Morgunblaðið - 27.11.1981, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981
53
stuttu máíi — Ný þingmál — Þingfréttir
■
hömlur á ræðutíma, svo að
slíkar umræður fari ekki úr
böndum eða ryðji öðrum þing-
störfum frá."
Sérstakt átak
í kalrannsóknum
v r
Arni Gunnarsson (A), Stefan
Jónsson (Abl), Egill Jónsson (S),
Lárus Jónsson (S), Sighvatur Björg-
vinsson (A), Magnús H. Magnússon
(A), Karvel Páímason (A), Eidur
Guðnason (A) og Finnur Torfi Stef-
ánsson (A) flytja tillögu um „að
efla til mikilla muna kalrannsókn-
ir á íslandi. Gerð verði sérstök
áætlun um eflingu þessara rann-
sókna og stefnt að því að miðstöð
þeirra verði að Möðruvöllum í
Hörgárdal í fullu samráði og sam-
vinnu við Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins." í greinargerð
kemur fram, að þessi þáttur land-
búnaðarrannsókna hefur orðið af-
skiptur, svo mjög sem hann þó
varðar afkomu landbúnaðar. Talið
er nauðsynlegt að a.m.k. 2 sér-
fræðingar vinni að kalrannsókn-
um: annar við lífeðlisfræðilega
þætti grasa en hinn jarðvegs-
fræðileg áhrif á kal grasa. Rann-
sóknir af þessu tagi eru taldar
muna skila arði fljótt og vel.
Könnun öryggis-
búnaðar fiski- og
farmskipahafna
Jón Sveinsson (F) flytur tillögu
til þingsályktunar um kosningu
3ja manna nefndar til heildarat-
hugunar á fiski- og farmskipa-
höfnum. Skal starf nefndarinnar
miða að eftirfarandi:
a) að benda á kunnar eða hugs-
anlegar slysagildrur við hafn-
armannvirki og landgang skipa
og báta,
b) að benda á við hvaða hafnir
landsins og á hvaða sviði sé
helst og brýnust þörf úrbóta,
c) að kanna aðbúnað til björgunar
og slysavarna við hafnir lands-
ins,
d) að gera tillögur um leiðir til
úrbóta í ofangreindu efni, sjó-
mönnum og öðrum, sem um
hafnir fara, til aukins öryggis.
Ofangreind athugun og tillögu-
gerð skal liggja fyrir eigi síðar en
í árslok 1982.
í greinargerð kemur fram, að 46
sjóslys og drukknanir hafa átt sér
stað í höfnum hér við land síðan
1975, og 128 slys, önnur en dauða-
slys, við að fara að og frá skipi.
Mörkun byggða-
stefnu og gerð
þróunaráætlana
Sighvatur Björgvinsson (A) og fl.
þingmenn Alþýðuflokks flytja
frumvarp til laga um þetta efni.
Samkvæmt frumvarpinu skal fé-
lagsmálaráðherra leggja annað
hvert ár fyrir sameinað þing til-
lögu til þingsályktunar um byggda-
þróunaráætlun, þar sem marka
skal byggðastefnu til næstu fjög-
urra ára. Skal áætlunin bæði
spanna ráðgerðar framkvæmdir
og áætlanir sem og fjáröflun
végna þeirra. Gert er ráð fyrir
Byggðastofnun, er starfi í 2 deild-
um: áætlanadeild og lánadeild. Yf-
irstjórn verði í höndum forstjóra,
er félagsmálaráðherra skipar, „en
núverandi kommissarakerfi af-
numið", segir í greinargerð. Frum-
varpið fjallar um tekjur og kvaðir
Byggðasjóðs.
Myndbandakerfi
Vilmundur Gylfason (A) o.fl.
þingmenn Alþýðuflokks flytja til-
lögu til þingsályktunar um full-
trúanefnd þingflokka um sjónvarp
á vegum einkaaðila — mynd-
bandakerfi — sem hafi að mark-
miði „að breyta útvarpslögum
þannig, að
a) ótvírætt sé heimilt að senda
sjónvarpsefni eftir lokuðum
rásum gegn greiðslu og
b) að tryggt sé, að sanngjarnar
greiðslur komi til eigenda höf-
undaréttar.
Mannanöfn og
sjómannalög
Finnur Torfi Stefánsson (A) flyt-
ur tvö frumvörp til laga:
1) Til breytinga á lögum um
mannanöfn, sem felur m.a. í
sér að maður skuli heita einu
íslenzku nafni eða fleirum,
og kenna sig til föður, móður,
kjörföður eða kjörmóður, og
rita kenningarnafn sitt
ævinlega með sama hætti.
Milda skal ákvæðið um, að
„nöfn skuli rétt að lögum ís-
lenzkrar tungu" — og auð-
veldað að menn geti breytt
nafni sínu, enda eigi hver og
einn að hafa rétt til að ráða
heiti sínu.
2) skipverji, sem starfað hefur
við sjómennsku í 2 ár, skal
halda kaupi allt að 1 mánuði
í veikindum og í 2 mánuði
eftir 4 ára sjómennsku.
12. Innkaupum opinberra aðila
verði hagað á þann veg að þau örvi
innlendan iðnað og iðnþróun.
13. Komið verði á samstarfi við-
eigandi aðila til að bæta og kynna
íslenska iðnhönnun og listiðnað,
samræma viðleitni og auka tengsl
við framleiðsluiðnaðinn.
14. Nú þegar verði felld niður
aðflutningsgjöld af aðföngum þess
iðnaðar og byggingariðnaðar sem
á í beinni eða óbeinni samkeppni
innanlands sem erlendis.
15. Breytt verði lögum um verð-
lag, samkeppnishömlur og órétt-
mæta viðskiptahætti á þann veg,
að iðnaður á heimamarkaði fái að-
stöðu til verðlagningar hliðstætt
því sem gerist um innfluttar sam-
keppnisvörur.
16. í því skyni að auka fjárfest-
ingu í iðnaði verði stuðlað að eðli-
legri eiginfjármyndun fyrirtækja
með breytingum á skatta- og verð-
lagslögum.
17. Einstaklingsframtakið verði
virkjað til nýrra átaka á sviði iðn-
þróunar með því að skapa einka-
rekstri og samtökum einstaklinga
eðlileg almenn rekstrarskilyrði og
þar með að á engan hátt verði
fyrirtækjum mismunað skattalega
eftir rekstrarformum. Stuðlað
verði að aukinni samvinnu stjórn-
enda og starfsfólks fyrirtækja í
samráði við samtök launþega og
atvinnurekenda í iðnaði.
18. Framhaldsnám og tækni-
menntun taki mið af æskilegri
iðnþróun, m.a. með aukinni sam-
vinnu milli skóla og stofnana og
samtaka iðnaðarins. Aukin
áhersla verði lögð á fullorðins-
fræðslu bæði á sviði verkkunnáttu
og stjórnunar.
19. Upplýsingasöfnun og rann-
sóknir varðandi hag og þróunar-
horfur í iðnaði verði efldar.
20. Mótuð verði stefna um verk-
takastarfsemi sem m.a. geri inn-
lendum aðilum kleift að annast
meiri háttar verklegar fram-
kvæmdir. Samkeppnisstaða inn-
lendra verktaka gagnvart erlend-
um aðilum verði jöfnuð.
21. Rík áhersla verði lögð á
bætt starfsumhverfi og að koma í
veg fyrir óæskilega röskun um-
hverfis af völdum iðnrekstrar.
Samstarf stjórnvalda og aðila í
iðnaði verði aukið til að ná því
markmiði svo og til að tryggja
nauðsynlegar mengunarvarnir.
Við framkvæmd þeirra fjöl-
þættu verkefna, sem þingsályktun
þessi gerir ráð fyrir, þurfa stjórn-
völd, samtök iðnaðarins og aðrir
aðilar að stilla saman krafta sína.
Iðnaðarráðuneytið hafi forustu
um að samræma aðgerðir til að
greiða fyrir framgangi þessarar
stefnu.
I þessum tilgangi verði sett á fót
„samstarfsnefnd um framkvæmd
iðnaðarstefnu", sem í eigi sæti
samkvæmt tilnefningu einn full-
trúi frá hverjum þingflokkanna,
viðskiptaráðuneyti, fjármálaráðu-
neyti, Félagi - ísl. iðnrekenda,
Landssatnbandi iðnaðarmanna,
Landssambandi iðnverkafólks og
fulltrúi iðnaðarráðuneytis, sem
jafnframt verði formaður nefnd-
arinnar."
Fræðilegar rannsókn-
ir í grunnskólanum
Fræðilegar rannsókn-
ir í grunnskólum
Ragnhildur Helgadóttir, Halldór
Blöndal og Friðrik Sophusson,
þingmenn Sjálfstæðisflokks,
hafa lagt fram frumvarp til laga
um fræðilegar rannsóknir í
grunnskólanum, þar sem bæði
skal tekið tillit til einstaklings-
hagsmuna og þjóðfélagshags-
muna. Frumvarpið er flutt í
þeim tilgangi:
1) að vernda friðhelgi einkalífs,
2) að sporna gegn pólitískum
áróðri í skólum,
3) og að styrkja samband for-
eldra og barna annars vegar
og samstarf heimila og skóla
— með því að virða rétt for-
eldra til að tryggja að fræðsl-
an gangi ekki gegn trúar- og
lífsskoðunum þeirra.
Svæðisbundin fram-
færsluvísitala
Magnús H. Magnússon o.fl.
þingmenn Alþýðuflokks hafa
flutt frumvarp til laga um út-
reikning „sérstakrar fram-
færsluvísitölu fyrir hvern kaup-
stað utan Reykjavíkur og fyrir
hverja sýslu landsins". Nota skal
á hverjum tíma gildandi út-
- Svæðisbundnar
framfærsluvísi-
tölur hafi áhrif
á skattfrádrátt
og barnabætur
reikningsgrundvöll en taka auk
þess tillit til afgerandi þátta á
hverjum stað, þó ekki séu í hin-
um almenna grundvelli. „Verði
hinar sérstöku framfærsluvísi-
tölur hærri eða lægri en hin al-
menna framfærsluvísitala, svo
nemi meira en 2%, skal hækka
eða lækka persónuafslátt (skv.
68. grein tekjuskattslaga) og
barnabætur (skv. 69. gr. sömu
laga) í hverju byggðarlagi fyrir
sig sem nemur hlutfalli vísitaln-
anna margfölduðu með þrernur."
I greinargerð segir, að „reyn-
ist 5% dýrara að búa á einum
stað en almenna framfærsluvísi-
talan gerir ráð fyrir, þá þarf að
hækka persónuafslátt og barna-
bætur um 15% til að jafna þenn-
an mismun út hjá lágtekjufólki".
Öryggismál sjómanna
Skipaútgerð ríkisins
l’étur Sigurðsson (S) hefur bor-
ið fram tvenns konar fyrirspurn-
ir til samgönguráðherra, annars
vegar varðandi öryggismál sjó-
manna, hins vegar varðandi
leiguskip Skipaútgerðar ríkisins.
Spurningarnar eru svohljóðandi.
• 1. Hvenær má vænta form-
legrar viðurkenningar siglingá-
málastjóra á sleppibúnaði
gúmbjörgunarbáta sem Sig-
mund Jóhannsson í Vestmanna-
eyjum hefur hannað?
• 2. Þegar sú viðurkenning er
fengin, verða þá ekki sett reglu-
gerðarákvæði sem skylda eig-
endur skipa til að búa skip sín
stráx þessum öryggisbúnaði?
• 3. Má vænta þess, að Sigl-
ingamálastofnun gefi á næst-
unni út nýjar reglur um gerð og
búnað björgunarbáta á hinum
stærri skipum?
• 1. a. Hvaða skip er Skipaút-
gerð ríkisins nú með á
leigu? Er fyrirhuguð fjölg-
un þeirra?
b. Undir hvaða flaggi sigla þau?
c. Samkvæmt hvaða samningum
er lögskráð á þau?
• 2. Er farið að ákvæðum ís-
lenskra laga og samningum við
innlend stéttarfélög um fjölda
áhafnarmanna?
Þingmenn Framsóknarflokks:
Ráðstefna um friðlýs-
ingu N-Atlantshafsins
Guðmundur G. Þórarinsson og 8
aðrir þingmenn Framsóknarflokks
hafa flutt eftirfarandi tillögu til
þingsályktunar um alþjóðlega ráð-
stefnu um afvopnun á Norður
Atlantshafi:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að beita sér fyrir því, að
haldin verði alþjóðleg ráðstefna
hér á landi um afvopnun á Norð-
ur-Atlantshafi.
Tilgangur ráðstefnunnar verði
að kynna viðhorf íslendinga til
hins geigvænlega kjarnorkuvíg-
búnaðar, sem nú fer fram í hafinu
í kringum Island, og þá aðstöðu
íslendinga að þeir telja tilveru
þjóðar sinnar ógnað með þeirri
stefnu sem þessi mál hafa verið og
eru að taka.
A ráðstefnunni verði ítarlega
kynnt þau sjónarmið íslendinga,
að þeir geti með engu móti unað
þeirri þróun mála, að kjarnorku-
veldin freisti þess að tryggja eigin
hag með því að fjölga kafbátum
búnum kjarnorkuvopnum í hafinu
við Island.
Til ráðstefnunnar verði boðaðir
fulltrúar þeirra þjóða, sem ráða
yfir kjarnorkuvopnum, og þeirra
ríkja, sem liggja að Norður-
Atlantshafi, auk fulltrúa Heims-
friðarráðsins.
I greinargerð segir m.a.:
Flutningsmenn hugsa sér
markmið ráðstefnunnar að opna
umræðuna um friðlýsingu Norð-
ur-Atlantshafs í áföngum. Áfang-
arnir gætu verið:
1) Þegar í stað verði stöðvuð frek-
ari aukning kjarnorkuvopna í
Norður-Atlantshafi.
2) Dregið verði úr kjarnorkuvíg-
búnaði á Norður-Atlantshafi
með ákveðnum tímasettum
áföngum.
3) Norður-Atlantshaf verði lýst
kjarnorkuvopnalaust svæði.
4) Alþjóðastofnun annist eftirlit
með kafbátum og öðrum flutn-
ingatækjum sem gætu borið
kjarnorkuvopn. Eftirlitsstöðv-
ar gætu verið á íslandi og ís-
lendingar annast eftirlit í tals-
verðum mæli, enda eiga þeir
mest í húfi.
Kostnaður við eftirlit verði
greiddur af alþjóðastofnun og
niðurstöður eftirlitsstöðva til-
kynntar reglulega alþjóða-
stofnun, sem veiti öllum, er
óska, upplýsingar varðandi eft-
irlitið.
Nýjar ástarsögur frá
BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnar
firði, hefur gefið út þrjár bækur í
bókaflokknum „Rauðu ástarsögurn-
ar“. Alls hafa þá komið út í þessum
flokki 18 bækur. Nýju bækurnar
heita Yald viljans eftir Sigge Stark, í
þýðingu Skúla Jenssonar, Hættu-
legur leikur eftir Signe Björnberg, í
þýðingu Sigurðar Steinssonar, og Kg
elska þig eftir Else-Marie Nohr, í
þýðingu Skúla Jenssonar. „Þessar
nýju rauðu ástarsögur gefa hinum
fyrri ekkert eftir,“ segir í frétt frá
útgefanda, „en margar eldri bók-
anna eru nú uppseldar og sýnir það
vinsældir þeirra.“
Skuggsjá hefur gefið út tvær
nýjar bækur eftir Theresu Charl-
es. Þær heita Draumamaðurinn
hennar og Hulin fortíð. Andrés
Kristjánsson íslenzkaði báðar
bækurnar. Með þessum tveimur
bókum eru þær bækur, sem út
hafa komið hjá Skuggsjá eftir
Skuggsjá
Theresu Charles, orðnar 25.
„Theresa Charles er einn vinsæl-
asti ástarsagnahöfundur, sem
bækur eru gefnar út eftir hér á
landi," segir útgefandi.
Einnig er komin út hjá bókaút-
gáfunni Skuggsjá ný bók eftir
Barböru Cartland, sem nefnist
Hjarta er tromp. Þýðingu annaðist
Sigurður Steinsson. Þetta er 8.
bókin eftir Barböru Cartland, sem
Skuggsjá gefur út.
Á flótta með farandleikurum
MÁL og menning hefur sent frá sér
nýja unglingabók sem heitir Á flótta
með farandleikurum og er hún eftir
Geoffrey Trease, breskan barna-
bókahöfund sem notið hefur mikilla
vinsælda í heimalandi sínu og víðar.
Um efni bókarinnar segir á
kápu: „Það er aðalpersónan sjálf,
Pétur Brownrigg, sem segir sög-
una. Hann er unglingur þegar sag-
an gerist, en fullorðinn maður
þegar hann rifjar hana upp. Pétur
var uppi fyrir nærri fjögur hundr-
uð árum og sagan gerist á síðustu
áratugum 16. aldar, skömmu eftir
að siðaskipti urðu hér á íslandi og
Jón Arason var hálshöggvinn.
Þetta voru róstusamir tímar víða
um Evrópu, en í Englandi hafði
friður ríkt óvenjulengi undir
stjórn Elísabetar I drottningar.
Leikrit Shakespeares, hins fræga
enska leikritaskálds, gegna tals-
verðu hlutverki í sögunni. Þegar
vitnað er í leikrit hans eru notaðar
þýðingar Helga Hálfdanarsonar,
bæði prentaðar og óprentaðar.“
Silja Aðalsteinsdóttir þýddi
söguna og las í ríkisútvarpinu fyrr
á þessu ári við geysilegar vinsæld-
ir.
Á Flótta með farandleikurum er
207 bls. að stærð, sett og prentuð í
Prentrúnu sf., en Bókfell hf. sá um
bókband.