Morgunblaðið - 19.01.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982
35
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
Þl AIGLYSIR L'M ALLT I.AND ÞF.GAR
Þl AI GLYSIR I MORGI NBLADINI
Svanur Laurence
Herbertsson - Kveöja
Fæddur 27. nóvember 1950
Dáinn 7. janúar 1982
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast vinar okkar hjónanna,
Svans Herbertssonar. Okkur setti
hljóð þegar okkur barst sú harma-
fregn að vinur okkar, Svanur,
hefði látist af slysförum þann 7.
jan. Hann var góður drengur og
vinur vina sinna. Við kynntumst
honum fyrst þegar þau hjónin
fluttu í sama stigagang og við í
Hraunbæ. Hann var alltaf kátur
og hress. Síðan lá leið okkar hjón-
anna til Keflavíkur og fluttust
Svanur og Magga u.þ.b. hálfu ári
seinna hingað til Keflavíkur og
var þá mikill samgangur á milli.
Alltaf var Svanur reiðubúinn að
hjálpa ef hann var beðinn.
Elsku Magga mín, Patrick litli,
Sirrý, Eva Lísa, Jenny og Herbert,
megi Guð styrkja ykkur í þessari
miklu sorg.
„Jesús, hróóir vor og frt-lsari,
þu þekkir dánarheiminn.
Kylgdu vini vorum, þegar vér getum
ekki fylgst mt*d honum lengur.
Miskunnsami andi, tak á móti honum
vertu meó oss. Amen."
Gulla og Villi
Gunnar Kristinsson
frá Múla — Minning
Fæddur 23. september 1913
Dáinn ll.janúar 1982
Við kveðjum í dag Gunnar
Kristinsson, fyrrverandi fanga-
vörð frá Múla við Suðurlands-
braut, við það býli var hann ætíð
kenndur þó svo að hin síðustu ár
hafi hann búið að Sunnuvegi 15
hér í borg. Gunnar var fæddur í
Grímstungu í Vatnsdal og voru
foreldrar hans Kristinn Bjarna-
son og Kristín Sölvadóttir.
Á uppvaxtarárum sínum vann
Gunnar við öll venjuleg störf til
sjávar og sveita, bæði við sjósókn í
Vestmannaeyjum og landbúnað-
arstörf á Korpúlfsstöðum hjá
Thor Jensen, einnig um eitthvert
skeið í Danmörku. Síðar gerðist
hann starfsmaður og verkstjóri
hjá Vitamálastofnuninni og vöru-
flutningabílstjóri í Reykjavík, en
síðast, 1953, gerðist hann fanga-
vörður við Hegningarhúsið í
Reykjavík og vorum við þar sam-
starfsmenn í 23 ár. Frá þeim árum
lifa í huga mínum margar góðar
og hlýjar minningar um góðan
dreng, sem ævinlega var léttur og
kátur í viðmóti, en þó ákveðinn og
öruggur í starfi.
Gunnar var mörgum góðum eig-
inleikum gæddur, skarpgreindur
maður, víðlesinn og minnugur með
afbrigðum, hann var skáldmæltur
vel eins og faðir hans og systkini,
og hélt þeirri náðargáfu allt til
hinstu stundar.
Við fyrstu kynni virtist Gunnar
vera heldur þurr á manninn, en
hann leyfði engum að ná vinskap
sínum nema þeim, sem hann vildi
eiga fyrir vini, en hann var vin-
margur, ráðhollur og hjálpsamur
er þvi var að skipta. Hinn 30. okt.
1937 var sérstakur hamingjudagur
í lífi Gunnars, en þá gekk hann að
eiga eftirlifandi konu sína, Svan-
hildi Guðmundsdóttur frá Múla,
sérstaka myndar- og mannkosta-
konu, sem alla tíð reyndist honum
hinn sanni og tryggi lífsförunaut-
ur, og nú hin síðustu ár, sýndi
honum í veikindum hans alveg
sérstaka umhyggju og ástúð, þeg-
ar heilsunni var orðið þannig farið
að hann tæplega komst hjálpar-
laust á milli herbergja, þá var það
Svanhildur, sem hann batt allar
sínar vonir við; gæfudrottningin,
eins og hann sjálfur nefndi hana í
sinni síðustu vísu, sem hann orti
til hennar 4. janúar, en hún ber
einmitt vott um þakklæti hans
fyrir þá umönnun, sem hún sýndi
honum í hverju sem var.
Við þig allar vonir bind,
s< m vakna í lilverunni.
(■eymi í hjarla gullna mynd
af jræfudrottnin^unni.
Já, Svanhildur var hans gæfu-
drottning, þau voru mjög samrýnd
og samhent um alla hluti og bar
aldrei neitt þar á milli, sem ekki
var jafnað. Þeim varð 4 barna
auðið, sem öll eru hin mannvæn-
legustu og bera foreldrum sínum
fagurt vitni.
Dauða Gunnars bar að með
þeim hætti, að hann varð bráð-
kvaddur við hlið konu sinnar, þar
sem þau voru á ferð í borginni í bíl
sínum, fyrirvaralaust kom skiln-
aðarstundin og batt endi á sam-
ræður þeirra um þá hluti, sem
fyrir augun bar á leið þeirra, já,
svo fyrirvaralaust stóð sæmdar-
maðurinn Gunnar Kristinsson á
mótum tveggja heima, jarðneskri
vegferð var lokið í þeirri andrá
sem ný veröld opnaðist, ósýnileg
veröld bak við það fortjald, sem
heimana skilur.
Nú að leiðarlokum, þegar ég
kveð vin minn Gunnar Kristins-
son, vil ég þakka honum alla hans
tryggð og þann vinskap, sem hann
sýndi mér, allt frá fyrstu kynnum,
og ég bið algóðan Guð að styrkja
hann og leiða í þeirri veröld, sem
honum hefur nú opnast. Konunni
hans, börnum og öðrum ástvinum
votta ég mína dýpstu samúð og bið
þeim allrar blessunar Guðs og
handleiðslu.
Yaldemar Guðmundsson
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hliðst-
ætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendi-
bréfsformi. Þess skal einnig get-
ið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort Ijóð um hinn látna eru ekki
birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa
að vera vélrituð og með góðu
línubili.