Morgunblaðið - 19.01.1982, Blaðsíða 22
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982
Heppnir símnotendur
EINS og jafnan áður var dregið í Símahappdrætti Styrktarfélags lam-
adra og fatladra á Þorláksmessu hjá borgarfógeta.
Vinningar voru i happdrættinu að þessu sinni 5 Toyota
Tercel-bifreiðir og auk þess 10 reiðhjól að eigin vali.
Fyrir nokkru voru fyrstu vinningarnir afhentir. Var þessi mynd
tekin við það tækifæri framan við endurhæfingarstöð félagsins við
Háaieitisbraut. Stækkun endurhæfingarstöðvarinnar er nú á loka-
stigi og er hagnaði símahappdrættisins einkum varið til þeirra
framkvæmda.
Hinir heppnu vinningshafar á myndinni eru talið f.v.: Guðmund-
ur Amundason, Reykjavík, Heimir Jóhannsson og Ágústína Söbech,
Akureyri. Á myndina vantar eiganda bifreiðarinnar lengst til
hægri, Kristin Stefánsson, Reykjavík.
V íða ófært um
Breytt lög um rfkisbókhald og ríkisreikning?
Virkara aðhald með
fjármunum ríkisins og
framkvæmd fjárlaga
GRFJÐFÆRT er öllum bílum aust-
an við Hellisheiði og með suður-
ströndinni allt austur að Djúpavogi.
í Berufirði er snjór nokkur og þar er
ekki fært smábílum. Verða vegir þar
ruddir í dag. Austurlandsvegur er
orðinn fær hjá Hvalsnesi í Lóni en
Kambanesskriður milli Breiðdals-
víkur og Stiiðvarfjarðar hafa verið
ófærar vegna skriðufalla. Verður
vegurinn opnaður strax og aðstæður
leyfa.
Greiðfært er frá Stöðvarfirði til
Egilsstaða, með fjörðum, en
þungfært er um Oddsskarð og er
það aðeins fært jeppum. I gær var
verið að moka veginn um Fjarðar-
heiði. Talið var í gær að fært væri
stórum bílum og jeppum til Borg-
arfjarðar eystri frá Egilsstöðum.
Greiðfært er frá Reykjavík til
Borgarfjarðar og um vegi í Borg-
arfirði og um Fróðárheiði en þar
er mikil hálka. Kerlingaskarð er
ófært en fært er til Stykkishólms
um Heydal og Álftafjörð. Vestan
Búðardals er ófært en rutt verður
vestur í Reykhólasveit í dag. Á
Patreksfirði þurfti að moka í gær
leiðina út á flugvöllinn og leiðina
til Bíldudals. Vegir á norðaustan-
verðum Vestfjörðum eru víða
ófærir. Ófært var í gær milli Þing-
eyrar og Flateyrar og Breiðadals-
og Botnsheiðar voru í gær ófærar.
Mokað var í gær frá Isafirði til
Bolungarvíkur um Óshlíð og til
Súðavíkur. Þar var vegurinn
lokaður vegna snjóflóða og var
ruddur en í gær var þarna talsverð
snjóflóðahætta.
Holtavörðuheiði og Laxárdals-
heiði voru í gær ófærar og ófært
er norður Strandir. Þungfært er
víða í Húnavatnssýslu og ófært er
til Siglufjarðar úr Fljótum. Öxna-
dalsheiði er ófær en í ráði er að
ryðja vegina frá Borgarfirði til
Akureyrar, Hólmavíkur og Siglu-
fjarðar í dag. Ófært er til Ólafs-
fjarðar um Ólafsfjarðarmúla en
fært út frá Akureyri til Dalvíkur.
Mokað var í gær frá Akureyri
Með ríkisreikningi skal leggja
fram greinargerð fjárlaga- og hag-
sýslustofnunar um forsendur fjár
laga ársins og breytingar á þeim for
sendum. Grein skal gera fyrir þróun
launa, verðlags og annarra helztu
þátta í efnahagshTi, sem áhrif hafa á
niðurstöður ríkisreiknings. Yfirlit
fylgi um aukafjárveitingar, ásamt
fullnægjandi skýringum. Sýna skal
sérstakt yfirlit um frávik ríkisreikn-
ings og samþykktra fjárveitinga, þ.e.
fjárlaga, ásamt aukafjárveitingum.
Frávikin skulu skýrð sérstaklega og
flokkuð eftir einstökum ráðu-
neytum, stofnunum og verkefnum.
Þá skal fylgja með ríkisreiningi
sundurliðað yfirlit um lána-
landið
austur um Dalsmynni til Húsavík-
ur og þaðan upp í Mývatnssveit og
síðan áfram til Húsavíkur og aust-
ur á Þórshöfn en stórir bílar kom-
ust frá Þórshöfn til Vopnafjarðar
í gær.
Upplýsingar þessar fengust hjá
Vegaeftirlitinu.
KONUR höfnuðu í 2 efstu sætunum í
fyrri umferð forvals Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík, sem fram fór nú
um helgina. Það voru þær Guðrún
Ágústsdóttir , stjórnarformaður SVR
(118 atkvæði) og Álfheiður Ingadótt-
ir, blaðamaður (103). í þriðja sæti
varð Þorbjörn Broddason með 81 at-
kvæði. Alls tóku 200 manns þátt í
forvalinu en skráðir félagar í Alþýðu-
bandalaginu í Reykjavík eru um 800.
21 efstu menn í forvalinu halda
greiðslur, bifreiðakostnað og
risnukostnað einstakra ráðuneyta,
stofnana og verkefna. Sundurliðun
einstakra þátta skal vera þannig:
• 1) LAUNAGREIÐSLUR:
a) heildarlaunagreiðslur, b) föst
yfirvinna, c) önnur yfirvinna, d)
hlutfall yfirvinnu í heildarlauna-
greiðslum.
• 2) BIFREIÐAKOSTNAÐUR:
a) fjöldi ríkisbifreiða og rekstr-
arkostnaður þeirra, b) notkun
bilaleigubifreiða, c) notkun leigu-
bifreiða, d) greiðslur fyrir afnot af
bifreiðum starfsmanna.
• 3) RISNUKOSTNAÐUR:
a) föst risna greidd einstökum
starfsmönnum, b) risna greidd
samkvæmt reikningi.
Þetta eru meginatriði í frum-
varpi til breytinga á lögum um
ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings
og fjárlaga, sem Jóhanna Sigurð-
ardóttir (A) flytur. Tilgangur
frumvarpsins er sagður að „ná
virkara aðhaldi og eftirliti með
fjármunum ríkisins og fram-
kvæmd fjárlaga". I greinargerð
segir og, að meginviðfangsefni Al-
þingis sé gerð fjárlaga. Alþingi
hljóti jafnframt að gegna eftir-
litshlutverki með því, hvern veg
fjárlagafyrirmælum sé framfylgt,
áfram í síðari umferð, 29. og 30.
janúar, og þá munu bætast við þeir
bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins,
sem gefa munu kost á sér og auk
þess mun kjörstjórn bæta fleiri nöfn-
um við.
í 4. sæti varð Margrét Björns-
dóttir með 65 atkvæði og í 5. sæti
varð Arthúr Morthens með 46 at-
kvæði. Næstu menn voru svo
Gunnar H. Gunnarsson (41), Skúli
enda komi ríkisreikningurinn, þ.e.
lokaniðurstöður, til afgreiðslu
þingsins. Mikið skorti á það nú, að
ýmis frávik frá fjárlögum, sum
stórtæk, séu skýrð í ríkisreikningi.
Tekin eru ýmis dæmi um frávik í
ríkisreikningi 1978, sem sýna frá
50% upp í 150% frávik frá fjár-
lögum (!), „valin af handahófi", en
finna megi „fleiri hliðstæð dæmi,
bæði úr þessum ríkisreikningi og
öðrum“. Nauðsynlegt sé því að búa
svo um hnúta, að auðvelda alla
áætlunargerð og tryggja betur eft-
irlit með framkvæmd fjárlaga.
Félagsmenn í Frama:
Undirskrifta-
söfnun gegn
Steindórsstöð
UNDIRSKRIFTASÖFNUN er nú í
gangi meðal félagsmanna í Frama
þar sem þeir hvetja félagið til að
grípa í taumana og stöðva rekstur
Bifreiðastöðvar Steindórs sf. með
öllum tiltækum ráðum.
Thoroddsen (33), Guðrún Hall-
grímsdóttir (26), Sigurður Harð-
arson (21), Þórunn Klemensdóttir
(20), Kristín Ólafsdóttir (17) Stella
Stefánsdóttir (16), Bjargey Elías-
dóttir (16), Þorbjörn Guðmunds-
son (15), Tryggvi Þór Aðalsteins-
son (15), Arna Jónsdóttir (12), Ólöf
Ríkharðsdóttir (12), Ragnar Árna-
son (12), Vilborg Harðardóttir
(12), Grétar Þorsteinsson (12) og
Guðjón Jónsson (11).
Forval Alþýðubandalagsins í Reykjavík:
200 manns greiddu atkvæði
Pétur Jónasson
Tónleikar í
Tryggvaskála
á Selfossi
Miðvikudaginn 20. janúar mun
Fjölbrautaskólinn á Selfossi gangast
fyrir tónleikum í Tryggvaskála á
Selfossi.
Þar mun Pétur Jónasson gítar-
leikari flytja gítartónlist frá ýms-
um löndum eftir m.a. Haug, Coste,
Walton, Villa-Lobos, Tárrega,
Moreno-Torroba og Albéniz.
Pétur nam gitarleik hjá Eyþóri
Þorlákssyni í Tónlistarskólanum í
Garðabæ og hélt síðan til fram-
haldsnáms hjá Manuel López
Ramos í Mexíkóborg. Hann hefur
haldið fjölmarga einleikstónleika
á íslandi og í Mexíkó og komið
fram í útvarpi og sjónvarpi.
Tónleikarnir hefjast klukkan
hálfníu.
Sparisjóður
Ólafsvíkur
90 ára
Olafsvík, I 4. januar.
SPARLSJÓDIJR Ólafsvíkur á 90 ára afmæli í dag, en hann var slofnaður
14. janúar 1892. Aðalhvatamaður að stofnun Sparisjóðsins hefur löngum
verið talinn Jóhanna Jóhannesdóttir í Olafsvík og átti hún sæti í fyrstu
stjórn. Mun það trúlega hafa verið fátitt á síðustu öld að konur sætu í
stjórn stofnana.
Starfsemi sparisjóðsins mun
hafa vaxið hægum fetum framan
af en með vaxandi útgerð og um-
svifum í kjölfar vélbátanna hefur
hún aukist jafnt og þétt og raun-
ar mjög ört síðustu tuttugu árin.
Hafa vinnubrögð þróast frá því
að allar hreyfingar fjár voru
handbókaðar og í nýjustu tækni
eins og raunar gildir um aðrar
peningastofnanir.
Fyrsta aðsetur sjóðsins var í
sparisjóðshúsinu við Langastíg,
sem nú er nefndur Grundarbraut
að nýrri sið. Síðustu 15 árin hefur
sparisjóðurinn verið í eigin hús-
næði að Ennisbraut 1 en það hús-
næði er þó að verða of lítið fyrir
starfsemina.
Fyrsti sparisjóðsstjórinn var
sr. Helgi Ármann eða frá 14.
janúar 1892'til 1. ágúst 1908. Þá
tók við sr. Guðmundur Einarsson
og var hann við stjórn til 1923 en
þá tók við sr. Magnús Guð-
mundsson, sem var sparisjóðs-
stjóri frá 1. ágúst 1923 til 1.
október 1963 en þá tók núverandi
sparisjóðsstjóri, Leó Guðbrands-
son, við stjórn en að auki eru
fjórir starfsmenn.
Stjórn Sparisjóðs Ólafsvíkur
skipa nú: Bjarni Ólafsson, sím-
stöðvarstjóri, en hann tók við
formennsku á síðasta ári af
Böðvari Bjarnasyni, og aðrir í
stjórn eru Guðni Sumarliðason
og Kristófer Jónasson.
Sparisjóðurinn hefur í gegnum
árin verið stoð og stytta fólks og
viðskiptin byggjast á gagnkvæmu
trausti.
- Helgi