Morgunblaðið - 27.11.1981, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.11.1981, Qupperneq 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981 Hluti áhorfenda, en þeirra á meðal var Olafur Noregskonungur, Haraldur og j upphafi sýningarinnar sungu allir Kardimommusönginn undir stjórn rakar Sonja ásamt börnum sínum tveimur, forseti Islands Vigdís Finnbogadóttir og ans. Ljósm. Mbl. K.l’. föruneyti. Leiksýning þroskaheftra barna í Qsló vekur þjóðarathygli: Sjáum leikarana taka ný spor til framfara á hverri sýningu „Við erum full hrifningar sem er mjög blönduð gleði vegna barnanna okkar, sem ganga svo frjálslega fram á leiksviðið og gefa okkur stöð- ugt nýja lífsreynslu. Á hverri æfingu og á hverri einustu sýningu, sem orðnar eru margar, sjáum við leikar ana taka ný spor til framfara. Utan leiksviðsins merkjum við enn betur framfarirnar, jafnt á heimilunum sem og á stofnuninni. Sérfræðingar nota orðið „terapi“ yfir aðferðina sem þarna er notuð, en við foreldr arnir kjósum fremur að nefna hann manneskjulega þjálfun,“ segir m.a. í yfirlýsingu stjórnar Foreldrafélags leiklistarhóps þroskaheftra barna af dagheimili og skóla Kögnu Ringdal í Osló, en sýning hópsins á „Fólki og ræningjum í Kardimommubæ" hef- ur vakið mikla athygli í Noregi. fs- lenzkum fréttamönnum gafst tæki- - segja foreldr- ar barnanna um árangurinn færi til að sjá sýninguna í tilefni af heimsókn forseta íslands til Noregs, en hún hefur gengið óslitið í margar vikur ætíð fyrir fullu húsi. Sýningin er sérstaklega unnin fyrir leikendurna sem eru um 30 að tölu. Kardimommubær Thor- björns Egner með Bastían bæjar- fógeta í fararbroddi ásamt ræn- ingjunum, Soffíu frænku, Tóbíasi í turninum og öllum hinum vel- þekktu Kardimommubæjarbúum standa ljóslifandi á sviðinu, en út- færsla leikritsins er miðuð við getu hópsins, án þess að hún missi í nokkru gildi sitt. Þar sem geta leikarans nær ekki til hefðbundnu útfærslunnar er örlítið breytt til, sem dæmi má nefna að í stað þess að rakarinn væri látinn syngja lag sitt „Ég klippi og ég raka menn“, þegar hann klippir hár ræningj- anna, náði hann skemmtilegum tilþrifum með látbragði. Leikararnir stóðu auðsjáanlega mjög misjafnlega hvað varðar þroskastig. Hvert og eitt þeirra gaf sig þó óskipt að hlutverki sínu og heyrði til undantekninga á þessari sýningu að þau rugluðust í texta og var framsetning yfirleitt skýr og ákveðin. Ef það kom fyrir að þau gleymdu texta, t.d. í söng- lagi, sem var reyndar aðeins einu sinni eða tvisvar, létu þau það ekki á sig fá, hófu sönginn á ný, eins og ekkert hefði í skorist, þegar hvísl- arinn hafði komið þeim á rétta sporið. Hvíslarar eru reyndar ómissandi í öllum leikhúsum. Margir leikaranna sýndu þarna hæfileika sem fæstir hafa áreið- anlega reiknað með að þeir byggju yfir. Leikarinn sem fór með hlut- verk Bastíans bæjarfógeta var hvað eftirtektarverðastur og fékk hann mikið lófatak og aðdáun frá áhorfendum. Framsögn hans var skýr og leikur allur tilþrifamikill. Höfðu viðstaddir fréttamenn á orði, að hann gæti áreiðanlega sómt sér vel í öðrum leikhúsum. Sýningin er byggð upp á ein- faldan hátt og með einfaldri sviðsmynd. Fyrri hluta sýningar- innar voru settir upp þekktir kafl- ar úr Kardimommubæ og sungnir kunnir söngvar. Sögumenn brúuðu bilið þegar einhverju var sleppt, en síðasti hlutinn var nokkuð breytt uppsetning á Kardim- ommuhátíðinni, sem alla bæj- arbúa langaði að taka þátt í, — líka Kamillu litlu, — eins og allir vita. Fyrst fengum við að heyra söng Soffíu frænku, og „Einn og tveir og þrír“ — sönginn hennar Kamillu. Að því loknu stjórnaði Bastían bæjarfógeti skemmtun- inni og kynnti skemmtiatriðin þar sem hver og einn hinna 30 leikara kom fram, ýmist einn í einu eða í litlum hópum. Börnin léku einföld lög á hljóðfæri, gítar, flautur og píanó. Ung stúlka dansaði ballett, flutt voru ljóð, sungnar gamanvís- ur, lesnir kaflar úr sögum og fleira mætti nefna. Allir voru með, allir höfðu eitthvað fram að færa, og miðað við getu hvers og eins. Þessi hluti sýningarinnar var hvað eft- irtektarverðastur og þá ekki sízt fyrir það hversu börnin virtust geta einbeitt sér og setið róleg og þolinmóð meðan þau biðu eftir að röðin kæmi að þeim. Lokaatriðið á sýningunni er ef- laust það sem hafði mest áhrif á sýningargesti. Ung stúlka flutti ljóð eftir Thorbjörn Egner. Það var undarleg tilfinning og hrær- andi að horfa og hlusta á unga þroskahefta stúlku standa á leiksviði fyrir framan fullan sal af fólki og flytja af einlægni, án sýni- legrar hræðslu og taugatitrings, — setningar eins og þessar, í lauslegri þýðingu: „Við þökkum fyrir allt það sem okkur er gefið," — og „Við óskum þess að öll börn veraldar gætu haft það eins gott og við.“ Þess má geta í lokin, að leiksýn- ingin hefur verið sýnd fyrir fullu húsi í langan tíma. Framtak þetta hefur vakið þjóðarathygli í Noregi og sýningin fengið mjög góða dóma í norskum fjölmiðlum. Börnin — leikararnir — hafa náð ótrúlegum framförum á þroska- brautinni frá því að æfingar hóf- ust að sögn foreldra þeirra og skólastjóra. Síðast en ekki sízt hefur sýningin vakið Norðmenn til umhugsunar um tilveru og stöðu þessa þjóðfélagshóps. F.P. Hér stígur einn leikaranna dansspor og annar leikur undir á gítar. Bastían bæjarfógeti fylgist vel með hverju spori. Leikurum var vel fagnað í lok sýningarinnar og heldur Bastían fógeti á lofti blómsveig sem forseti Islands kastaði til þeirra í þakklætisskyni. Tjaldið fellur. „Frá sólarupp- rás til sólarlags“ Endurminningar sr. Jakobs Jónssonar BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá hef- ur gefið út bókina, „Frá sólar- upprás til sólarlags", eftir séra Jakob Jónsson. Á kápu segir: „Þessi bók sameinar á sérstæð- 'an hátt skemmtun og alvöru. Hér eru stórfyndnar sögur af samferðamönnum höfundarins, en séra Jakob er, svo sem vinir hans og kunningjar þekkja bezt, einn snjallasti sagnameistari samtíðar okkar. Stutt lýsing hans á atburði eða smámynd af persónu gefur oft betri hug- mynd um lífsferið en langar lýs- ingar. Séra Jakob lýsir því frábær- lega, er hann fyrst leit dagsins ljós að Hofi í Álftafirði. Raunar ber hann aðra fyrir þeirri frá- sögn, því svo langt aftur nær ekki traust minni hans. Hann segir skemmtilega frá bernsku- árunum í foreldrahúsum á Djúpavogi og frá prestsskapar- árunum á Norðfirði, í Kanada og í Reykjavík. Mannlýsingar hans eru bráðsnjallar. Gildir þar einu, hvort um er að ræða kennara guðfræðideildarinnar eða skólafélaga, kunna menn eða minna þekkta meðal Vest- ur-Islendinga eða starfsbræður hans innlenda sem erlenda. All- ir fá þeir óbeint sína einkunn. Og að sjálfsögðu ber trúmál á góma, trúarstefnur, ferminguna og fermingarundirbúninginn, hjónavígslur og hjónasættír, Sr. Jakob Jónsson sálgæzlu og annað það, er þjón- andi prestur þarf að sinna." „Frá sólarupprás til sólar- lags" var sett og prentuð í Prismu sf. og bundin í Bókfelli hf. Kápu gerði Auglýsingastofa Lárusar Blöndal. „Þrír leikir um hetjur“ Þýðing á þremur leikritum Aiskýlosar ÞRÍR leikir um hetjur nefnist ný bók, er Bókaútgáfa IVIenningarsjóðs gefur út. Meginefni bókar þessarar er leikritin „Prómeþeifur fjötraður", „Persar" og „Sjö gegn Þebu“ eftir gríska fornskáldið Aiskýlos (525—456 f.Kr.b.) í þýðingu dr. Jóns Gíslasonar. Er útgáfan með sama sniði og fyrri þýðingar Jóns á forngrískum lelkritum sem Menningarsjóður hefur gefið út. Auk þýðingar leikritanna þriggja í óbundnu máli er ítarlegur inn- gangur eftir þýðanda fremst og skýringar aftast. Þá er gerð grein fyrir sögu textans og helstu útgáf- um. Loks er eftirmáli, þar sem greinir fyrirkomulag bókarinnar og ævi og ritstörf Jóns heitins Gíslasonar. Eftirmálanum lýkur með þessum orðum: „Samstarf Jóns Gíslasonar við Menningar- sjóð var ánægjulegt og farsælt. Kynning Jóns á fornklassískum heimsbókmenntum ber honum órækt vitni sem rithöfundi og fræðimanni." Um Aiskýlos segir þýðandi, Jón Gíslason, í formála sínum að Orest- eiu frá 1971: „Aiskýlos er elstur hinna þriggja miklu harmleika- skálda Forn-Grikkja. Er hann al- mennt talinn þeirra mikilúðlegast- ur. Fyrir Hellas hafði hann í leik- listarefnum sambærilega þýðingu og Shakespeare fyrir Vesturlönd .. Aiskýlos hefur oft verið nefndur faðir leikritaskáldskapar. Ber að skilja þetta þannig, að hann lyfti þessari bókmenntagrein á miklu fullkomnara stig en hún var á, er hann hóf leikritun, og hins vegar hafi bæði samtímamenn hans og eftirkomendur notið góðs af starfi hans í þessum skáldskaparefnum." Bókin Þrír leikir um hetjur er 237 bls. að stærð, sett, prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.