Morgunblaðið - 19.01.1982, Page 27

Morgunblaðið - 19.01.1982, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 31 75 ára í dag: Sigurður E. Ólason hæstaréttarlögmaður Sigurður Ellert Ólason, hæsta- réttarlögmaður, ér 75 ára í dag. Hann er fæddur 19. janúar 1907 í bland með „vondu fólki" að Stakkhamri í Hnappadalssýslu. Pilturinn þótti snemma bráðger til orðs og æðis og því stefndi leið hans til bóknáms og lauk hann stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík vorið 1928 og emb- ættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands árið 1933. Sigurður er maður hlédrægur og sérvitur. Hefur hann ómögu- lega viljað af því vita að sín væri minnst á afmælisdögum og tekist að hindra það fyrir 5 árum og 15 árum. Nú verður ekki lengur und- an vikist og fæ ég sjálfsagt bágt fyrir þessi skrif. Þegar ég hóf lögfræðistörf fyrir rúmlega 15 árum stóð Sigurður á sextugu. Leiðir okkar lágu fljót- lega saman í réttarsalnum, stund- um þegar við vorum samherjar, hann flutti mál fyir ríkissjóð, en ég fyrir borgarsjóð en þessum opinberu aðilum er oft stefnt sam- an eða sem gagnstæðingar, þegar hann sótti eða varði mál borgar- anna, sem talið var að hefðu haft órétt af stjórnsýslu borgarinnar. Sigurður tók ástfóstri við mig, nýgræðinginn, og lagði mér lífs- reglurnar. Hann var mér í senn vinur, kennari og ráðgjafi. Eg á því fóstra skuld að gjalda. Lítil afborgun er löngu gjaldfallin og greiðist hér með þessum línu, sem ætlað er að heiðra þennan lær- dómsmann og höfðingja sem nú situr á friðarstóli. Vart verður.tölu komið á allan þann fjölda dómsmála, sem Sig- urður hefur farið með fyrir ríkis- sjóð, opinberar stofnanir og ein- staklinga. Hann hefur stundað lögmannsstörf með sóma og sann í tæp 50 ár. Hann varð að lúta lög- um um hámarksaldur opinberra starfsmanna sjötugur og hvarf þá úr þjónustu ríkisins, en rekur enn málflutningsskrifstofu sína og sýnir ekki á sér fararsnið úr hópi starfandi lögmanna: Hann er næst elstur starfandi lögmanna, en elstur er Ólafur Þorgrímsson, hrl., sem er 79 ára. Það er þó varla að marka hann því að hann er af- komandi Fjalla-Eyvindar, eins og sumir aðrir. Sigurður var snemma bráðger og raunar undrabarn. Það er sögð af því saga, að þegar hann var 10 ára fékk hann að hlýða á, þegar séra Árni Þórarinsson var að upp- fræða væntanleg fermingarbörn. Þar kom á staðinn Jón biskup Helgason og kynnti sér þekkingu fræðanna, sem reyndist afleit. Þá var leiddur fram Sigurður Ólason, sem þuldi kverið svoað segja orð- rétt fyrir biskupi. í skóla gerðist Sigurður mikill félagsmálamaður og áhugamaður um stjórnmál. Hann var, ásamt bekkjarbræðrum sínum, stofnandi Orators, félags laganema, og í fyrstu stjórn félagsins, e.t.v. for- maður, en þetta er ekki ljóst af fyrstu fundargerðarbók félagsins. Þar er þó að finna fjörlegar lýs- ingar á fundum, þar sem tókust oft á Sigurður og Gunnar Thor- oddsen m.a. um pólitik. Sigurður stóð þá rétt vinstra megin við miðju og fylgdi FVamsóknar- flokknum að málum. Var hann í fararbroddi ungra framsóknar- í ÞESSARI viku, alþjóðlegu bænavikunni, verða haldnar samkirkjulegar helgistundir og bænastundir í kapellu St. Jósefssystra í Hafnarfirði. Hefjast þær kl. 20.30 öll manna á þessum ólguárum flokks- ins. Hann var formaður stúdenta- ráðs Háskóla íslands 1932—’33 og formaður Stúdentafélags Reykja- víkur 1938—’39, en þá stóð það gamla félag á timamótum og hafði ekki starfað í nokkur ár. Þá endurreisti Sigurður félagið með glæsibrag. Síðar hneigðist Sigurður til fylgis við Bændaflokkinn við klofning hans frá Framsóknar- flokknum á sínum tíma og veitti hann m.a. skólabróður sínum Gunnari Thoroddsen fylgi í al- þingiskosningunum 1942, þegar hann fór fyrst fram á Snæfells- nesi, en Sigurður hafði sjálfur ver- ið frambjóðandi Bændaflokksins þar í kosningum 1937. Að loknu lögfræðiprófi varð Sigurður fulltrúi hjá ríkisféhirði, en þá var Þorsteinn Briem fjár- málaráðherra. Síðan var Sigurður settur fulltrúi í fjármálaráðuneyt- inu 1939 og skipaður 1941. Frá því var hann lögmaður og lögfræði- ráðunautur ríkissjóðs, þar til hann lét af því embætti fyrir 5 árum. Hann hefur þó haldið áfram málflutningi fyrir ríkissjóð og flutti m.a. nú fyrir áramótin hið umfangsmikla mál um eignarrétt að Landmannaafrétti. Sigurður hefur jafnframt rekið eigin lög- mannsstofu í Reykjavík frá 1935, en hæstaréttarlögmaður varð hann 1941. Framan af sinnti Sig- urður talsvert sakamálum. Síð- ustu árin hefur hann unnið mikið starf í mörgum málum um eign- arrétt og nýtingarétt að afréttar- löndum og er Landmannaafrétt- armálið þar merkur áfangi. Hefur Hæstiréttur í því máli vísað þess- um málum til löggjafans, að því er virðist. Eftir lok Bændaflokksins fór hann „heim í heiðardalinn" og hefur líklega fylgt Framsóknar- flokknum að málum síðan. Hann var tilnefndur af Framsóknar- flokknum í landsnefnd lýðveldis- kosninganna vorið 1944. Starf nefndarinnar þótti með eindæm- um árangursríkt. Síðan mun stjórnmálaáhugi Sigurðar hafa dofnað og hefi ég ekki heyrt hann brjóta upp á stjórnmálaviðræðum. Mikið og náið samstarf var með þeim Eysteini Jónssyni og gagn- kvæmt traust. Þótt það hafi verið hlutskipti hans að flytja málstað hins opin- bera oft gegn einstaklingum, sem hafa átt í vök að verjast, þá er samúð hans með þeim, sem minna mega sín rík og réttlætiskenndin brennandi. Þetta kemur mjög fram í málflutningi hans fyrir ein- staklinginn og eru miklir kostir góðs lögmanns. Sigurður er mikill áhugamaður og fræðimaður um sögu lands og þjóðar og hefur ritað margt um slík efni. Þekktar eru greinar hans í jólablað Tímans um árabil um þessi efni. Eftir hann er bókin Yf- ir alda haf, sem kom út 1964 og í handriti tilbúnu til prentunar er bókin Hnigin öld. Af greinum hans nefni ég sér- staklega grein um Bólu-Hjálmar, sem birtist fyrir nokkrum árum í jólablaði Tímans. Sigurður tók sér það fyrir hendur að sýna fram á sakleysi Bólu-Hjálmars af áburði kvöld vikunnar. Fulltrúar kaþólsku og lúthersku kirkjudeildanna, aðventista og hvítasunnumanna standa að þessum helgi- stundum. \f um sauðaþjófnað. Honum var þetta slíkt hjartans mál, að hann lét mig lofa því að taka mál þetta upp, ef hann kæmi því ekki sjálfur í verk. Af einhverjum ástæðum hefur Sigurður ekki ritað um lögfræði, þótt þekking og ritleikni sé ærin, en trúlega er það af sérvisku. Mörg dómskjöl frá Sigurði eru þó ágætustu lögfræðigreinar. Hann reifar oft málin frá mörgum hlið- um og á að hafa sagt eitt sinn, þegar hann hafði sett fram nokk- uð margar málsástæður: „Það er aldrei að vita á hvaða flugu dóm- arinn stekkur." Stíll Sigurðar í málflutningi er þung undiralda. Hann ávítaði mig eitt sinn fyrir það að vera of sigurviss í mál- flutningi og þjarma að gagnaðila. Ef maður hefur sterka stöðu í máli á að beita hógværð, sagði Sigurður, því að sigurvissan hefur öfug áhrif á dómarann. Skemmtilegt er að fara með Sig- urði í málaferli út á land. Hann er slíkur hafsjór af fróðleik, að ómerkar þúfur í alfaraleið verða manni minnisstæðar. Það er t.d. minnisstætt, að aka með Sigurði austur fyrir fjall, þegar hann ekur eftir miðjum vegi á hvíta strikinu, að troða í pípuna með höndunum, sem jafnframt halda um stýrið, hann er að segja gamlar sögur, en um leið að skoða hól, sem ekið hef- ur verið framhjá, en mjólkurbíl- arnir á Selfossi þjóta framhjá á leið í bæinn. Þá reynir mikið á meðreiðarsveininn. Sigurður er þjóðsaga í lifanda lífi og eru sögur af honum legíó, merkilegar og skemmtilegar, en hann er gam- ansamur maður. Hann er mjög músíkalskur og leikur bæði á fiðlu og saxofón af mikilli list og hjart- ans lyst. Árið 1939 var hann í Kaup- mannahöfn og fór að leiði Jónasar Hallgrímssonar. í viðræðum við kirkjugarðsvörðinn kom fram, að grafhelgi þess, sem þar hvíldi efst- ur var nýlega útrunninn. Sigurður gerði strax legkaup, þegar Sveinn Björnsson, þá sendiherra, vildi ekki sinna málinu. Hann fram- seldi ríkinu síðar réttinn að leið- inu á nafnverði og stofnaðist þannig réttur til þess að grafa upp beinin. í ævisögu Gunnars Ólafs- sonar segir, að Sigurður muni ekki hafa tapað á þessum viðskiptum en þetta er rógur, sem stafaði af því, að Gunnar hafði farið halloka fyrir Sigurði í málaferlum. Árið 1961—’62 sat Sigurður í ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \K.LVSI\G \ SIMINN ER: 22480 Samkirkjulegar helgi- stundir í Hafnarfirði nefnd til þess að vinna að endur- heimt íslenskra handrita úr er- lendum söfnum. Hann var sæmd- ur riddarakrossi íslensku fálka- orðunnar 1945 fyrir störf sín vegna lýðveldiskosninganna. Margt fleira má hér rekja um hinn aldna heiðursmann, sem enn er ungur í anda og sprækur sem lamb í haga, en mál er að linni. Það verður gert við síðara tilefni, ef guð leyfir. Jón E. Ragnarsson. „Kjallið hrím á brúnum ber, barid af gjósli veðra.“ Þegar ég kom strákur að norðan fyrst til Reykjavíkur sá ég tíðum sprangandi um Austurstræti hnarreistan ungan mann, sem stakk nokkuð í stúf við kreppu- beygðan almúgann. Þar var á ferð Sigurður Ólason, landsþekktur málflutningsmaður, og fóru sögur af vopnfimi hans, jafnt í réttarsöl- um sem á gleðifundum. Tólf árum síðar kynntist ég manninum fyrst persónulega, á fundi í Lögmannafélagi íslands, þar sem hann beitti óspart snilli- gáfu sinni til spaugisemi, krydd- aðri kaldhæðnum athugasemdum og hnýfilyrðum, er sannarlega héldu mönnum vakandi og kom þeim síðar til að velta fyrir sér, hvert hann hefði eiginlega verið að fara. Hæstaréttarlögmaðurinn Sig- urður Ólason er enn með færustu skylmingamönnum hérlendis á vettvangi dómsmála. Aldurinn og reynslan hafa hert eggjarnar í traustum lagvopnum orðsins, og þekkingin orðið víðfeðmari og yf- irgripsmeiri. Hólmgangan marg- endurtekna í munnlegum mál- flutningi er honum því léttari en ýmsum yngri og kvikulli lög- mönnum. Saga er til um það, hvernig Sig- urði skaut „inn í ættir landsins”, er hreppstjóradóttirin unga frá Skeggsstöðum í Svartárdal í Húnavatnssýslu, í móðurætt frá Flatatungu í Skagafirði, var á leið með öðrum útflytjendum til Vest- urheims, en varð svo hastarlega sjúk við Snæfellsnes, að skipstjór- inn skutlaði henni í land með þeim afleiðingum, sem ekki varð við ráðið, að oddvitinn Óli Jón Jóns- son á Stakkhamri kynntist Þór- unni Ingibjörgu Sigurðardóttur, 13 árum yngri en hann, og dreng- urinn Sigurður Ellert fæddist 19. janúar 1907. „Hann var alinn upp í sveit, efnilegur þótti,“ eins og seinna var um hann kveðið, lauk stúdents- prófi frá menntaskóla og síðar lögfræðiprófi með láði frá Há- skóla íslands árið 1933. Starfsfer- ill hans hjá stjórnarráði sem full- trúi fjármálaráðuneytis var lang- ur og farsæll, en jafnhliða stund- aði hann lögmannsstörf og ávallt síðan, og þar er orðstír hans mik- ill. Sökum harðdrægni og glögg- skyggni er Sigurður Ólason ekkert óskahnoss, sem andstæðingur í dómsmáli, eins og gefur að skilja. En fáir lögmenn eru honum fróðari, skemmtilegri í viðræðu og þjóðlegri í meðferð sagna og kviðl- inga, svona „utan réttar", eins og við köllum það. Fyrir þau kynni er mikið að þakka frá okkar hendi, sem erum nokkuð yngri, svo og fyrir æfinguna við að varast öll tilbrigði kunnáttumannsins, þegar alvara starfsins er uppi á teningn- um. Þróttmikil og glæsileg eigin- kona Sigurðar Ólasonar, Unnur Kolbeinsdóttir kennari, bjó mannvænlegum börnum þeirra, sex að tölu, hið besta uppeldi, svo sem frami þeirra sýnir og sannar. Eg óska Sigurði allra heilla með aldursáfangann. I'áll S. 1‘álsson. NÝJUNG — NÝJUNG Dr. Jan Engelsson hefur sjálfur reynt „Létt & Mett“ og misst 9 kíló á einum mánuði. Sendum gegn póstkröfu. Óska hér með eftir að mér verði sendar ..... stk. dósir af duftinu „Létt & Mett“. Verð per. dós kr. 40.- .... stk. Dósir með próteintöflum á kr......stk. + burð- argjald. Nafn .......................................... Heimilisfang .................................. Klippið út augl. og sendið til S. Jónsdóttur, Háteigsvegi 26, Reykjavík. Allar upplýsingar veittar í símum 15483 og 15030. Nú geta allir, sem þurfa og vilja, farið að grenna sig Hér er um fljótvirka og áhrifaríka að- ferð að ræða, sem skaöar ekki líkamann. Aögeröin byggir á dufti og töflum, sem innihalda öll steinefni og vitamín, sem líkaminn þarfnast. Þaö er mjög auövelt aö lifa á dufti nú og töflum sjö daga samfleytt og létt- ast um fimm kiló. Duftið, sem heitir „Létt & Mett“ er blandaö úti te, kaffi, svaladrykk, buljong — eða það sem hver og einn telur bezt (súrmjólk, léttmjólk eða saft). Milli mála er töfl- urnar notaöar, en þær eru mjög pró- teinríkar. Þessa megrunaraðferð má einnig nota á rólegri hátt — t.d. með því að sleppa einni máltíö á dag. Fyrir þá, sem vilja losna viö allt að 10 kíló, er þetta mjög þægileg aðferð og kem- ur í veg fyrir hörgulsjúkdóma. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.