Morgunblaðið - 19.01.1982, Side 39

Morgunblaðið - 19.01.1982, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982 43 Alvarlega slasaðir og látnir í umferðarslysum á íslandi á árunum 1975 — 1981. Ný tölvulög tóku gildi um áramótin: Farid að ákveðnum reglum varð- andi upplýsingar um einkamál UM SÍÐUSTU áramót gengu í gildi lög um kerfishundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni, en þetta eru lög sem ganga undir nafninu „tölvulög“ og eru í tíu köflum. — Markmiðið með þessum lögum er fyrst og fremst, að þeir sem eru með tölvuskráningu í einhverju formi fari eftir fyrirfram ákveðnum reglum hvað varðar upplýsingar er varða einkamálefni, sagði Hörður Zophaníasson, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu, í samtali við Mbl. Alvarlega slasaðlr: □ Umferðin 1981: Látnir: dxERDAR Tveir slösuðust á dag að meðaltali Á síðastliðnu ári létust 24 í unr fcrðarslysum, en það er lægsta tala frá árinu 1976. Á árinu slösuð- ust 260 manns alvarlega í umferð- arslysum og er það lægsta tala frá því skilgreining sú, er nú er notuð um hvað beri að telja alvarleg meiðsli var tekin upp. Ef tölur um alvarlcga slasaðra og látna eru lagðar saman kemur í Ijós að með- altal áranna 1975 til 1980 er 317 á ári en var 284 á síðastliðnu ári. Þessar tölur koma í bráðabirgða- skráningu Umferðarráðs. Á síðastliðnu ári voru flutt inn um 25 þúsund reiðhjól. Þrátt fyrir það slösuðust ekki nema 6 fleiri hjólreiðamenn, miðað við árið á undan, en alls slösuðust 52 hjólreiðamenn, eða 1 á viku hverri að meðaltali. Þá er athygl- isvert, að óhöppum þar sem kon- ur voru við stýri fjölgaði á síð- astliðnu ári. Á undanförnum ár- um hefur u.þ.b. fimmti hver öku- maður, sem lent hefur í slysi með meiðslum verið kona, en var fjórði hver (25%) á nýliðnu ári. Þrátt fyrir fækkun banaslysa og alvarlegra slysa, þá bendir Umferðarráð á, að á hverjum degi ársins sköðuðust tveir menn að jafnaði af þátttöku sinni í um- ferðinni. Alls slösuðust 707 manns í umferðarslysum, og er það fjölgun samanborið við 1980, en hins vegar fækkar þeim sem slösuðust alvarlega og má líklega þakka það aukinni notkun bíl- belta. Árið 1980 létust 25 manns í umferðarslysum, 27 árin 1979 og 78,37 1977,19 árið 1976 og 33 árið 1975. — Það eru vissar upplýsingar, sem færðar eru í tölvuskrár, sem kallaðar eru viðkvæmar. Þær snerta atriði, sem eru það nátengd persónum, að það þykir ekki rétt, að hver og einn geti spilað þær inn á tölvur og fari með þær án þess, að nokkur stjórn sé á því. Spurn- ingin er því hvað má skrá og hvað ekki og hvernig á að varðveita við- komandi upplýsingar og tölvu- skrár yfirleitt, sagði Hörður enn- fremur. I lögunum er gert ráð fyrir þriggja manna nefnd, sem kölluð er tölvunefnd, en hennar hlutverk er að hafa eftirlit með því, að lög- unum sé framfylgt. Hún hefur verið skipuð og hélt sinn fyrsta fund í vikunni. I henni sitja Bene- dikt Sigurjónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, Bjarni P. Jón- asson, fyrrverandi forstjóri Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar, og Bogi J. Bjarnason, aðalvarðstjóri. Ritari nefndarinnar er Hörður Zophaní- asson, deildarstjóri í dómsmála- ráðuneytinu. Hlutverk nefndarinnar er marg- þætt. Fyrir það fyrsta að veita JÞví ekki cið hdldd boðið ci 0' INNLENT CIPCAID’ WAT Frá mánudögum til fimmtudags veröur hægt aö taka Broadway á leigu fyrir hverskonar mannfagnaöi, s.s. árshátíöir stórfyrirtækja, bingó, fundi, ráöstefnur o.fl. Hafiö samband í tíma í síma 77500. börn sín í kröfugöngu niður á Al- þingi, til að krefjast betri aðbún- aðar á dagvistarheimilinu Grænu- borg. Okkur fannst eins og verið væri að innprenta börnunum strax á unga aldri að krefjast af öðrum, ekki af sjálfum sér,“ sagði Dagmar. „Áuðvitað eiga margar af þeim kröfum, sem uppi eru í þjóðfélag- inu, rétt á sér en við viljum líka benda á að það er margt hægt að gera með sameiginlegu átaki þar sem viðkomandi leggur sjálfur eitthvað af mörkum. Eins og kom á daginn, þá söfn- uðum við með þessum hætti 16 þúsund krónum, sem við ætlum að láta renna óskertar til málefnis aldraðra. Við vorum sammála um að lík- legast yrði þetta okkur ein eftir- minnilegasta helgin á þessu ári, því þótt við værum hálf slæptar eftir vökurnar, þá vorum við ánægðar með árangurinn," sagði Dagmar Gunnlaugsdóttir. starfsleyfi almennt. Hún á að veita sérstök starfsleyfi fyrir tölvuþjónustu. Veita heimild til vinnslu úr gögnum erlendis. Veita undanþágur í sambandi við teng- ingu skráningarkerfa. Veita leyfi til geymslu gagna í söfnum. Veita undanþágu frá upplýsingum, s.s. í sambandi við læknaskrár. Hún skal úrskurða í ágreiningsmálum. Ákveða hámarksgjald fyrir út- skriftir, gefa umsögn til dóms- málaráðherra vegna reglna og fleira. Gefa út ársskýrslu og loks að veita almenningi umbeðnar upplýsingar. Hörður Zophaníasson sagði, að í dag hefðu margir, sem hafa tölvu- vinnslu með höndum aðlagað kerfi sín þeim reglum, sem felast í lög- unum, þar sem þau komu fram í frumvarpsformi þegar á árinu 1978. — Margir hafa því komið málum sínum í mjög gott horf, sem það var kannski ekki í mörg- um tilfellum, sagði Hörður Zoph- aníasson, deildarstjóri í dóms- málaráðuneytinu að síðustu. ÞRIR FELAGAR (og allir seígir) ) Fyrstur er BOMBI frá Bombardier (var notaöur í 60 klst í USA), er með spili og bæöi sumar og vetrarbeltum. Heppilegur á skíöasvæöi, fyrir björgunarsveitir o.fl. I r I Annar er MAX-TRAC einnig amerískur, er meö veltigrind og blæjuhúsi. Þessi er mjög vinsæll í Alaska, mikiö notaöur af línuviögerðarmönnum, póstmönnum, læknum o.s.frv. (***%*) Sá þriðji ATTEX er fjölhæfur Ameríkani sem fer yfir bæði land og vatn, útbúinn með beltum, veltigrind og og blæjuhúsi. Gísli Jónsson & Co hf. Sundaborg 41. Sími 86644.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.