Morgunblaðið - 19.01.1982, Side 38

Morgunblaðið - 19.01.1982, Side 38
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 Breytingarnar á Geysi f Haukadal: „Stjórnvöld ættu að vera ánægð með þetta myndarlega gos“ - segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður „Það eina sem við gerðum var að hreinsa raufina í hvernum, sem var fullur af drullu, þannig að Geysir gaus myndarlegu gosi,“ sagði Hrafn Gunn- laugsson, kvikmyndagerðarmaður. „Við ollum ekki neinu jarðraski með þessum aðgerðum og ég held að stjórnvöld ættu að vera ánægð með það hve Geysir gaus myndarlega, enda þótt það vantaði einhverja stimpla á pappíra," sagði Hrafn. „Mér hefur alltaf verið það hulin ráðgáta, hvers vegna ekkert hefur verið gert fyrir Geysi og þann fjölda ferðamanna, sem hingað koma til að skoða gos í hvernum," sagði Hrafn ennfremur. „Upphaf þessa máls var annars það, að ég heimsótti Sigurð Greips- son í Haukadal í fyrravor og spjall- aði við hann. Ég þóttist vita að hvergi væri til kvikmynd af gosi úr þessum fræga hver og síst af öllu á breiðfilmu. Ég skrifaði Sigurði síð- an bréf um þetta mál og heimsótti hann aftur og hafði því fullt samráð við hann og hans menn. Mér til leið- sagnar hafði ég Hallgrím Björnsson efnaverkfræðing, sem hefur borið Geysi mjög fyrir brjósti og staðið dyggan vörð um varðveislu hans, og tel ég því að vel hafi verið staðið að máli þessu. Auk þess tel ég það þjóðþrifamál að það tókst að kvikmynda eitt mesta gos, sem komið hefur í Geysi á síðari árum en það var um 60—70 metra hátt. Ég vil að lokum segja það, að ég vona að þessi málsrann- sókn hafi ekki verið sprottin af af- brýði. Geysir hefur sofið lengi og það þurfti þolinmæði og vilja og skynsemi til að láta hann gjósa. Ég vona að það sama verði ekki hægt að segja um Geysisnefnd, þó að raunin virðist ætla að verða öll önnur. Þetta framtak á vonandi eftir að vekja bæði aðdáun og athygli víða, þegar fólk fær að sjá gosið í kvik- myndinni." „Á eftir að valda heimshneyksli" ~ segir Birgir Thorlacíus ráðuneytisstjóri „Engin náttúruspjöll heldur mann anna verk, sem hægt er að bæta“ — segir Hallgrímur Björnsson efnafræðingur „ÞAÐ er hneyksli að við fslendingar skulum ekki geta vardveitt þetta óvið- jafnanlega náttúruundur, Geysi, og það skuli geta átt sér stað, að það sé rokið í Geysi með loftpressu, eins og gert var í óleyfi Geysisnefndar og Menntamálaráðuneytisins, og án alls samráðs við færustu vísindamenn á þessu sviði, sagði Birgir Thorlacíus ráðuneytisstjóri í samtali við Mbl. Tilefni þessara ummæla er, að ráðuneytið hefur farið fram á það við ríkissaksóknara að hann rann- saki með hvaða hætti gömul rauf í Geysi var dýpkuð í haust að beiðni Hrafns Gunnlaugssonar, kvik- myndagerðarmanns, vegna töku kvikmyndarinnar Okkar á milli í hita og þunga dagsins. Rauf þessi var upphaflega gerð í Geysi árið 1938 í samráði við Trausta Einars- son jarðfræðing. Birgir Thorlacíus sagði ennfrem- ur: „Ef við vildum fá Geysi til þess að gjósa, þá er það hægt með því að bora í strokkinn eins og gert var við hverinn Strokk á sínum tíma, en slík aðgerð sést ekki. Dýpkunin á gömlu raufinni hefur aftur á móti valdið því, að vatnsborðið hefur lækkað til muna, en þegar lítið vatn er í skálinni, eins og nú er, kvarnast upp úr börmum hennar og hefur myndast 75 cm langur skurður, sem er til mikilla lýta auk þess sem hægt er að ganga þarna ofan á þegar vatnsborð er svona lágt. Geysir er náttúruundur, sem reynt hefur verið að halda óbreyttu og varðveita með ýmsum ráðstöfun- um. Hann er frægasti nver í heimi og ég kvíði því þegar þetta fréttist erlendis og á þetta eftir að valda heimshneyksli," sagði Birgir Thor- lacíus að lokum. í GÆK var hér norðan stórhríð, með 13 stiga frosti og miklum stormi. Snjó festi þó lítið vegna veðurofsans. Veður fór batnandi seinni part dagsins, og um klukkan 19 var komið sæmilegt veður og keyrslufært milli sveita. I hádegisfréttum útvarpsins nú rétt áðan, kom tilkynning frá Vega- gerðinni, um að Kerlingarskarð „ÞAÐ sem gert var við Geysi, var, að það var brotin upp steypa, sem sett var við raufina, þegar skurð- urinn var gerður upphaflega, var þetta gert með loftpressu. Mynd- aðist 7—8 metra langur skurður, en það var nauðsynlegt að hafa hann svo stóran svo hægt væri að hreinsa rásina,“ sagði Hallgrímur Björnsson efnaverkfræðingur. „Hér er því ekki un neinar náttúruskemmdir að ræða heldur mannanna verk, sem hægt er að bæta með því að steypa upp í aftur og gera það enn betur en áður var gert, því tækninni hefur fleygt fram,“ sagði Hallgrímur. „Við reyndum að brjóta gat með röri í kísilinn undir stein- steypunni, svo við gaetum komið slöngu þar ofan í og veitt vatn- inu burtu þannig, að yfirborðið yrði minna og auðveldaði guf- unni að lyfta vatnssúlunni og minnka kæliflötin, svo gos gæti væri öllum bílum ófært vegna snjóa, en sæmileg færð væri um Alftafjörð og Heydal. Þegar þessar fréttir voru lesnar var staddur hér bifreiðar- stjóri, sem fór um Kerlingarskarð fyrri partinn í nótt. Taldi hann veg- inn færan öllum bílum rétt eins og á sumardegi. Þessi sami bílstjóri fór svo frá Stykkishóími í morgun um Álftafjörð og Heydal; í Álftaíirði var mjög þungfært og ekki fært nema stórum bílum. Þetta er ekki í oröið. Þegar þetta var ekki hægt gripum við til ofangreinds ráðs. Eg reyndi ítrekað að ná í Runólf Þórarinsson, formann Geysis- nefndar, en hann var í fríi, en „EFTIR að rásin var dýpkuð og hver inn fór að gjósa oftar, þá fer vatnið oftar yfir skálina og kísilmyndunin verður örari og heldur hverahrúðrinu fyrsta sinn, sem svona villandi fréttir koma frá Vegagerðinni. Geta slíkar fréttir haft afdrifaríkar af- leiðingar fyrir okkur, sem búum hér sunnan fjalls á Snæfellsnesi, þar sem við Jjurfum á læknishjálp frá Stykkishólmi að halda bæði fyrir menn og skepnur. Eru það vinsam- leg tilmæli til Vegagerðarinnar, að hær fréttir sem þaðan komi um ástand vega séll féttar. fengið var leyfi Sigurðar Greipssonar, þjóðgarðsvarðar í Haukadal, annars hefði þetta aldrei verið framkvæmt," sagði Hallgrímur. við og tel ég það fremur til bóta, en hitt,“ sagði Greipur Sigurðsson í Haukadal. „Þegar raufin var gerð árið 1938 var hún gerð til þess að minnka þrýstingin á vatnssúlunni í rásinni til að auðvelda gufunni að lyfta vatnssúlunni, svo að gos gæti orð- ið. Raufin þrengdist svo með tím- anum þangað til við breikkuðum hans og nú gýs Geysir 40—50 metra hárri vatnssúlu," sagði Greipur. „Það er alls ekki hægt að sjá að framin hafi verið spjöll á hvernum og tel ég tíðari gos til bóta fyrir Geysi. En ef menn vilja láta hann hætta að gjósa má steypa aftur í raufina," sagði Greipur Sigurðs- son. Snæfellsnes: Rangar upplýsingar um færð á vegum Horg í Miklahollshreppi IS. janúar 1982. „Fleiri gos halda hvera- hrúðrinu við í skálinni og breikkunin því til bóta“ - segir Greipur Sigurdsson í Haukadal Sextán þús. söfn- uðust á vinnuvöku „VINNUVAKAN gekk Ijómandi vel og milli 50 og 60 kvenfélagskonur tóku þátt í vökunni auk þess sem fólk kom í heimsókn til okkar. Allt seldist upp á bazarnum, sem haldinn var á sunnudeginum þar sem boðið var upp á hannyrðir og kökur, sem við höfðum búið til á vinnu- vökunni og söfnuðust þannig 16 þúsund krónur,“ sagði Dagmar Gunn- laugsdóttir, formaður Kvenfélags Bústaðasóknar, en kvenfélagið gekkst fyrir svokallaðri vinnuvöku í félagsheimili Bústaðasóknar um helgina. Stóð vinnuvakan frá klukkan 20 á föstudagskvöldi og samfleytt til klukkan 2 á sunnudegi er kvenfé- lagskonurnar hlýddu á messu séra Ólafs Skúlasonar. Eftir messuna var bazarinn haldinn og seldist allt upp á skömmum tíma. „Kveikjan að vinnuvökunni, var sú að okkur blöskra þær kröfur, sem fólk gerir í þjóðfélaginu nú án þess að vilja leggja nokkuð af mörkum sjálft. Það gekk alveg fram af okkur þegar við urðum vitni að því er mæður gengu með Svipmynd af vinnuvöku Kvenfélags Bústaðasóknar, sem var um helgina og tókst mjög vel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.