Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982 Utgefandi ttfrlftfeife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alsiræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö. Húshitun og vísitala að á að heita svo að hús- hitunarkostnaður lands- manna hafi áhrif á verðbóta- vísitölu launa í „réttu“ hlutf- alli þessa kostnaðarþáttar í heimilisútKjöldum. Þegar ofan í saumana á þessu máli er far- ið kemur hinsvegar í ljós, að svo er alls ekki, auk þess sem þessi kostnaðarþáttur er mjög mismunandi eftir byggðarlög- um. Ef raunverulegur húshitun- arkostnaður fólks í strjálbýli væri tekinn inn í framfærzlu- vísitölu myndi hún hækka um hvorki meira né minna en 5 til 10%, eftir því hvar væri á landinu — og verðbætur á laun jafn mikið. Þetta þýðir, ef miða á við raunverð þessa út- gjaldaþáttar, að samsvarandi hlutfall er haft af strjálbýlis- fólki í launum. Hvorki heyrist hósti né stuna frá forystu- mönnum verkalýðshreyfingar varðandi þetta atriði. Hin hliðin á þessu máli, sem að Reykvíkingum snýr, er sú, að gjaldskrá HR hefur verið haldið langt undir tilkostnaði hennar, en vísitalan — og þar með verðbætur á laun allra landsmanna — er að hluta til miðað við heitavatnsverð í Reykjavík. Sú er ástæða þess, að HR er gert að safna skuld- um til að mæta kostnaði sín- um. Sú er og ástæða þess, að þrátt fyrir árlega aukningu í heitavatnssölu HR, sem svar- ar til kaupstaðar á stærð við Keflavík, hefur henni verið settur stóllinn fyrir dyrnar af stjórnvöldum, með nauðsyn- legar boranir og heitavatns- aukningu, til að mæta þörfum á þjónustúsvæði sínu. Hitaveita Reykjavíkur stendur því frammi fyrir neyðarástandi og skömmtun- araðgerðum, ef kuldakast verður. Reykvíkingar og aðrir viðskiptaaðilar HR þurfa af þessum sökum að búa við verulegt óöryggi í húshitun- armálum um nokkur næstu ár. Og HR situr uppi með skulda- söfnun og fjármagnskostnað, sem gerir hækkunarþörf heitavatnsverðs í Reykjavík enn meiri en ella. Slík hefur stjórnvizkan verið. Af þessum sökum hefur ver- ið rætt um að taka heitavatns- verð og orkukostnað út úr vísi- tölugrundvelli. En hvað þýðir það í reynd? I stórum dráttum það, að sú lækkun verðbóta, sem strjálbýlisfólk hefur búið við, verður í reynd einnig færð yfir á íbúa höfuðborgarsvæð- isins. „Sælt er sameiginlegt skipbrot," segir máltækið, og lífskjarajöfnun „niður á við“ er sú eina „jöfnun", sem er innan sjónarhrings sumra stjórnmálamanna. Aðrir tala um svæðisbundna vísitölu, sem mæli ólíkan til- kostnað heimila í ýmsum landshlutum, sem kemur fram í fleiru en húshitun. Enn aðrir um breytta vísitöluviðmiðun er taki mið af einhverjum meðaltalskostnaði húshitunar í landinu. Hér verður ekki lagður dómur á leiðir, sem til úrbóta eru, aðeins lögð áherzla á það, að við óbreytt ástand getur hvorki fólk á höfuðstað- arsvæðinu né í strjálbýlinu unað. Æskilegast væri þó, að svo yrði um hnúta búið, að höggv- ið yrði á sjálfkrafa víxlhækk- anir verðbólguskrúfunnar, en verðbætur á laun tækju m.a. mið af þróun þjóðartekna, þjóðarframleiðslu og við- skiptakjörum. Samhliða þyrfti svo að tryggja atvinnuvegun- Steingrímur Hermanns- son, formaður Framsókn- arflokksins, sagði í ræðu á Al- þingi í október sl. m.a.: „Við teljum einnig skatt á skrifstofu- og verzlunarhús- næði vafasaman nú þar sem dregið hefur úr þenslu á þessu sviði... Við teljum nauðsyn- legt að endurskoða eignaskatt, einkum á einstaklinga." Þetta vóru tímabær orð, ef hugur, að maður tali ekki um fram- kvæmdir, fylgdi máli. Tómas Arnason, viðskipta- ráðherra Framsóknarflokks- ins, var ekki smærri í orðum, en hann sagði: „Við umræðu um skattamál hér á Alþingi sl. vetur lét ég þau orð falla, að ég fylgdi því að framlengja skatt á skrif- stofu- og verzlunarhúsnæði á þessu ári, en væri þeirrar skoðunar, að þetta mál þyrfti að taka til endurskoðunar á yfirstandandi þingi. Slík skattlagning kemur þungt nið- ur á bæði samvinnuverzlun og annarri verzlun, sérstaklega þó í strjálbýlinu, og þar hefur verzlunin barizt í bökkum á undanförnum árum.“ Framsagt vóru fyrirheitin. Efndirnar komu síðan í framsögu Ragnars Arnalds, fjármálaráðherra, 9. nóvem- um vaxtarskilyrði og skjóta nýjum stoðum undir verð- mætasköpun í þjóðarbúskapn- um, ekki sízt með orkuiðnaði, en jafnfram með auknu frjáls- ræði og framtaki þjóðfélags- þegnanna. ber sl., fyrir framlengingu sér- staks skatts á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði til ársloka 1982, til samræmis við fjárlög þessa árs, sem ríkisstjórnin í heild, þ. á m. ráðherrar Fram- sóknarflokksins, stóð að. Þessi skattur á að færa ríkissjóði 35,5 m.nkr. 1982. Þetta vóru efndirnar. Frumvarp þetta á að vísu eftir að fá lokaafgreiðslu á hinu háa Alþingi. Þar á enn eftir að reyna á Framsóknar- flokkinn — orð og eiða for- ystumanna hans. Því verður örugglega veitt athygli, hvort Alþýðubanda- laginu tekst, enn og aftur, að „telja“ Framsóknarflokkinn „niður" af áformum sínum og fyrirheitum, en það hefur ver- ið eins konar ástríða þess í nú- verandi stjórnarsamstarfi. Sérstakur skattur á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði er ekki eina dæmið í því efni, heldur eitt af mörgum, en það kann þó að verða kornið sem fyllir mælinn í hugum þess fólks, sem enn telur það aðalsmerki á stjórnmálamönnum, að segja ekki meira en þeir geta staðið við — og halda í afstöðu sinni höfði og reisn gagnvart þeim, er lagt hafa trúnað á orð þeirra og stefnumið. Framsóknarflokkurinn lofar — Alþýðubandalagið „efnir“ I Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 30. janúar>♦♦♦»♦♦♦♦< Bjartmar á Sandi í gær var til moldar borinn norður í Aðaldal öðlingurinn Bjartmar Guðmundsson á Sandi, fyrrverandi alþingismaður, rúm- lega áttræður að aldri. Æviferill þessa hljóðláta drengskapar- manns var litríkur, enda var hann gæddur óvenjulegum gáfum og hafði vilja og burði til að beita sér á ólíkum sviðum. Oþarfi er að fjöl- yrða um Sandsheimilið hér, svo mikið sem um það hefur verið skrifað. Bjartmar var elztur sinna systkina, en faðir hans, skáld- bóndinn Guðmundur Friðjónsson, sýndi honum ungum mikið traust og voru þeir feðgar jafnan sam- rýndir og nutu návistar hvor ann- ars. Þegar á unga aldri hlóðust hvers konar félagsmálastörf á Bjartmar Guðmundsson og reynd- ist hann traustinu vaxinn. Má raunar segja, að um áratugi hafi hann gegnt hverju því trúnaðar- starfi í sinni heimasveit, er til féll, og var auk heldur kallaður til á árinu 1937 til að setjast í stjórn Kaupfélags Þingeyinga, þegar hagur þess var einna verstur og mikils þótti við þurfa. Þegar sjálf- stæðismenn í Þingeyjarsýslum eygðu von um þingsæti við kjör- dæmabreytinguna 1959, leituðu þeir til Bjartmars. Reynslan átti eftir að skera úr um það, að hann átti erindi á Alþingi. Hann beitti sér einkum í samgöngumálum og málefnum strjálbýlisins yfir höf- uð að tala, í menningar- og skóla- málum og náttúruverndarmálum ekki sízt. Einkum lét hann friðun fugla til sín taka og var óþreyt- andi í ræðu og riti að vekja menn til skilnings á breyttum aðstæð- um. Kippti honum þar í kynið við föður sinn. Bjartmar Guðmundsson var af- kastamikill á ritvellinum, skrifaði lipran stíl og myndríkan, enda léku orðin á tungu hans og penna. Öll voru skrif hans til þess fallin að vekja menn til umhugsunar um gildi lífsins og umhverfis þess, full af góðvild og mildi og léttum húmor. Hörð lífsbarátta kynslóð- arinnar, sem ól hann, endurspegl- ast í sögum hans og sú nýja lífs- sýn, sem kom í kjölfar aldamót- anna. Dapurlegar horfur Enn einu sinni höfum við vakn- að upp við það, að ekki sé allt sem sýnist í okkar velferðarríki. Fram- hliðarnar á iðjuverunum eða verzlunarhúsunum, frystihúsun- um eða stjórnarráðinu eru svo sem nógu glæsilegar, en nú er okkur sagt, að í efnahagslegum skilningi séu þetta spilaborgir eða leiktjöld. Velmegunin sé eins og hús reist á sandi, — hún stendur ekki á föstum grunni. Ástæðan er sú, að við höfum ekki hlúð að fyrirtækjunum, sem skapa fram- leiðsluna, sem skyldi. Þess vegna hefur endurnýjun framleiðslu- tækjanna látið á sér standa og framleiðnin sömuleiðis. Afleiðing- in er svo sú, að þjóðartekjurnar hafa staðið í stað síðan 1978 og því er spáð, að enn sígi á ógæfuhliðina og að þær fari minnkandi á þessu ári. Steingrímur Hermannsson viðurkennir í áramótagrein sinni í Tímanum, að árangurinn í verð- bólgumálunum sé sýndarárangur á kostnað framleiðsluatvinnuveg- anna. Döpur afkoma þeirra á síð- asta ári sé höfuðorsök þess, að verðbólgan sé aftur að fara vax- andi þrátt fyrir biðlund launþega og versnandi kjör. Með þessar staðreyndir í huga, er grátbroslegt að sjá, hvernig einstakir ráðherrar reyna að halda því að fólki, að allt hafi ver- ið í stakasta lagi um áramótin. Svo langt er gengið í leikara- skapnum, að í skýrslu ríkisstjórn- arinnar á fimmtudaginn er því slegið föstu sem staðreynd, að „höfuðmarkmið ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum" hafi náðst á liðnu ári. Ef svo væri, af hverju stafa þá vandræðin nú? Eða eru þessi „höfuðmarkmið ríkisstjórn- arinnar" sýndarmarkmið, sem engu skipta varðandi efnahag þjóðarinnar eða afkomu, ef betur er að gáð? Verðbólgan söm og áður Það er mjög reynt að halda því á loft, að umtalsverður árangur hafi náðst í verðbólgumálunum á sl. ári. I nýútkominni skýrslu ríkis- stjórnarinnar er raunar sagt, að „á síðasta ári lækkaði verðbólgan eins og að var.stefnt úr um 60%, sem hún hafði verið í undanfarin tvö ár, niður í um 40%“. Nokkru áður gaf Seðlabanki íslands út Hagtölur mánaðarins, janúar- hefti, en þar segir, að vísitala framfærslukostnaðar hafi hækkað um 45,5% 1979, um 58,5% 1980 og um 50% á sl. ári. Nú skulum við hafa það í huga, að efnahagsráð- stafanirnar fyrir ári miðuðust við almanaksárið 1981 og var að því stefnt, að þá skyldi verðbólgan verða sem minnst. Hagstofan efndi til sérstakrar verðkönnunar í þessu skyni í janúarmánuði í fyrra til þess að láta verðhækkan- irnar um áramótin fylgja árinu á undan. Þessi verðkönnun var ekki endurtekin í ár af augljósum ástæðum. Með þetta í huga blasir við, að verðbólgan hefur verið á svipuðu róli síðustu misserin eða einhvers staðar milli 50 og 60%. Það er hægt að fá ívið hærri tölu eða ívið lægri að vild, ef menn velja sérstakar dagsetningar, en það breytir ekki heildarmyndinni. Til frekari skýringar er rétt að taka dæmi af því, hvernig reynt er að haga gengisskráningunni í samræmi við almanaksmarkmið ríkisstjórnarinnar. Hér fer á eftir hlutfallshækkun erlends gjaldeyr- is frá upphafi til loka árs 1981: 1$ hækkaði um 31,0% 1£ hækkaði um 4,4% Dönsk kr. hækkaði um 7,9% V-þýzkt mark hækkaði um 14,1% Ef hálfum mánuði er hins vegar bætt við hvorn enda og talið frá 15. desember 1980 til 14. janúar 1982, þegar gengisskráning var tekin upp að nýju, blasir þessi mynd við: 1$ hækkaði um 59,4% 1£ hækkaði um 26,7% Dönsk kr. hækkaði um 28% V-þýzkt mark hækkaði um 36,1% Á þessu tímabili hafa kostnað- arhækkanir hér innanlands verið einhvers staðar í kringum 60%. Enginn vafi er á því, að henti- stefnan í gengismálunum hefur leikið atvinnuvegina verr en aðrar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, eins og Steingrímur Hermannsson hefur raunar viðurkennt. Menn þurfa heldur ekki að skoða þessar tölur lengi til að sjá, að umræður ríkisstjórnarinnar um verðbólgu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.