Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982 Ráðstefna um atvinnumál á Norðurlandi DAGANA 5. og 6. febrúar nk. verður halrtin ráðstefna um atvinnumál á Norðurlanrti á vegum Fjórðungs- sambands Norðlendinga í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Hún verður halrtin í Félagsmiðstöðinni í Lundarskóla á Akureyri og hefst klukkan 20 5. febrúar og daginn eft- ir byrjar fundur klukkan 10. Dagskráin hefst með átta stutt- um framsöguerindum um ástand atvinnumála í fjórðungnum í dag. Verða þar kynntar niðurstöður at- vinnumálakönnunar Fjórðungs- sambands Norðlendinga, niður- stöður rannsóknar, sem gerð hefur verið á vegum Kjararannsóknar- nefndar, einnig verða erindi um þörfina á nýjum atvinnutækifær- um á Norðurlandi og erindi um atvinnuleysisskráningu í fjórð- ungnum. Þá munu fulltrúar aðila vinnumarkaðarins skýra frá við- horfum sínum til stöðu atvinnu- málanna. Síðari dagur ráðstefnunnar hefst með þrem erindum um nýj- ungar sem ætla má að aukið geti fjölbreytni í atvinnulífinu. Kynnt- ur verður þáttur iðnhönnunar í framleiðslu, sagt frá nýjungum í fiskiðnaði og fjallað um úrvinnslu úr áli. Pallborðsumræður verða síðan með þátttöku þeirra sem fram- sögu höfðu daginn áður. Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri á Húsa- vík, formaður Fjórðungssam- bandsins, setur ráðstefnuna og slítur henni, en fundarstjóri ráðstefnunnar verður Helgi M. Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, varaformaður sambandsins. Samtök herstöðva- andstæðinga: Mótmæla ákvörðun utan- ríkisráðherra KFTIRFARANDI ályktun var einróma samþykkt á fundi miðnefndar Samtaka herstöóvaandstæðinga fimmtudaginn 21. janúar 1982. „Utanríkisráðherra hefur upp á sitt eindæmi gefið hernaðaryfirvöldum á Miðnesheiði leyfi fyrir sitt leyti til að hefja framkvæmdir við byggingu olíu- birgðastöðvar í Helguvík. I þessu leyfi felst meðal annars bygging olíutanka, sköpun hafnaraðstöðu til löndunar olíu, gerð lagna til Keflavíkurflugvall- ar og uppsetning girðinga umhverfis fyrirhugað athafnasvæði. Miðnefnd Samtaka herstöðvaand- stæðinga mótmælir harðlega þessari ákvörðun utanríkisráðherra. Ljóst er að í henni felst stórfellt afsal á landi til hernaðarafnota þar sem grunnur er lagöur fyrir stóraukin hernaðar- umsvif. I þessu sambandi má minna á eftir- farandi: 1. Samkvæmt núgildandi aðalskipu- lagi Keflavíkurbæjar er Helguvík skipulögð sem framtíðarbygg- ingarland Keflavíkur. 2. Landsvæði þetta virðist ennfremur eini staðurinn á Reykjanesi þar sem meiri háttar uppbygging iðn- aðar kemur til álita vegna óvenju hagstæðra hafnarskilyrða. 3. Hér er ekki um að ræða neina lausn á þeirri mengunarhættu sem felst í núverandi olíugeymum og má hér benda á þá hættu sem felst í því að landa olíu frá bauju. 4. Með ákvörðun um olíustöð í Helgu- vík er endanlega mörkuð sú stefna að atvinnuuppbygging á Suðurnesj- um skuli tengjast vígbúnaðarupp- byggingu herstöðvarinnar þar eð þessi útfærsla kemur í veg fyrir önnur not á þessu landsvæði. Miðnefnd Samtaka herstöðvaand- stæðinga telur það siðleysi að íslensk stjórnvöld skuli stefna að því að taka æ meiri þátt í hrunadansi hernaðar- veldanna í stað þess að leggja lóð sitt á vogarskálina fyrir afvopnun og friði." 1 húsi skálds við Ijóðagerð; það kom út eftir mig Ijóðabók á áttræðisafmælinu. Ég hef aldrei haft tíma til ljóðagerðar fyrr en nú. Það er svo erfitt, skal ég segja þér, að vera prósaskáld — og ég hef nú aldrei haft mikið vinnuþrek. Ég var með róman í smíðum en hætti við hann. Hafði ekki þrek til þess, það er svoddan þrældómur að skrifa róman. Mað- ur missir þrek þegar maður kemst á þennan aldur og þau eru ekki mörg skáldin sem skrifa framyfir áttrætt. Ég veit ekkert skáld eins duglegt og Hagalín. Á miðjum ní- ræðisaldri skrifar hann eins og ungur maður. Hann er berserkur, Hagalín. Halldór er líka mesti þjarkur. Fln hvernig er þín heilsa, Kristmann? Ég hef aldrei haft góða heilsu — svo mér bregður að því leytinu ekkert við ellina. Ég var með berkla í átta ár, þegar ég var ungl- ingur og rétt dauður úr þeim nátt- úrulega — en það batnaði eftir að ég kom til Noregs. Það er nú ekki að sjá á þér öldr- uðum, að þú hafðir verið heilsu- veill. Já, ég er furðanlega brattur. Ég held það sé mikið af því, að ég er ekkert smeykur við þetta. Ekkert smeykur við dauðann, sko. Ég er alveg laus við það að vera hrædd- ur við dauðann, eins og margt fólk er. Alveg laus við það. Ég hef nátt- úrulega ýmsa kvilla sem fylgja ell- inni — en mér þykir gaman að lifa. Ég á sex ágætar dætur, sem allar eru mjög góðar við mig. Þær yngstu eru 6 og 8 ára. Hjá þeim dvel ég einn dag í viku og það er ákaflega skemmtilegt. En okkar á milli sagt, þá hef ég eiginlega enga tilfinningu fyrir því að vera gam- all. Mér fannst ég miklu eldri, þeg- ar ég var fimmtugur. Samt nenni ég ekki lengur að rífast — mér finnst ég orðinn of gamall til þess. Ég hafði gaman af því að rífast hér fyrrum, en ekki lengur. Ekki einu sinni við kommún- ista? Nei, ekki einu sinni við þá. Það hefur verið stormasamt í lífi Kristmanns Guðmundssonar frá því hann kom heim til íslands snemma á fjórða áratugnum eftir sextán vetra útivist. Sér hann eft- ir því að hafa snúið heim? Nei, ég hafði svo mikla heimþrá. Ég fór með ráðnum huga til ís- Iands og iðrast þess aldrei. Mig langaði til að skrifa íslensku — sem er glæsilegust tungumála. Það er nú búið að skemma norsk- una svo mikið. Það er rétt svo að barnabörnin mín úti í Noregi skilji bækurnar mínar og var ég þó talinn skrifa góða norsku. En þetta er orðið svona. Ungt fólk í Noregi og skólagengið skilur ekki lengur Hamsun, Undset eða Björnson. Það er þessari bölvaðri samnorsku að kenna. Kynntistu Hamsun? Ég hitti Hamsun líklega þrisvar sinnum. Hann var þá orðinn gam- all og heyrði illa. Ákaflega mynd- arlegur maður og höfðinglegur. Nei, ég kynntist honum ekkert að ráði, en ég þekkti börnin hans vel og hef ennþá samband við Tore, son hans. Hann er vel þekktur listmálari úti í Noregi. Arin þekkti ég líka, hann er bóndi á Nörhoim, og eldri stelpuna Sess- elju. Skemmtileg börn og lifandi. En báðir strákarnir voru bendlað- ir við nasisma í stríðinu og fengu nú að kenna á því. Raunar barðist Arild á austurvígstöðvunum, en held þeir bræður hafi aldrei verið neinir nasistar. Þeir fylgdu bara föður sínum að málum. Þau voru ákaflega miklir vinir föður síns öll börnin. Kristmann býr í ágætri íbúð á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar hefur Hann baðherbergi og eldhúsað- stöðu og góða stofu fyrir einn. Ég kann vel við mig hér, segir hann. Ég er ekki lengur maður til að lifa daglegu lífi uppá eigin spýtur. Það er prýðilegt að dvelja hér á Hrafnistu, ég fæ góða þjón- ustu og svo er stutt í bæinn. En hér er enginn garður? Nei, það er enginn garður hér — og mér finnst gott að minnast þess að ég átti þennan fallega garð í Hveragerði. Það var jurtagarður og hann var fyrst og fremst til- raunagarður og jurtir úr honum eru komnar útum allt land. Ég sé það víða í Reykjavík. Að endingu, Kristmann; Þú ert ekki á biðiisbuxunum þessa dag- ana? Nei, fjárakornið, það held ég ekki. J.F.Á. Kristmann Guðmundsson býður gestum uppá rauðvínsglas og vindil. Mér hefur alttaf þótt gott í staupinu, segir hann: Ekki að drekka mig fullan, heldur finnast mér fyrstu áhrifin best. Og líf mitt hefur nú verið þannig, að það hefur jafnan verið áfengi í kring- um mig. Svo reyki ég pípu, mér þykir gott að reykja pípu, en ekki oní mig. Ég hef aldrei gert það. Og ég hef aldrei haft áhuga á því að verða fullur. Það hef ég aldrei haft, nei. I stofu Kristmanns eru margar bækur á einum veggnum — en þó segist hann hafa selt og gefið 12.500 bindi frá því hann kom frá Noregi. Stundum fyrir mat. Á móti bókaveggnum hangir mál- verk eitt sérkennilegt. Já, ég málaði þessa mynd eitt sinn, ég hafði gaman af því að mála. Var einu sinni kvæntur konu sem var flink að mála. Hún reyndi nú að segja mér til og ég hef málað nokkrar myndir um dagana. Þa;r skástu eru hjá dætr- um mínum. Eg hef stúderað svo- lítið málaralist — en bara sem amatör, segir Kristmann og band- ar frá sér hendinni. Hann kveikir sér í pípu. Hvað ertu gamall, lagsmaðu., spyr hann í miðjum þeim klíðum. Tvítugur. Það er andskoti erfitt að vera tvítugur, segir Kristmann: Það er að segja það var erfitt í þá tíð þegar ég var tvítugur. Það var ólíkt því sem nú er, en ég slapp til Noregs, sem betur fer. Og Kristmann rifjar upp þau ár, þegar hann hélt félaus til Noregs að gerast rithöfundur og kunni ekki orð í norsku. Hann segist hafa verið rithöfundur frá fimm ára aldri. Skyldi hann enn vera að? Nei, þetta er orðið lítið sem ekk- ert. Ég er nú orðinn áttræður og þreklítill til vinnu. Ég hef verið að snudda í því að laga það sem ég hef gert fyrir endurútgáfu. Það eru þegar komin út átta bindi og fjögur til viðbótar eru frágengin frá minni hendi. Þegar þau eru komin út er ég ánægður. Ég hef skrifað miklu meira, það eru orðin heil ósköp sem ég hef skrifað, en ég hef valið það úr sem mér finnst skást og vil að sé haldið á lofti. Hver var vinnudagur þinn fyrr- um? I Noregi vann ég helst á kvöld- um og frameftir nóttu. Og ennþá sofna ég ekki fyrr en um tvöleytið. Sef þá frameftir á morgnana. Uppköstin gerði ég jafnan á kvöld- in og næturna en hreinskrifaði á daginn. En núorðið dunda ég helst Kristmann við bókaskápinn sem hefur að geyma eintak af öllum hans bókum á yfir þrjátíu tungumálum — en skáldverk Kristmanns Guðmundssonar hafa verið þýdd á nær 40 tungur. KRISTMANN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.