Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982 2 5 Ár aldraðra! Væri nú ekki rétt að hefja í þetta sinn slíkt spesí- alár á því að endurmeta stöðuna og taka kúrsinn, í stað þess að nota það til að herða bara kröf- urnar um meira í dag en í gær af öllu því, sem einhvern tíma hef- ur farið af stað í þágu aldraðra. Ræða og skoða í upphafi þessa merkisárs hvað af því hafi reynzt brúklegt, hvað slæmt og hverju hafi fylgt aukaverkanir, öldungunum til ama. Mætti jafnvel heyra í þeim sjálfum hljóðið. Ef við, þessi velviljuðu, gætum haft svolítið hljótt um okkur á meðan, svo til þeirra megi heyrast. Hvernig viljum við annars öll lifa síðasta sprett- inn á æfinni? Islendingar eiga orðið lengsta meðalæfi í heimi. Á árunum 1975—76 fórum við fram úr öll- um öðrum þjóðum í langlífi. Nú er meðalæfilengd karla komin hér upp i tæp 74 ár og kvenna í tæp 80 ár. Þeir íslenzkir karlar, sem nú eru sjötugir og eru þar með orðnir löggiltir öldungar, geta að meðaltali vænst þess að lifa í 13 ár, en sjötugar konur í 15 ár, að því er segir í Frétta- bréfi um heilbrigðismál. All- margir Islendingar verða jafnvel 100 ára og eiga þá 30 löggild elli- ár. Við Islendingar eigum sem sagt iengri tíma sem öldungar en allar aðrar þjóðir. „Gamla konan“, sem kom með víetnamska flóttafólkinu til ís- lands var 47 ára gömul amma. Henni fannst ekki taka því að fara að læra íslenzku. Hún væri orðin svo gömul og ætti svo stutt eftir. Enda meðalæfin stutt í hennar heimalandi. Nú, tveimur árum síðar, sér hún fram á að hún getur átt eftir langt líf á Islandi, sem hægt er að nýta og njóta. Og hún nefnir það við hjálparhellu þeirra frá Rauða krossinum, Björn Friðfinnsson, hvort hún muni ekki geta fengið vinnu. Vill fara út á vinnumark- aðinn og út á meðal fólks. Já, hvað stoðar það okkur raunar að eiga svo langa lífdaga, ef ekki á að nýta þá til að vera með í lífinu, eins og heilsa og kraftar leyfa? Eða viljum við að þessum 15 elliárum, svo maður haldi sig við meðaltalið, sé eytt eins og Jón Helgason lýsir í ljóði sínu um Elli: Ef til vill sit ég eitt sinn með hárin grá ok uni við minninjí um löntfu þa»{naðan hljóm, heyri við eyru mér horfinna manna róm og hrossaKauksþyt síðan barn ég í jjrasi lá; aujíu mín döpur o« ónýt til þess að sjá annað en rökkrið sem læðist á mjúkum skóm stara inn í myrkrin geÍKvæn oKRÍnandi tóm ojí tfreina þar myndir þess fólks er é# untfur sá; ojí þótt ekki framar með lífsins suðandi sveim ég samúð finni, þá bíð én með kvíða að heyra bjöllunnar hreim á hurðinni minni til marks um gestinn sem hljóður sækir mig heim 4 hinzta sinni. Heyri maður ekki „lífsins suð- andi sveim" verður biðin óneit- anlega æði dapurleg, ef tíminn er langur. En af hverju að víkja frá þessum suðandi sveim lífs- ins? Hér höfum við tekið þá stefnu að farsælast sé að allir hætti að vinna þau störf, sem þeir hafa fram að því eytt æfinni í, 65—70 ára, jafnvel sextugir. Víki þá til hliðar. Þar höfum við venju elt nágrannalöndin. En höfum við ekki sérstöðu hér? Næst ekki þessi hái aldur vegna betra heilsufars fram eftir ævinni? Er fólk þá ekki betur á sig komið andlega og líkamlega til að halda áfram þátttöku í lífsbardúsinu hér? Eða eigum við kannski að elta löndin með atvinnuleysið, þar sem ungu fólki finnst æskilegast að ýta þeim eldri sem fyrst út af þröng- um vinnumarkaði, til að rýma fyrir þeim sem bætast við. Og þar sem stjórnvöld reikna það út að ódýrara sé að greiða öldruð- um ellilaun en ungu fólki at- vinnuleysisbætur. í þessum löndum færist ellilaunaaldurinn því stöðugt niður. Lífstíminn lengist þar úti á hliðarsporinu, þar sem fólk á að una og hafa það náðugt. En spurningin er: Er ekki betra að þreytast en ryðga? Að sjálfsögðu verða aldraðir hjálpar þurfi og sjúkir, alveg eins og aðrir. Veikindi jafnvel tíðari þegar líkaminn fer að slitna. Allir sjúkir eiga í okkar þjóðfélagi að fá læknishjálp, all- ir bágstaddir aðstoð og allir þjóðfélagsþegnar nauðsynlega þjónustu. Aldraðir vitanlega líka — nema hvað! Þarf ekki að setja þá í sérhóp til þess! „Meningen er go’ nok,“ sagði karlinn og þótti það afsaka alla vitleysuna. Slík góð áform kalla fram í hugann sómakonuna Marie Lysnes, sem langa æfi var skólastjóri geðhjúkrunarskólans í Noregi. Er nú 75 ára gömul, full af orku, reynslu og vísdómi. Nýja hjúkrunarskólanum hér þykir líka fengur í að fá hana til að kenna geðhjúkrun, nú þegar hún hefur vikið úr æfistarfinu. Líka er hún fengin til að kenna á námskeiðum víða um Noreg, og til að skrifa heimildarsögu úr sínu fagi, „þegar ég fæ frið fyrir þessu fólki, sem alltaf er að reyna að hafa afskipti af mér og taka mig úr leik,“ segir hún. Eitt sinn er hún kom af Islandi, beið hennar bréf í litlu íbúðinni heima í Oslo, frá félagsfræðingi borgarinnar: „Þar sem þér hafið ekki verið heima tvisvar sinnum, þegar félagsfræðingur hefur komið, eruð þér beðin um að mæta á skrifstofu hans á ákveðnum degi.“ Marie Lysnes kærði sig ekki um að ókunnug stúlka færi að hnýsast í hvað hún gerði og hvernig hún lifði, og skrifaði kurteisislegt svar: Þakka tilboðið, en þarf ekki á aðstoð að halda. Ekki dugði það. Oslo hefur verið skipt í hverfi og aldraðir í hverju hverfi tilheyra ákveðnum félagsfræðingi. Aftur kom bréf. Marie þorði ekki einu sinni að svara því. Vissi að hvað sem hún segði, endaði það á einn veg. Hún fengi á spjaldið sitt: erfið og ósamvinnuþýð! Svona getur verið erfitt að fá að halda sjálfstæði sínu og reisn í vel skipulögðu velferðarþjóðfé- lagi. Af hverju mega ekki aldr- aðir ráða því sjálfir, eins og aðr- ir þegnar þjóðfélagsins, hversu lengi þeir vinna, hvernig þeir búa og hvort þeir vilja aðstoð eða bjarga sér sjálfir? Eða hugs- um við okkur að elta aðra í þessu líka? Ekki er þó svo komið hjá okkur enn. Að minnsta kosti fær hann Gísli á Uppsölum í Selár- dal að lifa — væntanlega í friði — eins og hann kýs með kindum sínum á æskustöðvunum, þótt ekki sé hann í stíl við nútíma bruðlþjóðfélag, eins og við feng- um að sjá i sjónvarpinu. Og það held ég að hún Hall- dóra mín Bjarnadóttir, elsta kona sem lifað hefur á Islandi, hafi haldið reisn sinni. Hún starfaði að því sem verið hafði áhugamál hennar fram yfir 100 ára aldur og réði sínu lífi — og greftrun. Seint á ævinni hætti hún við að hvíla á Blönduósi og ákveð að liggja heldur í kirkju- garðinum á Akureyri, sagði: Þeir eru svo skemmtilegir sem hvíla þar, hann Matthías Jochumsson, Stefán skólameistari og þeir! 100 ára gömul tjáði hún mér, að hún væri ,búin að segja honum sr. Pétri (biskupnum) hvað hann ætti að segja við jarðarförina. Bara bæn. Einnig hafði hún ákveðið sálmana, og bætti við: Æi, ég verð að muna eftir því að hringa í organistann og segja honum að spila þetta svolítið líflega. Það er nefnilega ekkert sorglegt þegar ég dey! Hrædd? Nei, ætli ég taki því ekki eins og öllu öðru sem mig hefur hent í 100 ár. MorKunblaðið/Ól.K.M. málin mótast ekki af því að auka skilning almennings á því, hvernig ástandið raunverulega er, heldur er einlægt verið að gera tilraunir til að villa mönnum sýn. Sannleik- urinn er einfaldlega sá, að á þessu ári stefnir í sama verðbólguhraða og áður, nema til grunnkaups- hækkana komi. Þá verður verð- bólgan enn meiri. Hvad á ad gera? Ríkisstjórnin er búin að sitja á einlægum fundum svo vikum skiptir til þess að koma sér saman um úrræði í efnahagsmálum. Með hátíðlegum hætti var frá því skýrt, að niðurstaða hefði fengizt og að boðað yrði til sérstakra út- varpsumræðna frá alþingi, en skýrsla um væntanlegar aðgerðir lögð fram samtímis. Þessi virðu- legi aðdragandi gaf vissulega í skyn, að menn gætu búizt við stór- tíðindum. En loksins þegar skýrsl- an barst mönnum í hendur, minnti hún á söngvara, sem er búinn að missa röddina, en heldur konsert eigi að síður. í henni var ekkert bitastætt, sem neinum straum- hvörfum getur valdið. Þar er fitj-^ að upp á ýmsu, sem lítur snotur- lega út á pappírnum, en getur brugðið til beggja vona eftir fram- kvæmdinni. Þannig er það góðra gjalda vert að lækka launaskatt í iðnaði og fiskvinnslu, en verzlunin er látin sitja við lakara borð eftir venjunni. Stimpilgjöld af afurða- lánum á sömuleiðis að lækka, enda hefur jafnvel sjávarútvegsráð- herra kallað þau okur. Þetta hvort tveggja er gott, svo langt sem það nær. Spurningin er bara þessi: Munu þessar ráðstafanir í raun bæta rekstrargrundvöllinn eða verður ávinningurinn klipinn af atvinnugreinunum með öðrum hætti? Það á eftir að koma í ljós, en það er eðlilegt, að menn séu með efasemdir með hliðsjón af reynslunni undanfarið. Nýyrðið orðakonfekt var tölu- vert notað í þeim svifum, sem rík- isstjórnin var mynduð, og er svo listilega gert, að menn skilja það á augabragði. — í skýrslu sinni lof- ar ríkisstjórnin því, að enn ein út- tektin skuli gerð „á iðnaði og fisk- vinnslu með hagræðingu, aukna framleiðni og betri nýtingu fjár- muna fyrir augum". Einhvern tíma hafa þessi orð heyrzt áður, en litlu breytt. Viljinn var ekki nógur til breytinganna. Og miðað við efnahagsástandið eru raunar engin líkindi til að rofi til í þess- um efnum. Tilkostnaðurinn hækk- ar um 50—60% á ári, en tekjurnar eitthvað minna. Hjörtur Eiríks- son, forstjóri Iðnaðardeildar SÍS, hefur upplýst, að starfsskilyrði ullariðnaðarins hafi versnað um milli 25—30% frá árinu 1976. Hvernig er hægt að búast við, að fyrirtækin hafi ráð á því í slikum taprekstri að leggja til hliðar til framleiðniaukningar? Áhyggjurn- ar af að bjarga sér frá degi til dags yfirgnæfa allt annað. Auk þess ræður ekkert eitt eins miklu um rekstrarafkomuna hjá útflutn- ingsfyrirtækjunum og það, hvort útskipanir séu á hagstæðum tíma eða ekki, miðað við gengisbreyt- ingarnar. Öflug útflutningsfyrir- tæki þyrftu því helzt að koma sér upp hagfræðideild til þess að fylgjast með þeim málum og reyna að þefa uppi, hvaða áætlan- ir séu uppi hjá stjórnvöldum um gengisfellingar og gengissig hverju sinni. Staðreyndin er sú, að afkáraleg gengispólitík getur sett vel rekið fyrirtæki á höfuðið, ef svo ber undir, en myndað ofsa- gróða hjá öðru illa reknu, ef geng- isstökkin stæðu þannig af sér. Úrræda- leysið blasir við Skýrsla ríkisstjórnarinnar sagði lítið sem ekkert um það, til hvaða ráðstafana verði gripið í efna- hagsmálum nema í almennum orðum. Og útvarpsumræðurnar á fimmtudagskvöld bættu þar litlu við. Skírskotun til þess, að slæmt efnahagsástand í nágrannalönd- um okkar valdi erfiðleikum okkar nú, er skiljanleg frá pólitísku sjónarmiði. Síðasta ár var mjög gjöfult til lands og sjávar og geng- isþróunin hagstæðari en jafnvel bjartsýnustu menn óraði fyrir. Ef rétt hefði verið haldið á spilunum, átti þetta ár því að bæta afkomu atvinnuveganna og þjóðarbúsins í heild. Ekki sízt ef jafnframt er haft í huga, að laun voru lækkuð um 7% með bráðabirgðalögum 1. marz bótalaust. Slík fórn launþeg- anna skapaði stjórnvöldum svig- rúm, sem hefði átt að skila ár- angri. En þegar árið er gert upp, verður niðurstaðan allt önnur. Undirstöðuatvinnuvegirnir hafa verið reknir með umtalsverðum halla, sem sjávarútvegsráðherra telur aðalmeinsemdina í efna- hagslífinu nú, — aðalverðbólgu- hvatann. í stað þess að eiga fyrn- ingar eftir góðærið, höfum við þurft að taka erlend lán til þess að halda þjóðarbúinu gangandi. Þetta eru ömurleg eftirmæli, en sönn um það, hvernig haldið var á málum okkar á sl. ári. Svo er að heyra á ráðherrum, að fangaráðið nú sé að leita til verka- lýðshreyfingarinnar og biðja um gott veður, — kanna leiðir til þess að skipta um verðlagsgrundvöll á þann hátt, að halli á launþega frekar en hitt. Það má vel vera rétt, eins og nú er komið efnahag okkar, að slíkt kunni að reynast nauðs.vnlegt. Ríkisstjórnin sér enga leið til að halda þjóðfélaginu gangandi nema skerða lífskjörin og rýra hlut fyrirtækjanna á sama tíma og ríkissjóður eykur eyðsl- una jafnt og þétt frá ári til árs. Vinnubrögð af þessu tagi geta aldrei komið atvinnulífinu á rétt- an kjöl né verðbólgunni niður. Það þarf allt annað viðhorf, aðra stjórnarhætti. Fyrsta skrefið verður að vera það að nýta orku- lindir landsins til stóriðju og örva einstaklingana til dáða. Einungis nieð jákvæðum aðgerðum kom- umst við úr kreppunni, sem við hjökkum nú í, — höfum við burði til þess að auka þjóðartekjurnar á ný og bæta lífskjör okkar með meiri framleiðslu, meiri verðmætasköpun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.