Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 2
_2____________________________ Sameiginlegt prófkjör í Keflavík MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982 Utankjörstaðakosn- ing hefst á mánudag SAMEIGINLEGT prófkjör Alþýóuflokks, Eramsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks vegna bæjarstjómarkosninganna í Keflavík í vor verður haldið dag; ana 13. og 14. febrúar. Listar frambjóðenda í prófkjörinu hafa verið birtir. í prófkjöri sjálfstæðismanna hafa þessir gefið kost á sér: Bergur Vernharðsson, slökkvi- liðsmaður, Elliðavöllum 2; Einar r Forseta Is- lands boðið til Grænlands SVEITARFÉLÖG á Suður Grænlandi hafa boðið forseta ís- lands, Vigdísi Finnbogadóttur, í fimm daga heimsókn 2.-6. ág- úst í sumar. Henrik Lund, borg- arstjóri í Julianehaab, kom þessu boði á framfæri við forseta fs- lands í fyrradag, en í sumar minnast Grænlendingar þess, að eitt þúsund ár eru frá landnámi Eiríks rauða á suðvesturhluta Grænlands. Skákþing Reykjavíkur: Einvígi Sævars og Margeirs Guðberg, trésmiður, Hólabraut 10; Garðar Oddgeirsson, rafvirki, Grænagarði 2; Halldór Ibsen, framkvæmdastjóri, Austurbraut 6; Helgi Hólm, útibússtjóri, Smáratúni 33; Hjörtur Zakarías- son, fasteignasali, Heiðargarði 29; Hrafnhildur Njálsdóttir, húsmóð- ir, Sunnubraut 8; Ingibjörg Haf- liðadóttir, húsmóðir, Faxabraut 45; Ingólfur Falsson, vigtarmaður, Heiðarhorni 14; Kristinn Guð- mundsson, málarameistari, Mið- garði 11; María Valdimarsdóttir, forstöðukona, Langholti 6; Sigurð- ur Garðarsson, verkstjóri, Tún- götu 10; Sigurlaug Kristinsdóttir, skrifstofumaður, Heiðargarði 20; Svanlaug Jónsdóttir, banka- síarfsmaður, Heiðargarði 12; Tómas Tómasson, sparisjóðsstjóri, Langholti 14; Þorgeir Ver Hall- dórsson, nemi, Lyngholti 9 og Þorsteinn Bjarnason, banka- starfsmaður, Faxabraut 34. Utankjörstaðakosning hefst mánudaginn 1. febrúar og fer fram daglega frá klukkan 18 til 19. Er hún í húsi Iðnaðarmannafélags Keflavíkur að Tjarnargötu 7. Morgunbladid/Rax. Með vatn í stað vikurs VIÐGERÐ stendur nú yfir á Grundarfossi í Reykjavík, en skip- ið varð fyrir talsverðum skemmd- um í lest í vikurflutningum til Dan- mcrkur í byrjun ársins. Vikurinn hafði verið frosinn er skipa átti honum út í Sundahöfn, og var þá á það ráð brugðið að þíða hann upp með því að aka fleiri bflhlössum af heitu vatni á vikurinn. Er komið var á móts við Færeyjar tók svo að hlýna í veðri, og reyndist þá lítill vikur vera í farminum, en því meira vatn. Átti skipið um tíma í erfiðleik- um vegna þessa, og næstu skip voru beðin um að fylgjast með Grundarfossi, ef ástandið versn- aði. Rann vatnið og vikurinn fram og aftur um lestar skipsins, trégólf flaut upp og miklar skemmdir urðu á klæðningum lestarinnar. Vikurfarmurinn ónýttist einnig. Svo mikið vatn var í lestum skipsins, að þegar til Færeyja kom var dælt frá borði á annað hundrað lestum, og í Danmörku var dælt upp á þriðja hundrað lestum af fersku vatni. Þá var vikurfarmurinn, sem hafði nær fyllt lestina í Reykjavík, aðeins orðinn slatti á gólfi lestarinnar. ÞEIR Margeir Pétursson og Sæv- ar Bjarnason há nú mikið einvígi um sigur á Skákþingi Reykjavík- ur. Að loknum 9 umferðum eru þeir jafnir og efstir með Th vinn- ing. Margeir vann sinn sjötta sig- ur í röð þegar hann vann Dan llansson í 9. umferð og Sævar Bjarnason vann Hrein Loftsson. Áður hafði Sævar Bjarnasor, gert jafntefli við Ásgeir Þór Árna- son í frestaðri skák. Róbert Harð- arson er í þriðja sæti með 6 vinning. Sævar Bjarnason teflir við Benedikt Jónasson í 10. umferð og Margeir við Hilmar Karlsson. INNLENT Flutningskostn- aður á áli lækkar FLUTNINGSKOSTNADUR á áli la'kkaði á síðasta ári um sem nemur hálfri milljón dollara. Ástæða þessarar lækkunar er lækkun almennra flutn- ingsgjalda. Að sögn Ragnars Halldórssonar, forstjóra ÍSAL er hér ekki um háa upphæð að ræða, miðað við verð- mæti þess magns sem flutt var, en hann sagði þó muna um hvern doll- ara, þegar ástandið væri eins og það er á álmarkaðinum. Fyrir ári var flutningskostnaðurinn ein og hálf milljón dollara, í dag er hún ein milljón. Margt bendir til að breyt- ingum á Viðey sé að Ijúka MARGT bendir nú til þess að breyt- ingum á skuttogaranum Viðey sé nú að Ijúka í Póllandi. í gærmorgun kom skeyti frá Bjarna Jónssyni, vél- stjóra, þar sem hann biður um að Einar Jóhanncsson, 1. vélstjóri og Bolli Magnússon, eftirlitsmaður breytinganna komi út hið fyrsta og eftir hádegi í gær kom annað skeyti þar sem beðið er um að þeir félagar komi út til Póllands þann 4. febrúar. Að öðru leyti var ekki sagt hvenær skipið yrði afhent eigendum á ný. Húsavík: Vilja láta kanna heilsugildi vatns BÆJARFULLTRÚARNIR Katrín Eymundsdóttir og Egill Olgeirsson á llúsavík hafa lagt fram tillögu í bæj- arstjórn þess efnis, að skipuð verði 3ja manna nefnd til að láta fara fram athugun á notagildi vatns í horholum á Húsavík með tilliti til hugsanlegrar heilsuræktarstarfsemi og hvort í vatninu felist lækninga- máttur. Jafnframt þessu verði sér staklega athugað hvort hægt sé að nýta aðstöðu við félagsheimilið, Hót- el llúsavík og íþróttamannavirki staðarins með tilliti til heilsurækt- arstarfsemi. í greinargerð benda Katrín og Egill á, að vitað sé að vatn í bor- holum á Húsavík sé mjög gamalt og innihaldi ýmis efni sem hugs- anlega geta orðið til heilsubótar. Miklum fjármunum hafi þegar verið varið til uppbyggingar fé- lags- og íþróttaaðstöðu á staðnum og því upplagt að nýta þá aðstöðu ef niðurstöður reynist jákvæðar. Katrín og Egill leggja til, að nefndina skipi bæjarfulltrúi, íþróttakennari og hótelmaður. Siglufjörður: Atvinnulífið komið í full- an gang á ný Siglufírði, 30. janúar. ATVINNULÍFIÐ er nú komið í fullan gang á ný og verður unnið í báðum frystihúsunum um helgina. Stálvíkin kom inn með 120 tonn á fimmtudag og Siglfirðingur í dag með 135—140 tonn. Á mánudag landar Sigluvíkin, en þessi skip fóru öll til veiða samdægurs. Frekar tregur afli hefur verið hjá netabátunum fram að þessu. Hér er gott veður í dag og allt útlit fyrir, að við sjáum sól í kaupstaðnum í dag. Fjölmenni er á skíðum og skíðafæri gott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.