Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 Lögreglustjóri á stríðsárunum opinberlega í ljós. Breskur leyni- þjónustumaður, Fortesque, lét það uppskátt fyrir tiltölulega skömmu, þannig að Bretar höfðu hér á að skipa hópi manna sem miðlaði þeim upplýsingum. Ég valdi fjóra lögreglumenn mér til aðstoðar, undir stjórn Erl- ings Pálssonar, með honum voru Lárus Salómonsson, Jakob Jóns- son, Ólafur Guðmundsson og Kristján Vattnes. En það mikil leynd hvíldi yfir þessu að einungis Hermanni Jónassyni og okkur Erlingi var kunnugt um áætlun- ina. Við höfðum haft upp á lykli að kjallarahurð bakdyramegin hjá fyrri kyndara hússins og gengið með leynd úr skugga um að ekki hefði verið skipt um skrá; og teikningu að húsinu höfðum við undir höndum. Ráðagerðin var sú að fara inní húsið um kjallarann klukkan fjögur aðfaranótt 19. apríl og beita valdi, ef á þyrfti að halda, til þess að komast uppá hæðina. Ég hafði stöðugt samband og samráð við Hermann um fram- kvæmdina. Við æfðum væntanlega þátttakendur vel dagana á undan með skotvopnum, því að við þótt- umst vita að dr. Gerlach myndi ekki láta stöðina af hendi mót- þróalaust og áttum alveg eins von á vopnaðri mótstöðu hans og fé- laga hans, — enda kom á daginn þegar Bretar, flokkur undir al- væpni, hertók sendiráðið þrem vikum seinna, að dr. Gerlach reyndi að nálgast skotvopn. En þann 18. apríl um morgun- inn, þegar öllum undirbúningi var lokið og ég tjáði Hermanni það, taldi hann sig þurfa að bera málið undir samráðherra sína og til- kynna um áætlunina. Siðdegis hringdi hann svo og sagði að sam- staða um aðförina hefði ekki náðst i ríkisstjórninni einkum vegna andstöðu Stefáns Jóhanns utan- ríkisráðherra. Erlingur Pálsson Það er eins með ljósmynd og ör- stutt tilsvar. Það getur sagt meira um mann en þúsund orð, jafnvel þótt tilsvarið sé tilbúningur. Að það hitti bara í mark. En þessar tvær smásögur um Erling eru sannar — og jafngilda hvor um sig þúsund orðum og vel það. Sú fyrri gerist fyrsta sumar hernámsins. við höfðum stundað skotæfingar áður en herinn kom, ekki aðeins á Laugarvatni, heldur einnig á Sandskeiði og víðar. Lög- reglan skaut þar í mark i krika við hraunið. Það þurfti að halda lög- reglunni í þjálfun og koma hersins breytti þar engu um, gerði þjálf- unina enn nauðsynlegri, ef eitt- hvað var. Stundum var ég með skotflokkunum, stundum Erling- ur. Á þessu sumri sendi ég Erling sem oftar sem fyrirliða flokks til skotæfinga upp á Sandskeið. Og segir ekki af ferð þessa litla flokks fyrr en hann er byrjaður æfingar með rifflum og skammbyssum þarna í krikanum við hraunið og á sér ekki ills von. En þá sprettur upp í hrauninu sjálfur Brigadier- General Lammie og er ekki einn. Hann er búinn að planta á laun heilmiklu liði á alla „hernaðar- lega“ mikilvæga staði í hrauninu, búinn að umkringja lögregluflokk- inn með liðsveit vopnaðri vélbyss- um og rifflum, þannig að lögreglu- mennirnir eru í dauðafæri og unnt að fella þá alla með tölu í einni hrinu, ef í harðbakka slægi. Yggldir menn bak við hverja byssu. Og Lammie gengur þarna fram fyrir skjöldu og tilkynnir hvellt: Þetta er bannað, það er bannað að skjóta hérna! Erlingur, upplitsdjarfur og ein- arður að vanda verður fyrir svör- um: Nei, það er ekki bannað. Lög- reglustjórinn í Reykjavík hefur fyrirskipað þetta. ] Það er bannað, endurtekur Lammie. Nei, nei, svarar Erlingur snúð- ugt. Ríkislögreglustjórinn yfir Is- landi hefur fyrirskipað þetta. Við höldum áfram. Hlaðið piltar. Það kom á Lammie; hann var ekki vanur svona svörum, hers- höfðinginn, dró nú í land frammi fyrir einurð Erlings og sagði: En þið farið að hætta núna. Nei, svaraði Erlingur. Við hætt- um eftir tuttugu mínútur. Skjótið. Well, stundi Lammie þá. Agnar Kofoed-Hansen lögreglu- stjóri. Hvessti sig svo og sagði fljótmælt- ur: En þið komið ekki aftur hingað. Jú, sagði Erlingur. Við komum aftur á morgun klukkan tvö. Ríkislögreglustjórinn skipar svo fyrir. What, æmti Lammie. Á morgun klukkan tvö. Lammie var nú öllum lokið — og hvarf við svo búið á brott með liðsveit sína. Það var ekki lítill styrkur ung- um lögreglustjóra að hafa sér til halds og trausts slíka persónu sem Erlingur var. Það var annan dag — í lok jan- úar — í frosti og hvössum norðan garra — að Erlingur var sýnilega sárlasinn og með hita, sem var mjög óvenjulegt, hann var einn þeirra manna sem aldrei varð mis- dægurt. En þarna stóð hánn nú, afleitur af kvefi og inflúensu, sleppti ekki vasaklútnum úr hend- inni og snýtti sér án afláts. Ég var búinn að margbiðja hann að fara heim og liggja þetta úr sér, en það var ekki við það komandi. Loks gat ég ekki horft uppá þetta lengur og neyddist til að skipa honum að fara heim og í rúmið. Þá lét hann loks undan og fór. Það var rétt fyrir hádegið. Klukkan tvö var hann kominn aftur, vasaklútslaus — og hinn brattasti. Þú ert kominn aftur, sagði ég undrandi. Þú fórst þá ekki í rúmið. Hlýddir ekki „fyrirskipuninni". Nei, sagði Erlingur. Sko, sjáðu til lögreglustjóri. Mér er batnað. Ég skrapp í sjóinn við Kirkjusand í hádeginu og fékk mér góðan sundsprett og Múllersstrokur á eftir í fjörunni. Ég átti ekki orð, held jafnvel að sjálfum Gretti hefði ekki dottið þetta í hug. Menn geta svona rétt ímyndað sér hvílík fyrirmynd slíkur maður var mönnum sem undir hann heyrðu og eins samverkamönnum sínum. En þú varst með einhverja sögu af honum um daginn, ein- hverja sem lögreglumaður hafði sagt þér. Láttu hana koma! Bókarhöfundur: Það var einhverju sinni að tíður gestur í fangageymslum lögregl- unnar tapaði úri á ralli og gerði sér margar ferðir á lögreglustöð- ina að kanna hvort úrinu hefði verið skilað. Loks var honum vísað til Erlings sem hlustaði á loðna málavextina og sagði síðan: Fyrsta hernámsliöiö gengur fram hjá Lögreglustöðinni við Póst- hússtrætí. Myndin er tekin milli kl. 8 og 10 f.h. 10. maí 1940. Fjórir fyrrverandi lögreglustjórar heiðra Erling Pálsson sextugan 3. nóvember 1955. Frá vinstri: Jónatan Hallvarðsson, Jón Hermannsson, Erlingur Pálsson, Hermann Jónasson og Agnar Kofoed-Hansen. Einn úr öryggissveitum lögregl unnar. Vertu alveg rólegur. Þú færð úr- ið. Ég veit um lögregluþjón sem tapaði regnkápu hérna í Reykja- vík og hún kom fram í Keflavík tveim árum síðar. AGNAR: Þessa hef ég aldrei heyrt. Það er til sægur af sögum um Erling, efni í heila bók, því að hann varð þjóðsagnapersóna þeg- ar á miðjum aldri, og ekki að undra. Slagur á Laugavegi Agnar: Það er hressandi að heyra and- ann í þessum gömlu góðu félögum mínum, þessu einvalaliði, sem með dæmafárri prýði og ósérplægni bar hita og þunga af löggæslunni á stríðsárunum. En margur góður drengurinn er genginn. Þú skilur kannski núna hve ríka ástæðu ég hef til að vera stoltur af þessum mönnum. Nú — þeir víkja þarna að ýmsu sem hefur upprifjunargildi. Það var alveg rétt að fjárveiting til lögreglunnar var, eins og til flestra annarra stofnana, ævin- lega af skornum skammti. En ég má ekki kvarta, því að það var mesta furða hvað við fengum til lögreglunnar. Hermann skildi vel þörfina fyrir tæki og bættan bún- að, og sama er að segja um dóms- málaráðherrana sem á eftir hon- um komu í minni embættistíð í lögreglunni, Einar Arnórsson, Finn Jónsson og Bjarna Bene- diktsson. Þeir voru allir mjög jákvæðir í okkar garð, og það var mér og lögreglunni mikill styrkur. Og ég gleymi því seint þegar ég gekk á fund Bjarna Benediktsson- ar og tjáði honum að ég hygðist hætta í lögreglunni og fara aftur í flugmálin. Þá sagðist hann vilja láta mig vita að ég hefði sitt fylista traust svo lengi sem ég vildi gegna starfi lögreglustjóra. Þó að stundum slægi í brýnu milli okkar Bjarna, hans sem borgar- stjóra og mín sem lögreglustjóra á fyrri árum, t.d. útaf launamálum lögreglumanna, sem framan af voru alltof lágt launaðir, þá reyndist hann mér ótrúlega vel, eins og þegar ég og lögreglan urð- um fyrir árásum lögfræðinga flokksins. Hann varði mig þá af hörku og drengskap án þess að láta mig nokkurn tíma verða þess áskynja. Ég frétti það annars staðar frá fyrir tilviljun. Það er rétt að ég seldi fljótlega eftir að ég tók við embætti gamla lögreglubílinn og fékk fyrir hann tvo nýja og þá urðu Maríurnar tvær, Bláa María og Svarta María, og þannig varð ég mér úti um fleiri torfengin leyfi, keypti og seldi með hagnaði uns við vorum komnir með tíu bíla og sex mót- orhjól, en ég stofnaði mótorhjóla- deildina fljótlega eftir að ég tók við embætti. Það reið á að hver vakt hefði sinn eigin bílakost með föstum ökumönnum. Ef allar vaktir notuðu sama vagninn með ótal ökumönnum, varð viðhaldið óviðráðanlegt og vagninn fljótlega ónýtur. En víkjum að Laugavegsslagn- um. Það var regla öll stríðsárin að ég var strax látinn vita um öll meiriháttar átök, hvort heldur þau gerðust að nóttu eða degi. Ég hafði simann við rúmið. Milli tvö og þrjú umrædda nótt hringir Matthías heitinn Svein- björnsson, varðstjóri, í mig og skýrir mér frá að átök hefðu orðið milli tveggja lögreglumanna okkar og fimm landgönguliða úr sjóher Bandaríkjanna, U.S. Mar- ines og lægju landgönguliðarnir fimm meðvitundarlausir á stöð- að flytja þá í Laugarnesspítala sem herinn rak sem hersjúkrahús. Ég kvaðst koma strax niður á stöð og bað um að Kilgarif ofursti, lögreglustjóri bandarísku herlög- reglunnar, yrði þar þegar ég kæmi. Kilgarif var mættur þegar ég kom ofaneftir. Matthías varðstjóri greindi x>kkur frá málsatvikum. Þau voru á þessa lund: Harmonikkuspilari, sem Olafur hét, hafði verið á heimleið með nikkuna að aflokinni skemmtun og gekk niður Laugaveginn. Þegar hann kom á móts við Iðunnar- apótek mætti hann fimm land- gönguliðum sem voru hátt uppi og fengu þeir ágirnd á nikkunni, en Ólafur vildi ekki láta hana lausa. Þá slógu þeir Ólaf niður og fékk hann töluverðan áverka af og harmonikkukassinn brotnaði í sj)ón, en nikkunni sinni sleppti Olafur samt ekki. Þessir sjóliðar báru löng vasa- ljós við belti og voru þau um leið ákjósanleg barefli, en hvort held- ur þeir beittu nú þeim eða hnefun- um, þá voru þetta þrautþjálfaðir slagsmálamenn. Kristján Vattnes, lögreglu- þjónn, frægur íþróttamaður og heljarmenni að burðum, var á vaktsvæði Laugavegs og heyrði ólætin og kom á vettvang í þann mund sem Ólafur sætti líkams- árásinni. Tóku sjóliðarnir þá á rás, en þeir vöruðu sig ekki á garp- skap Kristjáns sem hljóp þá vit- anlega uppi á engri stund og hremmdi einn þeirra til að hafa með sér á stöðina, náði honum rétt fyrir innan Frakkastíg. Réðust þá félagar hans á Kristján og átti hann nú í höggi við fimm land- gönguliða, sem eru þrautþjálfað úrvalslið Bandaríkjahers. Hafði einn þeirra á orði að réttast væri að færa Kristján úr búningnum og hafa hann og hnappana á brott með sér sem minjagripi. En Kristján reyndist þeim ekki auð- sóttur, þótt einn væri gegn fimm. Beitti hann kylfu sinni og burðum, en hinir sóttu að honum með vasa- ljósunum þungu og beltum sem voru með þungum oddhvössum sylgjum, vond vopn og erfitt að bera þau af sér. En sem slagurinn stendur sem hæst berst Kristjáni óvænt liðsauki. Guðbrandur Þor- kelsson, einnig geysilega harðger og vaskur maður og mikill íþrótta- maður, sundmaður, var á vakt- svæði Hverfisgötunnar, og fyrir tilviljun er hann staddur þar í göt- unni að hann heyrir harkið og rennur á hljóðið. Sneru þeir nú bökum saman, Kristján og Guð- brandur, og lyktaði bardaganum svo að landgönguliðarnir lágu allir fimm meðvitundarlausir í valnum. í þeim svifum átti hálfkassabíll leið niður Laugaveginn og stöðv- uðu þeir félagar hann og fleygðu sjóliðunum ýmist uppá pallinn eða tróðu þeim inní stýrishúsið. En áður en bifreiðin kæmist af stað drifu að einir 15—20 hermenn, bandarískir og breskir, og ofbauð þeim þessi hroðalega niðurlæging hersins og voru ekki á þvi að láta lögregluna komast á brott með slíkt herfang. Runnu þeir á bílinn þar sem Kristján og Guðbrandur vörðust með kylfunum, lömdu á hendurnar á þeim. Reyndu her- mennirnir að velta bilnum og hafði næstum tekist það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.