Morgunblaðið - 27.11.1981, Page 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981
Suðurskautslandið er óvistlegur en þó undur-
samlegur staður, heimur vindsorfinna tinda og
heilla fjalla, sem hvíla í heljargreipum íssins.
Þar er svo kalt, að jafnvel sólargeislarnir virð-
ast skjálfa af kulda. I augum vísindamannanna,
sem þar starfa, er Suðurheimskautið sannkall-
aður djúpfrystir og það í meira en einum skiln-
ingi: Ur íshjartanu má nefnilega lesa sögu
loftslagsbreytinga á jörðunni — ísaldirnar og
hlýviðrisskeiðin — og þar má e.t.v. finna upp-
lýsingar um veðurfarið í framtíðnni.
Risastór borgarisjaki, sem brotnaA hefur af ishellunni. Veislumatur fyrir vísindamenn, sem leita framtíð-
arinnar i fortíðinni.
Það morgnar á suðurskauti. Þar er svo kalt að
jafnvel sólargeislarnir virðast skjálfa.
Sól er nú tekin að hækka á lofti
á suðurhveli jarðar og brátt mun
vorið halda innreið sína í Suður-
skautslandið ásamt 300 vísinda-
mönnum frá Bandarísku vísinda-
stofnuninni, NSF (National Sci-
ence Foundation), sem þar munu
vinna að 65 milljón dollara rann-
sóknaáætlun.
Með vorkomunni hlýnar í veðri,
hitinn fer úr +70° C þar sem kald-
ast er og í 0° við ströndina og auð-
veldar það verk vísindamannanna
þó að vissulega sé ekki um nein
sumarstörf að ræða. í rannsókn-
arstöðvunum ræður einmanaleik-
inn ríkjum og þar drepa menn
helst timann við spilamennsku og
kokkteildrykkju. Þar getur ein-
angrunin orðið svo yfirþyrmandi,
að „það eina, sem berst þér að eyr-
um, eru sameindir loftsins að leik
inni í hlustunum" svo að vitnað sé
í orð eins vísindamannanna.
Vísindamennirnir eru þó stað-
ráðnir í að þola þögnina í þeirri
von, að þeir fái svarað tveimur
meginspurningunum, sem rann-
sóknirnar snúast um: Fer jökull-
inn vaxandi eða minnkandi og
hvaða áhrif hefur aukinn koltví-
sýringur í andrúmsloftinu á
hann?
„Gródurhúsaástand“
Við brennslu lífrænna efna
eykst koltvísýringurinní and-
rúmsloftinu og þá getur skapast
það, sem kallað er „gróðurhúsa-
ástand" — gasslæða, sem hindrar
hitaútgeislun frá jörðu og veldur
auknum hita um heim allan. Við
fyrstu sýn virðast afleiðingar auk-
ins hita vera augljósar. ísinn á
heimskautunum bráðnar og sjáv-
arborðið hækkar, um allt að sex
metra á 200 árum, segja sumir
jarðfræðingar, en við það færu all-
ar hafnarborgir á kaf og margar
stórborgir aðrar. Það er þó einnig
hugsanlegt, að afleiðingar aukins
lofthita yrðu alveg þveröfugar.
Heitt loft heldur miklu betur í sér
raka en kalt og það gæti valdið
því, að snjókoma ykist á suður-
skauti og jökullinn að sama skapi.
Raunar geta vísindamenn gert til-
raunir og líkön af þessum ferli öll-
um og haldið því áfram þar til
næsta ísöld skellur yfir, en þeir
munu þó aldrei komast að því
hvaða áhrif aukinn koltvísýringur
hefur á suðurheimskautsísinn fyrr
en þeir hafa skilið hver þau voru á
fyrri skeiðum jarðsögunnar.
„Náttúrinni stendur á sama um
líkönin okkar," segir Edward
Todd, einn bandarísku vísinda-
mannanna. „Til að komast að því
hvort ísinn vex eða minnkar verð-
um við að fara þangað með mæli-
tækin okkar."
Bergmálsmælingar
Með því að nota afar nákvæm
mælitæki munu vísindamennirnir
komast að því hvaða lofttegundir
ísinn geymir og hvernig and-
rúmsloftið var samansett á fyrri
tímum. Einnig munu þeir nota út-
varpsöldur, sem endurkastast af
hinum ýmsu lögum jökulsins, til
að finna flæði issins og þykkt lag-
anna. Bergmálsmælingar eru ein-
hver mesta bylting sem orðið hef-
ur á rannsóknum á Suðurskauts-
landinu og með þeim hefur t.d.
tekist að sanna, að meginlandið er
í raun tveir aðskildir hlutar íss og
lands. Eystri helmingurinn, þar
sem 83% ísmassans eru, er rétt-
nefnt meginland því að þar hvílir
ísinn á berggrunni, sem er ofar
sjávarmáli, en á vestari helmingn-
um hvílir ísinn á hafsbotni, þ.e.
fyrir neðan sjávarmál, og á eyja-
klasa. Vegna þess að ísinn á eystri
helmingnum er fyrir ofan sjávar-
mál hefur hann haldist óbreyttur í
a.m.k. 10 milljónir ára, en sá vest-
ari er hins vegar viðkvæmari fyrir
duttlungum veðurfarsins og
jarðfræðingar fullyrða, að hann
hafi horfið með öllu á hlýviðris-
skeiði fyrir 124.000 árum.
Á eystri helmingnum er ísinn þó
ýmsum breytingum undirorpinn.
Islögin eru svo þykk, að þau fletj-
ast út undir eigin þunga og nún-
ingurinn við berggrunninn veldur
hita, sem bræðir neðsta íslagið.
Það auðveldar aftur framrás íss-
ins, sem lagar sig að landinu undir
og „streymir" fram í nokkrum
meginelfum. Þessi hreyfing nemur
rúmum 500 m á ári og að lokum
gengur ísinn í sjó fram eða sam-
einast íshellunni, sem lykst um
Suðurskautslandið víðast hvar. ís-
hellurnar eru eins konar hnapp-
helda á ísflæðið og koma í veg
fyrir, að ísinn renni óhindraður til
sjávar.
Fyrir skömmu var gefin út bók,
„Síðustu miklu íslögin“, eftir
jarðfræðinginn George Denton,
þar sem þáttur íshellnanna í að
hindra framrás meginíssins er
mjög til umfjöllunar. Þar er því
haldið fram að ef lofthitinn hækk-
aði um þrjú stig, þá nægði það til
þess að bræða þunnan ísinn á
norðurskautinu, en hefði hins veg-
ar engin áhrif um þúsundir ára á
suðurskautsísinn, sem að jafnaði
er rúmlega tveggj a km þykkur.
Isnum á suðurheimskauti stafaði
hins vegar hætta af hækkuðu
sjávarmáli.
Hærra sjávarborð hefði þau
áhrif, að íshellurnar um Suður-
skautslandið, sem nú standa föst-
um fótum á hafsbotni, rifnuðu upp
„Við brennslu lífrænna
efna eykst koltvísýring-
urinn í andrúmsloftinu
og þá getur skapast
það, sem kallað er
„gróðurhúsaástand“ —
gasslæða, sem hindrar
hitaútgeislun frá jörðu
og veldur auknum hita
um heim allan, Við
fyrstu sýn virðast afleið-
ingar aukins hita vera
augljósar. ísinn á
heimskautunum bráðn-
ar og sjávarborðið
hækkar, um allt að sex
metra á 200 árum.“
„og það,“ segir Denton, „væri eins
og þegar korktappi er tekinn úr
kampavínsflösku. Vínið — ísinn —
flaeddi burt.“
Isstreymið til sjávar drægi svo
til sín meginísinn þar til hann
hyrfi allur á 200 árum vegna þess,
að árlega bættist miklu minna við
en það, sem af væri tekið. Þegar
ísinn á suðurskauti væri kominn
til sjávar hækkaði sjávarborðið
enn og vestari hluti Suðurskauts-
landsins væri þá orðin endur-
minning ein í huga heimilislausr-
ar mörgæsar.
Rannsóknir á
ískjömum
Fyrri kenningar, sem spáðu því,
að ísinn myndi bráðna hratt, virð-
ast ekki geta staðist. Sýnt þykir,
að ísinn geti einfaldlega ekki
streymt nógu hratt til sjávar svo
að hann hverfi á nokkrum áratug-
um. Jafnvel kenningin um hæg-
fara bráðnun á sér ýmsa gagnrýn-
endur. „Ég tel, að meginísinn
standi styrkari fótum en svo, að
honum sé veruleg hætta búin,“ er
haft eftir einum Bandaríkjamann-
anna.
Ein ieiðin til að fá úr þessu
skorið er að leita framtíðarinnar í
fortíðinni og í þeim tilgangi leita
jöklafræðingar víða fanga. Þeir
nota aðferðir jarðfræðinnar við
aldursgreiningu ævagamalla set-
laga, sem jökulskriðið hefur hlað-
ið upp, og með verkfærum efna-
fræðinga rannsaka þeir ískjarna
og iesa út úr þeim sögu loftslags-
breytinga og breytilega stærð jök-
ulsins. „Þeir, sem fást við sögu
loftslagsbreytinga, standa nú í
sömu sporum og þeir, sem settu
fram jarðrekskenninguna og
þróunarkenninguna á sínum
tíma,“ segir Denton. „Okkur finnst
sem eitthvað stórkostlegt sé í
vændum."
Eftirvæntingu vísindamann-
anna má fyrst og fremst rekja til
þeirra geysinákvæmu rannsókna,
sem gerðar hafa verið á ískjörnun-
Komið inn úr kuldanum. Nú er vor á suðurskauti
en þrátt fyrir það er sumartiskan dálitið efnismik-
il.