Morgunblaðið - 19.01.1982, Qupperneq 1
44 SÍÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
13. tbl. 69. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 19. JANUAR 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Koivisto næsti forseti
Finna efitir stórsigur
llulsinki. 18. janúar. Al*.
MAUNO KOIVISTO forsætisráðherra var öruggur um að verða
fyrsti forseti jafnaðarmanna í Finnlandi í kvöld með stórsigri, sem
jafnvel hann hafði ekki búizt við.
Þegar talningu var að mestu lokið höfðu jafnaðarmenn hlotið 146
kjörmenn af 301 og skorti aðeins fimm til að fá hreinan meirihluta.
Kjörmenn Koivisto höfðu hlotið 1,4 milljónir atkvæða, eða 43,3%,
800.000 fleiri atkvæði og 19,3% meira fylgi en flokkurinn hlaut í
þingkosningunum 1979 og miklu meira fylgi en honum hafði verið
spáð í hagstæðustu skoðanakönnuninni, sem gerði ráð fyrir að hann
fengi 37 af hundraði. Metkjörsókn varð í kosningunum: atkvæði
greiddu 88,5%.
Kommúnistar fengu 32 kjörmenn
og 11% atkvæða, 7% minna en
1979. Sósíalísku flokkarnir hlutu
54,3% atkvæða, 12,3% meira en
borgaraflokkarnir. Miðflokkur Jó-
hannesar Virolainens fær 16,9%,
sem er 0,4% fylgistap, en Einingar-
flokkur hægri manna undir forystu
Harri Holkeri tapar 3% og fær
18,7%. Sænski þjóðarflokkurinn og
Jan Magnus Jansson fá 3,8%. Aðrir
frambjóðendur virðast ekki fá
kjörmenn kosna.
Koivisto lýsti yfir sigri þar sem
hann sagði að kommúnistar hefðu
heitið honum þeim fimm atkvæð-
um sem hann skortir á kjörmanna-
samkundunni og hinir forseta-
frambjóðendurnir sjö viðurkenndu
ósigur.
Kosningabaráttan hefur verið
mjög hógvær og það var mjög ein-
kennandi að Koivisto sagði um yf-
irburðasigur sinn að hann gæti
„mjög vel við unað“. „Fyrsta verk-
efni mitt verður að takast á við
framtíðina og mynda starfhæfa
ríkisstjórn í Finnlandi," sagði
hann. Koivisto hefur verið starf-
andi forseti síðan Urho Kekkonen
sagði af sér í október.
Koivisto hefur heitið því að
fylgja sömu stefnu í utanríkis-
málum og Kekkonen. Hann vinnur
embættiseið sinn á miðvikudag í
næstu viku, einum degi eftir að
kjörmannasamkundan kýs hann
formlega forseta. Stjórnmálasér-
fræðingar búast við að hann feli
starfandi forsætisráðherra, Eino
Wsitolo úr Miðflokknum, að halda
áfram störfum.
Forseti og forsætisráðherra
Finnlands eru venjulega ekki úr
sama flokki. Sá möguleiki er hins
vegar fyrir hendi vegna yfirburða-
sigurs Koivisto að hann skipi jafn-
aðarmann forsætisráðherra sterkr-
ar samsteypustjórnar, sennilega
með þátttöku kommúnista, sem
hafa verið í ríkisstjórn síðan 1976.
Koivisto lýsti yfir sigri aðeins
1—2 tímum eftir að kjörstöðum var
lokað kl. 8 á seinni degi kosn-
inganna. Loforðið um stuðning
kommúnista kom frá forsetaefni
þeirra, Kalevi Kivisto mennta-
málaráðherra úr hinum hófsamari
armi flokksins. Koivisto sagði að
hann hefði veitt þetta loforð
snemma í kosningabaráttunni, lík-
lega er hann gerði sér grein fyrir
að kommúnistar, sem skoðana-
kannanir spáðu litlu fylgi, hefðu
enga vori um fylgisaukningu.
Þótt víst þætti að Koivisto fengi
mest fylgi kemur á óvart hve auð-
veldan sigur hann vann. Þó benti
ýmislegt til þess fyrr í dag að hann
mundi standa sig betur en búizt
væri við. Sérfræðingar sögðu að
metkjörsókn mundi hjálpa Koiv-
isto og talið var að óráðnir kjós-
endur mundu kjósa Koivisto þar
sem slíkir kjósendur kysu gjarnan
kunnasta og vinsælasta frambjóð-
andann.
Teppi breitt yfir lík ('harles Robert Rays undirofursta, aðstoðarhermála-
fulltrúa í bandaríska sendiráðinu í París.
Öryggi hert
við sendiráð
1‘arís, IX. janúar. Al‘.
HRYÐJUVERKAMAÐUR réð ( harles
K. Kay undirofursta, hermálafulltrúa í
bandaríska sendiráðinu, af dögum á
götu í miðborg Parísar í dag. Kvan (1.
(íalhraith sendiherra kallaði tilræðið
„ógeðslega" árás hugleysingja. Morð-
inginn komst undan, fáir sjónarvottar
voru að atburðinum og lögregian hefur
við fátt að styðjast í rannsókninni.
Hryðjuverkamaðurinn, sem skaut
Ray í höfuðið næstum því af dauða-
færi, gekk í áttina til hans þegar
hann var á leið í bíl sinn frá íbúð
sinni í 16. hverfi. Ray lézt samstund-
is.
Annar maður reyndi að myrða
sendifulltrúa sendiráðsins, Christian
Chapman, á svipaðan hátt 12. nóv-
ember.
Samtök sem kalla sig „Vopnuðu
líbönsku byltingarsveitina" játuðu
verknaðinn í yfirlýsingu í Beirút.
Samtök með svipað nafn sögðust
hafa staðið að árásinni á Chapman.
Galbraith sagði að hryðjuverka-
maðurinn væri sennilega atvinnu-
morðingi og vafalaust reyndur á sínu
sviði.
Öryggi sendiráðsmanna hefur ver-
ið aukið eftir morðið. Galbraith benti
á að Ray hefði ekki verið talinn í
hættu.
Harka boðuð í pólska
kommúnistaflokknum
N arsjá, 18. janúar. Al*.
KAIKILSKA kirkjan í Póllandi tók
undir opinbera gagnrýni á refsiaðgerð-
ir erlendra ríkja og sagði í yfirlýsingu,
sem hún birti ásamt ríkisstjórninni, að
þær gætu hægt á efnahagslegum og
þjóðfélagslegum bata. Jafnframt sagði
Kakowski, aðstoðarforsætisráðherra,
að refsiaðgerðir mundu ekki hafa áhrif
á pólsk yfirvöld. „Kn við munum muna
hverjir hjálpuðu okkur og hverjir vildu
að þetta ástand þróaðist í stríð í miðri
Kvrópu," sagði Kakowski og barði í
borðið á blaðamannafundi.
Rakowski sagði einnig að „óraun-
hæft“ væri að gera ráð fyrir að föng-
um yrði fljótlega sleppt úr haldi þar
sem það mundi hafa í för með sér
víðtæka ókyrrð í landinu. Líkur á því
að herlögum verði aflétt hafa því
minnkað.
Nýjar áskoranir urn hreinsanir í
kommúnistaflokknum komu fram í
dag og málgagn hersins sagði að
flokkurinn yrði að verða „sterkur,
sameinaður og hugsjónafræðilega
harðari“ þegar herlögum lyki.
Jafnframt talaði háttsettur
flokksstarfsmaður, Tadeusz Now-
icki, um hreinsanir manna sem gáf-
ust upp fyrir „óvinum sosíalisma“ og
reyndu að kljúfa flokkinn. Hann
sagði að 1.100 hefðu verið reknir úr
flokknum fyrstu þrjár vikur herlaga,
en nöfn 1.300 annarra hefðu verið
strikuð út af félagaskrá. Kundzicz
sagði að ekki yrði aftur horfið til
ástandsins fyrir ágúst 1980. Hann
sagði að 272 hefðu verið sviptir emb-
ættum í flokknum.
Bandaríski öldungadeildarmaður-
inn Larry Pressler sagði, eftir Pól-
Ræðuhöld Foots í flugvél rannsökuð
London, IX. janúar. Al’.
MK'HAEL Foot, formaður breska
Yerkamannaflokksins, kom sam-
ferðamönnum sínum um borð í
breskri þotu frá Osló heldur betur
á óvart sl. föstudagskvöld, þegar
hann tók sér skyndilega hljóðnem-
ann í hönd, fór að úthrópa Marg-
aret Thatcher, forsætisráðherra, og
hét því að útvega farþegunum
meiri drykk. Frá þessari uppá-
komu sagði í blaðinu The Sunday
Telegraph í gær og í dag fór einn
þingmanna Ihaldsflokksins fram á
rannsókn á þessu framferði Foots.
Foot var að
koma af fundi
jafnaðar-
manna í Osló
en í stað þess
að halda beint
til London var
vélinni beint
til Kaup-
mannahafnar
vegna smá-
vægilegrar bilunar. Eftir farþeg-
unum er haft, að á síðasta áfanga
ferðarinnar, eftir þriggja og hálfs
tíma töf í Kaupmannahöfn, hafi
Foot skyndilega staðið upp, þrifið
Foot
til sín hljóðnemann og farið að
halda skammarræðu um Marg-
aret Thatcher. M.a. lagði hann til,
að Thatcher yrði fengin til að gera
við vélarbilunina, sagði að sósíal-
isminn myndi tryggja, að flugvél-
ar héldu áætlun, og lofaði loksins
að útvega farþegunum meira vín.
Undirtektir áheyrenda voru
með ýmsu móti. „Ég sat við hlið
tveggja Norðmanna og bað þá af-
sökunar, sagði, að Englendingar
höguðu sér ekki allir þannig,"
sagði einn þeirra, verkfræðingur-
inn Desmond Nears-Crouch. Ann-
ar úr hópi farþeganna, sölumað-
urinn Edward Butcher, sagði hins
vegar, að þetta hefði verið „stór-
skemmtilegt“ og Foot tekist vel
upp.
Þessi frumraun Foots sem
skemmtikraftur hefur ekki bein-
línis mælst vel fyrir meðal kollega
hans í breska þinginu og hrista
flestir höfuðið í forundran þegar
á hana er minnst. Einn þing-
manna íhaldsflokksins, Vivian
Bendall, fór þá fram á það í dag,
að gerð yrði „tafarlaus og ná-
kvæm“ rannsókn á skripalátum
Foots um borð í flugvélinni.
landsferð í dag, að Lech Walesa
sætti góðri meðferð, en neitaði al-
gerlega að semja við ríkisstjórnina.
Pressler sagði að mikil kúgun ríkti í
Póllandi og ástandið væri enn mjög
alvarlegt og hann spáði því að
sprenging yrði af völdum matvæla-
skorts fyrir mars eða apríl.
Pólski sendiherrann í London,
Stefán Staniszewski spáði því í gær
að Walesa yrði fljótlega látinn laus
og herlögum aflétt, en sagði í dag að
orð sín hefðu verið rangtúlkuð.
Pressler sagði að yfirvöld þyrðu ekki
að sleppa Walesa og öðrum föngum
þar sem þeir mundu hefja baráttu
sína að nýju.
Walesa er „þjóðhetja“, sem gæti
skipulagt andspyrnu gegn herlögun-
um, sagði Pressler. Yfirvöld reyndu
að fá eða neyða hann til samninga
fyrir 25. janúar þegar Jaruzelski
hershöfðingi flytur sjónvarpsávarp.
Glemp sagði Pressler að „nema því
aðeins að viðræður hæfust gæti orð-
ið borgarastríð."
Pressler sagði, að Glemp og Jó-
hannes Páll páfi II hvettu til mála-
miðlunarsamkomulags, sem Pressler
taldi ólíklegt að mundi nást. Glemp
gagnrýndi bæði Jaruzelski og Wal-
esa, sagði Pressler. Glemp sagði að
Walesa væri „svo stoltur maður —
honum fyndist að ríkisstjórnin yrði
að krjúpa á kné og biðjast afsökunar
áður en hann hæfi viðræður."