Morgunblaðið - 19.01.1982, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 19.01.1982, Qupperneq 43
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 23 • Sigurlis l'orleifsson er ekki síður marksækinn í handknattleiknum en í knattspyrnunni. Á laugardaginn skoraði hann 7 mörk gegn Haukum. m Sanngjarn sigur Týs gegn slökum Haukum KKKI fóru Týrarar frá Vestmanna- eyjum heim á ný án þess að bæta stigum í safn sitt. Eftir tap gegn Stjörnunni á föstudagskvöldið, mætti liðið öðru liði í toppbaráttu deildarinnar, Ilaukum, og gekk bet- ur að þessu sinni, Týr sigraði 21—20, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 11—9 fyrir Hauka. Tap þetta setur strik í reikninginn hjá Haukum sem ætla sér sæti í 1. deild á nýjan leik. En sannast sagna var hand- knattleikurinn sem Haukar sýndu í leik þessum ekki burðugri en svo að menn hljóta að velta því fyrir sér hvort þetta lið eigi erindi í 1. deild. Liðið hafði reyndar forystu í leiknum fram í miðjan síðari hálf- leik, en engu að síður var dæma- laust fum og gauragangur í leik- mönnum liðsins. Leikmenn Týs dönsuðu með framan af, en hertu sig í lokakaflanum og náðu eins marks forystu, 16—15, um miðjan síðari hálfleik. Eftir það kom í hlut Hauka að jafna metin. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka kom upp afar ógæfuleg staða fyrir Tý, staðan var jöfn, 19—19, og Sig- urlás var rekinn af leikvelli fyrir vanhugsað kjaftbrúk við dómar- ann. Hefði það hæglega getað Haukar Týr komið illa niður á liði hans ef Haukarnir hefðu verið lið til þess að refsa, en svo var ekki og Týrar- ar náðu tvívegis forystunni einum leikmanni færri og það var Bene- dikt Guðbjartsson sem skoraði sigurmarkið um 15 sekúndum fyrir leikslok, sanngjarn sigur Týs var í höfn. Mikil meðalmennska réði ríkj- um í röðum Hauka og varla hægt að segja nokkurn mann hafa stað- ið upp úr. Hjá Tý báru Benedikt og Siguriás af, en skemmtilegra væri ef Lási hætti að nöldra í dómurun- um. Þá má geta þess, að Egill Steindórsson stóð í marki Týs síð- ustu 20 mínútur leiksins og varði snilldarlega, lék stórt hlutverk í sigri liðsins. Mörk Hauka: Sigurgeir 6, Lárus Karl 3, Ingimar, Helgi og Þórir eitt hver. Mörk Týs: Benedikt 8, Sigurlás 7, Stefán 3 og Þorvaldur 1. - gg- Jafntefli í baráttuleik UMFA og UBK að Varmá IIÖRKULKIK UBK og UMFA lauk með jafntefli, 23—23, að Varmá í Mosfellssveit á laugardag. Svo til allan leikinn var um mikið jafnræði sem einkenndist af mikilli baráttu leikmanna beggja liða. í hálfleik hafði þó Afturelding tveggja marka forystu, 14—12. I fyrri hálfleiknum hafði lið Aftureldingar frumkvæðið í leikn- um og var þá mun ákveðnara. En Breiðabliksmenn misstu þá aldrei langt frá sér. Oft á tíðum brá fyrir góðum handknattleik hjá báðum liðunum. Lið Aftureldingar hafði tveggja marka forystu er síðari hálfleik- urinn hófst, en Breiðabliksmenn voru mjög harðir og ákveðnir í síð- ari hálfleiknum og gáfu ekkert eftir. Enda tókst þeim að jafna leikinn undir leikslok og uppskera annað stigið. Bæði liðin léku góðan varnar- leik og markvarsla beggja liða var þokkaleg. Þó hefur Emil í marki UMFA oft varið betur. Línuspil var oft laglegt hjá liðunum og ein- UMFA- UBK 23:23 staka sinnum brá fyrir skemmti- legum leikfléttum. Bestu menn í liði UMFA voru þeir Guðjón Magnússon, fyrrver- andi Víkingur og landsliðsmaður, Sigurjón Eiríksson og Lárus Hall- dórsson. Hjá Breiðabliki lék Kristján Halldórsson mjög vel og skoraði átta falleg mörk af lín- unni. Þá var Björn Jónsson sterk- ur. Akveðinn leikmaður sem gefur lítið eftir. Mörk UMFA: Guðjón Magnússon 6, Lárus Halldórsson 4, Sigurjón Eiríksson 4, Magnús Guðmundsson 3, Jón Ástvaldsson 2, Þorvaldur Hreins- son 2, Steinar Tómasson 1 og Björn Bjarnason 1. Mörk UBK. Kristján Halldórsson 8, Björn Jónsson 7, Aðalsteinn Jónsson 2, Brynjar Björnsson 2, Gísli Gunn- arsson 2 og Ólafur Björnsson 2. ann þegar leiktíminn rann út. Sig- ur Þórs, 19—18. En mesta dellan í þessum leik var dómgæsla annars dómara leiksins, Steingríms Sigurðssonar. Hann sló öll met og þvílík og önn- ur eins dómgæsla hefur ekki sést hér. Það er satt að segja móðgun við deildina að láta svona menn dæma þar leiki. Um einstaka leikmenn verður ekki fjallað hér nema hvað Sigmar Þröstur í marki Þórs var eini mað- urinn á vellinum sem skilaði sínu hlutverki áfallalaust, varði oft glæsilega m.a. tvö vítaskot. Mörk Þórs: Andrés Bridde 7 (5v), Karl Jónsson 4, Páll Scheving 3, Ásmundur Friðriksson 2, Þór Valtýsson 1, Herbert Þorleifsson 1, Böðvar Bergþórsson 1. Mörk Fylkis: Einar Ágústsson 7 (6v), Einar Einarsson 3, Jón Leví 3, Sigurður Símonarson 2, Haukur Magnússon 2, Gunnar Baldursson 1. — hkj. STAÐAN Staðan í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik karla: Stjarnan — Týr 27—26 Þór V. — Fylkir 19—18 Breiðablik — Afturelding 23—23 Haukar — Týr 20—21 Stjarnan l»ór V. ÍK Haukar Týr V. Afturelding Breiðablik Fylkir 195—187 13 182—178 11 132—122 178—159 203-210 167—173 127—135 176—206 10 9 8 7 4 4 UMFN: Gunnar Þorvarðarson 8 Valur Ingimundarson 7 Jónas Jóhannesson 7 Brynjar Sigmundsson 5 Jón Viðar Matthíasson 5 Júlíus Valgeirsson 5 Sturla Örlygsson 5 Smári Traustason 5 Ingimar Jónsson 6 VALUR: Ríkharður Hrafnkelsson 6 Jón Steingrímsson 6 Torfi Magnússon 5 Kristján Ágústsson 8 Leifur Gústafsson 5 Valdimar Guðlaugsson 4 Gylfi Þorkclsson 4 Guðbrandur Lárusson 4 Bjartmar Bjartmarsson 4 Lið IR: Jón Jörundsson Benedikt Ingþórsson Hjörtur Oddsson Kagnar Torfason Sigmar Karlsson Kristinn Jörundsson Lið KR: Jón Sigurðsson Kiríkur Jóhannesson Birgir Mikaelsson Kristán Kafnsson Kristján Oddsson Stefán Jóhannsson Páll Kolbeinsson ,Við ber jumst á toppnum n „ÞAÐ sýndi sig í þessum leik, að þegar lið eru komin með sex til sjö marka for skot hafa þau tilhncigingu til að slaka á og á því fengum við svo sannarlega að kenna. Við urðum að taka virkilega á í restina til að hafa þetta,“ sagði Gunnar Kinarsson þjálfari Stjörnunnar eftir leik- inn gegn Tý síðastliðið föstudagskvöld. „Við erum að berjast á toppnum í deild- inni, það sýnir staðan, og verðum þar ef- laust áfram, þótt það sé í sjálfu sér óraunhæft að ætla liði, sem kemur beint upp úr þriðju deild, að fara rakleiðis upp í þá fyrstu. Kg vil lítið segja um möguleikana, en hér eftir munum við taka hvern leik út af fyrir sig og reyna að spjara okkur," sagði Gunnar. • Gunnar Kinarsson þjálfari Stjörn- unnar. -Fylki'r 19:18 í byrjun s.h. komst Fylkir í 12—10 en þá loksins fóru Þórarar að sýna sitt rétta andlit og hrein- lega tóku leikinn í sínar hendur, skoruðu hvert markið af öðru og sneru taflinu sér í hag, 19—13, þegar um 10 mín. lifðu af léiknum. Þetta var mjög góður kafli hjá Þór og nú könnuðust áhorfendur við sína menn. En hér bara hættu Þórarar, Fylkismenn tóku góðan kipp og söxuðu jafnt og þétt á for- skot Þórs, skoruðu fimm mörk í röð án svars og þeir voru með bolt- • Stu Johnsson hefur ekki í annan tíma leikið betur fyrir lið KK. Hér nær Stu einu frákasti. ÞAÐ stefnir nú óneitanlega í veruleg um- skipti hjá handboltamönnum Fylkis. Fyrir fáum mánuðum léku þeir með þeim bestu í 1. deild en nú stefnir liðið hraðfara niður í 3. deildina eftir að liðið varð að lúta í lægra haldi fyrir Þór í Eyjum á laugardaginn. Slakt lið Fylkis varð að sætta sig við tap upp á 18—19 og situr því enn í keldunni: Fyrri hálfleikurinn var svo til óslitin röð mistakaog klaufaskapar hjá báðum liðum. Sérstaklega voru Þórurum mjög svo mis- lagðar hendur og þarna á 30 mín. gerðu þeir fleiri mistök en þeir venjulega gerðu á heilu keppnistímabili. Þórarar skoruðu að- eins þrjú mörk á fyrstu 20 min. leiksins en á sama tíma urðu mörk Fylkis sex, Fylk- ismenn aðeins gerðu færri mistök. Fylkir hafði forustuna allan fyrri hálfleikinn og í hálfleik var staðan 9—8 Fylkismönnum í hag. Elnkunnagjöfln KR náði toppleik gegn ÍR - Liðið rauf 100 stiga múrinn í fyrsta sinn í vetur KR OG ÍR mættust í úrvalsdeild Islandsmótsins í körfuknattleik á sunnu- dagskvöldið og er skemmst frá því að segja, að KR lék einn sinn besta leik á vetrinum og sigraði ÍR mjög örugglega, 104-86, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 52-42. Um gang leiksins þarf ekki að hafa mörg orð, KR náði fljótlega forystu, allt að 12 stigum, en oftast þó minni í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að munurinn væri sjaldan mikill í fyrri hálfleik sýndust ÍR-ingar ekki þess megnugir að brúa bilið. í síðari hálfleik náði KR allt að 20 stiga forystu, 68-48. Var aldrei spurning hvort liðið myndi bera sigur úr býtum, einungis spurning hvað sigurinn yrði stór. ÍR-ingar löguðu stöðuna talsvert með góðum spretti seint í leiknum, þannig stóð um tíma 76-67 fyrir KR, en vesturbæjarliðið seig aftur fram úr á síðustu mínútunum og Kristján Rafnsson skoraði 100. stigið þegar um mínúta var eftir. IR-KR 86:104 KR-ingar náðu toppleik að þessu sinni, lang- tímum saman gekk bókstaflega allt upp. Stu Johnson fór bókstaflega hamförum framan af leiknum, skaut og skaut og nær allt beint ofan í körfuna. Undir lokin dofnaði hittnin talsvert, en engu að síður var kappinn geysilega atkvæðamik- ill. Jón Sigurðsson var einnig mjög sterkur og hefur greinilega rifið sig upp úr öldudal sem hann var í fyrr í mótinu. Flestir hinna röndóttú gerðu einnig mjög góða hluti og þeir Birgir Mika- elsson, Kristján Oddsson, Kristján Rafnsson og Páll Kolbeinsson komust allir mjög vel frá hlut- verkum sínum. Hjá IR bar sá gamli, Kristinn Jörundsson, verulega af. Hann er óðum að ná sér af slæmum meiðslum í nára og gegn KR mátti sjá hversu mikilvægur hann er fyrir lið ÍR. Vart að skot geigaði hjá honum. Annars voru ÍR-ingarnir slakir, helst að Hjörtur næði sprettum. Stanley hreinlega lélegur og aðrir leikmenn mistækir. Stig IR: Kristinn Jörundsson 29, Bob Stanley 18, Hjörtur Oddsson 15, Jón Jörundsson 13, Bene- dikt Ingþórsson 7, Ragnar Torfason og Sigmar Karlsson 2 stig hvor. Stig KR: Stu Johnson 45, Jón Sigurðsson 23, Birgir Mikaelsson 15, Kristján Rafnsson 8, Kristján Oddsson 6, Páll Kolbeinsson 4 og Stefán Jóhannsson 2 stig. — gg. Staðan í úrvaisdeildinni Njarðvík — Valur KR — ÍR Njarðvík Fram Valur KR ÍR ÍS 12 11 12 12 12 11 10 8 7 6 3 1 Danny Shouse Njarðvík Bob Stanley ÍR Dennis McGuire ÍS Val Brazy Fram John Ramsey Val Símon Olafsson Fram Jón Sigurðsson KR Kristján Ágústsson Val Bjarni Gunnar fS Torfi Magnússon Val Gísli Gíslason ÍS körfuknattleik: 108—86 104—86 1030— 923 20 910— 832 16 978— 942 14 933—1003 12 923—1026 6 850— 958 2 325 258 257 253 248 180 180 154 151 148 142 • Danny Shou.se átti frábæran leik gegn Val og skoraði 42 stig. Hér reynir Danny körfuskot. Fylkir stefnir í þriðju deild UMFN lærist nær meistaratitlinum LEIKUR UMFN og Vals í úrvalsdeildinni á lostudaginn var geysilega þýð- ingarmikill fyrir bæði liðin. Sigur UMFN jók til muna möguleika á því að þeir haldi íslandsmeistaratitlinum, en tap Valsmanna felldi þá hins vegar úr baráttunni um þann eftirsótta heiður. Framan af bar leikur liðanna glögg merki þeirrar stöðu. Leikmenn dálítið þrúgaðir taugaspennu og liðin skiptust á að skora. Valsmenn óttuðust sýnilega Danny Shouse og létu Jón Stein- grímsson gæta hans, en Danny losnaði fljótt úr þeim viðjum og átti eins og áður hefur verið getið frábæran leik. Kristján Ágústsson bar nokkuð af í Valsliðinu — hann skoraði fyrstu tvær körfurnar og var potturinn og pannan í leik Vals frá upphafi til enda. Síðan skiptust liðin á um forystuna, þar til Torfi Magnússon tekur fjörkipp og Valsmenn ná fimra stiga forustu, 27—22. Var ekki annað að sjá en Valsmenn væru að ná yfirhöndinni, en Danny, Júlíus Valgeirsson, ásamt Gunnari Þorvarðarsyni, sáu um að sú staða varði stutt. UMFN jafnar 30—30 og hefur þriggja marka forskot í hléi, 45—42. Gunnar og Jónas Jóhannesson, sem var mjög virkur í leiknum, sérstaklega í vörninni, skoruðu fljótlega í seinni hálfleik, en Kristján Ágústsson, Ríkharður og John Ramsey svöruðu fyrir Val, ásamt Torfa og voru næstum bún- ir að jafna, til mikillar hrellingar fullu húsi áhorfenda, 55—54. En síðan varla söguna meir. Valur Ingimundarson og Danny auka bilið í 10 stig, 64—54, þar sem Danny „tróð“ með glæsibrag. Eftir þetta urðu Valsmönnum á æ fleiri mistök bæði í sókn og vörn, en flest lánaðist hjá UMFN, svo bilið hélt áfram að breikka, þótt svo að Danny, Gunnar og Jónas væru út af allir í einu. Yngri piltarnir stóðust prófraunina, Ingimar Jónsson, Smári Traustason og Sturla Örlygsson. Úrslitin urðu stórsigur UMFN, 108—86. Valsmenn reyndu að klóra í bakkann og John Ramsey tók loks- ins ærlega við sér undir lokin og skoraði nokkrar laglegar körfur, þótt hann þyrfti talsvert fyrir því að hafa. Dómarar í leiknum voru þeir Jón Otti og Sigurður Valgeirsson. „Ætli þeim sé óglatt," heyrðist einhver fyndinn stráklingur tauta, „þeir eru alltaf með „uppköst“.“ Uppköstin voru mörg, rétt er það, enda ekkert gefið eftir í barátt- unni um knöttinn af hálfu leik- manna beggja liða. Eigi að síður dæmdu þeir félagarnir mjög vel. En hvað segja svo fyrirliðarnir um leikinn og möguleika sinna liða í úrvalsdeildinni? emm UMFN — Valur 108—86 (45:42) Stig UMFN Danny Shouse 42 Gunnar Þorvarðarson 19 Valur Ingimundarson 15 Jónas Jóhannesson 14 Ingimar Jónsson 6 Jón Viðar Matthíasson 4 Július Valgeirsson 4 Sturla Örlygsson 4 Stig Vals Kristján Ágústsson 28 John Ramsey 25 Ríkharður Hrafnkelsson 9 Jón Steingrímsson 9 Torfi Magnússon 8 Leifur Gústafsson 6 Valdimar Guðlaugsson 6 „Breiddin í liði okkar sjaldan verið - segir Gunnar Þorvarðarson UMFN „VIÐ vorum mun smeykari við Val heldur en Frammara um daginn,“ sagði Gunnar Þorvarðarson, fyrirliði UMFN, eftir sigurinn yfir Vals- mönnum syðra á föstudaginn, „og bar því á taugaóstyrk hjá okkur í byrjun fyrri hálfleiks, en við jöfnuð- um okkur fljótt og þá fór að ganga betur. Valsmenn eru ávallt skemmti- legir mótherjar og gaman að spila við þá. UMFN-liðið er að minni hyggju búið að ná sér upp úr öldu- dalnum, sem það var í fyrir áramót- in. frammistöðu sinna manna í leikn- um og taldi að breiddin í liðinu hafi sjaldan verið meiri. Sama hver kom inn á, styrkleikinn hélst, svo Valsmenn eygðu aldrei vonina í seinni hálfleik. Aðspurður um seinni hálfleik- inn kvað Gunnar þá hafa yfirspil- að Valsmennina. Úthaldið var greinilega meira hjá UMFN-liðinu og svo blómstruðu hjá okkur leikmenn eins og Ingimar Jónsson, meiri" sem loks er farinn að finna sig í liðinu. Sturla Örlygsson er að komast í æfingu eftir nokkra fjar- veru. Tilkynningin frá Tommaborgur- um sem lesin var í hléinu, um 5 þúsund króna gjöf til UMFN hafði hún kannski svona örvandi áhrif á liðið? skutum við inn í. „Alla vega dró gjöfin ekki úr sigurviljanum, en við vorum staðráðnir í því að sigra og einbeittum okkur því eins og hægt var,“ svaraði Gunnar og brosti um leið og við þökkuðum fyrir spjallið. eram Við erum staðráðnir í að halda skriðinu til mótsloka. Næsti leikur okkar við Fram, á heimavelli okkar, gæti því orðið úrslitaleikurinn í mót- inu,“ bætti hann við. Gunnar var mjög ánægður með • Fyrirliði UMFN, Gunnar Þor varðarson „Liðið náði sér aldrei á strik“ - sagöi Torfi Magnússon Val „SKKKKJAN var að breyta úr „maður á mann“ í svæðisvörnina í seinni hálfleik. Hún mistókst alveg og Njarðvíkingar náðu góðu for skoti, sem okkur tókst ekki að minnka, hvað þá heldur að sigra,“ sagði Torfi Magnússon, fyrirliði Vals, sem var allt annað en ánægður með úrslitin, „annars náði liðið sér aldrei á strik, nema ef vera skyldi um miðjan fyrri hálfieik, þegar við komumst nokkrum stigum yfir Njarðvíkinga.1* Torfi vildi ekki kenna úthalds- leysi leikmanna hvemig fór — fremur væri það viljaleysi og með þessum ósigri væru Valsmenn dottnir úr baráttunni um ís- landsmeistaratitilinn að þessu sinni. Ólíklegt væri að UMFN eða Fram töpuðu það mörgum stigum, að Valur kæmist inn í myndina að nýju. emm Torfi Magnússon Va!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.