Morgunblaðið - 13.12.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981
73
Fremst til hægri má sjá nýju heilsugæslustöðina, á miðri mynd er í smíðum íbúðarhús fyrir aldraöa
Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri Kötlu.
Ekki eru verkefni fyrir prjónavélarnar að svo stöddu.
Starfsmenn eru 23 til 24 og
sagði Sæmundur fyrirtækiö
nýlega hafa verið endur-
skípulagt.
Prjóna og sauma
flíkur til útflutnings
Litið í prjónastofuna Kötlu
Prjónastofan Katia er hlutafélag í Vík í Mýrdal, sem starfar við
prjónaskap og saumaskap, trúlega af myndarskap, en Sæmundur
Runólfsson, innfæddur Víkurbúi, sér um framkvæmdastjórn. Hann
fræddi Morgunbladsmenn um starfsemina og tjáði okkur að Katia
væri í eigu margra aðila: hreppsins, sýslunnar, kaupfélagsins auk
almennings og væru hluthafar nokkuð margir.
Prjónastofan tók til starfa í
mars 1971 og er hér prjónað og
saumað til útflutnings að mestu í
samstarfi við Álafoss, en við höf-
um einnig skipt við Samband isl.
samvinnufélaga og Hildu hf., segir
Sæmundur.
Hann er síðan spurður hvernig
verkefnaval fari fram:
— Við höfum ákveðið samstarf
við t.d. Álafoss um að velja flíkur
til að sauma, sem þeir síðan flytja
út, en prjónastofurnar sjálfar
bjóða líka sundum fram sína vöru.
Við erum nú aðallega að framleiða
peysur, jákka og kápur.
Prjónastofan Katla flutti nýlega
í nýtt hús og voru þá m.a. keyptar
nýjar vélar.
— Núna eru starfsmenn fyrir-
tækisins 23 til 24, en við höfum
aðstöðu fyrir 35 starfsmenn og
sumt fólk okkar er í hálfu starfi.
Við erum t.d. að fá nýja prjónavél
og vonast ég til að við fáum á
næstunni næg verkefni, en öðru
hvoru ber á verkefnaskorti hjá
okkur. Þegar þannig er ástatt höf-
um við hreinlega framleitt á lager,
sem við vonumst til að geta selt
síðar og þannig höfum við stund-
um legið með miklar birgðir og
fjármagn bundið í þeim.
Þá sagði Sæmundur Runólfsson
að fyrirtækið hefði keypt aðstoð
frá Iðntæknistofnun við að endur-
skipuleggja framleiðsluna og sagði
hann t.d. hugmyndir uppi um að
koma á afkastahvetjandi launa-
kerfi. En prjónastofur og sauma-
stofur hafa átt í erfiðleikum af og
J1 síðustu misseri og Sæmundur er
spurður hvernig Katla spjari sig á
erfiðum tímum:
— Gengið og verðlagsmál eru
erfiðust og sífellt er reynt að
þrýsta verðinu niður á við. Prjón-
astofurnar verða að kanna sjálfar
og ákveða síðan hvort þær geta
framleitt flíkurnar á því verði sem
sett er upp og ef hægt er að ná
hagkvæmni við framleiðsluna
tekst það yfirleitt. Hins vegar er
mitt álit að framleiðendur eigi að
fá að einbeita sér að framleiðsl-
unni og söluaðilar skuli sjá um allt
er lýtur að sölustarfinu. Mér finnst
þróunin vera sú, að sölufyrirtækin
séu að fara sífellt meira út í fram-
leiðslu sjálf, en ég kýs frekar
hreina verkaskiptingu.
En hvað með staðsetningu fyrir-
tækisins, fjarlægð frá Reykjavík
t.d., skiptir hún máli?
— Efninu er ekið til okkar og
við vinnum úr því, en síðan er
framleiðslunni ekið til baka til
Reykjavíkur. Óhætt er að segja að
flutningskostnaður sé ekki mikill,
því bílarnir eru oftast hálftómir til
Reykjavíkur, þannig að það kemur
okkur til góða að nýta þetta rými.
Og þar sem útgerð og fiskvinnsla
fyrirfinnst ekki í Vík segir Sæ-
mundur mikilvægt að iðnfyrirtæki
geti starfað á stað sem þessum og
hann kveðst vera bjartsýnn á
framtíð prjónastofunnar. Fyrir-
tækið sé orðið gamalgróið í Vík,
reyndar eitt hið elsta í sinni grein
og um 80% starfsfólksins hafa ver-
ið þar frá upphafi.
NÝ PLATA
Útgefandi:
Heildsöludreifing:
sUinorhf
símar 85055 og 85742