Morgunblaðið - 19.01.1982, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 21
• Leikmenn Þróttar, umkringdir aðdáendum, fagna sigri í bikarkeppni HSÍ í fyrra. Nú á liðið góðan möguleika á að
komast í 4-liða úrslit í Evrópukeppni bikarhafa.
Kemst Þróttur í 4-liða úr-
o '
slit í Evrópukeppni bikarhafa?
- slapp við risana og dróst gegn ítölsku liði
„ÞETTA er ekki lið sem hægt er að
blása á, en ef litið er á möguleikann
á því að komast áfram í keppninni
þá var þetta það besta sem við gát-
um fengið," sagði Gunnar Gunn-
arsson í handknattleiksdeild Þróttar
í samtali við Mbl. í gær, en þá var
dregið í fjórðungsúrslitum Evrópu-
keppni bikarhafa í handknattleik, og
dróst Þróttur gegn ítalska félaginu
Pallamano Tarcamagnano, sem er
frá borginni Cassa Magnano, en það
ku vera útborg Mílanó. Er engin
spurning um að Þróttarar drógust
þarna gegn lakasta liðinu sem kost-
ur var á og má glöggt sjá það er litið
er á dráttinn í heild:
Gunzburg (V-Þýsk. — Elektrono
Búdapest
Barcelona — Dukla Prag
Bern — Kostok
Þróttur — Pailamano
Pallamano mætti austurrísku
liöi í síðustu umferð og sigraði það
26—22 og 25—22 og eftir því sem
Mbl. kemst næst fóru báðir leik-
irnir fram á heimavelli ítalska
liðsins. Nú, en það þarf ekki annað
en að spyrja FH-inga að vanmeta
beri ítali, en FH var slegið út í 1.
umferð Evrópukeppni félagsliða
af ítölsku liði og því væri það
Þrótturum hollt að hlæja ekki fyrr
en sigur er í höfn.
Þróttur kom á undan úr hattin-
um og á því heimaleik á undan. Að
sögn Gunnars hafa Þróttarar ekki
í hygsju að selja leikinn úr landi
og mun hann fara fram í Laugar-
dalshöllinni í vikunni 15.—21.
mars, sennilega sunnudaginn 21.
mars. Síðari leikurinn fer síðan
fram í Cassa Magnano að öllum
líkindum 27. eða 28. mars.
Þróttur hefur þegar slegið út lið
frá Noregi og Hollandi og á nú
stórgóðan möguleika á því að
komast í 4-liða úrslit keppninnar
og væri það ekki amalegt afrek
hjá liði sem aldrei áður hefur tek-
ið þátt í Evrópukeppni. — gg.
Enska landslióió á
Laugardalsvöllinn
- leikur hér 2. júní, en í Finnlandi þann þriðja
KSÍ hefur samið við enska
knattspyrnusambandið um að leika
einn landsleik gegn Englandi í byrj-
un júní næstkomandi og verður leik-
ið á Laugardalsvellinum. Mbl. hefur
fregnað að leikurinn muni fara fram
2. júní ef að líkum lætur, en daginn
eftir eða 3. júní, leika Englendingar
við Finna í Helsinki. Mun það vera
hugmynd Kon Greenwoods, lands-
liðsþjálfara Englendinga, að með
þessu móti geti hann leyft öllum
leikmönnum sínum að vera með og
gefið þeim öllum möguleika á því að
spreyta sig, en leikir þessir eru liðir í
KSÍ hefur ráði
undirbúningi Englands fyrir loka-
keppni HM sem hefst síðar í mánuð-
inum.
Þá má geta þess, að KSÍ hefur
verið boðið að senda landsliðið ís-
lenska í keppnisferðalag til Persa-
flóa og leika þar gegn löndum eins
og Kuwait og Qatar. Hefur verið tal-
að um marsmánuð í þessu sam-
bandi.
Að lokum. Viðræður hafa verið í
gangi við aðstandendur írska lands-
liðsins í knattspyrnu sem ísland
dróst í riðil með fyrir Evrópukeppni
landsliða. Bendir ýmislegt til þess
þjálfara
llm helgina var gengið frá ráðn-
ingu Jóhannesar AUasonar sem
landsliðsþjálfara KSÍ. Mörg verk-
efni verða fyrir landsliðsmenn á
næsta keppnistímabili, því gert er
ráð fyrir að leiknir verði allt að 10
landsleikir. KSÍ hefur ráðið Hauk
Hafsteinsson sem þjálfara ungl-
ingalandsliðsins og Theódór Guð-
mundsson mun þjálfa drengjalands-
liðið.
að liðin leiði saman hcsta sína á
l.augardalsvellinum 9. júní.
- gg
Paul Mariner, einn
af hættulegustu
sóknarmönnum
enska landsliðsins.
Máske leikur
hann í Laug-
irdalnum
Dregið í riöla í HM-keppninni:
Argentínamætir Belgíu
í fyrsta leiknum 13. júní
„Það væri synd að segja að við
hefðum verið heppnir í drættinum,"
hafði fréttastofa AP eftir Julio
Grondona, forseta argentínska
knattspyrnusambandsins er drætti í
riðlakeppni IIM var lokið, en dregið
var um helgina suður á Spáni.
Grondona hélt áfram: „Ungverja-
land og Belgía eru með afar sterk
lið, Belgía reyndar eitt af sterkustu
liðum lokakeppninnar og því vcrðum
við að leggja okkur alla fram ef ann-
að af tveimur efstu sætunum í riðlin-
um á að falla í okkar hlut.“ Áður en
drátturinn fór fram, afhenti Grond-
ona heimsbikarinn í hendur Joao
llavelange forseta FIFA, en Argent-
ínumenn hafa varðveitt bikarinn síð-
ustu fjögur árin. Havelange lét grip-
inn ganga til Pablo Porto, forseta
spænska knattspyrnusambandsins,
1. riöill: Ítalía, Pólland, Perú og Kamerún.
2. riðill: V-Þýskaland, Austurríki, Alsír og Chile.
3. riðill: Argentína, Belgía,.Ungverjaland og El Salvador.
4. riðill: England, Frakkland, Tékkóslóvakía og Kuwait.
5. riðill: Spánn, Júgóslavía, Norður-írland og Hondúras.
6. riöill: Brasilía, Rússland, Skotland og Nýja Sjáland.
„Við komum bara prýðilega frá þessu og erum sérstaklega ánægðir að
þurfa ekki að leika gegn Kuwait fyrr en í síðasta leiknum. Þessi lítt
kunnu lið eru yfirleitt erfiðust viðureignar í upphafi móta, meðan eng-
inn hefur hugmynd um styrkleika þeirra,“ sagði Kevin Keegan, fyrirliði
enska landsliðsins.
Það voru fleiri ánægðir en Keegan, til dæmis margir í herbúðum
Vestur-Þjóðverja, sem margir telja mjög sigurstranglega. Helmut
Schon, fyrrverandi þjálfari þýska landsliðsins sagði til dæmis: „Við
höfum alltaf verið heppnir þegar dregið hefur verið í þessa riðlakeppni."
Uwe Seeler, fyrrum landsliðsfyrirliði sagði meðal annars: „Þetta gat
ekki verið betra, við vinnum riðilinn og Austurríki kemst einnig áfram.
Við getum litið á leikina gegn Alsír og Chile sem upphitunarleiki fyrir
viðureignina gegn Austurríki."
Fyrsti leikur mótsins fer fram í Barcelona 13. júní. Er það viðureign
heimsmeistara Argentínu og Belgíu, sem lék til úrslita í síðustu Evrópu-
keppni landsliða, en varð reyndar að sætta sig þar við tap. Sem sagt,
stórleikur ...
isW&ka
sem mun gæta hans uns úrslitaleik-
urinn hefur farið fram 11. júlí
næstkomandi. l.ítum þá á riðlana.
• Óskar Jakobsson
Óskar kastaði
kúlunni 19,81
Óskar Jakobsson sem nú stundar
nám við háskólann í Austin, Texas
tók þátt í stóru innanfélagsmóti í
frjálsum íþróttum um síðustu helgi.
Óskar sigraði í kúluvarpinu, kastaði
19,81 metra, sem er hans besti ár-
angur innanhúss. Oskar sagðist æfa
mjög vel og þetta væri bara byrjunin
hjá sér. „Eg ætla mér að komast í
hörkuæfingu og æfi því oft tvisvar á
dag. Ég mun lcggja jafna áherslu á
kúlu og kringlu og á ekki von á öðru
en að ég bæti árangur minn,“ sagði
Óskar. Nú eru innanfélagsmótin í
Bandaríkjunum að fara af stað og
Oskar mun keppa mikið á næstu vik-
um. — |»K
Ipswich og Tottenham
komust í undanúrslit
IPSWICH og Tottenham tókst að
komast í undanúrslit í deildarbik-
arnum er liðin sigruðu í lcikjum sín-
um í gærkvöldi. Ipswich sigraði lið
VVatford, sem áður hafði slegið
Man. lltd. út úr kcppninni, 2—1.
John Wark skoraði fyrra mark Ips-
wich á 52. mínútu. Watford jafnaði
þremur mínútum síðar er John
Barnes skoraði fallegt mark. Það
var svo ekki fyrr en á 76. mínútu
sem Alan Brasil tókst að skora sig-
urmark Ipswich. Ipswich niætir nú
annaðhvort Liverpool eða 2. deild-
arliðinu Barnsley í undanúrslitum.
FH sigraði
28—18
Afmælismót ÍR í handknattleik
fór fram um síðustu helgi. FH si-
graði IK í meistaraflokki karla með
miklum yftrburðum, 28—18. í meist-
araflokki kvenna kom lið ÍK á óvart
með því að sigra FH-stúlkurnar með
einu marki 21—20.
Tottenham sigraði Nottingham
Forest 1—0 á White Hart Lane.
Osvaldo Ardiles skoraði sigur-
mark Tottenham á 58. mínútu.
Peter Shilton átti stórleik í marki
Forest og varði hvað eftir annað
meistaralega vel. Þar á meðal
vítaspyrnu frá Glenn Hoddle á 36.
mínútu le’iksins. Tottenham mætir
annað Kvórt Aston Villa eða West
Bromwich Albion. Önnur úrslit í
gæfkvöldi:
Bikarkeppnin:
Burnley — Altrincham 6—1
Chelsea — Hull City 0—0
Colchester — Newcastle 3—4
Middlesbrough — Queens Park
Rangers 2—3
Eftir framlengingu.
Sunderland — Rotherham 1—0
Fram mætir ÍS
Einn leikur fer fram í úrvalsdeild-
inni í körfubolta í kvöld. Fram mæt-
ir ÍS í Hagaskóla kl. 20.00.
W,