Morgunblaðið - 27.11.1981, Side 29

Morgunblaðið - 27.11.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981 61 Ár hins ófædda barns I.A. skrifar: „Viss ár hafa verið valin til að vinna að framförum og eflingu ýmissa nauðsynjamála. En eitt hefur enn gleymst. Það er að efna til árs hinna ófæddu barna, þ.e. barna sem þegar eru getin en enn eru ófædd. Réttur barna á fósturstigi hef- ur verið stórlega skertur á síðari árum, um allan heim. Réttur þeirra til lífs er svo til enginn. Fleiri og fleiri fóstur eru drepin með hverju árinu sem líður, einnig hér á landi. Ekkert tillit er tekið til þess, þótt þau séu alheilbrigð og þótt engin læknis- fræðileg nauðsyn á að eyða þeim sé fyrir hendi, að því er varðar verðandi mæður. Þúsundum saman, jafnvel milljónum saman eru þau drepin um víða veröld. Utskúfað er þeim úr mannlegu samfélagi. Réttdræp, ef einhver aðstandandi óskar þess. Hér er á ferð eitt af helfarareinkennum mannkynsins. Og íslendingar vilja ekki láta sitt eftir liggja. Hundruðum saman eru mannsfóstur drepin hér á hverju ári. Flotið er sof- andi að feigðarósi. Þjóð, sem myrðir yngstu þegna sína, hlýt- ur að bjóða hættunni heim. Þeirri hættu, sem stafar af sljóvguðu mati á réttu og röngu. Sú sljóvgunarstefna greiðir leið utanaðkomandi helstefnuáhrif- um, svo sem þegar má sjá merkin um á ýmsum sviðum, án þess þar sé reynt að spyrna við fæti. Vilja nú ekki einhver fram- sækin og réttsýn félagasamtök stofna til Ars hins ófædda barns, til þess að berjast fyrir lífsrétti þess, rétti þess til að fá að vaxa fram til þroska manns. Slíkt mundi verða gæfuspor íslenskri þjóð, meira en enn má greina. Og meira mætti að gera. Full- trúar íslensku þjóðarinnar gætu barist fyrir þessu málefni á al- þjóða vettvangi og væri einarð- lega að málum staðið og íslensk rök og íslensk heimspeki notuð í þeirri baráttu, mundum við öðl- ast fylgi og viðurkenningu ann- arra þjóða, því margir mundu fylgja okkur að málum, og hin ófæddu börn mundu þá aftur eignast rétt sinn til lífs og þroska í samræmi við lögmál lífsins." Fyrirspurn um sjáv- arfallavirkjun Lóðafrágangur við Grensásveg 44—50: Alfarið um að ræða frá- gang sem húseigend- urnir kosta Illgí U. Magnússon gatnamála- stjóri skrifar 13. nóv.: „Varðandi fyrirspurn Stein- unnar Jóhannesdóttur í Velvak- anda í dag um lóðafrágang við húsin nr. 44—50 við Grensásveg og ófærð um það svæði í leysing- um skal eftirfarandi upplýst. Hér er alfarið um að ræða frá- gang, sem margir eigendur fram- angreindra húseigna eiga að framkvæma og kosta. Þegar svo er vill það oft dragast á langinn að samstaða náist um að kosta endanlegan frágang sameigin- legrar lóðar. Til að auðvelda lóð- areigendum fjármögnun slíkra framkvæmda hefir borgin komið á fót svonefndum lóðasjóði, sem veitir lán í fullnaðarfrágang lóða. Hefir þessi fyrirgreiðsla borgaryfirvalda leyst mörg mál, sem svipað er háttað um og þetta. I þessu tilviki er undirrit- uðum kunnugt um að tannlækn- irinn, sem minnst er á í grein- inni, hefir sýnt málinu áhuga og óskandi væri að þessi skrif ýttu við hinum aðilum málsins. Það er fyrst nú á síðustu árum, sem borgaryfirvöld eru farin að setja ákveðnar kvaðir um frágang lóða í lóðarúthlutunarskilmála. list í okkur, en þeir dæla í okkur fræðum, sem bara eru áróður á lífið á Vesturlöndum, og þvílíkar frá- sagnir af hörmungum fólks, sem nóg hefur að bíta og brenna. Nóg er af þessum frjálsu rithöfundum, sem aldrei skrifa staf um kollega sína, sem ofsóttir eru í austurblokkinni. Þeir virðast ekki vera „stéttvísir menn“. „Kaunveruleikinn er mótsagnakenndur ...“ Menntamennirnir eru aftur á móti allt of margir, eins og segir í „Stalín er ekki hér“. Þórður minn segir þetta: „Það voru gerð alvarleg mis- tök í Sovétríkjunum, og ég viður- kenni það. En eins og einn af yngri mönnunum í flokknum sagði á fundi um daginn, menntaður maður: „Raunveruleikinn er mótsagna- kenndur. Stundum er ekki hægt að framkvæma það góða nema í gegn- um það illa.“ Bragðgóð dúsa það, ekki satt? Hrós fyrir þá svörtu Sögu kann ég nýlega frá háskólan- um í Moskvu. Amma stúlku sem þar var við nám bað hana að segja sér hvað hún vildi fá í jólagjöf, og hún var ekki lengi að hugsa sig um: Tannkrem, sápu og klósettpappír. Raunir hennar eru ekki allar taldar, því að hún kom grálúsug af sjúkra- húsinu við háskólann. Hún er því hætt námi þar. Mér finnst það hrós fyrir þá svörtu, sem eru í háskólan- um í Moskvu, að þaðan koma þeir eldheitir kapítalistar, en frá París koma þeir heilaþvegnir kommúnist- ar. Þeir virðast ekki hafa gengið um götur Moskvuborgar með marxísk gleraugu, þyí að í gegnum þau sér enginn hlutina í réttu ljósi. Seinna vildi ég geta lýst KGB og fangabúð- unum, Eyjólfur rninn." r.s.n. skrifar: „Kæri Velvakandi. Sl. sumar sá ég sagt frá því í grein eftir Gísla Júlíusson verk- fræðing, að fyrsta sjávarfalla- virkjun sem byggð hefur verið í heiminum, hafi verið byggð á ís- landi, að ég held í Mýrarsýslu. Hvar er hægt að fá nánari upp- lýsingar um þetta?“ Velvakandi hafði samband við Gísla Júlíusson vegna fyrirspurn- ar r.s.n. og benti Gísli á að frekari upplýsingar um þetta efni mundi að finna í bókasafni Iðntækni- stofnunar, Skipholti 37. Q2P S\GeA V/ÖGA í lilVEfcAk Tísl<ufatnaður á kvöldsýningu Staöur: Hótel Loftleiðir, Blómasalur Stund: Föstudagskvöld, salurinn opnar kl. 19.00 Sýningarfólk: Módelsamtökin Sérstakur matseðill Borðpantanir: Veitingastjóri, sími 22321-22322 VERIÐ VELKOMIN HÓTEL LOFTLEIÐIR [rompton Parkinson RAFMÓTORAR Eigum ávallt fyrirliggjandi 1400—2800 sn/mín. rafmótora. 1ns fasa V3—4 hö 3ja fasa 1/z—25 hö Útvegum allar fáanlegar gerðir og stærðir. VALD. POULSEN' SUÐURLANDSBRAUT10 sími86499 vo tíom'CÁmi W'b'bUYl 5/VáV0V4 VL vfnamr w.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.