Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982 45 r N.N. Ég er nýskilin og fyrrum eig- inmaður minn hefur hærri tekj- ur en ég. Fær hann frádrátt á 2 börn okkar? Við teljum fram sameiginlega þetta ár, en spurn- ing er hvernig á að telja fram varðandi börnin? Svar: Hjón, sem slíta hjúskap eða samvistum, verða annaðhvort að telja fram saman fram að skiln- aði eða sambúðarslitum og sitt í hvoru lagi frá því, eða að telja fram sitt í hvoru lagi fyrir allt árið. Barnabætur skiptast til helminga milli foreldra fram að samvistarslitum, en frá þeim degi greiðast þær til þess for- eldris, sem hefur börnin hjá sér. Steingrímur Sigurðsson, Stíflu- seli 1, Reykjavík: Hvað þarf miklar tekjur til að fá hátekjuskatt? Svar: Af tekjuskattsstofni sem er hærri en kr. 135.000 greiðist 50% skattur, sem er hæsta skattþrep. LV.: Varðandi skólafrádrátt. Gef- inn er upp frádráttur fyrir 6 mánaða nám, en má ekki telja meiri frádrátt, allt upp í 9 mán- uði á ári hverju? Svar: Hámarksfrádráttur vegna náms er kr. 10.875 miðað við 6 mánaða nám og heimilast ekki frekari frádráttur þótt nám sé stundað lengur en það á árinu. ASÍ ítrekar mót- mæli gegn pólsku herstjórninni Rúmar f‘jórai milljón- ir hata safnast Pól- landssöfnuninni í ÁLYKTIIN miðstjórnar Alþýðu- samhands Islands, sem þegar hefur verið afhent sendiráði Póllands í Reykjavík, áréttar ASÍ afstöðu sína og krefst þess, að herlög verði afnum- in í Póllandi, pólitískum fóngum verði sleppt og frjálsum verkalýðsfé- lögum leyft að starfa. ASÍ ítrekar stuðning sinn við hin óháðu verka- lýðssamtök, Solidarnosc, „sem ótví- rætt eru hinn raunsanni fulltrúi pólskrar alþýðu. Vandamálin verða ekki leyst nema lýðréttindi séu virt og vilji fólksins fái að ráða", eins og segir í ályktun ASÍ um I’ólland. Víða um heim er dagurinn í dag, 30. janúar, alþjóðlegur stuðnings- dagur verkalýðshreyfingarinnar við Solidarnosc og kröfuna um að starfsemi samtakanna verði leyfð á nýjan leik og leiðtogum hennar sleppt úr fangelsi. Hér á landi verður ekki um sérstakan Pól- landsdag af hálfu ASÍ að ræða í dag. ASI efndi hins vegar til mót- mælafundar á Lækjartorgi þegar 14. desember síðastliðinn og gengst fyrir Póliandssöfnun ásamt Hjálp- arstofnun kirkjunnar og Kaþólsku kirkjunni á íslandi. Segir í upplýsingum frá ASÍ, að sú söfnun stefni í heimsmet hvað snertir upphæð miðað við mann- fjölda, en rúmar fjórar miiliónir króna hafa safnast í Póllandssöfn- unina hér á landi og í upplýs- ingabréfi ASI kemur ennfremur fram, að það sé meira fé en nokk- urn tíma áður hafi safnast í slíkri almennri fjársöfnun. Hluti fjárins fer til verkefna í Afríku á vegum Hjálparstofnunar, en meginhlut- inn til pólskrar alþýðu. Fyrsta sendingin héðan; 40 tonn af mat- vælum, fatnaði og ullarteppum, fer 1. febrúar til Noregs og þaðan á bílum til Póllands. I ályktun ASÍ segir m.a; „í rúm- an mánuð hafa Pólverjar búið við herlög, starfsemi verkalýðssamtak- anna verið bönnuð og félagsmenn Solidarnosc sitja þúsundum saman í fangelsum. íslendingar hafa sýnt afstöðu sína í verki. Strax daginn eftir að herlög voru sett mótmælti íslenzkt verkafólk gerræði pólskra stjórn- valda og lýsti stuðningi sínum við pólskan almenning með því að fjöl- menna á útifund Alþýðusambands- ins á Lækjartorgi. Stuðningur ís- lendinga hefur enn verið áréttaður með öflugri og almennri þátttöku í Póllandssöfnuninni, sem enn stendur yfir. Fundur Solidarnosc-manna, sem voru utan Póllands þegar herlög voru sett, hefur hvatt til þess, að hinn 30. janúar mótmæli verka- lýðsfélög um heim allan ofbeldi pólsku herstjórnarinnar. Af þessu tilefni áréttar Alþýðusamband ís- lands afstöðu sína.“ Fáðu lyklana hjá ókkur! BÍLALEIGA R 25718 LOFTLEIDA Vid kynnum VW Jetta með sérstöku kostaboði S Bilaleiga Loftleiða hefur nú íengið nýja VW Jetta bíla írá Heklu hf. í flotann til viðbótar við Golf og Mishubishi bílana. JETTA er einn skemmtilegasti bíllinn, sem hœgt er að fá leigðan - rúmgóður, lipur og fullkominn. í því tilefni bjóðum við Jetta bílana á sérstöku kynningar- verði: 323 krónur* á sólarhring. Ekkert kílómetragjald. Tilboðið stendur aðeins til febrúarloka. Reynið nýju Jetturnar áður en verðið hœkkar! ‘Söluskattur er ekki inniíalinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.