Morgunblaðið - 27.11.1981, Síða 30

Morgunblaðið - 27.11.1981, Síða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981 Ný unglingabók: Handan við hrað- brautina IIANDAN við hradbrautina heitir ný bók eftir sa'nska rithöfundinn Inger Brattström, sem bókaforlagið Mál og menning gefur út. Inger Brattström er þekktur barna- og unglingabókahöfundur í heimalandi sínu. Bókin hennar, Handan við hraðbrautina, segir frá Jónasi, sextán ára gömlum pilti sem hefur fengið vinnu á barnaheimili í stuttan tíma. Þegar sagan hefst er hann að undirbúa helgarferð með félögum sínum. Af henni verður þó ekki, því enginn kemur til að sækja Sólong litlu, sem er fjögurra ára gömul blökku- telpa. Fyrirhugað ferðalag verður að annars konar ferð, kynnisferð út í heim sem byrjar í næsta ná- grenni en er þó óendanlega fjar- lægur og ólíkur heimi Jónasar. h'ramundan eru þrír sólahringar hlaðnir áhyggjum, spennu, kvíða og hræðslu. HANDAN VIÐ HRAÐBRAUT1NA Sex Skjaldböku- bækur frá Salti BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, llafnar firði, hefur gefið út þrjár bækur í bókaflokknum „Rauðu ástarsögurn- ar“. Alls hafa þá komið út í þessum flokki 18 bækur. Nýju bækurnar heita Vald viljans eftir Sigge Stark, í þýðingu Skúla Jenssonar, Hættu- legur leikur eftir Signe Björnberg, i þýðingu Sigurðar Steinssonar, og Ég elska þig eftir Else-Marie Nohr, í þýðingu Skúla Jenssonar. „Þessar nýju rauðu ástarsögur gefa hinum fyrri ekkert eftir,“ segir í frétt frá útgefanda, „en margar eldri bók- anna eru nú uppseldar og sýnir það vinsældir þeirra.“ Skuggsjá hefur gefið út tvær nýjar bækur eftir Theresu Charl- es. Þær heita Draumamaðurinn hennar og Hulin fortíð. Andrés Kristjánsson íslenzkaði báðar bækurnar. Með þessum tveimur bókum eru þær bækur, sem út hafa komið hjá Skuggsjá eftir Theresu Charles, orðnar 25. „Theresa Charles er einn vinsæl- asti ástarsagnahöfundur, sem bækur eru gefnar út eftir hér á landi," segir útgefandi. Einnig er komin út hjá bókaút- gáfunni Skuggsjá ný bók eftir Barböru Cartland, sem nefnist Hjarta er tromp. Þýðingu annaðist Sigurður Steinsson. Þetta er 8. bókin eftir Barböru Cartland, sem Skuggsjá gefur út. Bókaútgáfan Skjaldborg: Opnar dreifingar- midstöð í Reykjavík BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg á Ak- ureyri, mun nú eftir helgina opna dreifingarmiðstöð fyrir bækur for lagsins í Reykjavík. Að sögn Svavars Ottesen, eins eiganda fyrirtækisins, verður hin nýja dreifingarmiðstöð Skjaldborgar til húsa að Ármúla 38, og Björn Kiríksson mun veita henni forstöðu. Að sögn Svavars verða tuttugu bækur gefnar út hjá Skjaldborg í ár, og þar af eru þegar komnar út 18 bækur. Með útkomu tveggja er á hinn bóginn óljóst, verði af löngu verkfalli. Alls sagði Svavar hins vegar vera til um 90 bókatitla hjá útgáf- unni, nýir og gamlir, og yrði öllum þessum bókum dreift um dreif- ingarstöðina í Reykjavík, auk þess sem afgreiðsla verður á Akureyri eins og áður. Sjómannsævi ÚT ER komin hjá Erni og Örlygi bókin Sjómannsævi sem er fyrsta bindi endurminninga Karvels Ög- mundssonar skipstjóra og útgerð- armanns. Á bókarkápu segir m.a.: „Karvel Ögmundsson er löngu landsþekkt- ur sem aflasæll skipstjóri og dugmikill útgerðarmaður. En þeir sem kynnst hafa Karvel vita að hann er einnig snjall fræðaþulur, býr yfir dulargáfum og kann þá list að segja frá.“ I þessu fyrsta bindi fjallar Karvel um æskuárin á Snæfells- nesi. Bókin Sjómannsævi er 224 blað- síður, prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar. „Sextán konur, ferill þeirra og framtak“ BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnar firði, hefur gefið út bókina Sextán konur, ferill þeirra og framtak í nú- tíma hlutverkum, sem Gísli Krist- jánsson ritstýrði. Sextán konur er hliðstæða bókarinnar Átján konur, sem út kom á síðasta ári. „Margar þær konur, sem í þessa bók rita, hafa borizt fram af eigin rammleik eftir torsóttum leiðum, orðið að sigrast á torfærum og hvers kyns erfiðleikum, sem frum- herja bíða hverju sinni,“ segir m.a. í frétt frá útgefanda. „Aðrar hafa gengið hefðbundnar mennta- brautir, sem í dag þykja sjálfsagð- ar, en voru það ekki fyrir nokkrum tugum ára.“ Konurnar, sem segja hér frá menntun, störfum og starfsundir- búningi, eru Teresía Guðmunds- son veðurfræðingur, Filippía Kristjánsdóttir (Hugrún) rithöf- undur, Kristjana P. Helgadóttir læknir, Auður Proppé loftskeyta- maður, Ingibjörg R. Magnúsdóttir deildarstjóri, Elsa E. Guðjónsson safnvörður, Salome Þorkelsdóttir alþingismaður, Vilhelmína Vil- helmsdóttir fiskifræðingur, Krist- ín I. Tómasdóttir ljósmóðir, Elsa G. Vilmundardóttir jarðfræðing- ur, Þuríður Árnadóttir íþrótta- kennari, Kristín R. Thorlacius oddviti, Hólmfríður Sigurðardótt- ir garðyrkjukandidat, Svava Stef- ándóttir félagsráðgjafi, Guðrún Ásmundsdóttir leikari og Guðrún Jónsdóttir arkitekt. Ný Kátu-bók SKJALDBORG hefur sent frá sér nýja Kátu-bók, Káta á hættuslóð- um. Þetta er ellefta bókin um Kátu litlu og segir frá ævintýrum er hún lendir í í Afríku. Myrkraverk Seðlabankans á Arnarhóli er menningarhneyksli sem verður að stöðva eftir Sigurjón Sigurðsmn Arnarhóll er fornhelgur staður, allt frá fyrstu landnámsbyggð. Þannig er frá skýrt í Hauksbók. „Þau missari fundu þeir Vífill og Karli öndvegissúlur Ingólfs við Arnarhvol fyrir neðan heiði." í vörinni fyrir neðan Arnarhól flutu öndvegissúlur Ingólfs Arn- arsonar fyrsta landnámsmannsins á land, það tók Ingólf og þrælana þrjú ár að finna þær, og þá fyrst tekur Ingólfur Arnarson sér fastan bústað í Reykjavík eftir til- vísan goðanna og æðri bendingu um að byggja þar sem öndvegis- súlurnar ræki á land. Ingólfur Arnarson og menn hans sigldu víkingaskipum sínum inn í Faxa- flóann, inn fyrir Engey, Akurey og Útfirisey, og er þeir nálguðust vík- ina meir, sjá þeir marga reykjar- stróka stiga til himins. Þessvegna gaf Ingölfur Arnarson víkinni nafnið Reykjavík. Víkingarnir tóku niður trjón- urnar af skipum sínum, sem skör- uð vóru skjöldum og drekahöfðum stafna í milli, síðan réru þeir út- hafsskipum sínum innar í höfnina, sem þarna var fyrir frá náttúr- unnar hendi, þeir lögðu knörrum sínum og gengu á land. Þar með nöfðu þeir lagt undir sig þessa eyju norðursins. Suðvestan til í Reykjavík er lítið stöðuvatn, Reykjavíkurtjörn. Úr henni féll lítill lækur til sjávar fyrir neðan Arnarhól, þar sem nú er Lækjargata og Kalkofnsvegur. Þessi lækur rennur nú í neðan- jarðar ræsi inn í höfnina. Varirnar sem vernduðu vík- ingaskipin fyrir vængjaflugi ólgandi úthafsins, náðu frá Örfir- isey í norðri og Hlíðarhúsalandi í vestri. Hlíðarhúsaland sem nú er að mestu horfið í hafsins djúp, vegna stormasamrar veðráttu og sjávargangs aldanna, eftir er að- eins Grandinn, sem nú er aftur verið að hlaða upp, þarna í vest- asta hluta vararinnar, en þar varð síðar til verzlunarhöfnin Hólmur- inn eða Grandahólmi, 'er síðar varð Reykjavikurhöfn. Miðhluti vararinnar nefndist Grófin og var hún að nokkru í notkun fram á okkar daga, eða þar til þilskipaút- gerð lauk og togararnir og Reykja- víkurhöfn tóku við. Arnarhóll er eini stallhelgi staðurinn í Reykavík, því kjörinn fyrir þjóðlegar útisamkomur og sem sérstakur útsýnisstaður Reykvíkinga, og alls almennings í landinu auk erlendra gesta sem heimsækja landið. Þennan stað má alls ekki á nokkurn hátt skerða og enga af hinum níu himnum, sem umlykja hann. Arnarhóll er þjóðhelgur staður vegna sögu sinnar, yfir honum er helgi og leyndardómur, því verður að koma í veg fyrir þau skipulags- og náttúruspjöll, sem fyrirhugað er að vinna þar á vegum Seðla- banka íslands. Þótt að hljótt hafi lengstaf verið um bújörðina Arnarhól á niður- lægingaskeiði þjóðarinnar er jörð- in var konungseign, og ennþá hljóðara um sífelldar skerðingar hennar, er samt enn eftir stjórn- arráðsbletturinn og allra helgasti staður hennar sjálfur Arnarhóll- inn, sem náði áður fyrr alveg niðurundir sjó. Þó að á sinni tíð í fátækt og umkomuleysi þjóðar okkar hafi neyðin og flutningatækja skortur- inn brotið óskráð lög í kreppunni kringum 1930 og orðið þess vald- andi að neðri hluti Arnarhólsins var skertur með byggingu Sænska frystihússins þar, þá réttlætir sá neyðarverknaður ekkert þann verknað, sem fyrirhugaður er nú í dag, að reisa þarna margra hæða steinkumbalda fyrir Seðlabank- ann og þar með byrgja að stórum hluta fyrir sjónarsviðið, fyrir Arnarhólstúnið, þennan fagra út- sýnisstað almennings, nú þegar við loks erum laus við Sænska frystihúsið af staðnum fyrir fullt og allt. Þetta fyrirhugaða skemmdar- verk Seðlabankans er regin hneyksli, því verðum við Reykvík- ingar, að skora á Alþingi Islend- inga, að stöðva sem allra fyrst þessar framkvæmdir Seðlabank- ans á Arnarhóli. Loka fyrir fjár- magn til skemmdarverks þeirra og stöðva þau þannig í fæðingunni. Alþingismenn, við þurfum nýja krafta, sem vilja víkka sjóndeild- arhringinn, efla og fegra umhverf- ið, byggja höfuðborgina upp með menningarbrag, með hliðsjón af sögulegum og náttúrulegum stað- reyndum. Eg fer því fram á við alþingis- menn okkar, að þeir efni til hóp- göngu upp á Arnarhól og kynni „Þetta fyrirhugada skemmdarverk Seðla- hankans er regin hneyksli, því verdum við Reykvíkingar að skora á Alþingi Islendinga, að stöðva sem allra fyrst þessar framkvæmdir Seðlabankans á Arnar- hóli. Loka fyrir fjár magn til skemmdar verks þeirra og stöðva það þannig í fæðing- unni.“ sér ástandið af eigin raun, njóti útsýnisins og náttúrufegurðarinn- ar þaðan. Útsýnisins yfir innsiglinguna inn í höfnina, útsýnis yfir sundin blá, eyjarnar og fjallahringinn, ósk mín er að þeir skynji helgi Arnarhóls, fegurð himinsins, fjall- anna og sólarlagsins, og komi í veg fyrir þau helgispjöll, að byrgt verði fyrir útsýnið af Arnarhóli. Við megum ekki tapa áttum og láta óprúttna fésýslumenn spenna helgreipar sínar yfir þjóðar- hagsmuni og fegurð landsins, sjón er sögu ríkari. Látum fjallkonuna skauta feldi sínum og skarta öllu sínu fegursta og loga skært, er við virðum hana fyrir okkur frá hinum fagra út- sýnisstað almennings, þeim forn- helga ástkæra stallhelga útsýnis- stað Arnarhóli. Hjálpumst öll að, komum í veg fyrir skipulags- og náttúruspjöll, komum sameiginlega í veg fyrir þessa ástæðulausu eyðileggingu Seðlabankans, peningapúka og þröngsýnismanna. Verum minnug þess, að ekki eru nema nokkrir áratugir síðan, að Köllunarklettarnir tveir í flæð- armálinu andsæpnis Viðey vóru sprengdir í loft upp undir hand- arjaðri þáverandi bæjarstjórnar Reykjavíkur. Við höfum fyrr enn í dag þurft að horfast í augu við glámskyggna borgarstjórn og borgarskipulag hér í Reykjavík, valdamenn hér hafa því miður misstígið sig í öðru hverju spori. Mér er enn og aftur spurn? Höf- um við máski mikinn hóp stein- runna blindingja hér í valdastöð- um, og þá kannski meðal þeirra Borgarstjórn Reykjavíkur, borg- arskipulagið og Seðlabankastjórn- ina? Gera þessir menn sér ekki ljóst, að með því að byggja á þröskuldi Arnarhóls stórhýsi úr járnbentri steinsteypu, eru þeir um mörg ókomin ár, jafnvel aldir, að byrgja fyrir útsýnið þaðan og útiloka þannig að borgarbúar, gestir þeirra og allur almenningur geti notið þess útsýnis, sem staðurinn hefur nú uppá að bjóða. Það þarf ekkert farartæki til að komast uppá Arnarhól, skilur ekki Jóhannes Nordal, að hann er ef til vill að reisa minningu föður síns níðstöng á Arnarhóli, með því að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.