Morgunblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981
/If'
——------------- ---------^
„Ti'L huers \jcxr£-iu Ob kaa.pa hannf
þú kannt ekki e\nu stnm á hjó/hesi.M
... ad færa honum mat
á emjjanutr.
TM Rm U.S. Pat Otf.—all rights reservtd
6 1981 Los Angeles Times Syndicate
Ertu viss um ail þú sért ekki
fæddur í fiskinum?
I»ú ert ekki of feitur, en ættir bara
að vera f> fet á hæð, til að sam-
svara þér vel.
HÖGNI HREKKVÍSI
Um flísina og bjálkann
Ari V. Ragnarsson Garðabæ,
skrifar:
„Ágæti Velvakandi!
Þann 10. þ.m. birtist í dálkum
þínum smágrein. Bar hún heitið
Kurðulogt ósamræmi hjá sjónvarp-
inu og var skrifuð undir dulnefn-
inu „Fjölskylda í Reykjavík".
I meginmáli greinarinnar lýsa
bréfritarar viðbjóði sínum á síð-
ustu mynd sjónvarpsins í þættin-
um Óvænt endalok og furðu á því,
að enginn starfsmanna sjónvarps-
ins skyldi hafa varað áhorfendur
við því, að myndin væri ekki við
hæfi barna, en oft áður hefði verið
varað við myndum af minna til-
efni. Fleiri hafa tekið í sama
streng, og ekki nema von, því að
það er vægast sagt furðulegt, að
ráðamönnum sjónvarpsins skyldi
þykja sér sæma að bera annað
eins á borð inni á heimilum fólks,
jafnvel þótt þeir hefðu ætlað að-
eins fullorðnu fólki myndina.
Sjónvarpið býður upp á fjöl-
breytt efni og margt af því mjög
gott. Það ber að þakka, en þess má
líka vænta, því að sjónvarpið á að
vera eitt helsta menningartæki
þjóðarinnar, eins og einn af for-
svarsmönnum þess — mig minnir
útvarpsstjóri — sagði eitt sinn, að
það væri.
Það er því undarlegt, hversu
myndir, er sýna ofbeldi og alls
kyns ruddaskap, fá oft efstu sætin
á listanum hjá þeim, sem velja
myndir okkur áhorfendum til upp-
lyftingar. Það væri ekki ófróðlegt
að sjá niðurstöður af félagsfræði-
legri könnun á áhrifum sjónvarps-
ins á uppvaxandi kynslóð, ef gerð
yrði.
Eg er sannarlega á sama máli
og „Fjölskylda í R'eykjavík" að
undanteknum síðustu orðum
hennar. Eftir að hafa þakkað fyrir
„prýðisgóðan umræðuþátt sama
kvöld um kvennaframboðið", kem-
ur hún fram með þá uppástungu,
að sjónvarp og hljóðvarp hafi
skipti á Ernu Indriðadóttur
starfsmanni hljóðvarps og Helga
Helgasyni starfsmanni sjónvarps,
en Erna mun hafa stjórnað þætt-
inum eða verið stjórnandanum til
aðstoðar.
Hvorki hefi ég séð þessa tvo
starfsmenn Ríkisútvarpsins né
heldur heyrt í þeim, nema í út-
varpi og sjonvarpi, og hefi því ekki
á öðru að byggja en þeim mynd-
um, sem starf þeirra við Ríkisút-
varpið hefur brugðið upp af þeim.
Eg get ekki um það dæmt, hvort
Erna stóð sig með ágætum í um-
ræðuþættinum, eins og „Fjöl-
skylda í Reykjavík" segir, því að
ég horfði ekki á hann, en Helgi á
engan veginn skilið þau orð, sem
„Fjölskyida í Reykjavík“ lét falla
um hann. Hann kemst prýðisvel
frá því efni, sem hann flytur, og til
er í hópi sjónvarps- og útvarps-
manna fólk, sem gjarnan gæti sótt
til hans meiri þekkingu og kunn-
áttu í meðferð móðurmálsins.
„Fjölskylda í Reykjavík" segir
Helga „óttast hið alsjáandi auga
myndavélarinnar". Þetta varð
okkur hjónum og fleirum að um-
ræðuefni. Við fáum ekki annað séð
en að þessi orð séu bæði ósönn og
ósmekkleg. En ef Helgi hefir ein-
hvern tíma verið hrjáður af þess-
um ótta, þá er a.m.k. ekki annað
að sjá nú en að hann hafi boðið
honum byrginn og sigrast á hon-
um. Með því hefir hann sýnt ólíkt
meiri mannsbrag en þeir, sem fel-
ast í fylgsnum nafnleyndar og
skjóta þaðan eiturörvum atvinnu-
rógs að ágætum mönnum."
Þessir hringdu . . .
Stofnuninni
til lítils sóma
Einar Magnússon hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Um
kl. 15.30 á miðvikudag hringdi ég
til borgarfógetaskrifstofunnar og
mér finnst ástæða til að vekja at-
hygli á viðtökunum sem ég fékk.
Það var aðeins lítilræði sem ég
þurfti að fá upplýsingar um,
þ.e.a.s. prósentutölu ákveðinna
þjónustugjalda. Svarað var í sím-
ann þegar í stað, en er ég hafði
borið upp þessa beiðni, fékk ég það
svar með þjósti, að skrifstofunni
væri alltaf lokað kl. 15 og engar
upplýsingar gefnar eftir þann
tíma. Morguninn eftir þurfti ég að
senda ákveðin gögn til fógeta til
þinglýsingar og hringdi aftur í
skrifstofuna, nú tuttugu mínútur
fyrir tíu, til þess að ganga úr
skugga um hve háa upphæð ég
þyrfti að senda með gögnunum.
Og ég get sagt þér alveg eins og er,
að ég hrökk við þegar ég heyrði
þóttafullt svarið: Hér er ekki
opnað fyrr en klukkan tíu og eng-
ar upplýsingar gefnar fyrir þann
tíma. Mér finnst svona afgreiðsla
vera fyrir neðan allar hellur og
stofnuninni til lítils sóma. A
skrifstofunni þar sem ég vinn er
opnað klukkan hálfníu og allar
upplýsingar fáanlegar frá þeim
tíma og til klukkan fimm. Hvernig
getur ríkisstofnun eins og hér um
ræðir leyft sér að sýna almenningi
svona lítilsvirðingu, þegar hún
ætti þvert á móti að vera fyrir-
myndin sem önnur fyrirtæki gætu
litið til.
Hvernig hrygna
hængar?
Guðmundur Gíslason, Kópavogi,
hringdi og sagði: — Mig langar til
að beina þessari spurningu til
veiðimálastjóra vegna staðhæf-
ingar sem eftir honum var höfð í
hljóðvarpinu, þar sem hann sagði
að Grímseyjarlaxinn hefði hrygnt
tvisvar. Þetta var þegar þeir fengu
stóra laxinn á Gullberginu. Mig
langar, og sjálfsagt fleiri, mikið til
að fræðast um þetta. Já, hvernig
hrygna hængarnir?
Kunnum við að
meta og þakka
þessi lífsgæði?
Ellen Stefánsdóttir skrifar:
„Eg er ein af þessum venjulegu
húsmæðrum, en er þó e.t.v. frá-
brugðin a.m.k. sumum þeirra að því
leyti að ég er hreykin af mínu hlut-
verki, þrátt fyrir litla skólagöngu.
Nú eru börnin öll uppkomin og
fljúga hvert af öðru úr hreiðrinu.
Óðum styttist í að maður lendi á
einhverri stofnun fyrir aldraða.
Ég er bara heima á heimilinu
mínu og haustsólin skín inn um
gluggana. Það er fagurt út að líta.
Ég er búin að fara út til að kaupa í
matinn. Allt er það sjálfsagt og
hversdagslegt.
En hugsum við nógu oft út í það,
hvað við höfum það gott, ef heilsan
er í lagi? Þú vaknar að morgni og
stígur fram úr rúminu. Þú þarft að-
eins að snerta takka, þá kviknar
Ijós. Þú snertir annan takka og út-
varpið flytur þér tónlist, fréttir o.fl.
Gott er nú að fá hita á íbúðina. Þú
þarft ekki annað en að skrúfa frá og
hitinn gerir allt notalegt. Þig langar
til að hressa þig upp og fara í bað.
Enn er hægt að skrúfa frá krana og
heitt og kalt vatn streymir að vild
þinni. Og nú er komið að því að fá
sér kaffisopann. Þú styður á takka
og innan stundar er ilmandi kaffi á
könnunni. Það hefur fallið til
óhreinn þvottur. Þú drífur hann í
þvottavélina og að lítilli stundu lið-
inni er allt tandurhreint. Á meðan
drekkur þú þitt kaffi.
Nú þarft þú að útrétta ýmislegt.
Nokkur skref frá heimili þínu getur
þú tekið strætisvagn og ekið í hon-
um bæjarhluta á milli fyrir lágt
gjald. Ut um glugga vagnsins gefur
margt að líta sem gleður auga þitt,
öll verkin mannanna tala: skólahús,
sjúkrahús, samkomuhús og verslan-
ir hlaðnar öllum þeim vörutegund-
um sem hugurinn girnist; falleg
íbúðarhús og garðar, malbikaðar
götur með grasreinum á milli.
En kunnum við að þakka og meta
öll þessi lífsgæði? Erum við ekki
orðin ringluð og reynum að grafa
dýpra og dýpra í leit að nýjum