En hér
varð að lokum við ofurefli að etja,
og þar kom árið 1976 að hann
hlaut að láta af embætti sínu.
Hafði hann þá þjónað sama
prestakalli frá upphafi prestskap-
ar síns eða samtals í 36 ár. Síðustu
árin bjuggu þau séra Björn og
Emmma í Reykjavík og þar lést
hann hinn 9. október síðastliðinn.
I dag er hann til moldar borinn að
Hólum í Hjaltadal.
Með séra Birni Björnssyni eig-
um við á bak að sjá góðum dreng
og vönduðum manni til orðs og
æðis, manni sem hlýddi köllum
sinni og rækti embætti sitt með
heiðri og sóma. Man ég það frá
æskuárum að hann var glaður og
góður féiagi, prúður maður og
gamansamur eins og vel við átti,
en þó duldist ekki að þar fór
alvörumaður, gjörhugulli á veg og
vanda mannlegs lífs en gengur og
gerist um unga menn. Hann var
gáfaður maður og hneigður fyrir
andlega hluti, en heimshyggja og
veraldarvafstur var að sama skapi
fjarri eðli hans. Þótt bóndasonur
væri var hann ekki gefinn fyrir
búskap, en vildi þó vera prestur í
sveit fremur en kaupstað. Má því
með sanni segja að Hólar í Hjalta-
dal væru við hans hæfi, enda
kunni hann vel að meta staðinn og
það andrúmsloft sögu og kristni-
halds sem um hann leikur. Þaðan
hlaut hann þó að hverfa fyrir ald-
ur fram og sársaukalaust var það
ekki. En bót var í máli að á Hólum
átti hann hamingjurík ár meðan
hann var enn heill heilsu, og
bjartar minningar tók hann með
sér þaðan.
Séra Björn var einlægur
trúmaður og gekk sannur og heils
hugar í þjónustu kirkjunnar.
Hann hafði þá eiginleika til að
bera sem löngum hafa þótt prýða
góðan sóknarprest. Hann vandaði
vel allar ræður sínar, var ágætur
óhreint fellur á. Guðrún heitin sá
sólarupprás bernsku sinnar á
fögrum stað vestur á Breiðafirði í
hinni litríku E.vrarsveit. Hún sá
líka sólarlag hins jarðneska ævi-
dags í nálægð við annan fjörð þar
sem hennar dvöl var orðin um það
bil sextíu ár, þó að blær sorgar-
innar kæmi inn á heimilið þegar
maður hennar, Bjarni, féll frá þá
var samt áfram bjart yfir öllu.
Synir hennar voru í nálægð. Sá
elsti þeirra fór ekkert burt, og trú-
arvissan var það ljós sem lýsti upp
fram á hinsta kvöld hins jarðn-
eska ævidags. Nú hefur hún kvatt,
en eftir stendur björt og hrein
minning. Ég votta eftirlifandi son-
um og öðru venslafólki mína sam-
úð og hluttekningu.
Ilin lanjia |»raul er lidin
nú loksins hlauslu friúinn
oj» alll vr ordid rólt.
Nú sa ll or siKur unninn
og sólin hjörl upprunnin
á hak vió dimma dauóans nótt.
Valdimar Kriom.
Þorgeir Kr. Magnússon
prédikari, og veit ég það af sjálfs
mín kynnum, en þó einkum um-
mælum margra Skagfirðinga, sem
einum rómi hafa dáðst að ræðu-
mennsku hans. Hann hafði bjarta
og fagra söngrödd og öll prests-
verk fóru honum vel og hátt-
víslega úr hendi með framkomu
hins einlæga manns og nærgætna
sálusorgara. Ég tel mig vita fyrir
víst að söfnuðir hans í Skagafirði
minnast langrar þjónustu hans
við þá með þakklæti og virðingu.
Séra Björn var ekki einn hinna
háværu og umsvifamiklu í þjóðfé-
laginu, tranaði sér hvergi fram og
dró sig lítt fram til mannvirðinga.
En virðingin kom til hans fyrir
verðleika ótilkvödd af hans hálfu.
Hann fylgdist vel með þjóðmálum,
en það kæmi mér á óvart ef hon-
um hefur nokkurntíma dottið í
hug að láta þar til sín taka í verki.
Hans vettvangur var annar og þar
var ærið mannsverk að vinna.
Hann var prestur og einnig kenn-
ari oft og tíðum. Hvortveggja átti
vel við skaplyndi hans, til slíkra
starfa var köllun hans í æsku og
við það stóð hann á manndómsár-
um, og er þá vel lifað.
Séra Björn bjó við hamingju-
samt einkalíf, átti mikilhæfa konu
og fjögur velgerð börn. Við bekkj-
arsystkin hans og aðrir sem vænt
þótti um hann, hugsum nú til
Emmu og þökkum henni fyrir það
sem hún var honum og þó mest
hvernig hún bar með honum þann
kross sem á hann var lagður hin
síðustu æviár hans. Vinarhugur
okkar og þökk fylgja Birni frá
Gufudal inn á land hinna lifendu,
sem hann þegar á skólaárum og
alla tíð síðan trúði svo staðfast-
lega að biði okkar allra. Enda láti
nú Guð honum raun lofi betri.
Krislján Kldjárn
Séra Björn Björnsson, fyrrum
prófastur að Hólum í Hjaltadal,
virtist mér jafnan líkari þeim
mönnum helgum, sem eiga óðal
sitt á hitnni, en þeirri manngerð
sem oftast ber fyrir sjónir í ver-
aldarsollinum hlaupandi í blindni
eftir þeim auði sem mölur og ryð
granda. Engum manni hef ég
kynnst sem veraldarvafstur og
bjástur var jafnfjarri sem honum,
engum sem var jafneðlilegt að
koma í hvívetna þannig fram að
ekki væri á annarra hlut gengið,
engum sem var óeigingjarnari eða
betri. — Hann var flestum
mönnum hógværari og hlédræg-
ari. Ef til vill olli hlédrægnin því
að gáfur hans og hæfiieikar féllu
stundum í skugga.
Séra Björn var maður djúpvit-
ur. í afmælisgrein um annan
mann sagði stílsnillingurinn séra
Guðmundur Óli Ólafsson í Skál-
holti fyrir fáum vikum: „... fyrir
mörgum árum komu saman á Hól-
um nokkrir prestar, sem fengið
höfðu mætur á fornu tíðahaldi og
gömlum hefðum í messusöng. Síra
Björn Björnsson, prófastur á Hól-
um, varpaði orðum á þessa menn
við messu í dómkirkjunni. Vildi ég
óska þess, að þau orð hans væru
einhvers staðar til skráð. Hef ég
varla heyrt íslenskan prest fjalla
um mikið deilumál af meiri and-
ans spekt né sannari hógværð."
Þessi stutta lýsing á dómpróf-
astinum á Hólum er sönn og segir
mikla sögu um hæfileika og
hjartalag þess öndvegismanns.
Hann var maður sátta og sam-
lyndis. Hann sá veraldarbjástrið
af hærri sjónarhóli en flestir að-
rir. Því var það honum lítils virði
og tíðum skoplegt í augum hans.
En þó að hann hugsaði dýpra og
sæi betur en margur var hann
engu að síður glaðvær og
skemmtinn í vinahópi. Með einni
stuttri setningu eða kímilegri at-
hugasemd gat hann breytt dauf-
legri samkomu í gleðifund.
Heimili séra Björns var í sam-
ræmi við bestu eiginleika hans.
Hann var kvæntur hinni ágætustu
konu, Emmu Hansen frá Sauð-
árkróki, og voru þau hjónin sam-
taka í rausn og höfðingsskap. Það
er ætíð stórviðburður að koma
heim að Hólum. Hvergi á landi
hér er heimreið glæsilegri, hvergi
tjá hauður og himinn ferðamanni
greinilegar en þar að hann nálgist
höfuðból, andlegt og veraldlegt
hefðarsetur. Mikla mannkosti
þarf til að hækka svo helgan stað.
Það gerðu þau prófastshjónin.
Prestur hafði ekki setið á Hólum í
hálfan níunda áratug þegar þau
fluttust heim eftir. Þá varð þessi
fornfrægi helgistaður prestsetur á
ný; og vart hefðu geta valist þang-
aö hjón sem hefðu stýrt kirkjulegu
starfi heima á Hólum með meiri
prýði en þau.
Hógvær Guðs þjónn er genginn
inn í fögnuð herra síns. I hjörtum
vina sinna skilur hann eftir auð
sem mölur og ryð fá ekki grandað:
vitneskjuna um að í veröld okkar
eru til svo góðir menn að jafnvel
„heljarhúmið svart“ verður sól-
bjartur dajjur í návist þeirra.
Olafur Ilaukur Árnason
„(■óúur t'óni'iimaóur þvrlar okki upp ryki. (ióóur
ra-óumaóur Mj'ir ckkort scm aó vcróur fundió.
(ióóur rcikninj'sntaóur (tarf cnj'ar (öDur. (ótóur
viiróur þarf hvorki lása nú slaj'hranda oj» cnjfinn
gclur opnaó þar scm hann lokar. Si scm hindur
Ih sI þarf cnjjra rcipa nc hnúla vió cn cnj'inn
jjclur lcysl þaó scm hann hindur."
(Hókin um vcjjinn.)
I dag verður til moldar borinn á
Hólum í Hjaltadal séra Björn
Björnsson en var þar hann þjón-
andi prestur í 35 ár og lengi dóm-
prófastur. Hann andaðist á Land-
spítalanum í Reykjavík þann 9.
október síðastliðinn eftir langvinn
veikindi og sjúkralegu þar í
nokkrar vikur. Síðustu ár ævinnar
var hann mjög þrotinn að heilsu
og kröftum af Parkinsonveiki en
af henni kenndi hann sér fyrst
meins fyrir um það bil 15 árum.
Fregnin um hægt andlát hans
kom því ekki á óvart þeim sem til
þekktu og með honum fylgdust.
Með honum er genginn góður
göngumaður sem þyrlaði ekki upp
ryki þar sem hann gekk um garða.
Dagsverki sínu hafði hann skilað
nokkrum árum áður en til þess
vandaði hann svo mjög að erfitt
var að sjá missmíði á verkum
hans. Hann var ræðumaður svo
góður að vart varð fundið að því
sem hann sagði en víða eftir tekið.
Sakir mannkosta sinna ávann
hann sér fljótt traust og virðingu
sóknarbarna sinna og reyndar
allra sem honum kynntust. Vin-
sældir hans fóru stöðugt vaxandi
og óvildarmenn eignaðist hann
enga á langri starfsævi. Hann var
hógvær maður til orðs og æðis.
Björn var fæddur í Fremri-
Gufudal í Gufudalssveit 7. dag
maímánaðar árið 1912. Foreldrar
hans voru þau hjónin Björn Guð-
mundur Björnsson frá Gröf á
Barðaströnd af Arnardalsætt þar
vestra og Sigríður Ágústa Jóns-
dóttir frá Djúpadal (austan Gufu-
dals). Jón í Djúpadal var bróðir
Ara Arnalds sýslumanns en móðir
Sigríðar var systir Björns Jóns-
sonar ritstjóra og ráðherra.
Þau hjón bjuggu sitt á hvað í
Fremri- og Neðri-Gufudal og ólst
Björn þar upp ásamt bræðrum
sínum tveimur, Sigurði skipasmið,
sem látinn er fyrir nokkrum ár-
um, og Jakobi orkumálastjóra.
Skólaganga Björns var ekki
mikil á barns- og unglingsárum.
Mér er sagt að hann hafi veriö 6
vikur í barnaskóla og tvo vetrar-
hluta við undirbúningsnám fyrir
3. bekk í menntaskóla og var það í
Flatey. Námsgáfur hans voru hins
vegar í besta lagi og mun því
heimanám og sjálfsnám hafa
gengið mjög vel. Skólaleysið mun
þó hafa tafið hann eitthvað því
stúdentspróf tekur hann 24 ára
eða vorið 1936. í Menntaskólanuni
á Akureyri stundaði hann nám í
þrjá vetur, sat í 3. bekk, 4. bekk og
6. bekk en las 5. bekk utanskóla.
Þar gat hann sér gott orð sem
námsmaður og þar mun hann hafa
hnýtt margt vináttubandið eins og
oft vill verða á skólaárum. Hann
var mjög jafnvígur á ailar náms-
greinar en hafði einna mest yndi
af stærðfræði, var enda svo góður
reikningsmaður að það hvarflaði
að honum um skeið að nema verk-
fra*ði eins og Jakob bróðir hans
gerði síðar.
I Háskóla íslands lagði Björn
stund á guðfræði og lauk þvi námi
á þremur og hálfu ári, útskrifaðist
sem guðfræðikandidat í janúar
1940. Um vorið sótti hann um Við-
víkurprestakall í Skagafirði og
vígðist þangað 9. júní sama ár.
Auk Viðvíkursóknar fylgdu
prestakallinu Hóla-, Hofstaða- og
Rípursókn. Nokkrum dögum síðar
eða 20. júní kvæntist hann Emmu
Hansen frá Sauðárkróki en þau
höfðu verið heitbundin frá skóla-
árum þeirra á Akureyri. Þau sett-
ust fyrst að á Vatnsleysu í Viðvík-
ursveit og bjuggu þar í 12 ár. Þá
var ekki kominn akfær vegur að
prestssetrinu í Viðvík og húsa-
kynni þar léleg en góð á Vatns-
leysu á þeirra tíma mælikvarða.
Á öndverðum vetri 1945—46
dvaldi ég í 2—3 mánuði á heimili
þeirra séra Björns og Emmu syst-
ur minnar. Ég var þá 15 ára og var
komið til náms þar undir hand-
leiðslu Björns. Las ég þar hluta af
námsefni annars bekkjar eins og
það var þá í MA. Fram að þeim
tíma var skólanám mitt oft
alvörulítið og árangur eftir því.
Ég er viss um að markviss kennsla
Björns kom mér að miklu gagni á
þessum tíma og er þar skemmst
frá að segja að þegar ég um vorið
tók próf upp í 3. bekk MA gekk
mér betur en í öðrum prófum sem
ég tók við þann skóla.
Árið 1953 urðu Hólar í Hjalta-
dal prestssetur. Nýtt íbúðarhús
hafði þá verið reist á staðnum
fyrir prestinn og fluttu þau hjónin
þangað á þessu ári frá Sauðár-
króki en þar bjuggu þau í eitt ár. í
þessu nýja prestshúsi stóð heimili
þeirra lengst og var frá upphafi
með miklum myndarbrag. Þangað
var gott að koma og gott þar að
dveljast. Björn var skemmtilegur
viðræðumaður, víðlesinn, minnug-
ur og skopskyn hans lét vel í eyr-
um. Lengi var það svo að ég og
fjölskylda mín komum þangað á
hverju ári um langan veg, það
varð fastur liður.
Börn þeirra hjóna urðu fjögur:
Björn Friðrik, kennari við grunn-
skólann á Sauðárkróki; Ragnar,
nú skrifstofumaður á Vegamála-
skrifstofunni; Sigurður Jósep,
vélsmiður í Reykjavík, og Gunn-
hildur, nemi í bókasafnsfræðum
við Hí.
Árið 1975 lét Björn af embætti
og fluttist til Reykjavíkur með
fjölskyldu sína þar sem hann bjó
síðan til dánardægurs. Það er trú
mín að hann hafi verið mjög góður
prestur og köllun sinni trúr alla
tíð, vörður sem lokaði svo vel að
vart varð upp lokið aftur og batt
svo vel að vart varð aftur leyst.
Ég kveð nú mág minn með
þakklæti og virðingu frá mér og
mínii fólki.
Guðmundur Hansen
+
Þökkum innilega auösynda samúð og vinarhug viö andlát og úttör
bróöur okkar,
ÁGÚSTAR KRISTÓFERSSONAR
garðyrkjumanns, Hverageröi.
Systkini
Guðrún Kristjánsdótt-
ir - Minningarorð