Morgunblaðið - 31.01.1982, Síða 38

Morgunblaðið - 31.01.1982, Síða 38
38 ^MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982 t Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, SIGMUNDAR SIGFÚSSONAR, flugumferöarstjóra, Ljósheimum 6, veröur gerð frá Fríkirkjunni i Reykjavík þriðjudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans, vinsamlegast látiö Styrktarfélag van- gefinna njóta þess. Brynhildur Guðmundsdóttir, Guðbjörg Sigmundsdóttir, Guðmundur St. Sigmundsson, Elvíra Viktorsdóttir, Kristján S. Sigmundsson, Guðrún H. Guölaugsdóttir, Sigmundur Sigmundsson, Sigurbjörg Vignisdóttir, Elín Ósk Guðmundsdóttir. t Systir mín, móöir, tengdamóöir, amma og langamma, SIGFRÍDUR SIGURDARDÓTTIR, frá Patreksfiröi, Torfufelli 29, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 2. febrúar 1982, klukkan 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afbeönir, en þeir sem vildu minnast hinnar látnu eru beönir aö láta Sjálfsbjörg, landssamband fatlaöra njóta þess. Jóhanna Siguröardóttir, Erla Jennadóttir Wiium, Kristján Wiium, Vilhelm G. Kristinsson, Ásgerður Ágústsdóttir, Sigfríöur Inga Wiium, Kjartan Bjarnason, Margrét Sigrún Wiium, Stefanía Gunnlaug Wiium, Jenný Hugrún Wiium, Elín Ósk Wiium, og barnabarnabörn hinnar látnu. ________ t Dóttir okkar, unnusta mín, systir og mágkona, ÍRIS SIGMARSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Kóþavogskirkju, þriöjudaginn 2. febrúar, kl. 10.30. Sigmar Grétar Jónsson, Gróa Sigfúsdóttir, Guðmundur Rafn Guömundsson, Brynhildur Sigmarsdóttir, Bragi Sveinsson, Jónina Halla Sigmarsdóttir, Guðmundur Blöndal. t Útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, KJARTANS S. NORÐDAHL frá Úlfarsfelli, Hjaltabakka 18, Reykjavík, veröur gerö frá Fossvpgskirkju, miövikudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Baldur Norðdahl, Bragi Norödahl, Freyja Norðdahl, Vignir Norðdahl, Ása Norðdahl, Þórunn Guðmundsdóttir, Ingunn Norðdahl, Þóröur Guðmundsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Bragi Erlendsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug, samúö og viröingu sýnda viö andlát og útför, EINARS EYJÓLFSSONAR, kaupmanns. Guðbjörg Jónsdóttir, Jón Þórir Einarsson, Sigriður Einarsdóttir, Ingólfur V. Einarsson, Edda Einarsdóttir, Einar Einarsson, Sigríöur Einarsdóttir, Jensína Hjálmtýsdóttir, Róbert Sverrisson, Caroline Einarsson, barnabörn, systur og mágar. t Þökkum auðsynda samúö og vinsemd við andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, JÓHANNESAR ÓLA SÆMUNDSSONAR, Lönguhlíð 2, Akureyri. Sérstakar þakkir færum viö ungmennafólögum í Reyni Árskógs- strönd, og öðrum er sýndu hinum látna viröingu. Fjóla Jórunn Jóhannesdóttir, Benedikt Sæmundsson, Sólveig Una Jóhannesdóttir, Frímann Guðmundsson, Sigrún Björk Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa, langafa og bróöur, BJARNA GUÐMANNS JÓNASSONAR, Eyjólfsstööum, Vatnadal. Jenný Rebekka Jónsdóttir, Ingibjörg Bjarnadóttir, Ingvar Steingrimsson, Jón Bjarnason, Kristín Lárusdóttir, Jóhanna Bjarnadóttir, afabörn, langafabörn og systkini hins látna. Minning: Jóhannes Oli Sœmundsson Akureyrí Fæddur 10. júlí 1906 Dáinn 17. janúar 1982 Jóhannes Óli Sæmundsson, fyrrverandi skólastjóri og náms- stjóri, lést í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 17. janúar sl. Fáum dögum áður hitti ég hann hressan og glaðan og kenndi hann sér einski meins. Hann fæddist í Stærra-Árskógi á Árskógsströnd 10. júlí 1906 og hann var til moldar borinn við Stærra-Árskógskirkju 22. janúar sl. fjölmenntu gamlir sveitungar til þeirrar kveðjustundar. Foreldrar Jóhannesar Óla voru hjónin Sigríður Jóhannesdóttir Jónssonar Reykjalíns prests á Þönglabakka og Sæmundur Tryggvi Sæmundsson frá Látrum á Látraströnd, sem bæði var kunnur af sjálfum sér, sem farsæll skipstjóri og ennfremur af ævi- sögu sinni, Virkum dögum, sem Guðmundur Hagalín skráði. Var sveinninn sjöunda barn foreldra sinna. Hann naut móður sinnar skamma hríð því hún andaðist sumarið 1908. Af systkinahópnum, börnum Sigríðar og Sæmundar, eru þessi látin auk Jóhannesar Óla: Sig- mundur, Guðrún og Elín. Lifandi eru: Þórhallur, fyrrum bæjarfó- geti á Akranesi, Jón skipstjóri í Reykjavík, Guðmundur, starfs- maður hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og Ingileif, húsmóðir á Blönduósi. Hálfbróðir, samfeðra, er Gestur, búsettur á Akureyri. Þegar Sæmundur skipstjóri varð ekkjumaður, 1908, ákvað hann að leysa upp heimilj sitt. Nýlega gift hjón á Árskógsströnd, þau Jósteinn Jónsson, ættaður frá Hallgilsstöðum og Jórunn Mar- grét Kristjánsdóttir frá Birnunesi, tóku Jóhannes Óla í fóstur og reyndust honum vei og vel héldu þau hópinn á meðan þeirra naut allra við. En brátt kom að því öðru sinni að drengurinn varð fyrir ástvinamissi. Tveggja ára missti hann móður sína og fjórtán ára missti hann Jóstein fóstra siiin. Nú kom það fram og síðar enn betur, að Jóhannes Oli var hinn röskasti unglingur og hann reynd- ist fóstru sinni hinn besti sonur á meðan bæði lifðu. Fyrst höfðu þau Jósteinn og Jórunn búið í Ytra-Kálfsskinni, þá í Syðra-Kálfssksinni, nokkur ár, en þá byggðu þau sér bæ þar rétt hjá og nefndu Hátún og bjuggu þar öll á meðan lifðu, en þau Jó- hannes Óli og Jórunn fóstra hans þar til hún lést, á aðfangadag jóla 1929. En það sama ár lauk Jóhannes ÓIi prófi við Kennaraskóla Islands og byrjaður barnakennslu á Ár- skógsströnd sem fullgildur kenn- ari, en áður en hann hóf nám sitt í Kennaraskólanum hafði hann tek- ið að sér kennslustörf í heimasveit sinni og farist það á þann veg, að það varð uppörvun. Kennara- og skólastjórastarafið á Árskógsströnd varði rúman ald- arfjórðung, en þá flutti hann til Akureyrar, byggði sér húsið Lön- guhlíð 2 í Glerárhverfi og átti þar heima til dauðadags. Námsstjóri varð hann á Austurlandi 1955 og gegndi því starfi til ársins 1962. Ennfremur var hann fyrsti skóla- stjóri Þelamerkurskóla, gegndi því starfi í eitt ár, en nokkur ár var hann til viðbótar kennari í Gler- árskóla. Samtals varð kennara- starfið því mjög langt og ég hygg að þar hafi hann verið á réttri hillu, og að störf hans hafi borið og beri enn góðan ávöxt hjá hinum mikla fjölda nemenda hans. Fljótlega eftir að Jóhannes Óli flutti til Akureyrar stofnaði hann fornbókasöluna og bókaútgáfuna Fögruhlíð og starfrækti bókasöl- una síðan og efndi á síðustu árum til eftirtektarverðra bókauppboða öðru hverju. Eflaust eru ýmsar fágætar og dýrmætar bækur í verslun hans, en auk þess átti hann mjög vandað og mikið safn bóka, er hann lagði rækt við til fjölda ára, enda var hann bókavinur og las mikið. Fræðsludeildarstjóri Kaupfé- lags Eyfirðinga var Jóhannes ÓIi um skeið. I mörgum félögum var hann um sína daga og jafnan mjög áhugasamur og í forystusveit. Ekki nenni ég þau félög öll upp að telja, en þó hlýt ég að minnast dugnaðar hans og fórnfýsi í Ungmennafélaginu Reyni á Ár- skógsströnd. Þar var hann flestum áhugasamari og formaður félags- ins var hann í heilan áratug. Með- al áhugamála hans þar og ætíð Flísar og baðskápar á gamla verðinu Ávallt eitthvað nýtt í ^ Nýborg; ÁRMÚLA23 SÍMI 8-67-55 Húsgögn Rýmingarsala Seljum húsgögn með 5—50% afslætti næstu daga að Smiðjuvegi 8 Opið sunnudag 2—5. Kópavogi. NýborgF Húsgögn. Sími 78880. Smiðjuvegi 8, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.