Morgunblaðið - 13.12.1981, Síða 22

Morgunblaðið - 13.12.1981, Síða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 Jólaplötur eru hluti afjólunum . .^§SSl Fást í hljómplötuverzlunum um land allt. Hljómplötudeild Mývatnssveit: Aldarminn- ing skáld- konunnar Huldu Mývatnssveit. 7. desember. KVENFÉLAG Mývatnssveitar gekkst fyrir samkomu í Skjólbrekku sl. laugardagskvöld í tilefni aldar minningar Huldu skáldkonu, Unnar Benediktsdóttur Bjarklind. Bauð fé- lagið allmörgum Mývetningum til þessa samkvæmis, sem var fjölsótt. Kynnt voru verk skáldkonunnar í bundnu og óbundnu máli, þá söng kór Skútustaðakirkju lög við ljóð eftir Huldu, undir stjórn Þrá- ins Þórissonar. Hinn síungi Jón Sigtryggsson í Syðri-Neslöndum lék á munnhörpu nokkur lög. Þar á meðal eitt lag eftir sjálfan sig er hann ánafnaði félagsheimilinu Skjólbrekku til eignar. Sannast að segja kom Jón mörgum á óvart með ágætum leik sínum, því ekki var mörgum kunnugt um að hann væri þessum gáfum gæddur. Síöast var stiginn dans fram á nótt. Þessi samkoma tókst vel og ber að þakka Kvenfélagi Mý- vatnssveitar fyrir þetta framtak. Formaður félagsins er Guðrún Jakobsdóttir í Reykjahlíð. Kristján Sælgætisgerð- in Góa byggir í Hafnarfirði SÆLGÆTISGERÐIN Góa á Reykjavíkurvegi 72 í Hafnarfirði hefur fengið leyfi til að byggja á lóð í nýja iðnaðarhverfinu við Kapla- hraun í Hafnarfirði. Að sögn Helga Vilhjálmssonar forstjóra Góu verður byrjað á byggingarframkvæmdum á lóð- inni í vor og áætlað að flytja inn í húsið innan tveggja ára. Það verð- ur 1500 til 2000 fermetra stórt á einni hæð en núverandi húsnæði sælgætisgerðarinnar er 750 fer- metrar. Ekki vissi Helgi hver kostnaðurinn við byggingu húss- ins yrði. Sagði Helgi að þeir væru að byggja til þess að fá betri aðstöðu, meira rými, en nú er ansi þröngt orðið í því húsi sem sælgætisgerð- in hefur í dag. Sælgætisgerðin Góa hóf starfsemi sína í 100 fer- metra húsnæði í Súðarvogi en flutti þaðan á Grundaveg í 150 fer- metra. Þá var flutt á Reykjavík- urveginn í 200 fermetra húsnæði og skömmu seinna í viðbyggingu þess húss og var þá húsnæðið orð- ið 500 fermetrar. Enn var viðbygg- ingin stækkuð þar til hún var orð- in 750 fermetrar eins og hún er í dag. /K BOKAHILLUHATALARI AR-Bókahilluhátalarinn er tæknilega eins útbúinn og stærri og dýrari hátalarar, þ. e. a. s.: I Tvískiptur tóndeilir, djúpur bassahátalari, hátíðni hátalari og samlímdur, loftþéttur viðarkassi. | Bókahilluhátalarinn hefur frábær tóngæði við lítinn tónstyrk og staðsetning hans á skáp | eða í hillu gerir það að verkum að stólar, borð og önnur húsgögn, spilla ekki hljómburði. Sönghæfni og raddstyrkur fólks er ekki metinn eftir stærð, og það á einnig við um Bókahilluhátalarann. ar iss:sow/sohm/9.9ltr/skg/24xm sxi6.7cm s: 50W/6OHM/ 18 LTR /10 KG./54 4x29 8 18 8CM s: 75W/8 OHM/ 37 LTR./13 KG./61 x34.35.3x27.5 CM 5 AR 18s: AR 28s: AR 38s; Bókahilluhátalarinn er ekki stór en skýr og skemmtilegur. FÁLKINN SUÐURIANDSBRALIT8 SÍMI85884

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.