Morgunblaðið - 19.01.1982, Síða 30

Morgunblaðið - 19.01.1982, Síða 30
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 + Systir mín og fraenka, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Ijósmyndari fró isafirði, lést aö Hrafnistu 15. janúar. Hinrik Guömundsson, Þórunn Eiríksdóttir. t Bróðir minn og frændi, VIGFÚS JAKOBSSON, skófræöingur, andaöist að heimili sínu í Kaliforníu, 14. janúar 1982. Minningar- athöfn og bálför hefur fariö fram. Aska hins látna veröur jarösett aö Hofi í Vopnafiröi. Fyrir hönd vandamanna, Inga Jakobsdóttir Black, 61, Muthdrive, Orinda 94563, California. Einar Helgason. t Eiginkona mín, GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR fró Eystri-Loftsstööum, Gaulverjabæjarhreppi, til heimilis að Vesturvallagötu 7, Reykjavík, lést í Landakotsspítala 18. janúar. Einar Guðmundsson. t Hjartkær móöir mín, GYDA BERGÞÓRSDÓTTIR, Blóskógum 14, lést í Landspítalanum 16. þ.m. Árni B. Sveinsson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, BÖOVAR INDRIDASON frá Gilá, Hofsvallagötu 23, Reykjavik, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 20. janúar k. 13.30. Anna Guömundsdóttir, Þórunn B. Böðvarsdóttir, Hugi Helgason, Kristín Böövarsdóttir, Valgeir Jónasson, Ólöf Ása Böðvarsdóttír, og barnabörn. t Fóstursystir mín, SIGURLAUG ÞÓROARDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 20. janúar kl. 3. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minn- ast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Hallur Kristjónsson. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, INGIBJÖRG ODDSDÓTTIR, Litlageröi 2, verður jarösungin frá Bústaöakirkju, fimmtudaginn 21. janúar kl. 1.30. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Bústaöakirkju eöa líknarstofnanir. Þórir Þórðarson, Stella Magnúsdóttir, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, HARALDS PÉTURSSONAR, fyrrverandi safnhúsvarðar, Sólheimum 34. Margrét Þormóðsdóttir, Pétur Haraldsson, Halldóra Hermannsdóttir, Guðbjörg Haraldsdóttir Bay, Axel Bay, Þormóöur Haraldsson, Ágústa Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Sólveig Erlends- dóttir - Minning Fædd 9. mars 1930 Dáin 3. janúar 1982 llver þekkir þá slund er sköpum er skipt ojí skorinn er liTsþrádur sundur, er fegurstu rós úr reitnum er kippt og rofinn hver ástvina fundur? Krá vöggu til grafar grípur oss þrá að gægjast í ævirún dulda. Kn örlagadísum dulrænum hjá er dómsvaldið falið hið dulda. ((•uðm. (iuðm.) Þann 8. janúar var til móður- moldar borin í Hafnarfirði mág- kona mín, Sólveig Erlendsdóttir, aðeins 51 árs að aldri. Hún hafði um árabil átt við vanheilsu að stríða, en fyrir tæpum tveim árum var vitað, að sjúkdómur hennar var alvarlegur. Sólveig var falleg kona og um margt sérstæð, sem hún hélt til hinztu stundar. Árið 1948 giftist Sólveig, eða Veiga eins og hún var kölluð af öllum vinum og vandamönnum, bróður mínum, Sveini Björnssyni, rannsóknarlögreglumanni í Hafn- arfirði. Þau voru samhent að uppbygg- ingu heimilis síns og velferðar drengjanna sinna þriggja. Þeir eru: Erlendur Sveinsson kvik- myndagerðarmaður, kvæntur Ásdísi Egilsdóttur' og eiga þau 2 börn og Sveinn M. Björnsson læknir, kvæntur Guðrúnu Ágústu Kristjónsdóttur, þau eiga 2 börn, og Þórður Heimir Sveinsson nemi, enn í heimahúsum. Sólveig var fremur dul og hlé- dræg kona, við fyrstu kynni, en eftir að maður kynntist henni bet- ur, skynjaði maður hennar innri fegurð, greind og skapgerðarstyrk, sem prýddi hana mest og kom fram í allri umgengni við allt og alla í hógværð, vönduðu málfari, nærgætni og hlýju til annarra. Aldrei heyrði ég hana hallmæla neinum, hún dæmdi ekki. Hún hafði ætíð tíma og þolinmæði til að hlusta á aðra tala og gera ályktanir. Hún hafði ákveðnar skoðanir en ýtti þeim ekki að öðrum. Henni var það meðvitað, að mennirnir álykta, en Guð ræður. Við hjónin höfum oft minnzt þess, þegar þau heimsóttu okkur tií Isafjarðar með tvo drengina sína elstu, á hinu góða hausti 1963. Sveinn var þá með stærstu mál- verkasýningu, sem haldin hafði verið þar vestra, og gekk hún vel. Það voru miklir fagnaðarfundir og mikill gleðskapur. Drengirnir þeirra voru með gítara með sér og spiluðu og sungu. Sonur okkar á sama aldri hafði lært dálítið á fiðlu og það var æft saman og spil- að undir á orgel. Það var mikið sungið á hverju kvöldi, það var há- tíð í bæ. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja, við eigum ógleymdar stundir með þeim, í ættingja- og vinahópi. Ég man Veigu unga, glæsilega og fríska, við hlið bróður mínum. Þau geisluðu af lífsþrótti, svo jákvæð og tilbúin að takast á við verkefnin, sem biðu þeirra og lífið framundan. Þeim varð mikið áunnið. Ingvar Grímsson Minningarorð Fæddur 22. marz 1910 Dáinn 7. janúar 1982 Þegar að kveðjustundinni úr þessu jarðlífi er komið, er yfirleitt fátt hægt að segja, menn setur hljóða, og líta til baka yfir farinn veg. Minningar laðast fram um hinn framliðna og hrannast upp. Slíkur er gangur lífsins. Menn koma og fara. í dag er kvaddur hinstu kveðju einn af okkar elstu starfsbræðrum sem nýhættur var störfum hjá Vatnsveitu Reykjavíkur eftir langa og dygga þjónustu. Ingvar Grímsson fæddist 22. marz, 1910, sonur hjónanna Sumarlmu Pét- ursdóttur og Gríms Jónssonar, sjómanns frá Stokkseyri. Ingvar mun hafa verið 18 ára gamall þeg- ar hann hóf störf hjá Reykjavík- urborg við ýmiss konar störf og sýnir það að hann hefir ekki verið að skipta um húsbændur um dag- ana. Var hann hinn traustasti starfsmaður, meðan heilsa og kraftar leyfðu. Síðustu 10—12árin átti hann við vanheilsu að stríða sem hann bar með stakri karl- mennsku, unz yfir lauk. Nú, þegar komið er að leiðarlok- um, kveðjum við hann með þökk- um fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum og áratugum. Megi hann hvíla í friði. Starfsmenn Vatnsveitu Reykjavíkur t Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúö og vinsemd við fráfall og jaröarför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur. ALETTU SOFFÍU JÓHANNSSON. fæddrar Mjðtveil. Samúel Jóhannsson, Lilly A. Samúelsdóttir, Margeir P. Jóhannsson, Karl J. Samúelsson, Berit I. Samúelsson, Anna M. Samúelsdóttir, Garðar Ólafsson, barnabörn, barnabarnabörn, María O. Jónsson. / t Hjartkær eiginkona min, elskuleg móöii, amma, langamma, langa- langamma og tengdamóöir, HALLDÓRA SIGRÍÐUR ÞÓRDARDÓTTIR, Laugarnesvegi 85, sem lézt 12. þ.m. í Borgarpsítalanum, veröur jarösungin föstudag- inn 22. janúar kl. 15.00 e.h. frá Dómkirkjunni. Fyrir hönd fjarstaddra ættingja og vina, Kristjén Jónsson, Lára Björnsdóttir, Haraldur Þórðarson, Þóróur Björnsson, Alice Björnsson, Martín Björnsson, Hólmfriöur Björnsdóttir. barnabörn, barnabarnabörn. Bróður mínum, öllum ástvinum og ættingjum Sólveigar sendum við hjónin okkar beztu samúð- arkveðjur. Við kveðjum Sólveigu að sinni og þökkum samfylgdina og hugljúfu vináttuna á liðnum árum. „Háa skilur hnetli himingeimur. blad skilur bakka og egg, en anda sem unnast f*r enginn ad eilífu ad skilið.“ (JH.) Bryndís Björnsdóttir Elskuleg vinkona, mín Sólveig Erlendsdóttir, er farin heim yfir iandamærin miklu. Er það sorg eða söknuður sem fyllir hjörtu okkar við þá fregn, eða samgleðj- umst við henni, sem fékk að fara heim í blóma lífsins? Mér finnst það vera hvorttveggja. Hún átti við þann sjúkdóm að stríða, sem ennþá er svo erfitt að ráða við. Hún vissi að hverju stefndi hjá sér og tók því öllu með miklu jafnað- argeði. Sólveig var dóttir hjón- anna Guðríðar Sveinsdóttur og Erlends Halldórssonar fyrrv. brunaeftirlitsmanns. Systkinin urðu sex, fjórar systur og tveir bræður, en annar þeirra dó í æsku. Þegar ég nú lít yfir farinn veg er mér ljúft að minnast okkar fyrstu kynna, er ég kom til náms í Flensborgarskólanum haustið 1945 úr öðru byggðarlagi og var hálf kvíðin. í fyrstu frímínútunum í skólanum stóð þessi fallega stúlka þarna á ganginum. Hún heilsaði mér með sínu bjarta brosi og hlýja handtaki, og allur kvíði var þar með rokinn út í veður og vind. Þannig var það alltaf. Sú ógleymanlega vinátta, sem þar knýttist, entist alla tíð og bar aldrei skugga á. Tveir vetur í Flensborg voru svo fljótir að líða, það var líka alltaf eitthvað að ger- ast. Farið var á skauta, skíði og margt, margt sér til gamans gert, sem minningin geymir. Svo tók al- vara lífsins við og árið 1948 giftist hún ung að árum Sveini Björns- syni listmálara og samhent unnu þau við heimili sitt. Þangað var gott að koma, hlýja og gleði sátu þar ávallt í fyrirrúmi. Húsbóndinn notaði hverja stund sem gafst til að sinna hugðarefn- um sínum til listsköpunar. Gaman var að fá jólakort frá þeim þá og nú. Þau ferðuðust mikið bæði inn- anlands og utan og héldu sýningar á verkum Sveins og var hún hans styrka stoð í því umfangsmikla starfi, sem og öðru. Hugur hennar stóð til mennta, en heimilið og velferð drengjanna var henni allt. Drengirnir hennar fengu að menntast og það var henni mikil gleði hversu vel þeim hefir vegnað, en þeir eru: Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður, kvæntur Ásdísi Egilsdóttur, Sveinn M. Sveinsson læknir, kvæntur Guð- rúnu Ágústu Kristjánsdóttur, og Þórður Heimir Sveinsson nemi, enn í heimahúsum. Við hjónin vottum Sveini og öðru venslafólki okkar innilegustu samúð. Megi góður Guð færa þeim blessun sína á nýju ári. Ég bið svo minni kæru vinkonu Guðs bless- unar á nýrri vegferð með innilegri þökk fyrir ógleymanlegar sam- verustundir á samleið okkar. Lára Janusdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.