Morgunblaðið - 13.12.1981, Qupperneq 46
94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981
Punktar úr Indlandsferð kraftlyftingamanna:
Skúli og Jón Páll borðuðu
sviðasultu og harðfisk
í stað kræsinganna
4. til 8. nóvember sl. var heimsmeistaramótið í kraftlyfting-
um haldið í stærstu borg Indlands, Calcutta. Hefur mót þetta
þá verið haldið í öllum byggðum álfum heims nema Afríku.
Aðildarríki alþjóðasambandsins hafa jafnan rétt til að sjá um
mótið og ganga þau að öðru jöfnu fyrir, sem aldrei hafa haft
það. Sú er skýringin á því að HM var í ár haldið í Indlandi,
þrátt fyrir að Vesturlandabúum stæði ekki á sama um stað-
inn.
Frá íslandi fóru á mótið Skúli Óskarsson og Jón Páll
Sigmarsson og með þeim sem fararstjóri Ólafur Sigurgeirs-
son. Hans verkefni var einnig að sitja þing alþjóðasambands-
ins og dæma á mótinu.
Til þessarar ferðar fengum við stuðning fjölmargra aðila,
sem við færum þakkir. Þeim höfðum við lofað góðum árangri
og cf hann næðist ekki átti ekki að vera hægt að kenna ytri
aðstæðum um. í því skyni var m.a. allur matur hafður með-
ferðis og á Sláturfélag Suðurlands sérstakan heiður skilinn
fyrir að hafa gengið þannig frá nestinu í loftþéttum umbúð-
um, sem þeir lögðu til ferðarinnar, að hann hélst óskemmdur
fram á síðasta keppnisdag. Auk þess voru keppendur okkar á
vissan hátt geymdir í kæli í 5 daga fram að móti, þ.e.a.s. þeir
fóru nánast ekki út af loftkældu hótelinu, því fyrir utan var
35 gráða hiti og molla. Allt sem þeir þurftu var innan dyra,
m.a. æfingasalur.
12*5
|27T5 1
511551
■a 140U
fllíuOI
50|------
Skúli Óskarsson tekur á öllu sem hann á til í réttstööu-
lyftu á heimsmeistaramótinu. Skúli varð í þriðja sæti í
sínum flokki.
Lagt var upp í ferðina sunnu-
daginn 1. nóvember og flogið til
London í fyrsta áfanga. Þar var
dvalist til mánudags 2. nóvember
og m.a. tekin æfing í Chrystal
Palace-íþróttamiðstöðinni. Kl.
9.30 að morgni 2. nóvember átti
síðan að fara lokaáfangann til
Indlands. Tveggja tíma seinkun
varð á að farþegar væru kallaðir
út í vél, sem var breiðþota frá Air
India og síðan varð að bíða aðra 2
tíma eftir flugtaki. Flogið var í
einum áfanga til Delhi og m.a.
vegna 5 V4 tíma tímamunar var
farið að roða fyrir morgni þriðju-
dags, er lent var þar. Viðdvölin
þar var 1 tími og var flogið þaðan
til Bombay, þar sem lent var um
klukkan sjö. Á leiðinni var í nokk-
ur skipti borinn fram indverskur
matur, sem fararstjóranum varð
ekki illt af, en flugfreyjunum
fannst kynlegt að sjá Jón Pál og
Skúla borða sviðasultu og harðfisk
í stað kræsinganna.
í Bombay var gengið í gegnum
vegabréfs- og tollskoðun þar sem
við áttum að skipta um flugvél og
fara með innanlandsflugi Indian
Airlines til Calcutta. Urðum við
að fara til annars flugvallar til að
komast til Calcutta. I farangurs-
salnum var alls konar lýður sam-
an kominn og var hópast að okkur
til að skoða þessi framandi fyrir-
bæri og áður en við vissum var
múgurinn farinn að bera farang-
urinn fyrir okkur út að rútu, sem
koma átti innan tíðar. Þar kom-
umst við að raun um, að þessi
múgur vildi fá fé að launum fyrir
alla sína fyrirhöfn. Greiddum við
eitthvert lítilræði, en það var eins
og að skvetta olíu á eld og gerðist
múgurinn mjög aðsópsmikill, meir
en þreyttir og slæptir ferðalangar
gátu þolað, svo gripið var til þess
ráðs að flýja inn í nærstaddan
leigubíl, sem var 30 til 40 ára gam-
all og bílstjóranum sagt að fara
með okkur á innanlandsflugvöll-
inn. Rúður leigubílsins voru brátt
alþaktar hungruðum andlitum,
sem litu að því er virtist á okkur
sem þeirra von um líf til næsta
dags. Skyndilega var hurðinni bíl-
stjóramegin svipt upp og inn
ruddist maður nokkur og lenti bíl-
stjórinn nánast í kjöltu Jóns Páls.
Maðurinn ók af stað okkur til létt-
is, en undrunar. Ók hann frá
flugvellinum og inn á afskekktan
veg þar hjá og dró upp seðlabúnt
mikið og vildi kaupa af okkur
gjaldeyri fyrir indverskar rúpíur.
Við neituðum því alfarið og til að
losna við manninn sögðumst við
einungis hafa ferðatékka. Gekk
illa að sannfæra hann og lét hann
ekki undan fyrr en hrammurinn á
Jóni Páli var kominn á loft.
Bílstjórinn tók nú stjórnina í
sínar hendur og ók af stað, í fyrstu
í gegnum þyrpingu ömurlegra
bráðabirgðahreysa fátæklinga,
síðan inn í borgina. Hitinn, rakinn
og þefurinn voru þrúgandi, um-
ferðin skipulagslitil og hver bíll
flautaði nær stöðugt. Eftir hálf-
tíma akstur var bílstjórinn spurð-
ur hve langt væri til flugvallarins.
Hann svaraði þá um hæl á ágætri
ensku, 40 km. Okkur stóð hreint
ekki á sama um þetta ferðalag og
eftir klukkutíma akstur vorum við
búnir að sjá þrjá árekstra og bíll
okkar var að hruni kominn. Var
þá ekið að íburðarmiklu hóteli og
kom á móti okkur enn íburðar-
meiri dyravörður. Eftir að hann
hafði spurt okkur um ferðir okkar
spurði hann hvenær flugvélin ætti
að fara til Calcutta. Það var eftir 2
tíma og fékk nú bílstjóratetrið
ægilegan reiðilestur og ók hann
brakinu eins hratt og hægt var á
braut og til baka sömu leið og við
höfðum komið. Næsta klukkutíma
verður ekki með orðum lýst, en til
flugvallarins komumst við .og var
hann í næsta nágrenni við komu-
flugvöll okkar. Borguðum við bíl-
stjóranum okkur þóknanlega upp-
hæð og héldum inn í flugstöðvar-
bygginguna með bílstjórann væl-
andi á eftir okkur og þar var hann
ennþá, er við fórum inn í brottfar-
arsalinn.
Flugið frá Bombay til Calcutta
var álíka langt og frá Keflavík til
London og var komið fram yfir há-
degi þegar lent var. Við móttöku
farangursins gættum við þess nú
að standa vörð um hann og stjaka
burtu þessum hjálpfúsu indversku
höndum til að firra okkur frekari
vandræðum.
Enginn kom að taka á móti
okkur, nema þessi auðnuleysislýð-
ur, sem virtist halda sig á ind-
verskum flugvöllum og þar sem
við stóðum nú þarna með tösku á
hverjum putta umkringdir for-
vitnum augum vatt sér að okkur
snyrtilega klæddur maður og
spurði hvert ferðinni væri heitið.
Svar fékkst um hæl og vísaði hann
okkur þá á besta leigubílinn, sem
ekki var nema 25 ára, og sagði
okkur hversu mikið við ættum að
borga fyrir ferðina til Park Hotel.
Ekki verður með orðum lýst feg-
inleikanum, sem gagntók okkur,
er við gengum inn í anddyri hót-
elsins eftir 25 tíma ferðalag. Var
gengið til hvílu og sofið til kvölds
og þá tekin æfing. Snemma var
gengið til hvílu um kvöldið.
Klukkan níu morguninn eftir
hófst þing alþjóðasambandsins og
sat það af Islands hálfu Ólafur
Sigurgeirsson. Stóð þingið fram á
kvöld og voru mörg mál tekin
fyrir. Umsóknir þriggja ríkja um
aðiid, Saudi-Arabíu, Eistlands og
Guyana, lágu fyrir þinginu og var
samþykkt að þau fengju svo-
kallaða B-aðild. Miklar umræður
urðu um heimsmet, sem ekki
höfðu komist á skrá, m.a. met
Skúla, og var samþykkt að fela
skráninguna nýjum manni, sem
allir væru sammála um að væri
starfi sínu vaxinn. Átti hann einn-
ig að sjá um að senda út viður-
kenningarskjöl vegna fyrri meta,
sem vanrækt hafði verið. Enginn
hafði átt von á að Indverjar hefðu
getu til að framkvæma lyfjaeftir-
lit á mótinu og urðu menn heldur
en ekki hissa þegar á þingið mætti
flokkur lækna og tjáði þingfull-
trúum, að þeir væru reiðubúnir að
taka sýni hjá öllum 115 keppend-
um á mótinu. Var það samþykkt.
Fimmtudaginn 4. nóvember
voru nefndarstörf og síðdegis var
farið með alla keppendur í rútum
til keppnisstaðarins, 1,5 km leið.
Fullir bílar af vopnuðum lögreglu-
mönnum fóru bæði á undan og eft-
ir og allan tímann sem við vorum
á hótelinu gætti þess 20 manna
vopnað lið. Keppnisstaðurinn var
glæsileg íþróttahöll, var hún af-
girt og var innan girðingar um 100
manna vopnað lið. Auðséð var að
forráðamenn mótsins og verndari
þess, þjóðhöfðinginn, ætluðu sér
að gæta gesta sinna vel. Mótssetn-
ingin var íburðarmikil og öll hin
glæsilegasta, eins og síðan öll
framkvæmd Indverja á mótinu.
Þennan dag var keppt í fyrsta
flokknum, 52 kg.
Daginn eftir hófst keppnin kl.
10.00 og var þann dag keppt í
þremur flokkum og dæmdi Ólafur
Sigurgeirsson í tveimur þeirra.
Fyrst með Kanadamanni og Finna
og síðan með Indverja og Japana.
Japaninn var eins og fleiri illa
haldinn af magaverk og því, sem
honum fylgir, og bölvaði Indlandi
hroðalega. Stóð mótið langt fram
á kvöld.
52 kg
1) H. Inaba, Japan 230
2) C. Dunbar, USA 217,5
3) A. Tuomisto, Finnlandi 202,5
56 kg
1) N. Bhairo, Bretlandi 225
2) Y. Haatanen, Finnlandi 205
3) E. Milian, USA 187,5
60 kg
1) L. Gant, USA 205
2) T. Galvez, Bretlandi 247,5
3) L. De Faria, Frakklandi 165
67,5 kg
1) E. Pengelly, Bretlandi 265
2) S. Nentis, Svíþjóð 260
3) L. Karvinen, Finnlandi 247,5
Laugardagurinn 7. nóvember
rann upp, keppnisdagur Skúla
Óskarssonar. Vigtun átti að hefj-
ast hjá honum kl. 8.00 svo lítið var
sofið um nóttina, því síðustu
klukkutimarnir fyrir vigtun eru
venjulega mest notaðir til að ná
réttri vigt. 13 keppendur voru
mættir til vigtunar og var ekki
laust við að sumir þeirra væru
syfjaðir og þreytulegir. Stóru
stjörnurnar í flokknum voru Evr-
ópumeistarinn Steve Alexander
'frá Bretlandi, Lars Backlund frá
Svíþjóð og Skúli Óskarsson. Kan-
adamenn voru spurðir út í fjar-
veru þeirra manns, De Pasquale,
og svöruðu þeir því til að enginn
læknir kæmi óneyddur til Calc-
utta í þetta mesta pestarbæli
heims.
Ástralíumennirnir voru enn
með í keppninni um verðlaun eftir
fyrstu keppnisgreinina, Lamp með
265 kg og Waddell með 277,5 kg.
Bretinn og Svíinn byrjuðu báðir á
270 kg. Gilt hjá Svíanum en ógilt
hjá Bretanum. Varð hann því að
lyfta þeirri þyngd aftur og nú
gekk það. Svíanum mistókst síðan
tvívegis við 280 kg en Bretinn fékk
þá þyngd gilda okkur til undrunar
og hrellingar, því útreikningar
okkar fyrir keppnina sögðu að
Skúli yrði að vinna Bretann með
40 kg mun í hnébeygju og Svíann
með 30 kg mun.
' Skúli lyfti í fyrstu tilraun sinni
285 kg, þegar aðrir voru búnir.
Var það til að tryggja sig í keppn-
inni. Næst skyldi reynt við 300 kg,
jafnt íslandsmetinu og þyngd sem
skv. okkar áliti var nauðsynleg í
baráttunni við Svíann Backlund.
Það tók Skúla töluverðan tíma að
koma sér upp á keppnispallinn og
er þangað var komið átti hann eft-
ir 30 sek. af sínum tíma. Aðvörun-
arköll félaga sinna virtist Skúli
ekki heyra, er hann var að ein-
beita sér fyrir þyngdina, sem var
fjórum sinnum líkamsþyngd hans
og gildandi heimsmet fyrir aðeins
tæpum fjórum árum. Þegar ein-
beitingin náðist og Skúli ætlaði
loks að lyfta hljómaði bjalla tíma-
varðar og hásar raddir félaga
hans hljóðnuðu. Tilraunin ónýt og
Skúli átti aðeins eina eftir. Líðan
okkar verður ekki með orðum lýst,
115 215 560
140 165 522,5
115 197,5 515
127,5 210 562,5
120 225 550
115 220 522,5
145 275 625
122,5 235 605
130 230 525
157,5 282,5 705
155 280 695
140 265 652,
en aftur skyldi reynt við sömu
þyngd og þar sem Skúli var eini
keppandinn eftir átti hann næstu
tilraun.
Hnévafningarnir voru nú farnir
að herða að, en þó ekki talinn tími
-til að vefja þá að nýju, svo Skúla
*var nú att í lyftuna strax, en nú
tókst ekki betur til en svo, að
£kúla fannst hann missa tilfinn-
inguna í fótunum fyrir neðan hné
og hætti við að lyfta og lauk þann-
ig fyrstu keppnisgreininni. Var nú
ljóst að ekki þurfti lengur að
hugsa um 1. eða 2. sætið heldur
berjast við Ástralina um bronsið.
í bekkpressunni byrjaði Skúli á
125 kg og lyfti því mjög létt og var
þá hækkað í 132,5 kg, en nú vant-
aði eitthvað á og tvær tilraunir við
þá þyngd voru ógildar. Waddell
lyfti í þessari grein 152,5 kg, Lamp
145, Alexander 175 og Backlund
190.
í réttstöðulyftunni skýrðust lín-
ur. Ástralirnir sátu eftir með
252.5 og 267,5 kg svo Skúli tryggði
sér bronsið með 290 kg í fyrstu
tilraun. Hann var nú með í sam-
anlögðu 700 kg, hafði fórnað
mörgum kílóum í baráttu sinni
um sigur svo ákveðið var að reyna
að bæta við árangurinn 20 kg og
lyfta 310 kg í réttstöðulyftunni, en
því miður tókst það ekki þó naumt
væri.
Keppendur í þessum flokki voru
allir 30 til 40 kg frá sínu besta,
nema sigurvegarinn Steve Alex-
ander og er líklegasta skýringin
hversu snemma dags keppt var.
Ástralíumennirnir og Skúli voru
42.5 kg frá sínu besta og Svíinn
32,5.
. Steve Alexander var vel að sigr-
inum kominn. Varð Evrópu-
meistari á árinu og hefur stórbætt
árangur sinn, þrátt fyrir að hann
sé að vinna að doktorsritgerð sinni
í líffræði við Swansea-háskóla.
Þetta var ekki eini sigur Steve
Alexander þennan dag, því
skemmtilegur atburður átti sér
stað um kvöldið og innfæddum
sennilega minnisstæður.
Utan við vopnum varinn undir-
ganginn, sem lá að hóteldyrunum
var alla jafna fjöldi manna með
kerrur, sem þeir buðust til að
hlaupa með menn í fyrir þóknun.
Höfðu þeir bjöllur, sem þeir
hringdu óspart til að vekja athygli
á sér. Fáir hótelgestir urðu til að
nota sér þessa þjónustu, nema
mikið lægi við, eins og í eitt skipti
að slík kerra var eina von Ólafs og
Skúla til að komast til hótelsins
rammvilltir í skuggalegu hverfi.
Datt nú Steve Alexander í hug að
gaman væri að hafa hlutverka-
skipti við kerrukarlana og var nú
samið við 5 þeirra á um að þeir
færu í farþegasætið og átti síðan
að hlaupa með þá 100 m sprett á
götunni, en bílaumferð leggst
niður á síðkvöldum. Hefur þetta
vafalaust verið sérkennileg stund í
lífi þessara karla og kom Steve
fyrstur í mark á undan Svisslend-
ingi, Breta, Frakka og Bandaríkja-
manni.
i Lyfllngar 1