Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982 Gamall maður, hokinn í baki í grænum þykkum náttslopp situr hreyfingarlaus í hjólastól og snýr baki í áhorfendur. Hann situr á miðju sviðinu og það er tómlegt í kringum hann. Lítið borð við hliðina á honum og flygill úti í horni. Ljósgeisli að ofan lýsir manninn í hjólastólnum upp. Maðurinn heitir Salieri og 200 árum eftir dauða Mozarts tala menn um það að hann hafi átt einhvern þátt í dauða snillingsins. Allt í einu heyrist niður í mannsröddum og ein og ein rödd verður skiljanleg og hún hrópar: Salieri ... Salieri ... morðingi ... Salieri ... morðingi ... Þetta er upphafið á leikriti Peter Shaffers „Amadeus“ sem Þjóðleik- húsið frumsýndi á föstudagskvöldið síðasta. Leikstjórinn er Helgi ■Éto^^HHfe^ Skúlason, Salieri leikur Róbert Arnfinnsson, Mozart leikur Sig- KhF'Tlt urður Sigurjónsson og konu hans leikur (iuðlaug María HpHHHBkJMjHH^ Hjarnadóttir. Hlm. Morgunblaðsins leit inn á eina af mörgum æfingum á „Amadcus" og spjallaði við fólkið. Þýðendur verksins eru tveir, Val- garður Kgilsson og Katrín Fjeldsted. Ljósm. Emilía. Helgi Skúlason leikstjóri: Þetta er eitt það leikrit sem hefur oröiö hvað vinsaelast um víða veröld síðustu árin, frá því það var sýnt í fyrsta sinn í Bretlandi. Þá var það nokkuð öðruvísi, leikritið, en það er minna og hún er sérkenni- leg tilurð þessarar útgáfu höfundar á Amadeusi. Höfundurinn, Peter Shaffer, sem fyrst o« fremst er frægur fyrir Equus, ef frá er talið þetta verk, kom fram með Amadeus í Þjóðleikhúsinu í London árið 1979 og þá strax varð leikritið gífurlega vinsælt. Því var tekið fagnandi jafnt af áhorfendum sem gagnrýnendum og leikhússtjórinn, Peter Hall, sagði að sýningar á leikritinu væru þær alvinsælustu síðan Þjóðleikhúsið var sett á stofn. Þá var ákveðið að fara með leik- ritið yfir hafið til New York og á Broadway. En áður en farið var með það þangað eru haldnar sýningar á þvi i Washington þar sem leikstjór- inn Peter Hall og höfundurinn Shaffer ásamt öllum aðstandendum sýningarinnar setjast niður og betr- umbæta og breyta leikritinu. Skrifa upp atriði, æfa, strika út, skjóta inní og stytta og breyta þangað til allir eru orðnir sannfærðir um að þeir komist ekki lengra. Þangað til það gerist ekki betra. Þá er farið á Broadway og síðan hefur það ekki breyst. Og í London Flosi Olafsson, Róbert Arnfinnsson og Sigurður Sigurjónsson: Þetta verður samhljómur sem aldrei hefur heyrst áður. Eg er viss um að það er þannig sem guð heyrir í veröldinni. var Amadeus sett upp í sumar í þessari nýju útgáfu. + + + Ég og Björn Björnsson, leiktjalda- smiður, við fórum til New York og á Broadway í byrjun september til að sjá þessa sýningu. Það hafði gífur- leg áhrif og kosturinn við slíkt er ómældur. Það er hreint afbragð að við hér á hjara veraldar skulum eiga þess kost að fara út og sjá hvað er að gerast í útlöndum. Tala nú ekki um þegar maður fer svo sjálfur að stjórna verkinu sem maður sér úti, hér heima. Má ég ekki koma hér að þökkum til Flugieiða fyrir að gera leikhúsinu þetta kleift. Ég hafði aldrei komið til New York áður og það var upplifun að búa á Broadway og vaða þar í leikritum. + + + Þetta er bara svo frábærlega gott verk. Það er eina skýringin á því hvers vegna það hefur orðið svona vinsælt. Ég er búinn að vera í leik- húsinu í tæp 30 ár og hef sett upp fjöldann allan af verkum, en ég held það sé óhætt að segja að ekkert verk hefur heltekið mig eins og þetta. Það höfðar svo mikið til mín og það er mjög gaman að vinna þetta leik- rit. í því er enginn dauður punktur. Efnið er líflegt og hlutverkin eru erfið og 30 manns koma fram í sýn- ingunni, þar sem enginn má vera fyrir öðrum. Það er sveiflast milli heimilis Salieris og keisarahallar- innar á einni sekúndu, og jafnskjótt eru leikendurnir komnir í fullt óperuhús, út í garð og inn á krá og allt þarf þetta að gerast á auga- bragði og áreynslulaust. Sviðið fyllist eina stundina af skrautbúnu ríku fólki og aðra stundina lyllist það af fátæku fólki. Allar þessar skiptingar verða að renna svo ljúflega og mjúklega og fljótt að það minni helst á músík Mozarts. Hún á að minna menn á músík hans sem hljómar í eyrum manns þannig að ef tekin er út ein nóta þá hrynur verkið. Það er kannski það sem er mest heillandi við þennan léttleika í leikritinu, sem einkennir tónlist Mozarts. Svona og aðeins svona getur það verið. + + + Ég sagði það einhvern tíma á æf- ingu, þegar sem mest gekk á við að ná fram þessum léttleika í skipting- um í leikritinu og tjöldin voru að hellast yfir leikarana og þeir voru að hlaupa i búninga og úr búningum og allstaðar voru tjöld og ljós og það lá við að menn kiknuðu undir þessu öllu, að músikín sem passaði helst við þá æfingu væri bardagasinfónía Beethovens eða Sögusinfonía Jóns Leifs, en ekki tónlist Mozarts. En höfundurinn Shaffer leggur mikla áherslu á þessar áreynslulausu skiptingar og ég held að leikritið gangi ekki í öðru formi en það er í. + + + Já, hvers vegna hallar sviðið fram að áhorfendum. Það spurði mig að þessu annar fréttamaður, frá út- varpinu, og ég skýrði það vel og skil- merkilega út fyrir honum, en svo þegar ég hlustaði á það í útvarpinu hafði fréttamaðurinn sleppt spurn- ingunni um sviðið en haldið svarinu þannig að það kom út eins og allt leikritið væri svo skemmtilegt vegna þess að sviðið, hallaði fram, Halli sviðsins er hluti af þessum rólegu áreynslulausu skiptingum. Það er svo drungalegt þegar leikar- arnir fara bara inn í kassa og út úr kassa og ef gólfið væri flatt þá sæi maður svo lítið af því sem væri að gerast aftar á sviðinu. Nei, þeir hafa nú ekki rúllaö út af leikararnir, en einhverjir smáhlutir. + + + Það er ekki hægt að bera saman Amadeus við önnur leikrit Shaffers. Þau eru svo ólík. Þó hafa menn nefnt það og borið saman strákinn í leikritinu Equus, sem fær hugljóm- un og drepur hesta, saman við Moz- art og segja að Shaffer nálgist hann á pínulítið annan hátt en strákinn í Equus. Mozart semur tónlist en strákurinn drepur hesta. Salieri heldur því fram í leikritinu að Moz- art sé aðeins miðill guðs og einhvern veginn hlýtur það að vera, vegna þess að öll þessi meistarastykki hans hrökkva upp úr kollinum á honum á mettíma og frumrit sem fundist hafa með óperum hans og sinfóníum og annarri tónlist, eru gersamlega laus við ieiðréttingar. Þar finnast ekki óþarfa pennastrik. Hvernig Mozart var í raun og veru? Shaffer fullyrðir að ekkert af því sem Mozart segi í leikritinu sé skáldað upp, heldur standi í bréfum, persónulegum bréfum til föður Moz- arts frá syni sínum, og í bréfum til kunningja, allt þetta skíta tal. Shaffer segist heldur hafa reynt að draea úr því en hitt. Enda verður því ekki á móti mælt að persónuleg sendibréf til vina og kunningja segja mikið til um hinn innri mann. Það á kannski einhvern þátt í vin- sældum leikritsins hve Mozart kem- ur mönnum undarlega fyrir sjónir, sem ofdekraður skíthæll. Fyrir eins og 100 árum hefði ekki þýtt að bjóða upp á það. Jú, hópurinn sem hefur unnið að þessari sýningu er mjög samstilltur og ég hef verið mjög heppinn með leikara. Það hefði verið tóm mál að tala um góða sýningu ef það hefði verið einn mislitur sauður í hópn- um. Það hefur ríkt samhugur frá byrjun og allir hafa lagt sig fram svo að þetta geti heppnast. Ég vildi gjarnan gefa þessu fólki „kredit". + + + Hvernig Mozart kemur mér fyrir sjónir? Ég elska hann. Einmitt fyrir það að þessi snillingur skuli hafa verið svona breyskur. Hann talaði svo illa um öll tónskáldin sem hann hitti — sagði þeim upp í opið geðið, hvað þeir væru ómögulegir og léleg- ir. En hann var afar gott tónskáld og tónlist hans hefur verið ómetan- legur styrkur fyrir sýninguna. Salieri. Hann er eitt það stærsta hlutverk sem maður veit um í leik- húsbókmenntum. Það er krefjandi og spennandi verkefni og leikarinn þarf að fara í gegnum mikla glímu til að ná öllum hans töktum og tján- ingu. Svipbrigðum. Nei, hann hefur sennilega aldrei drepið Mozart. Mozart kom sér all- staðar út úr húsi með kjafti og monti og það hefur sennilega fáum þótt vænt um hann. Þó virðist sem svo að Salieri hafi byrlað Mozart eitur. Þetta leikrit er fyrst og fremst um meðalmennskuna andspænis Sigurður og Guðlaug María Bjarna- dóttir: Skrifaðu fyrir mig kontra- dans Mozart. Það er þitt starf að skrifa dansa er það ekki?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.