Morgunblaðið - 19.01.1982, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982
37
fclk í
fréttum
Sebastian að setja heimsmet...
Stúlkan
+ Sebastian Coe er annar fræg-
asti millivegalengdahlaupari
Breta, hinn er Steve Owett.
Steve Owett er nýlega genginn í
hjónaband og fylgdu því ítarleg-
ar frásagnir í enskum blöðum og
nú er farið að spá í hver verður
kona Sebastians, en hann er enn
ólofaður. Breska blaðið Daily
Mail segir fullum fetum að
skíðadrottningin Irene Epple sé
„stúlkan í lífi Seb Coe“ og hefur
blaðið eftir ónafngreindum
Irene að búa sig í skíðaferð ...
í lífi Sebastians?
vinstúlkum Irene að þessi ást
hennar og Sebastians hafi bein-
línis gert hana að annarri mann-
eskju. Irene Epple hefur tvívegis
sigrað í heimsbikarkeppninni á
skíðum og er spáð velgengni í
vetur. Daily Mail segir, og ber
fyrir sig áreiðanlegar heimildir,
að Sebastian og Irene hafi fyrst
hist á síðasta hausti og það hafi
verið ást við fyrstu sýn. Þau
hafa síðan hist margoft á laun,
meðal annars í heimabæ Irene,
þar sem þau héldust í hendur og
hlógu innilega framan í hvort
annað og Irene mun hafa sagt
fréttamönnum: „Samband okkar
Sebbies er mjög náið.“ Eins og
gefur að skilja er hún Patsy
Richards mjög óhress með þessa
framvindu mála, en hún hefur
verið óopinber vinstúlka Seb-
astians síðustu þrjú ár. Hún
hreytir ónotum í blaðamenn,
þegar þeir grennslast fyrir um
þessi mál hjá henni.
Ljósaperur
lUlli Þeim geturðu
■ treyst
Einkaumboð á íslandi
SEGULLHF. Nýlendugötu 26
<y.)
CT)
o
CO
00
00
Strömberg rafmótorar
til öryggis
gæðanna vegna
Nú eru finnsku
STRÖMBERG mótorarnir
aftur fáanlegir á íslandi
ftrömberg
Eigum í úrvali 3-fasa,
4-póla rafmótora
Allen
+ Þetta er Richard V. Allen, sem
nýlega neyddist til að segja af sér
sem ráðgjafi Bandaríkjaforseta í
öryggismálum. Hann les þarna
um afsögn sína í dagblaðinu
Washington Post og virðist nú
taka þessu öllu saman létt. Hann
sagði af sér eftir að vitnaðist að
hann hefði þegið gjafir af jap-
önskum blaðamanni, en ýmislegt
fleira kom nú til. William P.
Clark, aðstoðarutanríkisráðherra,
tekur við þessu mikilvæga starfi
af Richard V. Allen.
Dönsk
frétta-
mynd
ársins
+ „Glistrup á kosningaferða-
lagi“ heitir þessi mynd, sem
Danir kusu fréttamynd árs-
ins 1981. Danirnir sögðu að
myndin væri táknræn fyrir
Mogens Glistrup og afskipti
hans af þjóðmálum. Hann á
nú yfir höfði sér margra ára
fangelsisdóm vegna skatt-
svika.
tscw
U tsala
HANDKLÆÐI
GARDÍNUEFNI
BÚTAR
EFNI