Morgunblaðið - 13.12.1981, Page 45

Morgunblaðið - 13.12.1981, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 93 _ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Ríkisútvarpið: Fáar stofnanir grípa jafnmikið inn í daglegt líf fólks Skúli Magnússon Keflavík, skrifar 1. des.: „Utvarpsdagskráin gefur oft tækifæri til ýmissa hugleiðinga um dægurmál og veröld mennta. Fáar stofnanir grípa jafn mikið inn í daglegt líf fólks sem útvarpið. Á liðnum árum hefur útvarpið oft flutt landsmönnum hið ágætasta efni, bæði til ánægju og dægrastytt- ingar. Það er orsökin til þess að ég hef stundum kvatt mér hljóðs um dagskrárliði ríkisútvarps okkar. Ymsar hræringar eiga sér nú stað í fjölmiðlamálum íslendinga. Skipt- ast menn þar í ýmsa hópa eftir því hverjir í hlut eiga. Um þau skoðan- askipti ætla ég ekki að ræða að sinni enda leyfir rúm Velvakanda það Arnór Kristmann Hannibalsson Guðmundsson tæplega. Óhætt er þó að undirstrika þýðingu útvarpsins sem menning- artækis og upplýsingamiðils, sem vissulega þarf að aðlaga sig breytt- um aðstæðum þjóðfélagsins á hverj- um tíma. I október og nóvember flutti Arn- ór Hannibalsson merkileg erindi um pólitíska þróun mála í Austur- Evrópu eftir lok seinni heimsstyrj- aldar. Ræddi hann einkum um Ung- verjaland og Pólland. Væntanlega hefur tilefni erinda þessara verið það ástand sem undanfarið hefur ríkt í Póllandi. Flutningur þeirra var vissulega tímabær og vék nokk- uð á burt pólitísku moldviðri liðinna ára. Með því að rekja atburðfna í samhengi sögulegrar þróunar var varpað ljósi yfir hvers vegna þessar hræringar krauma í slavneskum þjóðfélögum. Æskilegt væri að Arn- ór flytti fleiri erindi af svipuðu tagi um þennan heimshluta. Skáldið Kristmann Guðmundsson varð áttræður 23. október sl. Var þess minnst með hálftíma dagskrá í útvarpinu að kvöldi þess dags. Fannst mér sá tími nokkuð naumt skammtaður þar sem Kristmann er í hópi mikilvirkustu rithöfunda okkar. Að vísu var bætt úr þessu síðar með endurtekningu á viðtali Jónasar Jónassonar við skáldið frá árinu 1970. Kristmann er sjálfur góður upp- lesari og hefur lesið töluvert í út- varp á liðnum árum. Til dæmis sögu Kostur rar sína „Ströndin blá“, sem hann las á árunum 1972— 73. Annars hefur verið hljótt um Kristmann og bókmenntafræðingar skyggnast því miður minna um af sjónarhóli sagna hans en vert væri. Það er þó ekki síður áhugaverð um- fjöllun en um verk annarra sam- tímahöfunda. Auk sagna og ljóða hefur Kfist- mann skrifað tveggja binda heims- bókmenntasögu, sem út kom á árun- um 1955—56. Ennþá er það verk hið eina sinnar tegundar sem út hefur komið hérlendis, þó vissulega sé orð- ið tímabært að huga að slíkri útgáfu á ný. Fyrir þá sem áhuga hafa á tónlist og gefa sér tíma til að hlusta á hana, Leifur Jón Þórarinsson Þórarinsson hefur Leifur Þórarinsson verið með ágæta þætti um kammertónlist á þriðjudagskvöldum, þar sem fléttað er saman gömlu og nýju úr sögu erlendrar tónlistar. Fjórir þættir um Jón Þórarinsson gáfu líka góða mynd af ferli hans sem tónskálds. Þeir þættir voru á sunnudögum, um klukkustundar langir. Fer útvarpið þarna inn á áhugavert svið með því að fjalla sér- staklega um íslenska tónlist og höf- unda hennar. Sjónvarpið hefur nokkuð gert af slíku undanfarið og á þakkir skilið fyrir. Enda er íslensk tónlist auðug að mörgu sem vert er að vekja athygli á, ekki síður en heimur bókmennta og sjónlista." Flugáhugamaður skrifar: „í dálkum þínum þann 8. des., er smágrein um merki í húfum Flugleiðaflugmanna. Mér finnst þessi klausa hálfgerður uppvakn- ingur og ætluð til þess að koma illu til leiðar. Finnst mönnum ekki nóg komið? Um þetta merki má segja, að það er mjög hugmynda- snautt og ekkert í það varið. Hitt er svo annað mál að bréfritari tal- ar um að nú sé verið af afmá merki Loftleiða. Stóð nokkurn- tíma annað til en að afmá merki og nöfn gömlu flugfélaganna? Ég vil minna þennan bréfritara á það, að merki og nafn Flugfélags íslands er alveg horfið og sést nú lltangarðsmenn Eru þetta kópíurnar? Egóisti skrifar: „Velvakandi og gott fólk. I bréfi sem hr. Flinkur (furðu- legt nafn) skrifaði sagði hann að Bubbi Morthens hefði ekki efni á að kaupa sér 4—5 plötur á viku ef hann lifði á verkamannakaupi. Verkamenn hafa að ég held alveg örugglega 900 kr. yfir vikuna (5 plötur kosta 900 kr.). Ég styð þá skoðun Ub 40, að Bubbi syngi inn á plötur fyrst og fremst af sköpun- argleði. Það er að minnsta kosti okkar álit (mitt og Ub 40). „Geislavirkir" er mjög vönduð plata og lögin eftir því. Á plötunni eru bitastæðir og beittir textar. Af hverju heldur hr. Flinkur því fram að Utangarðsmenn hafi aðeins verið kópía af Utangarðsmönnum þetta rúma ár sem þeir störfuðu? Má ég benda hr. Flink á að hlusta á lögin: Where Are the Bodies? eða Rækju-Reggae, The Big Step og Pretty Girls. Eru þetta kópí- urnar sem hr. Flinkur talar um? Hann bendir vinsamlega á ein- hverja ágæta menn sem hafi sagt að Utangarðsmenn væru staðnað- ir í tónlistarflutningi. Þó sömdu þeir og semja helling af lögum. Er það merki um að þeir hafi verið orðnir staðnaðir? Þessir ágætu menn sem hr. Fiinkur talar um mættu líta í sinn eigin barm, hvort sem þeir eru í Brimkló eða ekki. Hr. Flinkur þarf svo ekki að benda mér á að Grafík eigi bestu íslensku plötuna. Besta platan er tvímælalaust „Plágan". Henni er sjálfskipað i fyrsta sæti.“ hvergi, en allsstaðar blasir gamla merkið og nafn Loftleiða við aug- um. Má þar t.d. nefna hótelið, bíla- leiguna, sem meira að segja heitir nú „Loftleiðir bílaleiga“ og svo blasir gamla merkið við augum t.d. í Austurstræti og víðar. Ég held að þessi sálarkvöl bréf- ritara sé ástæðulaus með öllu og að hluta hjákátleg. Væri meiri ástæða fyrir hann að koma því til leiðar að merki og nöfn BEGGJA gömlu flugfélaganna hyrfu með öllu og allir reyndu að gleyma for- tíðinni, a.m.k. því hugarfari sem kemur fram hjá bréfritara, því að Flugleiðir þurfa á allt öðru að halda þessa dagana en óeiningu og klofningi meðal starfsmannanna.“ Hálfgerður uppvakningur Hraðréttir í hádeginu mánudaga til föstudaga. H RAÐRÉTTASEDILL viKunnAR Gnenmetissúpa fylgir með öllum réttum. Steiktur grísakambur með súrkáli og kraftsósu 98 Lambabuff með spaghetti og papríkusósu 85 Roast Beef með rjómasoðnum kartöflum og esdragonsósu 105 Gratineruð rauðspretta á planka 79 Skötuselur „orly“ með karrýsósu 79 Gufusoðið heilagfiski með nekjusósu 78 Omiletta að eigin vali 45 CheCs special: Svartfuglsbrínga með kartöflum „au gratin“ og eplasalati 75 Sjávarréttavagn með ýmsum völdum réttum 129 Jólaglögg pr. glas 15 Söluskattur og þjónustugjald innifalið. ARNARHOLL Hverfisgötu 8—10, sími 18833. BOR-útihurðir —4 Sænsku Bor-útihuröirnar eru einangraöar. 5 gerðir úr teak fyrirliggjandi og verðið sérstaklega hagstætt. \!P VALD. POULSEN! SUÐURLANDSBRAUT10 sími 86499 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU J.H. Hafnarfirði skrifar: „Hér kemur staka um hæfni fiskifræðinganna: Kallast má það kostur rar, kringum land úr djúpum mar okkar fiskifræðingar fiskinn geta vigtað þar. Óska eftir að fá að vita, hver muni vera höfundur þessarar eft- irfarandi mjög sérstæðrar stöku: N vil ég kaupa af þér H, S sem líka vakurt C, Q vel þrifna þar með Á, Þ í hringju læt í T. - Með kveðju." 53? SlGeA V/QGÁ g

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.