Morgunblaðið - 24.10.1981, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.10.1981, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 31 fclk í fréttum Tískan í París + Hér á síðunni hafa birst nokkrar myndir af sumartískunni 1982, eins og þeir sjá hana tísku- frömuðir í París, og hér bætast tvær í safnið. Það skal tekið fram, að „blöðru-búningurinn,, er dýr. Öll framleiðsla tískukónga í París mun vera geysi- dýr og ekki á færi venjulegs fólks að kaupa þeirra vörur sem kemur kannski ekki að sök, það myndi engin venjulegur maður fara til að mynda í þennan „blöðru-búning". Eða hvað? Rex* Rotary Ijósritunarvélar Dönsk gæöaframleiösla, verölaunuð fyrir hönnun. viðurkennd um víða veröld. Allir Rex-Rotary Ijósritarnir skila hnífskörpum, þurrum Ijósritum strax, þ.e. án upphitunartíma. Eftir eðli og umfangi verk- efnanna velur þú þann rétta, og Rex-Rotary skaffar þér besta vélaverð, besta efnisverð og þar með ódýrustu Ijósritin. Þrír stórir + Þrír fyrrum forsetar Bandaríkj- anna voru viðstaddir jarðarför Anwar Sadats, Egyptalandsforseta, þeir Richard M. Nixon, Gerald Ford og Jimmy Carter. Myndin var tekin á flugvellinum í Kairó. Þeir sýndust hinir hressustu enda svo sem engin gamalmenni ennþá. Saga þessara kalla er merkileg. Eftir mikið streð, varð Nixon loks- ins útnefndur forsetaefni Rebúblik- ana 1968 og sigraði Hubert heitinn Humphrey í harðri baráttu. Hann gersigraði svo McGovern í kosning- unum 1972 — svo kom „Watergate" i hámæli og Richard M. Nixon hrökklaðist úr embætti, í augum margra eins og hver annar glæpa- maður. Gerald Ford, sem skömmu áður hafði orðið varaforseti Nixons, eftir að Spiro Agnew sagðj af sér þegar upp komst um aðild hans að fjármálahneyksli, tekur við emb- ættinu og náðar Nixon. Það var um Ford sem Lyndon B. Johnson, harð- jaxl úr Suðurríkjunum og forseti Bandarikjanna eftir Kennedy, sagði að hann gæti ekki tuggið og hugsað í einu. En Gerald Ford stóð fyrir sínu og háði harða kosningabaráttu við hnetubóndann úr Georgíu-fylki, Jimmy Carter, og tapaði naumt. Jimmy Carter verður forseti, óþekktur maður, en sumir hafa ályktað svo sem fólkið, að fólkið hafi viljað heiðarlegan mann óflæktan í vef spillingarinnar í Washington. Jimmy Carter var sá maður og það var kannski ógæfan hans: Ronald Reagan, fyrrum kvikmyndastjarna, sigraði hann léttilega á gamalsaldri, í forsetakosningunum í fyrra. Og það segir kannski sína sögu, að Reagan sá sér ekki fært að mæta í jarðarför Sadats, en dálkahöfundar í Englandi halda því fram að hann sé f.vrsti forseti Bandaríkjanna, sem geri starfið að eins konar hluta- starfi til að fylla upp leiða elli. Þeim þykir hann sofa full-mikið. En svo við víkjum að myndinni aftur þá finnst gömlum aðdáendum Tricky-Dicks sjálfsagt gleðilegt að sjá hvað kallinn er hress, eftir alla þá niðurlægingu sem hann varð að þola þegar hann var sviptur ær- unnni í fjölmiðlum og varð að hrökklast úr embætti, sem hann hafði helgað líf sitt að komast í. Simon & Garfunkel + Poul Simon og Art Garfunkel eru farnir að syngja saman á nýj- an leik. Hálf milljón manna hlýddi á þá og sá í Central-Park í New York, og greina útlend blöð að mikil stemmning hafi verið á þessari samkomu. Myndin sýnir þá félaga eins og þeir eru útlítandi nú í dag og innfellda myndin nokkra einlæga aðdáendur úr hópi hinna 500 þúsunda ... Hitinn er dýr — lokið kuldagjóstinn úti + VINDSÚGUR = LÁGMARKSHITATAP Fallegar útihurðir af mörgum gerðum — öflugar og viðnámsgóðar — þrautreynd og rannsökuð hurðar- bygging með tvöfaldri málmvörn og spónalögum — Þéttar og loka úti súg og raka — Karmur með gúmmibéttilista — 2 ára ábyrgð. — Scadania-hurðir. B BÚSTOFN Aðalstræti 9, Reykjavík, símar 29977 — 17215. EF ÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ % f, MORGUNBLAÐINU Aj AUGLÝSINGA- SÍMINN ER: J- —L Q. / 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.